Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI aoóanm mat »34. tölublað — Föstudagur 13. okt. — 56. árgangur J kæli- skápar JOltJcUbtcUwSJUo*, hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Fólk sent í röntgen- myndatöku á Húsavík — en gjafafæki kvennanna sfanda ónotuð á Kópaskeri Röntgentæknin.sem hundsuöeru með sto'rkostnaði. Ljo'smynd K.Sn. Köntgentækiö stendur inni i snotru herbergi í læknislausum og uuouin læknisbústaönum, en i'ólli verður að kaupa sér bil inn á Húsavik. ef grunur leikur á, að ln-iii hafi brákazt eða brotnað i hendi eoa fæti. Við þessi kosta- kjör á l'ólk að búa á Kópaskeri og i sveitunum þar i grennd. — Það var kvenfélagasam- bandið hér um slóðir, sem gaf þessi tæki, sem eru i senn til gegnlýsingar og myndatöku, sagði Friðrik Jónsson, sem er umsjónarmaður læknisbústaðar- ins á Kópaskeri. Það var fyrir tólf til fimmtán árum, og þau voru þá talin mjög vönduð, enda dýr, og verðugt lof borið á framtak kvennanna. En gallinn er sá, að þau hafa aldrei verið notuð siðan Gunnsteinn Gunnarsson var læknir á Raufarhöfn. Minn grun- ur er þó sá, að ekkert vanti til þess, að þau séu enn hæf til myndatöku, nema hvað framkall- ari hefur ekki verið endurnýjað- ur. Tugþúsundum íleygt i súginn — Hin góða gjöf er sem sagt lit- ils virt og til einskis notuð, hélt Friðrik áfram, en tugþúsundum króna hefur verið varið til öku- ferða til myndatöku á Húsavik. Venjulegur bill kostar þrjú þús- und krónur þessa leið — sjúkra- bifreið miklu meira. Iðulega eru þetta vetrarferðir, og ég man þess dæmi, að tvær konur þurftu að fara nálega samtimis: Sex þúsund krónur, þakka þér fyrir. Að visu borgar sjúkrasamlag hálfan kostnað. En það er sama: Þetta er sóun og fjarstæða. Ilcimamenn gætu tek- ið röntgenmyndir — Ég veit ekki, hvað mikill galdur það er að taka röntgen- myndir, sagði Friðrik enn frem- ur, og einhvern veginn er ég ekki viss um, að sumir þessir ungu menn, sem hér hafa verið hjá okkur i norðursýslunni um stund- ar sakir, kunni til slikra verka, þótt vafalaust þurfi til þess harla litið nám i samanburði við annað, sem læknar eða verðandi læknar verða að tileinka sér. Mér þætti trúlegt, að það mætti kenna einhverjum manni hér á Kópaskeri á stuttum tima og með litlum tilkostnaði að taka svona myndir. Byggðarlagið hefur verið heimkynni hagleiksmanna og uppfinningamanna, og ég skil ekki annað en hér væri auðvelt að finna einhvern, sem kæmist sómasamlega frá myndatöku. I hungurverkfalli með sprunginn maga: „Ég fer beint í vinnu í Breiðholti" Viðræðurnar að því gagni sem til stóð Timinn átti i gær viðtal við Ein- ar Ágústsson utanrikisráðherra og spurði hann um niðurstöður þeirra viðræðna milli islenzkra og brezkra embættismanna um landhelgismálið, sem fóru fram i siðastl. viku. Utanríkisráðherra svaraði á þessa leið: — Skýrslan um viðræður emb- ættismanna liggurfyrir og verður málið nú rætt i rikisstjórninni með hliðsjón af henni. Meðan þvi er ekki lokið, er ekki hægt að gefa frekari upplýsingar um einstök atriði. Embættismönnunum var falið að rannsaka tiltekna þætti máls- ins nánar, og það hafa þeir gert. Þetta voru sem sagt könnunar- viðræður, og ég tel, að þeir þættir, sem um var fjallað, liggi ljósar fyrir nú en áður var. Ég tel þvi, að viðræðurnar hafi orðiö að þvi gagni,sem til stóð og að þær muni stuðla að þvi að auðvelda raun- hæfa og skynsamlega lausn máls- ins. Fleira vil ég ekki segja að svo stöddu. Helgi Hóseasson er nu i hungur- verkfalli i sjúkrahúsi og hefur hvorkibragðáö þurrt né vott sfðan hann var handtekinn á þriðjudag. Kanni því, sem á þvi hefur livílt að ná tali af honum hefur nú verið aflétt, að minnsta kosti að ein- hverju leyti, og segist hann ekki muni nærast fyrr en hann fær að fara heim til sin. Hann þolir þó illa að svelta, þvi að maginn i honum sprakk fyrir nokkrum áiuiii, svo að ábyrgðarhluti kann að vera að varna honum heim- ferðar. Hann var vonum hressari i gær, málreifur við kunningja, sem heimsóttu hann, en með all- mikinn rig i skrokknum eftir meðferðina og talsvert bólginn á öðrum úlnliðnum eftir hand- járnin, sem ótæpilega höfðu verið hert að honum. — Ég fer beint i vinnu mína i Breiðholtinu, þegar ég er búinn að fara heim til fjölskyldunnar, ef ég losna héðan á meðan ég hef mátt, sagði hann. En það kemur ekkert inn fyrir minar varir á meðan ég er ófrjáls maður. Hann sagðist hafa verið borinn inn á barinn á Hótel Borg fyrst eftir handtökuna. Þar var honum skellt handjárnuðum á grúfu á gólfið og lágu lögregluþjónar með hnén ofan á honum. Þessi frásögn Helga er i samræmi við vitnis- burð sjónarvotta, er Timanum hefur borizt. Hann sagði enn fremur, að einn hefði rifið af sér úlpuhettuna með þeim ummælum, að „það mætti sjást framan i þetta". Þegar hann var borinn út, rakst höfuðuð i, en þá hrópaði einhver: „Gætið að ykkur." Framhald á bls. 19 Tveir menn hætt komnir í Ormsá JJ-Melum Hrútafirði. i morgun á sjöunda timanum voru tveir menn hætt komnir i Ormsá i Hrútafirði. Voru þeir á leið vestur Skarðsveg en sá vegur liggur inilli Hrútafjarðar og Haukadals i Dölum. Vegur þessi var gerður jeppafær fyrir fáum árum. Ætluðu þeir vestur i Haukadalsskarð og ganga þaðan á Geldingafell og vinna þar að mælingu fyrir örbylgjustöð. Höfðu þeir verið við mælingar þar daginn áður, en fóru ofan þaðan á miðvikudagskvöld og gistu á Brú um nóttina. En i nótt, aðfaranótt fimmtudags rigndi mikið og allar ár i forattuvexti i morgun. Þeir félagar lögðu upp frá Brú og er þeir komu að vaðinu á ánni lögöu þeir hiklaust út i. Skipti þá engum togum, að bifreiðin, sem er rússajeppi, flaut upp og hreif straumurinn hana þegar með sér. Tuttugu til þrjátiu metrum fyrir neðan vaðið er foss, sem fellur fram af fimm til átta metra háu standbergi. Hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum, ef bifreiöin hefði borizt þar ofan fyrir. Svo giftusamlega tókst til, að Framhald á bls. 19 Þessi mynd var tekin i Reykjavikurhöfn igær. Til vinstri á myndinni er Ægir, en niundi, og'er verið að dæla i hann oliu. hægra megin Hvalur Tfmamynd Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.