Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.10.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 20. oktober 1972. TÍMINN Heimsfréttir Söngkonan Petula Clark eign- aðist nýlega son, sem skirður hefur verið Patrick. Læknar málgalla eftir miðaldaaðferðum Börn með málgalla eru send frá öllum hinum arabiska heimi til Hussein Kahadr i Karió, sem náð hefur undraverðum árangri að lækna mállýti. bað tekur hann frá fimm minútum til tveggja mánaða að kenna mál- höltum börnum, og jafnvel full- orðnum að tala skiljanlegt mál. Ekki er vitað til, að hann hafi þurft að láta neinn frá sér fara, sem ekki hefur fengið einhverja eða algjöra lækningu á kvilla sinum. Hussein Khadr var áður skrif- stofustjóri i egypzka menningarmálaráðuneytinu og var jafnframt talkennari kvik- myndaleikara. begar hann svo eignaðist son, sem var svo illa máli farinn, að hann gat ekki mælt skiljanlegt orð þegar hann var orðinn fjögurra ára fór hann með drenginn frá einum sér- fræðingi til annars, en enginn gat hjálpað barninu. bá tók faðirinn til eigin ráða. Hann sagði stöðu sinni lausri og aflaði sér allrar vitneskju, sem hann komst yfir um vandamál mál- haltra. Hann komst yfir egypzka lækningabók, sem skrifuð var á miðöldum, um málhelti og las hana spjaldanna á milli. Huss- ein umskrifaði bókina og hreinsaði úr henni augljósa hjátrú og ýms hrollvekjandi læknisráð, en hélt til haga öllum upplýsingum, sem nútima mönnum virðist mega koma að gagni við lækningar. Eftir stóðu ýmis undirstöðuatriði um lækningu á málgöllum, sem Hussein hefur notfært sér meö mjög góðum árangri. Tækin sem hann notar við tal- kennsluna eru margs konar, svo sem blöðrur, blýantar, glerrör trompet, kertaljós, eldspýtur og fleira. Er árangurinn svo giftu- drjúgur að sjúklingarnir verða að panta tima með löngum fyrirvara. — Og sonur hans er fyrir_ löngu orðinn altalandi. Anita Ekberg segist taka til- boði sænska sjónvarpsins um viðtal, ef hún fái greiddar milljón krónur fyrir vikið og friar ferðir frá Italiu til Sviþjóð- ar og til baka aftur. Sammy Davis, er nú á skemmtiferð um Evrópu ásamt konu sinni, Altavisa, sem er 20 árum yngri en eiginmaðurinn. Altavisa hefur góð áhrif á Sammy Davis, þvi nú segist hann vera hættur að reykja marihuana, og drekkur ekki önnur eins ósköp af áfengi og hann gerði áður. Ingrid Bergman hefur sézt mikið með kvikmyndaframleið- andanum John van Essen, og er hann nú skilinn við konu sina. Spurningin er, hvort hann verð- ur fjórði eiginmaður Ingrid Bergman. Jackie Onassis hefur yngzt um 10 ár i útliti. Frægur skurð- læknir iNewYork gerði á henni andlitslyftingu og tók aðgerðin þrjár klukkustundir. ☆ Ilvor hefur meiri kynþokka? Um daginn var birt i Speglinum mynd af kvenna- gullinu Burt Reynolds, sem tekin var úr hinu viðlesna kvennablaði Cismopolitan og náði myndin yfir nokkrar blaö- siður I kvennamálgagnínu, svipað og stóru stúlkurnar i Playboy. Nú hafa þeir i Ameriku bætt um betur og ný- verið birti skopblað vestur þar, mynd af Kissinger, ráðgjafa Nixons i utanrikismálum, i sömu stillingum og sama lát- leysið i klæðaburði og Reynolds i Cosmopolitan. Varla þarf að taka fram, að á myndinni af Kissinger er höfuðið af honum sjálfum, en einhver annar hefur lagt til likamann. Kissinger þykir kvensamur i betra lagi og sést oft á opin- berum stöðum með ungum og fögrum konum. DENNI DÆMALAUSI Jæja guö, ég vona aö þér hafi gengiö betur þarna uppi i dag, heldur en mér hérna niöri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.