Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. október 1972. TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tímans)J Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni.' Ritstjórnarskrif-j stofur f Edduhúsinu viD Lindargötu, sfmar 18300-18306Í Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-í ingasimi 19523. Aörar skrifstofurisimi 18300. Áskriftargjald: 225 krónur á mánuöi innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-j takiö. Blaöaprent h.f. Loftárásirnar á Hanoi Árás ameriskra sprengjuflugvéla á sendiráð Frakklands og Alsir i Hanoi draga af öll tvi- mæli um, að loftárásum Bandarikjamanna i Norður-Vietnam er ekki aðeins beint gegn hernaðarlegum mannvirkjum og mikilvægum samgöngustöðvum, heldur engu siður gegn ibúðarhverfum og mannvirkjum, sem geta valdið óbreyttum borgurum liftjóni, ef þau eyðileggjast, eins og t.d. fyrirhleðslum. Þótt fiugherinn kunni að hafa einhver sérstök fyrir- mæli frá rikisstjórninni um að sýna aðgæzlu i árásum, þá hefur hann þau að engu. Fyrir þvi eru nú fjölmargar óyggjandi sannanir og er árásin á áðurnefnd sendiráð nýjust þeirra. Fyrir samherja Bandarikjanna er það vissu- lega mikil þolraun að fylgjast með þessum árásum þeirra á varnarlaust fólk. En það eru ekki aðeins ibúar Norður-Vietnam, sem verða að þola miklar hörmungar, heldur gildir það einnig um ibúa Suður-Vietnam, þar sem þrot- laus styrjöld er háð i landi þeirra með öllum þeim hörmungum, sem þvi fylgja. Þessi styrjöld væri áreiðanlega fyrir löngu til lykta leidd, ef Bandarikin héldu ekki uppi hernaði i Vietnam. Þvi fer fjarri, að Bandarikin séu með þessu að berjast fyrir lýðræði og frelsi, heldur eru þau að halda lifi i spilltri leppstjórn, sem beitir fyllstu kúgun og einræði. Þátttaka Bandarikjanna i Vietnamstyrjöldinni byggist á þvi einu, að þau hafa dregizt út i styrjöldina af misskilningi og finnst það blettur á metnaði sinum að draga sig i hlé. Vonandi bera samningaviðræður þær, sem hafa farið fram i Paris að undanförnu, þann árangur, að samkomulag náist um vopnahlé og bráðabirgðastjórn, sem yrði mynduð i Suður- Vietnam á breiðum grundvelli. En takist það ekki, ættu Bandarikin eigi að siður að hætta öll- um hernaðaraðgerðum þar og láta Vietnama sjálfa um að útkljá mál sin. Þetta er stefna þeirra manna i báðum aðalflokkum Bandarikj- anna, sem framsýnastir og góðgjarnastir eru. Nixon forseti myndi ekki siður vaxa af slikri ákvörðun en hinni lofsverðu stefnubreytingu, sem hann markaði með ferðum sinum til Moskvu og Peking. Endurnýjaðar spurningar Morgunblaðið snýst bálreitt við þeirri spurn- ingu, hvort það styðji heldur stefnu Björns Matthiassonar eða Ingólfs Jónssonar i land- búnaðarmálum. I stað þess að svara spurning- unni beint, eys það ritstjóra Timans auri og klippir úr vissar setningar úr Reykjavikurbréfi sinu i þeim tilgangi að gefa ranga mynd af efni þess. T.d. sleppir það alveg að geta þeirra um- mæla þar, sem skáru mest úr um afstöðu blaðsins, þ.e að málflutningur Björns Matthiassonar væri miklu betri en mál- flutningur Inga Tryggvasonar. Timinn hirðir ekki um að svara persónuleg- um svivirðingum Mbl. hinsvegar endurnýjar Timinn spurninguna: Telur Mbl. rétt að draga svo úr landbúnaðarframleiðslunni að flytja þurfi inn kjöt og mjólk? Telur það bændur skila hlutfallslega minna i þjóðarbúið en aðrar stétt- ir? Treystir Mbl. sér ekki til að ræða þetta höfuðatriði umræddrar deilu? Þórarinn Þórarinsson: Ferðaþættir frá Síberíu V. Irkutsk er merk borg að fornu og nýju Þar verða 56 þús. stúdentar við nám í vetur Frá flugslööinni í Irkutsk Við hófum flugferðina til Irkutsk frá Moskvu klukkan sex að kveldi og lentum á flug- vellinum þar átta klukku- stundum siðar, en þotan hafði skamma viðdvöl i Omsk á leiðinni. Þegar við komum til Irkutsk var klukkan tvö að nóttu i Moskvu, en i Irkutsk var hún sjö að morgni. Það gefur nokkra hugmynd um vegalengdina, að fimm tima munur er á klukkunni i Moskvu og Irkutsk. Gestgjafar minir töldu rétt, að ég heimsækti Irkutsk frek- ar en aðrar stórborgir i Siberiu, þvi að hún á einna merkasta sögu að fornu og nýju, sem einhverskonar höf- uðborg Austur-Siberiu. Þaðan er heldur ekki nema klukku- stundar ökuferð til Baikal- vatns, þar sem er mest nátt- úrufegurð i Siberiu, og ekki nema klukkustundar flug til Bratsk, þar sem er að finna ein mestu mannvirki, sem gerð hafa verið i heiminum og eru þvi eitt mesta stolt Sovét- manna. IRKUTSK stendur á bökk- um Angarafljóts um 60 km frá Baikalvatni. Rússar komu þangað fyrst um 1608, og skömmu siðar reistu þeir þar vigi og kaupmenn tóku sér bólfestu þar. Dýralif var þá fjölskrúðugt þar i skógunum — og er reyndar enn —, svo að óviða var betra að afla loð- skinna, sem voru ekki siður eftirsótt þá en nú. Kaupstað- arréttindi fékk Irkutsk svo 1652. Fljótlega fundust þar gull, silfur og fleiri góðmálm- ar i jörðu og er enn að finna á þessum slóðum mestu gull- námur i Siberiu. 1 Irkutsk er nú starfandi stór verksmiðja, sem framleiðir gullhreinsun- arvélar, sem eru mikið bákn. Af framangreindum ástæðum varð Irkutsk brátt ein rikasta borg i Siberiu og hélzt svo næstu aldir. Þar myndaðist efnuð kaupmannastétt, land- stjóri Rússa i Austur-Siberiu tók þar bólfestu og margir embættismenn aðrir. Þá sett- ust þar að ýmsir aðalsmenn, sem höfðu verið dæmdir i út- legð, og eru þeirra þekktastir nokkrir þeirra, sem tóku þátt i hinni frægu desemberupp- reisn i Pétursborg 1825. Allt studdi þetta að þvi, að Irkutsk varð á margan hátt merkur menningarbær. Þar voru reistar fleiri og fegurri kirkjur en i nokkurri síberiskri borg annarri, söfn og leikhús. I miðhluta Irkutsk er að finna allmargar veglegar opinberar byggingar, sem voru reistar á þessum tima, Götur voru yfir- leitt breiðar, torg mikil og viða svæði fyrir skemmti- garða. íbúðarhús voru flest úr timbri, mörg iburðarmikil og fagurlega skreytt, og standa mörg þeirra enn og vitna um sérstæðan listrænan stil, sem þróaðist i Siberiu. Yfirleitt ber gamli borgarhlutinn vitni um góðan efnahag og er ólikt feg- urri en hin kassalöguðu fjöl- býlishús, sem hafa verið byggð i úthverfum á siðari áratugum. Þegar siðari Heimsstyrjöldin hófst, voru ibúar Irkutsk um 110 þús. og var þá risinn upp þar allmikill iðnaður. EITT af þeim markmiðum, sem Lenin setti byltingunni 1917 var að efla rússneskt landnám i Siberiu og treysta tengslin við hana. Vorið 1918 fyriskipaði Lenin stofnun há- skóla i Irkutsk og hefur síðan verið stefnt að þvi að gera Irkutsk að miklum mennta- og menningarstað. Auk háskól- ans eru þar nú sjö sérfræði- skólar, sem veita háskóla- menntun, og er tæknilegi skól- inn þeirra mestur. Við þessa skóla munu um 50 þús. stú- dentar stunda nám i vetur. Sérstök áherzla er lögð á hverskonar hagnýt fræði, sem geta komið að notum við vinnslu þeirra náttúruauðæfa, sem er að finna i Austur- Siberiu. Námsgreinar eins og jarðelisfræði, jarðefnafræði, orkufræði og liffræði skipa há- an sess., en annars er hægt að leggja stund á flest hugsanleg fræði við hina æðri skóla i Irkutsk. Siberiumenn virðast yfirleitt ekki reikna með þvi, að hröð fólksfjölgun verði i Siberiu i náinni framtið, og þess vegna verði að beita þekkingu og tækni að nýtingu náttúruauðæfanna og spara þannig mannaflann. Þetta virðast valdhafar Sovétrikj- anna lika gera sér ljóst. Þess vegna hefu t.d. verið kapp- kostað að efla á siðari árum sem mest hvers konar rann- sóknar- og visindastöðvar i borgum Siberiu. 1 Irkutsk starfa ekki færri en 36 meiri háttar rannsóknarstofnanir. Stefnt er nú að þvi, að i Irkutsk risi upp eins konar visinda- miðstöð eða visindaborg i lik- ingu við Akademgorsk, sem er útborg Novosiberisk. Mjög merkileg náttúru- fræðileg söfn er að finna i Irkutsk og gafst okkur kostur á, að heimsækja eitt þeirra eða steinasafnið við tæknilega háskólann. Þar er aðfinna all- ar þær steintegundir, er hafa fundizt i nágrenni Irkutsk og við Baikalvatn. Erfitt er að hugsa sér meiri fjölbreytni en þar gefur að lita og óviða eða hvergi mun vera hægt að fá betra yfirlit um þá fegurð, sem steinarikið býr yfir. IRKUTSK hefur vaxið mjög hratt eftir byltinguna og þó einkum eftir siðari heims- styrjöldina. Ibúar Irkutsk og úthverfa munu vera milli 400- 500 þús. manns. Þar hefur ris- ið upp margvislegur efna- iðnaður og vélaiðnaður. Hin nýju úthverfi borgarinnar bera þess merki, eins og áður hefur verið vikið að, að meira hefur verið hugsað um að byggja fljótt en um útlit eða gæði bygginga. Þetta hefur þó breytzt i seinni tið og eru nýj- ustu hverfin mun ásjálegri en hin eldri. Fámennara er á götunum i Irkutsk en i Moskvu og bila- umferð einnig mun minni, en fólk virðist öllu frjálslegra og öllu betur klætt. Almennur efnahagur mun sizt lakari þar en i Moskvu, enda kaup yfir leitt heldur hærra i Siberiu en i Rússlandi. t Irkutsk eru nú starfrækt fjögur leikhús, eitt hljóm- leikahús og sirkus, en aðrir skemmtistaðir eru fáir. Af hinum mörgu kirkjum, sem þar eru, eru guðsþjónustur ekki haldnar nema i tveimur. Við komum i aðra þeirra, sem var hrörleg, en átti fjölda fag- urra gripa, sem vitnuðu um auðlegð áður fyrr. IRKUTSK hefur frá upphafi verið ein helzta miðstöð sam- gangna i Austur-Siberiu. Aukin áherzla virðist svo hafa verið lögð á þetta á siðari ár- um. Þar er nú aðalstöð fyrir flugferðir til Mongóliu, Kina, Kóreu og Japan. Nýlega hafa verið reist þar tvö stór hótel, Siberia og Angara, og þriðja stórhótelið, Intourist, er i smiðum. Bersýnilega er stefnt að þvi, að geta tekið þar á móti vaxandi fjölda ferðamanna. Áberandi var á hótelum þar, að Japanir voru þar f jölmenn- astir meðal útlendinga. Þá bar þar mikið á japönskum stúdentum, sem voru að læra rússnesku. IRKUTSK er i 500 m. hæð yfir sjávarmáli og á það sinn þátt i þvi, ásamt meginlands- veðráttunni, að vetur eru þar kaldir. 1 janúar er þar til jafn- aðar 20 stiga frost, en i júli er meðalhitinn 18 stig. Það bætir úr á veturna, að veður er yfir- leitt kyrrt, úrkoma litil og oft- ast sólskin. Samt veldur vetr- arkuldinn þvi, að fólkið sækir þangað minna frá Rússlandi en ella myndi vera. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.