Tíminn - 04.10.1972, Qupperneq 4
4
TÍMINN
Miftvikudagur 1. október 1972.
Hagkvæmt er heimanám
Bréfaskóli SÍS og ASÍ býöur yður kennslu í 40 námsgreinum. Eftir-
farandi greinargerð ber fjölbreytninni vitni.
I. ATVINNULÍFIÐ
1. Landbúnaður.
Búvélar. 6 bréf. Kennari Gunnar Gunnarsson búfræðikandídat. Náms-
gjald kr. 900.00.
Búreikningar. Kennari Guðmundur Sigþórsson búnaðarhagfræðingur.
Námsgjald kr. 900,00.
2. Sjávarútvegur.
Siglingafræði. 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðsson skólastjóri. Námsgjald
kr. 1200,00.
Mótorfræði I. 6. bréf. Um benzínvélar. Kennari Andrés Guðjónsson
skólastjóri. Námsgjald kr. 1200,00.
Mótorfræði II. 6 bréf. Um dieselvélar. Kennari Andrés Guðjónsson
skólastjóri. Námsgjald kr. 1200,00.
3. Viðskipti og verzlun.
Bókfærsla I. 7 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstj. F.R. Færslu-
bækur og eyðublöð fylgja. Námsgjald kr. 1200,00.
Bókfærsla II. 6 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstj. F.R. Færslu-
bækur og eyðublöð fylgja. Námsgjald kr. 1500,00.
Auglýsingateikning. 4 bréf ásamt nauðsynlegum áhöldum. Kennari
Hörður Haraldsson viðskiptafræðingur. Námsgjald kr. 600,00.
Almenn búðarstörf. Kennslubók ásamt 5 spurningabréfum. Kennari
Höskuldur Goði Karlsson frkvstj. Námsgjald kr. 700,00.
Kjörbúðin. 4 bréf. Kcnnari Húnbogi Þorstcinsson. Námsgj. kr. 600,00.
Betri verzlunarstjórn I og II. 8 bréf í hvorum flokki. Kennari Hún-
bogi Þorsteinsson. Námsgjald kr. 1100,00 í hvorum flokki.
Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 5 bréf. Kcnnari Eiríkur
Pálsson lögfræðingur. Námsgjald kr. 500,00.
II. ERLEND MÁL
Danska I. 5 bréf og Litla dönskubókin. Kennari Ágúst Sigurðsson
cand. mag. Námsgjald kr. 900,00.
Danska II. 8 bréf og Kennslubók í dönsku I. Sami kennari. Náms-
gjald kr. 1100,00.
Danska III. 7 bréf og Kennslubók í dönsku III., lesbók, orðabók og
stílahcfti. Sami kennari. Námsgjald kr. 1200,00.
Enska I. og II. 7 bréf í hvorum flokki og lesbækur, orðabók og mál-
fræði. Kcnnari Eystcinn Sigurðsson cand. mag. Námsgjald kr. 1200,00
í hvorum flokki. .
Ensk verzlunarbréf. 8 bréf. Kennari Snorri Þorsteinsson yfirkennari.
Nokkur enskukunnátta nauðsynleg. Námsgjald kr. 1200,00.
Þýzka. 5 bréf. Kennari Ingvar G. Brynjólfsson yfirkennari. Náms-
gjald kr. 1200.00.
Franska. 10 bréf. Kennari Magnús G. Jónsson dósent. Námsgjald kr.
1200,00.
Spænska. 10 bréf. Kennari Magnús G. Jónsson dósent. Námsgjald kr.
1200,00. Sagnahefti fylgir.
Esperanto. 8 bréf, lesbók og framburðarhefti. Kennari Ólafur S.
Magnússon. Orðabækur fyrirliggjandi. Framburðarkennsla er gegnum
ríkisútvarpið yfir vetrarmánuðina í öllum erlendu málunum. Náms-
gjald kr. 700,00.
III. ALMENN FRÆÐI
Eðlisfræði. 6 bréf og kennslubók J. Á. B. Kennari Sigurður Ingi-
mundnrson efnafræðingur. Námsgjald kr. 900,00.
íslenzk málfræði. 6 bréf og kennslubók H. H. Kennari Heimir Páls-
son cand. mag. Námsgjald kr. 1200,00.
íslcnzk bragfræði. 3 bréf og kennslubók. Kennari Sveinbjörn Sigur-
jónsson mag. art. Námsgjald kr. 600,00.
íslenzk réttritun. 6 bréf. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson mag art
Námsgjald kr. 1200.00.
Reikningur. 10 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstjóri F.R. Má
skipta í tvö námskeið. Námsgjald kr. 1200,00.
Algebra. 5 bréf. Kennari Þóroddur Oddsson yfirkennari. Námsgjald
kr. 1000,00.
Starfsfræðsla. Bókin „Starfsval" með eyðublöðum. Ólafur Gunnars-
son sálfræðingur svarar spurningum og leiðbeinir um stöðuval. —
Gjald kr. 500,00.
IV. FÉLAGSFRÆÐI
Sálar- og uppeldisfræði. 4 bréf. Kennari Þuríður Kristjánsdóttir upp-
eldisfræðingur. Námsgjald kr. 700,00.
Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8 bréf og þrjár fræðslubækur. Kenn-
ari Guðmundur Sveinsson skólastjóri. Námsgjald kr. 800,00.
Áfengismál I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónarmiði. Kenn-
ari Baldur Johnsen læknir. Námsgjald kr. 500,00.
Fundarstjórn og fundarreglur. 3 bréf. Kennari Eiríkur Pálsson lög-
fræðingur. Námsgjald kr. 700,00.
Bókhald verkalýðsfélaga. 4 bréf ásamt færslubókum og eyðublöðum.
Kennari Guðmundur Ágústsson hagfræðingur. Námsgj. kr. 600,00.
Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 4 bréf. Kennari Sigríður Thorla-
cius ritstjóri. Námsgjald kr. 700,00.
Lærið á réttan hátt. 4 bréf um námstækni. Kennari Hrafn Magnús-
son. Námsgjald kr. 700,00.
Hagræðing og vinnurannsóknir. 4 bréf að minnsta kosti. Hagræðingar-
deild ASÍ leiðbeinir. Námsgjald kr. 700.00.
Lcshringurinn. 3 bréf. Kennari Guðmundur Sveinsson skólastjóri og
fleiri. Námsgjald kr. 800,00.
V. TÓMSTUNDASTÖRF
Skák I. 5 bréf. Kennari Sveinn Kristinsson skákmeistari. Námsgjald
kr. 700,00.
Skák II. 4 bréf. Kennari Sveinn Kristinsson skákmeistari. Námsgjald
kr. 700,00.
Gítarskólinn. 8 bréf og lög á nótum. Kennari Ólafur Gaukur hljóm-
listarmaður. Námsgjald kr. 800,00.
TAKIÐ EFTIR: Bréfaskóli SÍS og ASÍ veitir öllum tækifæri til að
afla sér í frístundum fróðleiks, sem allir hafa gagn af. Með bréfa-
skólanámi getið þér aukið á möguleika yðar til að komast áfram f
lífinu og m. a. búið yður undir nám við aðra skóla. Þér getið gerzt
nemandi hvenær sem er og ráðið námshraða að mestu leyti sjálf.
Skólinn starfar allt árið.
Bréfaskóli SÍS og ASÍ býður yður velkomin.
Undirritaður óskar að gerast nemandi í eftirt. námsgr.:
□ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu.
□ Greiðsla hjálögð kr..............
(Nafn)
(Heimilisfang)
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymið.
Bréfaskóli SÍS & ASÍ
ÁRMÚLA 3, REYKJAVÍK
T Verkamenn
i óskast
Hafnarfjarðarbær óskar að ráða nokkra
verkamenn til ýmissa úti-starfa.
Nánari upplýsingar hjá yfirverkstjóra,
áhaldahúsinu við Vesturgötu. — Simi 5-34-
45.
Ileykjavikurmót i
handknattleik
Fyrstu leikir i kvöld kl. 20,15 i Laugardals-
höll:
Fram—ÍR
Fylkir—Valur
Klt—Þróttur
Handknattleiksráð Reykjavikur
Atvinna
Afgreiðslustúlku vantar á Nýju sendibila-
stöðina. Vaktavinna. Upplýsingar á skrif-
stofunni kl. 13-14 næstu daga.
Sjúkraliðanám
Sjúkraliðaskóli verður starfræktur i
Landspitalanum.
Námstiminn er 1 ár og hefst 22. janúar 1973. Umsækjendur
skulu hafa lokið prófi skyldunámsstigsins og vera fullra 18
ára.
Upplýsingar gefnar og umsóknareyðublöð afhent á skrif-
stofu forstöðukonu kl. 12—13 og kl. 17—18. Umsóknir skulu
hafa borizt forstöðukonu Landspitalans fyrir 21. október
n.k.
Reykjavik, 3. október 1972
Skrifstofa rikisspitalanna.
Orðu-
veitingar
Forseti Islands hefur i dag
sæmt eftirtalda lslendinga
heiðursmerki hinnar islenzku
fálkaorðu:
Ásmund Sveinsson. mynd-
höggvara, stórriddarakrossi. fyr-
ir höggmyndalist.
Sigurjón Sigurðsson. lögreglu-
stjóra. stórriddarakrossi, fyrir
embættisstörf.
Sóra Kinar Guðnason. prófast.
riddarakrossi. fyrir störf að
kirkju- og menningarmálum.
Franz Siemsen. ræðismann Is-
lands i Ltibeck, riddarakrossi.
fyrir ra'ðismannsstörf.
Kristbjörn Tryggvason. yfir-
lækni, riddarakrossi. fyrir emb-
ættisstörf.
Tómas Vigfússon. húsasmiða-
meistara, riddarakrossi, fyrir
störf að félagsmálum.
2 farnir
á reknet
ÞÓ-Reykjavik
Vélskipið Skinney frá
Hornafirði er búið að vera á
reknetaveiðum i eina viku.
Báturinn er nú búinn að landa 5
sinnum,alls um 300 tunnur.
í fyrstu ferðunum fékk Skinney
agætan afla, en siðan hefur aflinn
farið minnkandi og ástæðan er
m.a. sú, að smástraumur er um
þessar mundir, og að auki hefur
sunnanátt verið rikja'ndi, en hún
þykir aldrei góð til sjósóknar.
Skinney hefur verið með 50 net i
sjó og hefur báturinn lagt þau i
kringum Hrollaugseyjar. Annar
Hornafjaröarbátur, Akurey, býr
sig nú undir róðra með
reknetum. Þá mun einn Eski-
fjarðarbátur vera kominn á miðin
við Hrollaugseyjar með reknet.
Hugur mun vera i nokkrum
útgerðarmönnum að senda báta
sina á reknetaveiðar. En það er
reknetaveiðunum til foráttu, sem
stendur, að langt er siðan þær
hafa verið stundaðar, og þvi erfitt
að fá reknet og tæki til veiðanna.
Vertíðin afleit
í Grindavík
í sumar
Stp-Reykjavik.
— Á föstudagskvöld var illsku-
veður og mikið brim i Grindavik.
Ekki varð þó neitt tjón, eins og
varð tvisvar á siðasta ári. Enda
tjáði Guðsteinn Einarsson,
hreppstjóri i Grindavik fréttam.
að mikið hefði verið gert að þvi i
sumar að treysta varnir hafnar-
innar. Hresst var upp á varnar-
garða báðum megin við innsigl-
inguna og mikið flutt af stórgrýti i
þá, en talið er að einstakir steinar
hafi komizt upp i 20 tonn. Venju-
lega er mest hætta á flóðum um
miðjan vetur, ef gerir mikið
veður af hafi.
— Fiskeri hefur mátt heita
steindautt i Grindavik i sumar og
haust. Um 15 bátar voru gerðir út
frá Grindavik i sumar, flestir á
humar, og var afli sáratregur.
Brást humarveiðin t.d. alveg i
ágúst. Þá hafa ógæftir verið mikl-
ar, tiðin ákaflega leiðinleg, ein-
tómir stormar og mest af hafi.
Sagði Guðsteinn, að þetta væri
liklega versta sumarvertiðin i
mörg ár.
Ný frímerkja-
handbók
ísafoldarprentsmiðja hefur
gefið út nýja handbók handa
frimerkjasöfnurum, tslenzk fri-
merki 1973 eftir Sigurð H. Þor-
steinsson.
Þetta er 140 blaðsiðna bók með
myndum af öllum íslenzkum fri-
merkjum fram á árið 1972 ásamt
hvers konar vitneskju um fri-
merki, póststimpla, posthús og
annað, sem frimerkjasöfnurum
getur komið að haldi, upplag til-
greint og verðgildi frimerkja,
stimplaðra og óstimplaðra.