Tíminn - 20.10.1972, Qupperneq 1

Tíminn - 20.10.1972, Qupperneq 1
GOÐI ýyrir góónn móJ jOKtáffatWéfart. AjÍ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Þessa kápu bar Sigurbjörn Einarsson á vígsludegi, en siöast var hún notuö á Skálholtshátiö. Timamynd: Gunnar. Landssöfnunin - sjá 3. síðu BISKUPSKÁPA JÓNS ARASONAR HEIM EFTIR VANDAÐA VIÐGERÐ — og verður ekki framar notuð við biskupsvígslu — Þessi kápa, sem hér fylgir mynd af, er talin vera úr skrúöa þeim, sem Jón biskup Arason keypti f Hóladóm- kirkju, segir Þór Magnússon þjóöminjavörður. Þaö er vitaö aö Jón biskup keypti fullkom- inn skrúða til kirkjunnar, en af honum hefur ekki náö aö varö- veitast annaö en þessi kápa og svo einn hökull. — Það er ástæða til þess að vekja alveg sérstaka athygli á kápunni, sagði Þór ennfrem- ur, ekki aðeins fyrir það, aö hún er eina biskupskápan, sem við eigum hér i þjóð- minjasafninu, heldur engu siður vegna hins, að hún er til- tölulega nýkomin heim frá Sviþjóð, þar sem hún fékk hina vönduðustu viðgerö. Hún var orðin talsvert illa farin, enda hafði hún lengi verið not- uð við biskupsvigslur, jafnvel alveg fram á siðustu ár. Þetta sleit henni að sjálfsögðu mjög, enda voru þræðirnir orönir stökkir eftir svo langan tima, og þarf að visu engan aö undra. En nú þykir ekki fært að hreyfa hana héðan úr safninu, svo að ekki spillist árangur hinnar ágætu viðgerðar, sem segja má, aö sé alveg frábær, enda er kápan nú hin glæsileg- asta á að lita, eins og menn geta séð. Hér er saumað með gullþræði og myndir af heilögu fólki á börmunum. Þessir tveir gripir, kápan og hökullinn, sem Jón biskup Arason bar á herðum sér, eru sennilega báöir frá Hollandi, sagði Þjóöminjavörður að lok- um. Tillaga Alfreðs Þorsteinssonar í borgarstjórn: Éftirlitsskipin fái ekki afareiðslu hér A fundi borgarstjórnar I gær, kvaddi Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, sér hljóö utan dag- skrár og mælti fyrir eftirfarandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavikur felur hafnarstjóra aösjásvoum, að engum eftirlits- eða aðstoðar- skipum þeirra fiskveiðiþjóöa, sem ekki virða 50 milna landhelgi Islands, skuli veitt þjónusta i Reykjavikurhöfn. Þó skal þessum skipum veitt leyfi til að flytja sjúka og slasaða menn til hafnar. Borgarstjórn Reykjavikur skorar jafnframt á önnur sveitafélög, sem fara með stjórn haína, aö beita sams konar aö- gerðum”. Alfreð sagði, að hinir alvarlegu atburðir, sem gerzt hefðu siðustu daga á Islandsmiðum, undirstrik- uðu það, enda þótt reynt væri að forðast árekstra, rikti nú hættu- ástand á miðunum. Þó væri ljóst, að nú þegar vetur fer i hönd, verður næstum ógerlegt fyrir hina erlendu veiðiþjófa að halda áfram veiðum sinum hér viö land, án þess að geta leitað hafnar og aflað vista og notið að- stoðar. Alfreð sagði, að með þetta ihuga væri hverjum manni ljóst, hversu alvarlegt það væri, að eftirlitsskip fengju afgreiddar vistir og oliu-Þau væru lifæöar hinna erlendu landhelgisbrjóta, sem mundu án þeirra neyðast til að leita hafnar sjálfir. Alfreð minnti einnig á afstöðu Fær- eyinga, sem neitað hefðu brezkum landhelgisbrjótum um sömu aðstoð og nú hefði verið látin i té i islenzkum höfnum. A eftir ræðu Alfreðs var at- kvæðagreiðslu um tillöguna frestað að tillögu borgarstjóra. Meðflutningsmenn Alfreðs voru Björgvin Guð- mundsson, Sigurjón Pétursson og Steinunn Finnbogadóttir. Hér má bæta þvi viö, að stjórn Alþýöusambands tslands sam- þykkti i gær tilmæli allra, sem eru innan vébanda þess, að veita eftirlitsskipunum ekki neina fyrirgreiðslu, er þau vildu fá vatn og vistir i islenzkum höfn- um. Færeyingar hröktu Aldershot frá bryggju Skáru á olíu- og vatnsleiðslur þegar afgreiða átti annan landhelgisbrjót KJ—Reykjavík Um kl. 9 i gærkvöldi kom brezki landhelgis- brjóturinn Aldershot GÝ 612 til Þórshafnar i Færeyjum, ásamt öörum brezkum togara, en þeir urðu báðir að snúa frá, vegna þess að hópur Færeyinga hafði safn- ast saman á brygg- junni og kom i veg fyrir, að hægt væri að binda Aldershot og að hinn togarinn fengi vatn og oliu. Á þriðja hundrað Færeyingar, margir ungir menn, höfðu safnast saman á bryggjunni þegar Aldershot kom inn á höfnina og gátu komið i veg fyrir, að hægt væri að binda togarann við bryggju. Við höfnina var likast umhorfs og að grind væri komin þangað inn, en kannski hafa Færeyingarnir enn verið i grindaham þvi hvalavaða var rekin þangað inn i fyrradag. Þegar skipstjórinn á Aldershot sá að ekki mundi takast að binda togarann við bryggju hélt hann frá, en skips- menn köstuðu kar- töflum og öðru lauslegu á mannfjöldann og eimpipur skipanna voru þeyttar. Togarinn, sem var i fylgd með Aldershot, hafði meðan á þessu stóð, lagst við oliu- bryggju, sem er á öðrum stað i höfninni og var ætlunin að fá þar oliu og vatn. Þegar Aldershot lagði frá hélt hópurinn út á oliu- bryggjuna og skar þar sundur oliu- og vatns- leiðslur og leystu land- festar, svo að skip- stjórnarmenn áttu ekki annars úrkosta en að halda frá lika. í gærkvöldi var haldið i Færeyjum, að Aldershot mundi freista þess, að leita hafnar annars staðar til að fá gert við rifuna, sem kom á skips- skrokkinn þegar tog- arinn sigldi á Ægi. Heimildarmaður Timans i Þórshöfn, sagði að epgin mót- mælaspjöld hafi verið uppi, en Færeyjingar létu verkin tala.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.