Tíminn - 01.10.1972, Side 14

Tíminn - 01.10.1972, Side 14
trýniö í handarkrikann á honum. Viö höföum skipað henni að snáfa heim, en þaö kom fyrir ekki, og aö lokum uröum við aö láta undan þrá- látri bæn hennar. Ég stýröi. Mér var ávallt fróun aö þvl aö kreppa fingurna utan um stýrishjóliö og finna átök aflvélarinnar. Það vakti að nýju traustiö á sjálfri mér aö aka bifreiöinni eftir hinum gamalkunnu vegum, sem lágu frá borginni. Viö lögöum af stað ekki löngu eftir hádegi, en þó var eins og dagsbirtan væri þegar tekin að daprast. Daginn eftir voru vetr- arsólstööur og þaö eins og sólin silaöist rétt með ólund upp á suöurloft- ið. Snjórinn haföi þánað, og þaö var ekki nema i dældum og lautum á ökrum og i haga, aö ennþá sáust skaflar. En nú var komið þurrafrost. Vlriviöarrunnarnir, sem stóöu I hvirfingu við frosnar tjarnir og lænur, voru rauöbrúnir, og hæðirnar í fjarska voru orpnar bjarma hnigandi vetrarsólarinnar. Loftiö var þægilega svalt og reykurinn frá sveitabýl- unum lyppaöist upp i geiminn i logninu meö hátíðlegri ró. Viö sáum hvergi fólk á ferli eftir að viö vorum komin út úr borginni, og mættum aöeins örfáum vöruvögnum á veginum. Annars var ekkert lifsmark aö sjá, nema hvaö dauðhræddar kanínur skutust endrum og sinnum yfir brautina. Hvorugt okkar mælti orð frá vörum. Ég varð að horfa fram á veginn, og Jói mókti i sæti sinu með jólagjafirnar i kringum sig og Tátu á aðra hönd. Ég hafði tekið eftir þvi, að hann var óvenjulega þreytulegur, og þótt hávetur væri og kalt i veðri, var hann i gamla slitna, sumarfrakk- anum sinum i stað skjólbetri yfirhafnar. Hann var berhentur, og ég sá út undan mér, að hann hafði smeygt annarri hendinni undir brunguna á Tátu. Þó leyndi þrek hans og kraftur sér ekki. Það var sama óbugandi eljan og fuglar og ýms smádýr eru gædd, sem i honum bjó. Þeim verð- ur ekki vorkennt, þvi að þau hafa sýnilega kosiö áer það hlutskipti að berjast við hörku náttúrunnar. Þau hafa valið striðið fremur en hóglif- ið. Þannig hefur Jói alltaf verið, hugsaöi ég. Hann hefur alltaf farið sinar götur, trúaö þvi, sem hann hugði sannast, og hegðað sér sam- kvæmt þvi, hversu mikillar andúðar, sem þaö aflaði honum. En samt eignaðist hann ávallt itök I hug þeirra, sem hann umgekkst, og hann vann ást og traust hvers dýrs við fyrsta tillit. Hann var eins og heilagur Franz frá Assisi, borinn á morgni nýrrar aldar. Það var umstang og umróð i eldhúsi Angelettu. Þefur af lauk og osti blandaðist angan af litlu grenitré, sem prýtt hafði verið mislitum pappirspokum og englahári. Ég hafði verið svo forsjá að koma með fá- einar silfurbjöllur og sælgæti i fallegum umbúðum til þess að prýða það enn meir. Litla feimna telpan með stóru augun hafði ekki gleymt mér, og sjálf ljómaði Angeletta af gleöi og bauö okkur velkomin og tók kril- iðsem hún var með i fanginu á vinstri arminn, meðan hún dró fram tvo stóla handa okkur til aö setjast á. Maður hennar og tengdafaðir voru úti .i hlöðu. Jói fór þangað til fundar við þá, en Angeletta og gamla konan tóku á móti bögglunum, sem ég kom með, og báru þá inn i svefn- herbergið. Telpan fór undir eins að leika sér að brúðuvagninum, og drengurinn, sem Vance bjargaði frá bráðum bana, sat i stórum sápu- kassa og horfði á mig skærum og athugulum augum. Það var búið að taka reifana af höfði hans, en hann var enn veiklulegur og fölur á hör- und. „Hann er að verð stálhraustur”, sagði Angeletta, ,,en hann er ekki búinn að fá fulla heyrn aftur”. Hún þagnaði skyndilega og roðnaði, eins og hún hefði nefnt eitthvað, sem hún mátti ekki nefna. „Þaö rætist fljótt úr þvi”, svaraöi ég. „Vance læknir segir, að hann sé á örum batavegi. — Ég hef prjónað húfu handa honum til þess að hafa á höfðinu þegar hann getur fariöað vera úti. Það verður jólagleðin þin i þetta sinn að horfa á hann svona friskan, eftir allt, sem á undan er var gengið”. „Já”, svaraði Angeletta og klappaði á dökkan kollinn á snáðanum með þeirri hendinni, sem laus var. „Já, það er margt við að striða núna, en þó hefði getað verið daprara hér. — Þú hefði ekki átt að koma TÍMINN með allt þetta, þó að þörfin kunni að vera brýn. En það var fallega gert af þér að koma, og mér þótti vænt um, að þú skyldir koma með Jóa með þér. Ef til vill getur hann hughreyst Pétur svolitið. Við urðum að selja kúna núna i vikunni, og hagurinn er allt annað en glæsilegur”. Andspænis slikri örbirgð átti ég engin hughreysingarorð til. „Guði sé lof, að ég mjólka barninu”, hélt hún áfram. „Pétur hefur leitað á náðir verkamannasambandsins, og þeir kváðu hafa lofað niðursoðinni mjólk handa hinum krökkunum. Við fleytum okkur kannske á þvi”. Gamla konan kveikti á steinoliulampa og amstraði við yfir eldstónni. Telpan skreið upp i kjöltu mina og við Angeletta héldum áfram tali okkar. „Letta”, sagði ég. „Ég veit, að þessi vetur verður erfiður fyrir ykkur, en þó held ég að ástandið sé verra i borginni. Þið eigið þó brenni og dálitið af kartöflum og garðmeti. Það er meira en sagt verður um sum heimilin þar, og þú þarft þó ekki að senda börnin út að járnbraut- inni til þess að tina þar kolamola og berjast við krakka nágrannanna um hverja örðu”. „Eg býst við þvi”, sagði hún og kinkaði kolli. „Ég veit ekki, hvar við værum stödd, ef við hefðum ekki notið foreldra Péturs. — Heldur þú”, — hún hallaði sér fram á i stólnum og augun urðu ógnlega stór i mörgu andliti hennar — „heldur þú, að verksmiðjurnar verði opnaðar og Pétur komist þar að aftur?” „Spurðu Jóa, hvað hann haldi”, sagöi ég svo hikandi. „Hann veit meira en ég. Það á að opna verksmiðjurnar aftur einhverntima eftir nýáriðenég er hrædd um að það sé aðeins að stofna til nýrra vand- ræða. Verkfallsmennirnir verða ekki teknir aftur gegn þeim skilyrð- um, sem þeir setja, og þú veizt, hvað af þvi getur hlotizt”. „Ef verksmiðjustjórinn tekur verkfallsbrjóta i vinnu, verða óeirðir”. Augu hennar þöndust út og kviðinn duldist ekki. „En heldurðu að það verði virkilega gert? Eru þeir ekki bara að reyna að þröngva verka- mönnunum til þess að bera fram ný sáttaboð?” Ég andvarpaði og hagræddi hnýtinu I dökku hári telpunnar. „Ég er hrædd um, að þetta sé meira en orðin ein”, sagði ég. „Þú veitzt, að fjöldi fólks er reiðubúinn að hefja vinnu með hvaða kjörum sem er. Skorturinn er búinn að buga svo marga. „Ég ætti bezt að vita það”. Varir hennar herptust saman um leið og hún sagði þetta. „Það er lfka það, sem þeir vilja og i þeirri hengingaról ætla þeir sér að halda okkur. Þvi þýðir hvorki þér né öðr- um að bera á móti”. Þarna kom það enn, þetta orð „þeir”, sem við klifuðum öll á — þetta orð, sem nærði hatur og skilningsleysi i hugum beggja aöila. Ég sá, að Angeletta þokaði sér fjær mér, gröm og tortryggin. „Þú veizt, að móðir min var verksmiðjustúlka, þegar hún var ung. Ég gleymi þvi aldrei”. 1221 Lárétt 1) Manns.- 6) Ofn.- 7) Rot.- 9) Afi.- 10) Riki,- 11) Efni.- 12) 499.- 13) Siða.-15) Dagstund,- Lóðrétt 1) Bálinu.- 2) Kusk.- 3) Haustvörur,- 4) Ónefndur.- 5. Hnausinn.- 8) Fljótið.- 9) Maður,- 13) Korn.- 14) Tvihljóði.- Ráðning á gátu No. 1220 Lárétt 1) Drangey.-6) Tog.-7) Ná,- 9) MI,-10) Magasár.-11) ör.- 12) RR,- 13) MDI.- 15) Kveinið.- Lóðrétt 1) Danmörk,- 2) At.- 3) Notandi.- 4) GG.- 5) Yfirráð.- 8) Aar,- 9) Már.- 13) Me,- 14) In,- HVELl Jæja, drengir — fangelsishliðin eru aö baki. Hélt ég myndi aldrei sjá þann dag, Hvellur! A Auoviiao iorum \ Þrir á moti \ Og fá þar HÍáf’fg Kþér eln"m 1J ”*» aldrei reyndinúað __________^ fullt frelsi? fara til jarðar?^/^- Ósennilegt! Sunnudagur 1. október 1972. 11II inl 1 SUNNUDAGUR 1. október 8.00 Morgunandakt. Biskup tslands flytur ritnipgarorð og bæn. 11.00 Vigsla safnaöarheimilis Grensássóknar (Hljóðr. 24. f.m.) Biskupinn, herra Sig- urbjörn Einarsson, vigir. Séra Jónas Gislason predik- ar. Organisti: Arni Arinbjarnarson. 12.25 Fréttir. Tónleikar. Fréttaspegill.Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Landslag og leiöir. Dr. Haraldur Matthiasson talar um Jökulfirði. 14.00 Miðdegistónleikar. 15.30 Kaffitiminn. 16.00 Fréttir. Sunnudagslögin. 16.55 Veðurfregnir. 17.00 Barnatimi. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Stundarkorn með brezka pianóleikaranum Peter Katin. ■ 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Brugðið upp myndum af samstarfi Norðurlanda. 20.30 Frá listahátið i Reykja- vik 1972. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur Sinfóniu nr. 5 I d-moll eftir Sjostakovitsj: André Previn stj. (Hljóðrit- að á tónleikum i Laugar- dalshöll 15. júni). 21.20 Ljóð eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Sigriður Schiöth les. 21.30 Arið 1947: siðara miss- eri. Kristján Jóhann Jóns- son rifjar upp liðna atburði. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. SUNNUDAGUR I. október 17.00 Endurtekið efni James Durst, Aður á dagskrá 27. ágúst siðastliðinn. 17.30 A hrefnuveiðum- Áður á dagskrá 16. júni siðastliðinn. 18.00 Stundin okkar I þættin- um er að þessu sinni rætt um apa og hin ýmsu heim- kynni þeirra og kennt að búa til einfalda leikfanga- apa. Sýndareru kvikmyndir af öpum, og loks kemur við sögu apinn hennar Linu langsokks, en hún verður fastagestur i stundinni okkar fyrst um sinn, ásamt félögum sinum. Myndirnar um Linu eru sænskar og byggðar á hinni alkunnu sögu eftir Astrid Lindgren. Aðalhlutverkið leikur Inger Nilsson. Umsjónarmenn Ragnheiður Gestsdóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Krossgátan Spurninga- þáttur með þátttöku þeirra, sem heima sitja. Kynnir Róbert Arnfinnsson. Umsjón Andrés Indriðason. 21.00 1 viðjum óttans (The Naked Edge) Brezk bió- mynd frá árinu 1961, byggð á skáldsögunni „First Train tog Babylon” eftir Max Ehrlich. Leikstjóri Michael Anderson. Aðalhlutverk Gary Cooper, Deborah Kerr og Eric Portman. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Auðugur athafnamaður finnst myrtur. Einn af starfsmönnum hans, Donald Heath, er ákærður fyrir morðið og jafnframt fyrir rán. George Radcliffe, sem einnig starfar hjá fyrir- tækinu, ber vitni gegn Heath, og hann er dæmdur sekur. En Radcliffe hefur sjálfstæðan rekstur og virðist hafa fullar hendur fjár. Nokkrum árum siðar finnast bréf, sem virðast varpa nýju ljósi á málið. 22.35. Að kvöldi dags Séra Jakob Jónsson flytur hug- vekju. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.