Tíminn - 20.10.1972, Page 9

Tíminn - 20.10.1972, Page 9
Föstudagur 20. október 1972. TÍMINN 9 wA liilil Útgefandi: Fra'tnsóknarflokkurinn ¥ Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:;:;:;: :: arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlssonj;:;:;: : Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Tfmans).^:¥ I; Auglýsingastjóri: Steingrimur, Glslasotot, • Ritstjórnarskrif-i:;:;:; :|: stofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306^::;:: Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiöslusfmi 12323 — auglýs : ¥ ingasimi 19523. Aörar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjalág: :: £25 kxqnur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-5;:;:;: takið. Blaðaprent !l-f-. Skorað á Breta Á Alþingi i fyrradag skoraði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, á Breta og Vestur-Þjóðverja að kalla togara sina út úr 50 sjómilna fiskveiðilögsögu Islands meðan tilraunir til að finna bráðabirgðasamkomulag i landhelgisdeilunni stæðu yfir. Sagði forsætis- ráðherra, að slik ráðstöfun myndi sýna meiri vilja til samkomulags en öll þeirra fagurmæli. Forsætisráðherra sagði, að enn væri i gildi sú ályktun, sem Alþingi samþykkti einróma, að halda bæri áfram samningaviðræðum við Breta og Vestur-Þjóðverja um lausn deilunnar og þess vegna hlyti Alþingi að eiga siðasta orð- ið i þessum samningamálum og hvenær endan- lega yrði staðið upp frá samningaborðinu. Ráðherrann lagði jafnframt áherzlu á, að hann vildi ekki eiga hlut að þvi að samningaleiðum yrði endanlega lokað meðan nokkur von væri til að sómasamlegt samkomulag gæti náðst. Taldi hann ekki timabært að taka um það ákvörðun, fyrr en málið lægi ljósar fyrir. Tilboð Vestur-Þjóðverja um áframhaldandi samningaviðræður er enn til skoðunar hjá rikisstjórninni, og enn hefur ekki verið tekin endanleg afstaða til skýrslu þeirrar, sem em- bættismannanefndin lagði fram eftir viðræð- urnar við brezku embættismennina i Reykja- vik. Þess vegna hefur ekki enn slitnað upp úr samninga viðr æðunum. Meðan brezka samninganefndin sat að við- ræðum hér i Reykjavik var svo stillt til, að Landhelgisgæzlan stofnaði ekki til sérstakra átaka við brezka togara, þannig að íslendingar yrðu ekki sakaðir um ögranir á meðan þess væri freistað að finna samkomulagsleið. Varð- skipin voru þó á ferð á þessum tima eins og endra nær og gáfu landhelgisbrjótum við- varanir og skoruðu á þá að fara út fyrir fisk- veiðimörkin. En engu er likara, en brezku landhelgisbrjót- arnir hafi gengið á lagið við þessa eðlilegu til- litssemi meðan viðræðurnar fóru fram og túlk- að hana sem undanslátt, þvi að svo virðist sem enskir togarar hafi fylkt liði á íslandsmið i enn rikara mæli en áður. Forsætisráðherra lagði áherzlu á, að þvi yrði svarað á viðeigandi hátt og það verður engin linkind sýnd, Á þriðjudag gerðu brezkir togarar tilraun til að sigla varðskip i kaf og verða skipshöfn þess að bana. Forsætisráðherra sagði, að sá atburð- ur ætti að færa mönnum heim sanninn um að hér væri ekki um neinn leik að ræða. Þeir menn, sem væru framverðir okkar i þessu lifs- hagsmunamáli geta þvi átt á hættu að þurfa að leggja lif sitt i sölurnar. Forsætisráðherra lagði áherzlu á það, að þótt engin linkind yrði sýnd við vörzlu landhelginnar yrði skipum og skipshöfnum Landhelgisgæzlunnar ekki stofn- að i hættu að óþörfu. Ekki yrði frá þeirri stefnu hvikað meðan hann færi með stjórn Landhelg- isgæzlunnar, hvað sem hver segði. Þessar umræður á Alþingi i fyrradag spunn- ust út af frumvarpi Sjálfstæðismanna um efl- ingu Landhelgisgæzlunnar. Taldi Jóhann Haf- stein, fyrrverandi dómsmálaráðherra, að nú þyrfti að efla hana mjög og með skjótum hætti og bæta aðstöðu hennar, þar sem hún væri nán- ast á götunni. Þannig gefa Sjálfstæðismenn sér einkunn, eftir að hafa i 12 ár samfleytt farið með stjórn Landhelgisgæzlunnar. — TK. FRLENT YFIRLIT Brandt og Scheel eða Barzel og Strauss Þjóðverjar kjósa meira um menn en málefni Willy Brandt og Helmut Schmidt KOSNINGABARATTAN i Vestur-Þýzkalandi hófst formlega um siðustu helgi eft- ir að báðir stóru flokkarnir höfðu lokið flokksþingum sin- um, en þau voru haldin i siðastliðinni viku, fyrst héldu kristilegir demókratar flokks- þing sitt i Wiesbaden og strax á eftir heldu sósialdemókratar flokksþing sitt i Dortmund. Samkvæmt frásögnum er- lendra blaðamanna einkennd- ist flokksþing sósialdemó- krata af ólikt meiri sigurvilja, jafnframt þvi, sem það var stórum lýðræðislegra. Það ræddi t.d. stefnuskrána i hálf- an annan dag og fór siðan fram atkvæðagreiðsla um ágreiningsatriði. Stefnuskrá kristilegra demókrata var hins vegar ekki rædd á fund- um þingsins, heldur á lokuð- um nefndarfundum og að lok- um lesin upp af formanni flokksins á þingfundi, án þess að vera borin undir atkvæði. — Það var látið nægja að stað- hæfa að búið væri að þraut- ræða hana innan flokksins og jafna allan ágreining og um hana væri þvi fullkomin sam- staða. 1 augum erlendra blaðamanna þótti þetta hæpin starfsaðferð. ÞEGAR litið er á stefnu- skrárnar verður ekki sagt, að flokkunum beri mikið á milli. Báðar stefnuskrárnar eru miðaðar við það, að ná fylgi hinna óháðu hófsömu kjós- enda, sem standa á milli flokkanna. Ef litið er á stefnu- skrárnar einar, hefur kristi- legi flokkurinn færzt til vinstri og lofar bæði félagslegum um- bótum innanlands og friðar- stefnu út á við mjög svipaðri þeirri, sem stjórn Willy Brandts hefur fylgt. A sama hátt má segja, að sósialdemó- kratar hafi færzt til hægri. Þeirlofa hófsömum félagsleg- um umbótum innanlands og að fylgja áfram óbreyttri utanrikisstefnu. Allar tilraun- ir vinstri sinna á flokksþinginu til að gefa stefnuskránni rót- tækari svip misheppnuðust. Þær strönduðu á mótstöðu þeirra Brandts, Schmitds og Wehners. Kosningabaráttan i Vestur-Þýzkalandi mun þann- ig snúast um fylgi kjósend- anna i miðjunni, ef svo mætti komast að orði. EN ÞÓTT flokkarnir séu þannig eins konar miðflokkar samkvæmt stefnuskránum, verður annað upp á teningn- um, þegar þeir fara að lýsa hvor öðrum. Kristilegir demó- kratar leggja kapp á þann áróður, að i reynd séu það ungkratar og vinstri sinnar, sem stjórni flokki sósialdemó- krata og þvi muni áframhald- andi stjórnarforusta hans leiða til sósialisma og óða- verðbólgu. Sósialdemókratar svara með þvi að segja, að hin hófsama stefnuskrá kristi- legra demókrata sé hrein blekking, þvi að það séu hægri öflin undir forustu Strauss, sem öllu ráði i flokknum. Þá benda þeir á, að nýnasistar bjóði nú ekki fram, heldur kjósa með kristilega flokkn- um, og að sjálfsögðu verði flokkurinn að taka tillit til þess, ef hann fær völdin. Af áróðri kristilegra demó- krata virðist ljóst, að þeir muni leggja mesta áherzlu á efnahagsmálin og löggæzlu- málin. Þeir muni halda þvi fram, að þeim sé betur treyst- andi en sósialdemókrötum til þess að hamla gegn dýrtið og tryggja trausta löggæzlu. Hið siðara er sennilega ekki siður vænlegt til að ná eyrum fólks, m.a. vegna hermdarverka- manna i Munchen. Sósial- demókratar munu hins vegar leggja höfuðáherzlu á utan- rikismálin og þann ávinning, sem hafi náðst á þvi sviði. Brandt og samstarfsmönnum hans sé einum treystandi til að fylgja þeirri stefnu áfram. Sigur kristilegra demókrata mundi tákna upphaf nýs kalds striðs i Evrópu. KOSNINGARNAR i Vestur- Þýzkalandi nú eru að þvi leyti ólikar öllum fyrri kosningum þar, að kristilegir demókratar ganga nú til kosninga i fyrsta sinn, án þess að hafa kanslara i fararbroddi. Það hefur áður reynzt þeim drjúgt til fylgis, að þeir hafa getað bent á Adenauer, Erhard eða Kies- inger og getað sagt: Þessir menn hafa reynzt vel sem kanslarar og þeim er óhætt að treysta. t sambandi við allar fyrri kosningar hafa skoðana- kannanir sýnt, að kanslarar nutu meira fylgis en flokkur þeirra. Þeim var líka óspart teflt fram. Nú geta kristilegir demókratar ekki teflt fram öðrum sem aðalleiðtogum en þeim Barzel, sem er mjög um- deildur, og Strauss, sem hægri menn að visu dýrka, en er hins vegar ekki liklegur til að vinna fylgi hófsamra óháðra kjós- enda. Sósialdemókratar ganga nú hins vegar til kosninga I fyrsta sinn með kanslara i farar- broddi. Skoðanakannanir sýna, að Brandt hefur mun meira fylgi en flokkurinn, þetta nota sósialdemókratar sér lika óspart. Aðal vigorð þeirra er: Brandt verður að vera kanslari áfram. Á sama hátt leggja frjáls- lyndir demókratar mikla áherzlu á forustu Scheels, sem hefur reynzt farsæll utanríkis- ráðherra og unnið sér vaxandi traust. Það er þvi ekki ólik- legt, sem einn ameriskur blaðamaður hélt fram nýlega, að margir kjósendur muni láta það ráða vali sinu, hvort þeir treysta betur tvlstirninu Brandt — Scheel eða Barzel — Strauss. FYRIR sósialdemókrata hefur það lika mikla þýðingu, að þeir hafa fleiri vinsælum leiðtogum á að skipa en Brandt. Þar ber fyrst að nefna Helmut Schmidt, sem var áð- ur varnarmálaráðherra, en tók við fjármálaráðherraemb- ættinu af Schiller á siðastliðnu sumri. Schmidt hfur verið tal- inn hægra megin i flokki sósialdemókrata, en jafn- framtsá þeirra, sem ætti mest fylgi meðal óháðra kjósenda. Skoðanakannanir hafa oft leitt i ljós, að hann nyti almennast trausts allra vestur-þýzkra stjórnmálamanna. Fram- koma hans á flokksþinginu i siðastl. viku vakti mikla at- hygli og lofsyrði erlendra blaðamanna. Schmidt sagði það m.a. hiklaust, að þeir fjár- málaerfiðleikar, sem hefði verið glimt við undanfarið, stöfuðu mest af Vietnamstrið- inu. Það hefði veikt og verð- fellt bandariska dollarann og það svo haft óheppileg fjár- málaleg áhrif i Evrópu. Herbert Wehner nýtur einn- ig mikils trausts, en hann er þriðji aðalleiðtogi jafnaðar- manna. Það styrkir svo sósialdemó- krata mjög, að mjög gott sam- starf er milli þessara þriggja forustumanna þeirra, þ.e. Brandts, Schmidts og Wehn- ers. Hið sama verður ekki sagt um þá fjóra leiðtoga, sem kristilegir demókratar tefla mest fram, eða þá Barzel, Strauss, Gerhard Schröder og Hans Katzer. Bæði Strauss og Schröder vilja gjarnan ná aðalforustunni af Barzel, og Katzer er beinlinis teflt fram sem fulltrúa vinstri armsins i flokknum og er skoðanamunur hans og Strauss verulegur. Flestum kemur saman um, að enn sé erfitt að spá um úr- slitin. Skoðanakannanir voru um skeið hagstæðar kristileg- um demókrötum, en það hefur breytzt nokkuð i seinni tið. Það getur þvi ráðið miklu um úrslitin hvernig flokknum tek- st til i kosningabaráttunni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.