Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 13. október 1972. Föstudagur 13. október 1972. TÍMINN 11 Ferðamál sem íslenzkur atvinnuvegur Ferðamál eru einn þeirra iatvinnuþátta, sem oft eru neíndir i sambandi við nauðsyn á aukinni jfjölbreytni i islenzku atvinnulifi. bó virðast bæði skiptar skoð- j anir um málið i grundvallaratrið- j um og einnig mikið skorta á að íhlúð hafi verið ha'filega að þeim i visi að gróðri, sem þegar helur Iskotið upp kollinum hór, við erfið jskilyrði. Iíf til vill er rétt, áður en lengra j er haldið, að gera sér ljóst, hvað ; hér er átt við með orðinu i ferðamál eða tourismi. t viðtæk- j ustu merkingu er iill hreyfing á fólki, innlendu eða erlendu, ferða- mál. Jafnvcl ferð milli heimilis og vinnustaðar eru lerðamál út al fyrir sig. begar ég ræði hér um lerðamál sem atvinnuveg, á ég þó aðallega við ferðir erlcndra manna hingað og þær gjaldeyristekjur, sem unnt er að hala al’ þvi að selja þeim þjónuslu, heimila þeim að- gang að okkar landi, til að njóta þess sem það heíur að bjóða. Nú eru mjög skiptar skoðanir um. að hve mikfu leyti slikt sé rétt. Algengt cr að heyra menn slá Iram utanbókarlærðum setn- ingum um það, að útlendingar hafi ekkert hingað að gera, þetla sé okkar land, okkar fjöll, jöklar og hverir, sem ekki eigi að saurga með na'rgiingulum augum út- lendra flækinga og rjúfa kyrrð is- lenzkrar náttúru með klið af framandi tungum. sem Fjall- konan gamla skilur ekki. bað eru ótrúlega margir, sem hafa slikar skoðanir uppi, einkum i hópi þröngsýnna embatlis- manna, hagspekinga og skáld- menna. 1 hópi stjórnmálamanna er tónninn nokkuð annar. Þar er gildi ferðamálanna viðurkennt, sem eins konar hlunnindi fyrir þjóðarbúið, likt og reki og þara- nytjar fyrr á timum, án þess að menn virðast átta sig nægilega á þvi, að hér sé um að ræða atvinnuveg, sem á rétt á stuðn- ingi rikisvaldsins, ekki siður en aðrir hinir svokölluðu ,,undir- stöðuatvinnuvegir.” Með stuðningi við atvinnu- vegina á ég fyrst og fremst við, hvernig að þeim er búið fjárhags- lega. Við tslendingar erum, sem eðli- legt er. þyrstir i fjármagn. Við erum að reyna aðgera á einum til tveimur mannsöldrum það, sem aðrar þjóðir hafa gert á margfalt lengri tima, jafnvel þúsund árum. Við eigum að búa vel að okkar heimilum, reisa skóla, sj. úkra- hús, elliheimili, félagsheimili og iþróttamannvirki og jafnframt að koma upp nýjum atvinnutækjum til lands og sjávar. Til að fjármagna allar þessar Iramkvæmdir, bæði einkaþarfir og opinberar þarfir, er aðeins til sparifjár landsmanna eða erlends lánsljár að gripa og er hvort tveggja lakmarkað. bað er hlut- verk rikisvaldsins að sjá um, að fjárfestingarsjóðir atvinnuveg- anna verði ekki undir i kapp- hlaupinu við einkaneyzluna, heldur sé þannig að þeim búið, að hælileg uppbygging geti átt sér stað ug atvinnugreinum ekki mis- munað verulega innbyrðis. Ferðamálin eru ung sem atvinnugrein hér á landi, þótt gestrisnin sé gömul og viður- kennd dyggð. Þó hefur verið höfð i frammi viðleitni til að kynna fs- land allt frá þvi fyrir siðustu heimsstvrjöld, — þó i upphafi ekki siður af þjóðernislegum or sökum en viðskiptalegum. Með batnandi lifskjörum og auknum fritima almennings i hin- um svonefnda ,,þróaða heimi" eftirsiðari heimsstyrjöldina jókst eftirspurn eftir ýmiss konar ferðaþjónustu mjög mikið. Það var keppikefli flestra að eignast sem stærstan hlut i þvi að full- nægja eftirspurn á þessum mikla og vaxandi markaði. fslendingar gerðu lika röskleg átök til að draga i land sinn hlut. Her þá fyrst að nefna flugfélögin tvö, sem hafa haslað sér völl á er- lendum flugleiðum með miklum dugnaði og seiglu, þó að þar sé við ramman reip að draga. Sú hlið, sem snýr að sjálfri þjónustustarfseminni við ferða- mennina, eftir að til landsins er komið, hefur þvi miður naumast fylgzt með flutningahliðinni og alls ekki i eðlilegum mæli til að nýta nógu vel möguleika flugfé- laganna. Þó hefur auglýsinga- starfsemi, bæði þess opinbera og einstaklinga á fslandi sem ferða- mannalandi verið mjög aukin og aðstaða til þjónustu verið bætt ótrúlega mikið siðustu 20 árin, þrátt fyrir krappan fjárhag. Vil ég i þvi sambandi aðeins nefna, að gistihúsarými hefur margfald- azt og einnig minna á hina myndarlegu endurnýjun sér- HEILDARHOTELRYMl A I5LANDI SUMARIÐ 1971 Herbergjastærð 12 3 4 manns manns manns manns Rúm Þaraf sumarhótel alls Herb. Rúm I Rvfk og nágrenni 111 505 5 1 682 1.267 95 162 II Borgarfjörður 8 62 16 17 103 248 53 140 III Snæfellsnes og Dalasýsla 5 45 2 3 55 113 46 91 IV Vestfirðir 17 38 7 5 67 134 20 50 V Norðurland vestra 10 52 9 6 77 165 44 103 VI Akureyri 10 129 19 158 325 74 148 VII Norðurland eystra 27 49 6 4 86 159 52 90 VIII Austurland 25 150 16 13 204 425 91 201 IX Suðurland 46 210 22 8 286 564 252 498 X Vestmannaeyjar 10 30 40 70 Alls 269 1.271 102 57 1.699 3.345 727 1.483 Viðbætur I Hótel v/Rauðarárstfg (tilb. 1974 ) 60 120 - Viðb.v.Hótel Holt (tilb. 1973 ) 18 36 III Stykkishólmur 28 56 rv Flókalundur (tilb. 1972 ) 16 32 VII Húsavík (tilb. 1973 ) 34 (156) 68 (312) Alls 1.855 3.657 leyfis- og hópferðabilakosts okkar, sem er afrek, sem fáar stéttir geta státað sig af. Tala erlendra ferðamanna hefur um það bil fimmfaldazt siðan árið 1951 og gjaldeyris- tekjur af erlendum ferðamönnum námu árið 1971 9,3% af gjald- eyrisöflun okkar. Erfitt er að meta nákvæmlega þessar gjald- eyristekjur, þvi að það blandast oft öðrum óskildum hlutum og of langt mál yrði að gera þvi skil hér i stuttu ávarpi, en hér er byggt á þeim tölum, sem gjaldeyris- deildir- bankanna hafa gefið upp um þessi mál. Ferðamálin afla þvi nú þegar nær tiunda hluta þess gjaldeyris, sem islenzkir atvinnuvegir skapa. Á þetta verður að leggja áherzlu. Afleiðing þessarar niðurstöðu er sú, að viðurkenna beri ferða- málin sem einn af atvinnuvegum okkar og veita beri þeim stuðning eftir beztu getu, i samræmi við það, eða svipað og gert er um aöra atvinnuvegi. Það skortir enn mjög mikið á, að þessi ungi atvinnuvegur njóti sömu aðstöðu og eldri atvinnu- vegirnir, aö þvi er til stofnlána og annars fjármagns tekur. Get ég ekki látið hjá liða að vikja i þvi sambandi nokkuð að stofn- lánasjóðum helztu atvinnuveg- anna, en um það tálar eftirfar- andi tafla sinu máli: Sjá töflu neðst til vinstri. Sama ar og framangreind athugun tekur til 1971, lánaði Ferðamálasjóðurút 18,1 millj. kr. með visitöluákvaéðum og 9-9,5% ársvöxtum, yfirleitt til 15 ára. Frá upphafi til ársloka 1971 nema heildarútlán sjóðsins alls tæplega 60 millj. kr. eða 12 millj. krónum hærra en það lánsfé, sem honum hefur verið fengið til endurlána fram að þeim tima. Hér eru ekki talin með lán þau, sem runnu til Hótel Esju, gegnum Búnaðar- banka Islands frá Seðlabanka Is- lands. Þau viðskipti voru án af- skipta og vitundar þeirra aðila, sem fjalla um Ferðamálasjóð og ferðamál almennt og samgöngu- ráðuneytingu ókunnugt um þau, nema af afspurn. b’ram til ársloka 1970 voru heildarútlán helztu stofnlána- sjóða hinna atvinnuveganna sem hér segir: Fiskveiðasjóður, 2.471 m.kr. aukn. 726 m. kr. 1968-70 (3 ár). Stofnl.sj. landbún. 1.218 m.kr. aukn. 122 m. kr. 1968-70. Veðdeild landbún. 274 m.kr. aukn. 149 m.kr. 1968-70. Iðnlánasjóður 548 m.kr. aukn 221 m.kr. 1968-70. Iðnþróunarsjóður (norr) 87 m.kr. (byrjaði 1970). Enn einn sjóður, verzlunar- lánasjóður, sem stofnaður var 1966. hafði i árslok 1970 lánað 66 millj. kr. og fengið til þess 30 millj. kr. lán úr Framkvæmda- sjóði og 33 millj. kr. úr öðrum opinberum sjóðum. Nú er þessi samanburður ekki allskostar sanngjarn, þar sem t.d. sjóðir sjávarútvegs og land- búnaðar hafa starfað mjög lengi, en Ferðamálasjóður aðeins siðan 1964. Það skortir mikið á, að Ferða- málasjóður hafi siðustu árin fengið svipaðan hundraðshluta af lansfé til ráðstöfunar og ferða- málin afla af gjaldeyri. Nokkra úrbót fær Ferðamálasj. þó á yfirstandandi ári með 25 millj. kr. lánsfjáröflun og 5 millj. kr. fjárframlagi. Fjárveitingin er þó of lág til að sjóðurinn geti eignazt nokkurt verulegt eigið fjármagn með svipuðu áfram- haldi. Lánsféð er yfirleitt með það háum vöxtum, að vart er á bætandi. þannig að lánsféð fer i gegnum sjóðinn. án þess að hann hafi nokkrar teljandi tekjur af þvi, en hins vegar mikla áhættu, ef til vanskila kemur hjá lántak- endum. Verður þvi eigið fé sjóðs- ins að aukast verulega, til þess að hann geti staðið undir slikum áföllum. sem alltaf má búast við i sambandi við skil lántakenda. Enginn má skilja orð min svo, að ég telji of vel hafi verið gert við eldri atvinnuvegina. Ég hef að- eins reynt með samanburði að sýna fram á, að þessi ungi atvinnuvegur — ferðamálin — hafi orðið þar útundan. Rétt er einnig að benda á, að ferðamálin eru ekki aðeins hótel- og veitingamál. heldur gripa þau einnig hvarvetna inn i samgöngu- mál okkar. Um utanlandsflug hef ég áður rætt. Innanlandsflug þjónar bæði innlendum og erlendum ferðamönnum, sama er að segja um ferðaskrifstofur, ferðamiðlara, veiðiréttareig- endur. sérleyfis- og hópferðabif- reiðar, leigubifreiðar, skip og flóabáta, minjagripaverzlanir o.fl. o.fl. Þessir aðilar eiga engan að- gang að Ferðamálasjóði og i hug- leiðingu minni hér á eftir er ekki gert ráð fyrir, að Ferðamálasjóð- ur leysi vanda þessara aðila að neinu marki. Af þvi sem hér á undan er komið vil ég leyfa mér að draga eftirfarandi tvær ályktanir: 1. Ferðamálin verðskulda viður- kenningu og stuðning, sem einn af atvinnuvegum Islendinga. 2. Opinber stuðningur við þennan unga atvinnuveg hefur ekki verið fullnægjandi til að skapa honum viðunandi vaxtarskilyrði. Skal ég þá reyna að benda á, hverju ég tel að stefna eigi að i ferðamálum næstu 10 árin. Árið 1950 komu 4.383 erlendir ferðamenn hingað — 1955 komu 9.107, 1960 / 12.806, 1965 / 28.879, 1970 / 52.908, og var aukningin þá 20% frá 1969. Árið 1971 urðu er- lendir ferðamenn alls 60.719 eða 14,8% fleiri en árið 1970. (Far- þega’r skemmtiferðaskipa ekki taldir með). Meðalaukning siðustu árin er um 15% árlega. Gjaldeyristekjur af þessum ferðamönnum námu árið 1971 alls liðlega 1223 millj. kr., sem eru 9,3% af heildarútflutningsverð- mætum okkar, sem var tæplega 13,2 milljarðar kr. Meðaleyðsla hvers ferðamanns var 1971 kr. 7.678 og var það um 500 kr. hærra en árið 1970. Þessar tölur eru úr skýrslu Ferðamála- ráðs fyrir árið 1971, en gjaldeyris- tölurnar eru miðaðar við upplýs- ingar bankanna um kaup og sölu gjaldeyris. Það liggur i hlutarins eðli, að ekki er unnt að komast að nákvaémum tölum um þetta at- riði, að þvi er ferðamálin varðar, þvi að ferðamannaþjónusta blandast alls staðar saman við annars konar þjónustu og hefur þar örvandi áhrif. Það eru þvi likur til að hlutdeild feröamál- anna i verðmætasköpun sé nú þegar mun meiri en hundraðs- hluti þeirra i gjaldeyrisöfluninni. Árið 1971 var hótelkostur á landinu sem hér segir: Taflan er neðst á siðunni til hægri. Talið hefur verið, að núverandi hótel- og gistihúsakostur Islend- inga nægi til að taka á móti allt að 75 þús. erlendum ferðamönnum árlega, miðað við óbreytta lengd ferðamannatimans. Árið 1970 kannaði nefnd á vegum samgönguráðuneytisins þörf til nýrra fjáffestinga i gisti- og veitingahúsum fram til 1980. Nefndin byggði á eigin athug- unum og einnig á skýrslu, sem Þorvarður Eliassron viðskipta- fræðingur, vann um sams konar fjárfestingarþörf i Reykjavik til 1980, fyrir Ferðamálaráð Reykja- vikur. Taldi nefndin að stefna ætti að 250 hótelherbergjum i viðbót og lengri árlegri nýtingu. Dr. Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, komst að svipaðri niðurstöðu i er- indi, sem hann flutti á ferðamála- ráðstefnu á Isafirði 1971 og byggði hann þá m.a. á sérstakri athugun, sem Seðlabankinn hafði látið gera á málinu. Þessar álitsgerðir og athug- anir. sem siðar hafa verið gerðar, gefa ástæðu til að ætla að fjárfest- ingar, sem nema alls 1500 millj. kr. á verðlagi i dag. séu nauðsyri- legar til að unnt verði að taka á móti 150 þús. erlendum ferða- mönnum á ári upp úr 1980, en slikur fjöldi erlendra ferðamanna ætti að gefa af sér árlega um 2 - 2,5milljarð kr. i gjaldeyristekjur, miðað við verðlag i dag. Til þess að af þessu geti orðið þarf að hækka árlega fjárveitingu á fjárlögum (eigið fé) til Ferða- málasjóðs i 25 millj. árlega 1973- 1982 og lánsfé sjóðsins sömu ár til endurlána þarf að nema samtals 750 millj. kr. allan timann. Sjóð- urinn má lána allt að 66% af 1500 millj. kr. kostnaði og gæti þá einnig haft talsvert rúmar hendur til þess að sinna öðrum aðkallandi verkefnum, ferðamálunum við- komandi. Að þessu tel ég að við eigum að stefna. 1 þessum hugleiðingum er ekki reiknað með fjárfestingu, sem hugsanlega þætti hagkvæmt að ráðast i á grundvelli athugunar þeirrar á vegum Sameinuðu þjóð- anna, sem nú stendur fyrir dyrum og ég mun brátt vikja að. Ég hef hér ekki rætt um eitt mál, sem miög ber á góma, þegar rætt er um ferðamál, en það er endurskoðun ferðamálalöggjaf- irinnarísem er nýiega hafin og etlunin er að ljúka fyrir haustið. Þar verða væntanlega mark- aðar skýrari linur i ýmsum málum, sem varða Ferðaskrif- stofu rikisins og Ferðamálaráð, svo og á hvern hátt ferðamálafé- lögin tengjast yfirstjórn ferða- málanna. Ástæða er til að leggja áherzlu á gildi ferðamálafélaganna bæði til að vekja menn af þvi tómlæti, sem einkennt hefur afstöðu til slikra mála undanfarið og einnig til að benda á það,sem betur megi fara, hvert á sinu svæði, og gera tillögur um framkvæmdir, byggðar á staðarlegri þekkingu. Það er þó rétt að leggja áherzlu á, að áriðandi er að fé- lagssvæðin séu ekki of litil, bezt væri að minu áliti að hvert félag næði yfir heilt kjördæmi. Séu félagssvæðin það stór, er litil hætta á of þröngum sjónar- miðum. Ég minntist á það áður, að nauðsynleg forsenda fyrir bætt- um rekstursgrundvelli gisti- og veitingastaða, svo og ýmissa ann- arra aðila, sem tengdir eru ferða- málunum, væri lenging árlegs rekstrartima. Má benda á það i þessu sambandi, að árið 1971 komu 51,5% erlendra ferðamanna á þremur sumarmánuðunum, júni, júli og ágúst, en mánuðina nóvember, desember, janúar, febrúar, marz (5 mán.) komu aðeins 19%. Þeim.sem um ferðamál fjalla hér á landi,hefur lengi verið ljóst að skortur á langmiðuðum áætl- unum, m.a. um leiðir til að lengja ferðamannatimann, er ferðamál- unum fjötur um fót. Strax eftir að Ferðamálaráð var stofnað 1964, var farið að ræða möguleika á þvi að gera áætlun um framtiðarþróun is- lenzkra ferðamála. Átti ráðið vegna þessa máls i bréfaskiptum við aðila á Norðurlöndum og Ir- landi og varð þá úr, að prófessor Ejler Alkjær var ráðinn til að gera stutta áætlun um þróun is- lenzkra ferðamála. Alkjær kom hingað á vegum Ferðamálaráðs 1965, og benti Grein þessi er rituð af Brynjólfi Ingólfs- syni ráðu neytisstjóra hann þá á þann möguleika, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu i ein- stökum tilvikum styrkt gerð slikra ferðamálaáætlana. Málið var siðan tekið upp við Sameinuðu þjóðirnar, sem sam- þykktu snemma árs 1969 að senda prófessor Alkjær hingað til lands ~~til að gera úttekt á ferðamálum á Islandi og koma fram með frum- hugmyndir um þróun þeirra. Var þá jafnframt ákveðið, að yrði at- hugun prófessors Alkjærs já- kvæð. gæti hún orðið grundvöllur með bréfi 3. ágúst 1971 staðfesti Þróunarsjóður Sameinuðu þjóð- anna. að hann væri tilbúinn að leggja fram aðstoð til gerðar ferðamálaáætlunar, sem ekki væri lægri en 140 þús. dalir. Ferðamálaserfræðingur frá Sameinuðu þjóðunum, Jaques Seletti, kom siðan hingað til lands 30. des. s.l. til viðræðna við is- lenzk ferðamálayfirvöld en Mr. Seletti hefur af hálfu Sameinuðu þjóðanna umsjón með fram- kvæmd á forvali og endanlegu og vinnu að framkvæmdaáætlun fyrir þessar fjórar greinar, þar sem jafnframt verður tekið tillit til annarra greina ferðamálanna. 1 þessum hluta fer einnig fram val á ákveðnum framkvæmdum. 1 þriðja hluta er gert ráð fyrir að gerðar verði nákvæmar áætlanir um fyrstu framkvæmdir og jafn- framt fjárfestingaráætlanir og fjármögnunaráætlanir. Annar hluti á að hefjast strax og fyrsta hluta er lokið og þriðji hluti strax að loknum öðrum hluta. Þegar góð er tið, er mikill ferðamannastraumur i Hallormsstaðaskógi á sumrin. Myndin er frá Atlavik, þar sem ferðafólk tjaldar i Ilallormsstaðaskógi. fyrir frekari styrkveitingu frá þróunarsjóði Sameinuðu þjóð- anna (UNDP). Prófessor Alkjær kom svo hingaö i júni eða júli 1969, og skilaði skýrslu til Sam- einuðu þjóðanna i september sama ár. Það yrði of langt mál að fara að rekja skýrslu Alkjærs i smáat- riðum, enda þótt hún sé vel þess virði. Alkjær er vissulega á þeirri skoðun, að Island eigi mikla framtiðarmöguleika sem ferða- mannaland. Hann leggur þó aðal- áherzlu á að eins og nú sé háttað sé ferðamannatimabilið of stutt og beri þvi fyrst og fremst að stefna að þvi að lengja ferða- mannatimann. Leggur hann til að ferðamálaáætlun, sem gerð yrði, væri fyrst og fremst miðuð við fjóra þætti, þ.e. ráðstefnuhald, stangveiði i ám og vötnum, bygg- ing heilsuhæla og skiðaiþróttir, enda væru þessir þættir heppi- legir til að lengja ferðamanna- timabilið. Raunvérulega kemur prófessor Alkjær þarna engan veginn með nýjar hugmyndir, nema þá ef vera skyldi að gera Is- land að ráðstefnulandi. Alkjær áætlar siðan kostnað við áætlunargerð að þróun þessara fjögurra þátta. Er þá miðað við að ferðamálaáætlunin sé bæði skammtimaáætlun, til tveggja ára, og langstimaáætlun til átta ára, eða samtals 10 ára áætlun. Er niðurstaða hans sú, að til slikrar áætlunargerðar myndi þurfa að veita frá Sameinuðu þjóðunum 140 þús. dollara styrk. Allt það,sem siðar hefur verið gert i þessu máli er i meginat- riðum byggt á tillögum pro- fessors Alkjærs, þótt eðlilega hafi þurft að gera á þeim ýmsar breytingar. Skömmu eftir áramót 1970 ósk- aði samgönguráðuneytið eftir þvi við utanrikisráðuneytið, að sendi- nefnd Islands hjá Sameinuðu þjóðunum legði fram umsókn um aðstoð til áætlunargerðar um ferðamál, sem byggð væri á til- lögum Alkjærs, eða 140 þús. dalir. Var þá gert ráð fyrir að kostnaður við islenzkt starfslið, við skrif- stofuaðstöðu og ferðalög hér innanlands væri greitt af Islend- ingum sjálfum. Málið dróst þó af ýmsum ástæðum nokkuð á langinn, en vali fyrirtækis þess, sem tekur rannsóknina að sér og mun siðan fylgjast með framkvæmd verk- efnisins. Seletti dvaldist hér frá 30. des. til miðs janúar. Kynnti hann sér á þessum tima islenzk ferðamál, ferðaðist nokkuð um landið, átti fjölda funda með innlendum aðilum varðandi ýmsa þætti ferðamálanna og samdi svo að lokum i samráði við ráðuneytið útboðslýsingu á hinu fyrirliggj- andi verkefni vegna forvals á ferðamálafy rirtækjum. Útboðið nær aðeins til fyrsta hluta áætlunargerðarinnar, og tekur til þeirra fjögurra þátta, sem ég drap á. Annar hluti áætl- unargerðarinnar, sem siðar verð- ur boðinn út, felst i undirbúningi i útboðinu eru ákvæði um þátt- töku islenzka rikisins. T>ar er fyrst gert ráð fyrir þvi, að sam- gönguráðuneytið ráði einn is- lenzkan starfsmann fyrir hvern af hinum fjóru erlendu sérfræð- ingum og i fimmta lagi islenzkan markaðshönnuð, til að starfa með erlenda markaðskönnuðinum. Sjötti islenzki starfsmaðurinn sér um öll dagleg störf viðvikjandi rannsókninni og samræmingu á störfum islenzku sérfræðinganna. Sameinuðu þjóðirnar munu styrkja islenzku starfsmennina til kynnisferða og námsferða er- lendis, á sérsvið þeirra, i allt að tvo mánuði hvern mann. Það er rétt að leggja á það áherzlu, að megintilgangurinn með ráðningu islenzku starfs- mannanna er að mennta i við- komandi greinum, sérfræðinga, sem hægt er að kalla til i framtið- inni til ráðuneytis við uppbygg- ingu greinanna. Nú hefur verið ráðið I öll þessi störf. I byrjun marz s.l. sendu Sam- einuðu þjóðirnar útboðsgögnin til sex fyrirtækja og eru þau á Italiu, Frakklandi, Sviss, Sviþjóð, Kan- ada og Bandarikjunum. Til marks um það hve mikið er vandað til vals fyrirtækjanna get ég getið þess, að þessi 6 fyrirtæki voru valin úr á milli 150 og 200 fyrirtækja, sem starfa að ferða- málarannsóknum. Val fyrirtækisins dróst nokkuð á langinn hjá Sameinuðu þjóð- unum og það var ekki fyrr en viku af júli, að tilkynning kom um til- lögu Sameinuðu þjóðanna um að yelja bandariska fyrirtækið Checci & Co. Samþykki islenzkra stjórn- valda þarf á þessu vali og að þvi búnu ætti fyrirtækið þvi að geta hafið störf fljótlega og er gert ráð fyrirrað erlendu sérfræðingarnir dvelji hér um mánaðartima. Semja þeir siöan skýrslu og eiga að hafa sent hingað drög að henni i desember, en endanleg skýrsla á að liggja fyrir ekki siðar en i feb- rúar. Má þá telja.að fyrsta hluta áætlunargerðarinnar sé lokið. islenzku starfsmennirnir munu þar til erlendu sérfræðingarnir koma, starfa að undirbúningi málsins. þeir munu taka saman skýrslu um ástandið i viðkomandi greinum, eins og það er hér i dag, og alls konar tölulegar upplýs- ingar. Jafnframt munu þeir gera tillögur um þá staði, sem erlendu sérfræðingarnir ættu að heim- sækja og á annan hátt skipuleggja starf þeirra hér eftir þvi sem unnt er. islendingarnir munu siðan starfa með útlendingunum en fljótlega eftir það er gert ráö fyrir að þeir fari i kynnisferðir þær og námsferðir, sem ég hef getið um áður. Munu þeir siðan skila skýrslu um kynnisferðirnar, bæði til Sameinuðu þjóðanna og sam- gönguráðuneytisins, en allt i allt er gert ráð fyrir að starf þeirra slandi i 6 mánuði. Ég ætla svo ekki að hafa þessi orð fleiri, en það er einlæg von okkar, sem að þessum málum höfum starfað, að áætlunin, þegar hún kemur, verði ekki rykfallið pappirsplagg, heldur myndi grundvöll að auknum straumi er- lendra lerðamanna til Islands, ferðamanna, sem hægt er að taka myndarlegalega á móti og veita góða þjónustu, jafnframt þvi að styrkja atvinnugrundvöll is- lenzku þjóðarinnar. 15. júli 1972. Brynj. Ingólfsson. ATHUGUN 'A LANASJÓÐUM HELZTU ATVINNUVEGANNA ( FjárhæSir í millj. kr. ) Veitt lán 1971 Bein framlög nkissjoðs og rikis stofnana Vextir % Lánstími A) Fjárfestingalánasjóðir : I. Landbúnaður: Ia^ Stofnlánadeild 257 80 6-6, 5% 6-20 áj Ib. Veðdeild BÚnaðarb. 19 3 8 % 25 " Ic. Framleiðnisj. landb. 7 - 6 V2% 12 " 11. Iðnaður : lla. Iðnlánasjóður llb. Iðnþrounarsjoður 131 246 60 11 9 % 7-9 % 7-12 " III. Sjávarútvegur : Illa. Fiskveiðasjóður 842 84 5 * / 2% 5-20 " B) Aðrar lánastofnanir: I. $jávarútvegur: Ia. Fiskimálasjóður 22 8 % 5-10 "

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.