Tíminn - 01.10.1972, Síða 15

Tíminn - 01.10.1972, Síða 15
Sunnudagur 1. október 1972. TÍMINN ___________________15 Pannig liafa 1.300.000 Palestínuarabar búið frá 1948. Flóttamannabúðir i Jórdaniu. Eru hryðjuverk eina lciðin til að vekja skilning umheimisins. Hryðjuverkin orðin að ástríðu Frásögn blaðamanns af örvæntingunni, sem rikir i flóttamannabúðum Palestínuaraba Palestinuarabar eru orðnir eins háðir hryðjuverkum og eitur- lyfjaneytandinn nautn sinni. Hvert nýtt ofb.verk veitir þeim stundaralgleymi. ,,Atburðirn- ir á Lyddaflugvelli og i Miinchen voru hámark gleði okkar”, sagði einn helzti fyrirliði þeirra, Zaid, i flóttamannabúðum i Beirut fyrir skömmu. Þennan sama morgun höfðu isra- elskar Mirageþotur tekið myndir af búðunum úr lofti. Það var ef til vill undanfari nýrra árása. Þvi að þegar hefur verið hefnt fyrir at- burðina i Miinchen með sprenju- árásum á búðir Araba og nýjum aðgerðum af hálfu rikisstjórna ,,gestgjafa” landanna. Samt leikur enginn vafi á að þessi skammvinna heimsathygli, sem þeir nú hafa notið, en Aröb- um meira virði en viðbjóðurinn og ásakanirnar, sem atburðirnir hafa vakið. Ný hryðjuverk verða unnin, fullyrða flóttamennirnir. Þeir segjast ekki getað lifað án þeirra. ,,Að hafa hendur i hári Israelsmanna” er það eina, sem gefur vonlausri tilveru þeirra lit og lif. Allt hefur snúizt til hins verra fyrir Aröbum á þessu ári. ömur- legt lifið i flóttamannabúðunum silast áfram eins og það hefur gert frá þvi 1948. Vonir um bylt- ingu eru að fjara út — tsraels- menn ráða mestu á hernumdu svæðunum, yfirráðum er skipt milli þeirra og áhrifalausra aðila. Og þaö versta er, að svo hefur virzt sem Egyptar og Jórdaniu- menn gætu selt Palestinumenn af höndum sér með þvi að semja sjálfir frið við tsraelsmenn. Þessi auðmýking og óttinn við ,,svik” af hálfu Araba elur af sér hryðjuverk. Stærstu flótta- mannabúðirnar i Beirut eru ein gróðrarstia þeirra. Aðeins 20 minútna akstur frá miðhluta þessarar auðugu borgar búa 15.000 manns i þessum búð- um. Það sem mestan svip setur á þær er lækur, svartur af óhrein- indum, sem rennur niður hliðar- drag og mitt á milli hrörlegra kofanna. Hann hefur grafið sér farveg i rykið. En i vetrarrign- ingunum flæðir hann yfir bakka sina og inn i kofana. Gangstigarn- ir, þar sem börnin leika sér, verða að skólpræsum. Allsstaðar eru börn i tötralegum bómullarbolum. Paris er eini leikurinn, sem þau geta farið i þarna. Zaid, stjórnandi búðanna, á fjögur börn og hús með tveim herbergjum, sem hann byggði úr vikursteinum og bárujárni. Það er mjög stórt ,,hús” og mjög litil fjölskylda. Viða eru sex i herbergi i hreysum, sem byggð eru úr oliutunnum. Shellmerkið er allsstaðar — veggjum, þökum, borðum, og á jörðinni og smur- oliudósunum með jurtum i, sem koma i stað garða. 1 hrófatildurslegu sjúkraskýli liggur maður með dökk gleraugu. Stúlka kælir hann með tómum sigarettupakka, sem hún hefur gert sér úr einskonar blævæng. Hann er i engri skyrtu en svitinn rennur af honum. „Læknirinn er aðeins við tvisvar i viku”, segir hjúkrunarmaður (reyndur en ólærður), sem stjórnar skýlinu ásamt hjúkrunarkonu, ljósmóður og útkastara. ,,Á þriðjudögum og föstudögum frá 8.30 til 11.30. Hann verður að biða eftir aspirin- inu sinu, — trúðu mér, meðan við höfum 90.000 kr. fjárveitingu til lyfja á ári handa 15.000 manns, fær hann ekki annað”. Þessar eru með ,,betri” flótta- mannabúðunum. Þær eru nálægt höfuðborginni og vinna er fáanleg. Atvinnurekendur nota sér veika aðstööu flóttamanna, skort á atvinnuleyfum og löglegum verklýðsfélögum. Iðnaðarmenn fá 1900 kr. á viku i kaup, stúlkur i pökkunarverk- smiðjum 850 kr. fyrir 48 stunda vinnuviku. 1 samanburði við Libanon eða Jórdaniu, þar sem vinnan er við landbúnað og árstiðabundin, er þetta rosa- kaup. „Sættir heimurinn sig við það, sem israelskur flugmaður gerir flóttamannabúðum, konum og börnum, öruggur i Skyhawkvél- inni sinni, en fordæmir svo flug- vélaræningja okkar?” segir hjúkrunarkonan. „Heldur ein- hver að það hafi verið við, sem byrjuðum? Þessar búðir hafa staðið hér frá 1948. Heimurinn gleymir þvi. Hryðjuverk eru eina leiðin til að hreyfa við minninu hjá fólki”. Ungir Palestinuarabar, „flótta- mannabúðakynslóðin”, þarf einnig áminningu. „Eg vandi börnin min frá byrjum á að segja að þau væru Palestinumenn”, segir Zaid. „Siðan sagði ég þeim sögu okkar, frá fjölskyldubúgarð- inum og hvernig við vorum rekin þaðan”. „Þegar börnin eru tiu ára hefst hernaðarþjálfunin. Við segjum þeim frá pislarvottum okkar.En bezt sjá þau viðbjóðinn, sem þau lifa mitt i. Þau gleyma honum aldrei”. Meira en þriðjungur 1.506.640 skráðra flóttamanna frá Palestinu búa i flóttamannabúð- um. Flestir þeirra fæddust i búð unum, eða hafa búið þar siðan 1948. En 128.000 ,,nýir” flótta- menn úr styrjöldinni 1967 eru i búðum i Austur-Jórdaniu og Sýrlandi. Að nafninu til sér Flóttamanna- stofnun Palestinuaraba, sem Sameinuðu þjóðirnar rekur, um flóttamennina. En árlegt ráð- stöfunarfé hennar, 4.260 miljónir isl. kr., er hlægilega lágt miðað við, hve gifurlegt vandamál hún á við að etja og miðað við styrjaldarútgjöld beggja aðila. Og reglur stofnunarinnar eru grimmilegar. Tveggja barna fað- Á þessum svæðum eru flótta- inennirnir. ir, sem hefur meira en 3.400 kr. i laun á mánuði fær engar ókeypis lifsnauðsynjar. Ef hann vinnur sér inn meira en 6.400 kr. á mánuði fá börn hans ekki lengur ókeypis skólavist og heilsugæzlu. I raun og veru eru þó meira en 750.000 flóttam. nógu fátækir til að þeir njóta þessara réttinda. Reglum stofnunarinnar hefur ekki verið breytt frá þvi hún var stofnuð 1950. Flóttamannstofnunin sjálf greinir frá þvi, að heilsugæzlan á hennar vegum sé i lágmarki. Stöðug fjölgun flóttamannanna úr 960.000 árið 1950 i meira en 1.500.000 nú, og mikil tiðni fæð- inga i búðunum eru ógnvænleg- ar staðreyndir. Ósigrar Araba hafa sett ömur- legan svip á lifið i búðunum. Að slepptum hryðjuverkunum hafa skæruliðar ekki náð neinum árangri á þessu ári. Framsókn Israelsmanna inn á herteknu svæðin virðist óstöðvandi og skæruliðar hafa ekki getað stemmt stigu við henni. Afleiðingar hervinninga þeirra 1967 eru viðtækar. Tiu byggðir og tvennar her- stöðvar hafa verið reistar á Golanhæðum. Og taka vestur- bakka árinnar Jórdan var stað- fest með ákvörðun um að byggja þar Formicaverksmiðju upp á 320 milljónir isl. kr. nálægt Hebron. Til að forðast misskilning lýsti forstjóri verksmiðjunnar þvi yfir, að hún „væri ekki byggð til að skapa Aröbum atvinnu” og Allon aðstoðarforsætisráðherra sagði að „Gyðingar skyldu byggja Ilebron um aldur og ævi”. Sjö byggðir lsraelsmanna eru áætlaðar i Sinai. Og til að kóróna allt saman hefur Golda Meir lýst þvi yfir að Gaza svæðið — en þangað flúðu 300.000 Palestinuarabar 1948 — myndi aldrei framar lúta stjórn Araba. Fullir vanmáttarkenndar vegna þessara staðreynda hyggja Arabar á morð. Arabar i tsrael missa móðinn. Nazih Qourah við- skiptafræðingur frá Ameriska háskólanum i Beirút er einn þeirra, sem búinn er að fá nóg. Árið 1968 dæmdi israelskur herdómstóll á vesturbakkanum hann til þriggja ára fangelsis- vistar fyrir að skipuleggja ólög- leg félagssamtök og gefa út ólög- lega bæklinga. „Ég hefði getað sloppið, ef ég hefði undirritað yfirlýsingu þess efnis að ég yf- irgæfi landið af fúsum og frjáls- um vilja og ætti engan rétt til eigna þar. Þeir sögðu að ég gæti farið til Jórdaniu. Ég neitaði. Fjölskylda min hafði þegar flúið einu sinni”. I marzmánuði s.l. gafst hann samt upp og flúði til Beirút. „Þegar ég var laus úr fangelsinu varð ég að vinna verkamanna- vinnu. Það var ekki þaö versta, ég bjóst við þvi. En það sem fékk mig til aö skipta um skoðun var, að öll aðstaða Araba var vonlaus. Nú var ekki lengur ástæða til að halda kyrru fyrir eins og verið hafði 1968”, segir Qourah. Fyrir fjórum árum var „bylt- ingin”, sem átti að bera Palestinuaraba aftur heim til Landsins helga, enn i fullum blóma. Á hátindi hennar ógnuðu byltingarmenn stjórnum Araba- landa og höfðu Jórdaniu i raun og veru á valdi sinu. Einkennis- klæddir Palestínuskæruliðar vopnaðir rifflum og vélbyssum brunuðu um Amman og Beirút i opnum Land-Roverjeppum. Þeir báru stjórn Libanon ofurliði meö þvi að reisa hérstöövar skammt frá landamærum Israels. Allt breyttist i september 1970 og i júli 1971. Það var i þessum „Svarta september” að Hussein konungur sigraði skæruliða i Amman. Við, sem fylgdumst með grimmd bardaganna, héldum að hann hefði unnið orustu en tapað striði. Viö höföum á röngu að standa. Innan árs braut Hussein á bak aftur siðustu mótstöðu skæruliða Palestinuaraba i Norð- ur Jórdaniu. Þetta haföi mikil áhrif á Palestinuaraba. Það voru ekki Zionistar, sem hrundu þeim á l'lótta, heldur bræður okkar Arab- ar. Stjórnir annarra Arabarikja fylgdu fordæmi Jórdaniu — þeim gat liðizt að snúast gegn Palestinuaj-öbum. Nú er djup staðfest milli skæru- liða Palestinuaraba og annarra Arabaþjóða, og það hefur ekki minnkað við siðustu áform Frelsishreyfingar Palestinuar- aba um að kollvarpa „einveld- inu” (Hussein) og „öllum heimsveldissinnuðum Arabarikj- um”, auk lsraels sjálfs. Aðeins byssurnar i flótta- mannabúðunum eru nú til minnis um þann tima er Palestinuarabar höfðu hæðir Amman á valdi sinu sem riki i rikinu. Þær fáu herdeildir, sem enn eru til, eru undir ströngu hereftirliti, sem áróðursaðilar. Palestínuarabar, einkum stúdentar, sem búa i Egyptalandi og Libiu eru undir ströngu eftirliti. Oliuvinnslu- stöðvar Saudi Arabiu löðuðu að sér atvinnulausa flóttamenn, en þar eru menn sifellt varari um sig gagnvart þeim. í Irak er þess krafizt að Palestinuarabar gefi heryfirvöldum upp nöfn og vega- bréfsnúmer meðlima herdeilda Palestinuaraba, en ennfremur nöfn þeirra trakbúa, sem fylgja þeim, og að fylgzt sé með út- gáfustarfsemi þeirra. Libanon- menn hafa nú tryggt að herdeildir Palestinuaraba á landamæra- héruðunum verði á burt en þar kom stöðugt til mótmælaaðgerða af hálfu tsraelsmanna. „Byltingin” er i molum. Sumir leiðtoganna hafa verið myrtir eða limlestir með sprengjum i póst- sendingum á siðustu mánuðum. Hinir eru sundraðir innbyröis — Frelsishreyfing Palestinuaraba er fjórklofin. Dr. Anis Sayegn einn leiðtoga hreyfingarinnar er hljóðlátur, kurteis maður. Hann missti þrjá fingur og skaðaðist mjög á sjón þegar hann opnaði eitt af tólf gul- um umslögum með sprengjum i, sem póstlögð voru i Beirút fyrir tveim mánuðum. „Upphaf byltingarinnar hefur mistekizt. Kannski réðumst við i of mikið þegar við reyndum að breyta Arabarikjunum ásamt lsrael. En þegar mennirnir koma úr herbúðunum og selja vopn sin, megum við vita, að byltingin er á villigötum”. Framhald á 17. siðu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.