Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 13. október 1972. TÍMINN 15 unni: Ég á rétt á að lifa, ég á rétt á að vera hamingjusöm, ég á rétt á ást. — Lifið og tilveran á kröfur á hendur þér, góða mfn, og ég á lika talsvert í þinum garði, er á allt er litið. — Ég á ekki við peninga”. Hann vatt sér snögglega frá mér og þreif frakka sinn og hatt af stólnum. Ég reyndi hvorki að tala né hreyfa mig. Ég skynjaði ekki neitt, nema trylltan hjartsláttinn i brjósti minu, og stofan og allt, sem i henni var, rann i móðu fyrir augum minum. Og svo heyrði ég skyndilega fjarlægan hljóm: klukknahringingar og flautuóm. Nýju ári var fagnað, og ómurinn bergmálaöi i eyrum minum, sem svo lengi höfðu verið dauð og dumb. Ég hlýt að hafa æpt upp yfir mig. Ég hlýt að hafa hlaupið út að glugganum rifið hann opinn, þvi að út um hann teygðum við okkur bæði og hlustuðum hugfangin á nýarshringinguna, þegar ég rankaði við mér. Hann hafði lagt arminn utan um mig. Við stóðum grafkyrr og hlustuðum þegjandi, unz siðustu ómarnir dóu út. bá lokaði hann glugg- anum og sneri sér að mér. „Jæja”, sagði hann. ,,Ég kom til þess að óska þér hamingju á nýja árinu. En það er tilgangslaust úr þvi, sem komið er. bú vilt heldur gamla árið”. „Nei, nei!” Ósjalfrátt þreif ég utan um hann og horfði á hann ofsa- legum bænaraugum. Tárin hrundu niður kinnar minar, og ég geröi enga tilraun til þess að dylja það „Segðu þetta ekki.Ég var heimsk að halda, að ég gæti kastað frá mér þvi, sem þú hefur gefið mér. bað væri ekki auðvelt. — Ég kem á morgun — i dag, á ég viö”. bíUTUGASTI OG FYRSTI KAPÍTULI bað var einkennilegt að vakna við gaulið i verksmiðjuflautunum morguninn, sem vinna átti að hefjast þar að nýju. Nær þrjú ár voru lið- in siðan ég heyrði siðast langdregið kall þeirra. Ég rauk upp, og hver taug i likama minum var þanin eins og bogastrengur. Mér varð hugsað til þess, með hvilikri athygli nú myndi hlutað i sérhverju húsi i Blairs- borg. t huga mér sá ég langsoltna verkamennina skara i eldinn og bætá sprekum og kolamylsnu á glóðina og konur beirra hella á kaffikönnuna og sneiða örþunnar brauðsneiðar handa þeim með hádegissopanum. Uppi i fletunum kúrðu litil börn undir slitlegum sængurbleðlum og horfðu forvitnisaugum á það, sem fram fór, og hvfsluðust á. „beir eru farnir að flauta... Heyrirðu það ekki?” • „Veiztu, að pabbi ætlar að fara að vinna aftur? ” „Hann sagði „nei” þegar mamma spurði hann að þvi i gærkvöldi, en nú er hann kominn i vinnubuxurnar og hnallana sina. — Hvað heldurðu, að við fáum að borða i kvöld?” „bað verða menn með byssur viö verksmiðjuhliðið, — alvöru-byssur, og eitthvað, sem þeir kasta, svo að fólk fer að hósta og gráta. Mamma segir að við megum ekki koma nærri verksmiðjunum þegar við förum i skólann i dag. Við getum troðizt undir, ef verkfallsverðirnir ráðast á þá. Hún segir, að það viti enginn, hvað kann að koma fyrir. Við skulum fara á fætur, flýttu þér”. Mér varð hugsað um Wallace frænda sem sennilega var að klæðast i svefnstofu sinni. Ég gat hugsað mér hann hnýta hnútinn á bindi sitt af frábærri nákvæmni og reyna að láta eins og þetta væri oíur venjulegur dagur, sem aldrei yrði talinn til merkisdaga i sögu Friðarpiupverk- smiðjanna. Mér varð hugsað til Emmu frænku, sem lá ósjálfbjarga i viðjum og lagði eyrun við sérhverju hljóði, raunverulegu eða imynd- uðu. Hvað, sem gerast kynni eða gerast ekki, myndi hún halda sig leynda stórtiðindum. — Viljasterk og ósveigjanleg myndi hún hvila i rekkju sinni og finnast hálfvegis eins og hún hefði gengið i lið með þeim, sem vildu koma verksmiðjunum á kaldan klaka, með þvi að detta og mjaðmarbrjóta sig. Mér varð hugsað til Jóa gamla Kellýs, amstrandi við miðstöðina i kjallaranum, með hendurnar krepptar og hnén stirð og illa hæf til þess að lúta vilja hans, vera að reyna að bægja frá sér minningum um litinn, hvatlegan dreng, sem forðum steig með honum hvert fótmál á köldum vetrarmorgnum. Mér varð lika hugsað til Jóa yngri, sem um þessar mundir hefði brugðið blundi i einhverri kytru fyrir handan á, með augun dekkri en blá og ögrandi axlaburð undir slitnum klæðum. Mér varð hugsað um Merek Vance, sem að’ lik- indum var að raða sárabindum og eiturdrepi i tösku sina, ef skyndilega þyrfti til að taka. Mér varð hugsað til Harrý Collins ....nei, um hann vildi ég ekki hugsa — um hann ætlaði ég ekki að hugsa. Wallace frændi var að drekka kaffið úr seinni bollanum, þegar ég kom niður. Morgunblöðin lágu á borðinu fyrir framan hann, en ég lét sem ég sæi ekki geysistórar fyrirsagnirnar: „Verksmiðjurnar verða opnaðar i dag við hervernd”. „Emmu frænku leið vel i nótt”, sagði ég um leið og ég tók mér sæti. Vitaskuld er hún hálfóróleg. Hún vill fá blöðin, þegar þú ert búinn að lita yfir þau”. „Ég skal færa henni þau upp áður en ég fer. Við verðum að sefa hana, Emilia. Ég treysti þér bezt allra til þess”. „Ég skal reyna það, frændi. — Býst þú.... býst þú við miklum óspekt- um?” „Ég get engu spáð um það, en við eruð við öllu búnir. Engum verður látið haldast uppi aö beita ofbeldi”. „bað verður barið niður með meira ofbeldi”. Hann kveinkaði sér viðað svara, en sagði svo eftir nokkra þögn: „Ég vil ekki, að þið Hanna séuð á ferli fyrir handan næstu dagana. bað er skynsamlegast fyrir ykkur að halda ykkur hérna megin, þangað til kyrrð er komin á. — Annars spáir veðurstofan snjókomu i dag. bað er okkur hagstætt”. „Já”, svaraði ég. „Snjórin er óvinur verksfallsmanna, ekki sizt ef þeir eru illa skóaðir”. Wallace frændi var þungbrýnn, er hann braut saman mundlinu sina. „Emilia”, sagði hann i umvöndunartóni. „Ég efast ekki um góðvild þina, en láttu ekki tilfinningarnar bera dómgreindina ofurliði. bú ert allt of reynslulitil til þess að kveða upp áfellisdóma um svona mikil- vægt máí”. „Ég hef aldrei unnið við vefstól eða sniðið voðir”, svaraði ég, „og ég hef aldrei reynt að lifa af verkalaunum”. „bú hefur aldrei stjórnað iðjurekstri og barizt i bökkum með að hafa handbæra peninga til þess að borga verkafólkinu laun sin, gleymdu þvi ekki”. Hann stóðupp og ýtti frá sér stólnum. „bú veizt ekki, hvernig að okkur er kreppt úr öllum áttum, jafnt af viðskiptamönnum okkar og lánardrottnum sem verkafólkinu. Nú er um tvennt að velja: að taka föstum tökum eða....” Hann varð allt i einu svo undarlega siginaxla. „Eöa hvað?” spurði ég. „Gefast upp — selja allt i hendurnar á skuldheimtumönnunum.... bað þýðir hvort tveggja hið sama fyrir okkur. Friöarpipuverksmiðj- urnar hafa aldrei brugðizt þeim hugsjónum, sem þær eru grundvallað- ar á, og við kærum okkur ekki um að láta leiguagenta, þótt riðið hafi að fullu voldugri fyrirtækjum en okkar, kúga okkur til þess. bað er nóg af verkafólki, sem vill koma i stað þeirra, er ekki vilja vinna, og við telj- um það skyldu okkar að veita þvi örugga vernd við störf sin. — Jæja, þú skalt vera óhrædd, og i guðs bænum: láttu Emmu systur ekki verða vara við neitt slikt. — Meöal annarra orða: hér er nistingskuldi. Jói gamli á vist i striði með þessa miðstöð rétt einu sinni. bað verður að fá einhvern til þess að hjálpa honum”. Lárétt Lóðrétt 1) Kveina,- 5) Guð,- 7) Ofug röð,- 9) Atlas,- 11) Guðs.- 13) Mánuður,- 14) Arna,- 16) Greinir,- 17) Hvild,- 19) Mjóa,- 1) Einfær,- 2) Dó,- 3) Iða,- 4) Naðs.- 6) Karaði,- 8) Nes.- 10) Ráfar,- 12) Skap,- 15) Ana,- 18) GK Lóðrétt 1) Skrifstofa.-2) Slagur.-3) Fýk,- 4) llát,- 6) Spirur,- 8) Dýr,- 10) Farinn á sjó,- 5 12) Betur,- 15) Æða.- 18) Greinir,- X Ráðning á gátu No. 1230 Lárétt 1) Eldinn,- 5) Oða.- 7) NN.- Aðra,- 11) Fes,- 13) Sár,- 1 Æska,- 16) Fa,- 17) Angað.- 1 Sparki,- HVELL G E I R I D R E K I og þar meö sönnu fór i tepp'o mn bað er hægt að rannsaka það, enl timinn getur verið of stuttur. a Eitrið getur verkað of hratt Hann tók áhættuna af þvi að háls brióta sig á svölunum, frekar en drekka 111! InHS I FÖSTUDAGUR 13. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Pálina Jónsdóttir held- ur áfram lestri sögunnar „Kiki er alltaf að gorta” eft- ir Paul Huhnefeld (5). Til- kynningar kl. 9.30. bing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Spjallað viö bændurkl. 10.05. Popphornið kl. 10.25: Heads, Hands and Feet og Looking Glass syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Tón- leikar : Alexander Plocek og Tékkneska filharmóniu- sveitin leika Fantasiu i g- moll fyrir fiðlu og hljóm- sveit op. 24 eftir Josef Suk, Sinfóniuhlómsveitin i Wielka leikur Sinfóniu nr. 2 i B-dúr op. 19 eftir Szyman- owsky: Grzegorz Fitelberg stjórnar. 12.00. Dagskrain. Tónleikar. Tjlkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar hlustendur. 14.30 „Lifið og ég”, Eggert stefánsson söngvari segir frá.Pétur Pétursson lýkur lestrinum (18). 15.00 Fréttir. Tilkyningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Sönglög. Bodil Göbel, Kurt Westi, Claus Lembke, Lone Koppel og Gurli Plesner syngja danskar rómönsur. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókarlestur: „Grænlandsför 1897” eftir llelga Pjeturss. Baldur Pálmason les (7). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspcgill 19.45 bingsjá 20.10 Strengjakvartett nr. 1 eftir Leos Janacek,Janacek kvartettinn leikur. 20.30 begninn og þjóðfélagið. Már Pétursson og Ragnar Aðalsteinsson sjá um þátt- inn. 21.00 Gitar og slagharpa P. Celedonio Romero leikur á gitar tónlist eftir gamla meistara. b. Walter Klien leikur á pianó tilbrigði eftir Mozart. 21.30 útvarpssagan: „Bréf séra Böðvars” eftir Ólaf Jó- hanns Sigurðsson.borsteinn Gunnarsson leikari les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Aftur- hati", smásaga eftir Finn Björnseth. Guðmundur Sæmundsson þýddi. Hreiðar Sæmundsson les. 22.35 Ilanslög i 300 ár, Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanumJLétt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 13. október 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Svipmyndir frá Eþiópu Stutt þjóðlifsmynd án orða. 20.45 Fóstbræöur. Brezkur sakamálaflokkur með Tony Curtis og Roger Moore i aðalhlutverkum. Gull- keisarinn.býðandi Krist- mann Eiðsson. 21.35 Sjónaukinn Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um þau innlendu og erlendu málefni, sem efst eru á baugi. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.