Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. október 1972 TÍMINN 7 Virðuiegir múlasnar Virðulegur veiðiklúbbur i Virginiafylki i Bandarikjunum hélt kappreiöar þar sem múlasnar reyndu með sér. Áhorfendum brá i brún þegar veðreiðarlistinn barst þeim i hendur. Efst á honum var frá- leikurinn McGovern, annar hét Lynda K. eftir konu hans. Aðrir múlasnar i keppninni hétu Jackie Onassis, Martha Mitchell og aðrir efir nokkrum framámönnum Demókrata i fylkinu. Sumum þótti þetta dónalegt, en eigendur múlasnanna sögðu að þessar nafngiftir væru ekkert verri en að kalla hunda sina Neró, Sesar, eða öðrum viðlika nöfnum. Harnmörg fjölskylda Hvaða mundur er á að eiga tiu börn eða nitján, sagði ameriski verkfræðingurinn Dick Cotter, þegar hann gekk i það heillaga með hjúkrunarkonunni Peggy Lauzon, i siðustu viku. Cotter á tiu börn, en hann missti konu sina fyrir hálfu ári siðan, en hann er nú 45 ára gamall. Peggy er 42 ára, og missti mann sinn i fyrra. Þau hittust fyrst i aprilmánuði s.l. en þau bjuggu i sömu kirkju- sókn i Minnesota. Cotter sagðist aldrei hafa þorað að minnast á bónorðið ef núverandi kona hans hefði ekki átt svona mörg börn. — Hvernig hefði ég getað boðið nokkurri konu, að sjá um heimilið með öllum barnaskar- anum, nema að hún hefði eitt- hvað að leggja á móti. — Ég er viss um, segir frúin, aö við eig- um við sömu erfiðleika að striða og aðrir foreldrar, bara svolitið meira af þeim. Gott verð fyrir steininn Stjórn Afrikurikisins Sierra Leone seldi fyrir skömmu þriöja stærsta demant i heimi, „Stjörnu Sierra Leone”. Kaup- andinn var gimsteinakaupmað- ur i New York. Er demanturinn 968,9 karöt. Kaupverðið er leyndarmál, en kunnugir segja að lágmarksverð sé yfir 250 milljónir króna Ef þú hjálpar manni, sem er i klipu, máttu vcra viss um, að hann man eftir þér næst þegar hann kemst i klipu. Þegar kona fær ekki þann mann, sem hún vill, má guð hjálpa þeim sem hún fær. Of ung í svallið Caroline Kennedy, dóttir fyrr- verandi forseta og Jackie, er nú 14 ára að aldri. 1 sumarleyfinu brá hún sér til Spánar og var ekki búin að vera þar lengi, þegar hún var farin að sjást oft á íerð með nautabananum Palomo Linares. Þegar móðir hennar frétti af þessu og sá myndir af skötuhjúunum i blöðum, skipaði hún dóttur sinni að fara þegar i stað til Bandarikjanna og hætta öllu karlaflangsi á Spáni. Dóttirin hlýddi og er nú við nám i stúlknaskóla i Massaschussetts. Geimferðaáætlun Krakklandsforseta brást Þegar Pompidou, Frakklands- forseti gerði geimfararáætlun i fyrri viku var henni samstundis spillt fyrir honum. Nokkrir bandar. og sovézkir geimfar- ar voru i siödegisdrykkju hjá forsetanum, en Bandarikin og Sovétrikin voru að undirbúa sameiginlega geimferð árið 1975. Hittust geimfararnir af þvi tilefni og Pompidou bauö þeim heim. Sagði hann geimförunum, að hann vildi gjarnan vera farþegi með þeim. Frú Pompi- dou greip þegar fram i, og sagði að hún hafi ekki verið spurð álits og harðneitaði að maður hennarhefði neitt út igeiminna'ð gera og sist með geimförum annara þjóðá, Geimförunum var vel fangað i Frakklandi og fengu þeir orður. Dipiomat er maður/sem getur sannfært konuna sina um, að minkapels klæði hana alls ekki. ¥ ¥ ¥ Pétur tuggði tóbak og það likaði forstjóranum ekki. Dag einn gekk liann til Péturs og sagði: — þú ert cins og svin, Pétur. — Tyggja svin tóbak? spurði Pétur hinn rólegasti. — Nei, að visu ekki, en.... — Hvor okkar likist þá meira svini? ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Tveir góðir vinir hittust á götu. — Jæja, þá er trúlofunin okk- ar Ellu farin út um þúfur. — Hvers vegna? — Þegar við ætluðum i bió i fyrrakvöld, sagðist ég ekki láta ¥ ¥ ¥ sjá mig með henni, ef hún færi i þessum hræðilega munstruðu sokkum. — En er það öll ástæðan? — Já, hún var nefnilega ekki i neinum sokkum. DENNI DÆAAALAUSI Vist er hann ánægður núna, en biddu bara þangað til hann fær að vita, að hann veröur að fara i vinnuna á hverjum degi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.