Tíminn - 20.10.1972, Side 15

Tíminn - 20.10.1972, Side 15
Föstudagur 20. október 1972. TÍMINN 15 „Hanna er þá búin að segja þér það. Það gerir allt mun auðveldara fyrir mig”. „bað er dásamlegt, að þú skulir vera að fá heyrnina aftur. Ég get varla trúað þvi. En þú áttir það sannarlega skilið... ég skil bara ekki, hvernig þú gazt leynt okkur þessu. Og hvers vegna lika þessa laun- ung?” „Upphaflega trúði ég ekki á Vance. Ég hafði leitað til svo margra lækna”. „Já, ég veit það. — Hvað hefurðu verið lengi til lækninga hjá Vance?” „Hann hefur dælt í mig daglega síðan ég kom heim í haust, en það var ekki fyrr en nú fyrir skömmu, að ég varð batans vör. Vance getur engu spáð um það, hve langur timi kann að liða, unz ég verð albata og heyri skýrt og get íylgzt með tali fölks án þess að lesa af vörum þess. Snö'ggvast fannst mér, að ég gæti ekki afborið langa bið, sem ég vissi ekki, hvenær tæki enda, en nú... er ég ekki lengur svo óþolinmöð, Harrý. Það rekur ekkert á eftir”. Hann leit undan, þegar ég sagði þetta. Ég sá, að hann barðist við að finna orð, sem hæfðu því, sem hann vildi segja. „Astin er hræðileg, Emelia. Þú þarft ekki að segja mér það”. „Það er ekki til neinna böta, að þú farir að lýsa ástum þinum”, sagði ég. „Viðskulum vera eins stuttorð ogunnter”. „En mundu það, að mér þykir enn vænt um þig. Það eru ekki nema fáir mánuðir siðan, ég hefði ekki trúað þvi, að svona gæti farið fyrir okkur”. Ég sá, að hálsvöðvarnir hnykluðust undir húðinni. — Hann átti sýni- lega i hörðu striði. Ég horfði út i buskann um stund og reyndi að herða upp hugann. „Það er aðeins ein tegund ástar, sem ég sætti mig við, Harrý, og þá ást átt þú ekki mér til handa. Það er heimsku minni og þrákelkni að kenna, aðég sá það ekki fyrir löngu. Ég treysti þér svo innilega. Það er leitt til þess að vita, að fólk skuli ekki geta orðið hvað öðru afhuga i senn eins og það verður ástfangið á sömu stundu”. „Ó, guð minn góður. Segðu þetta ekki, Emilia. Ég hef kvalizt svo hræðilega. Ég vildi ekki verða þér til ills, en ég hef samt leitt vanvirðu og þjáningar yfir okkur öll”. Hann fól andlitið i höndum sér. Ég varð með harðneskju að aftra sjálfri mér frá þvi að renna hendinni gegnum þykkt, hrokkið hár hans. En það var orðið of seint nú. Eftir stundarbið rétti hann úr sér og hélt áfram. „Ég hefði farið héðan fyrir löngu, ef mig hefði ekki brostið áræði”. „Með eða án Hönnu?” spurði ég hirðuleysislega. „Spurðu mig ekki”. Hann gnúði hendur sinar i örvæntingu. „Ég vissi ekki, hvað ég vildi, og ég vissi ekki, hvað ég gerði. Ég vildi elska ykkur báðar. Ég ásaka engan nema sjálfan mig”. Ég fitlaði við hringinn, sem hann hafði gefið mér, og virti fyrir mér leiftur steinsins i flöktandi skini arineldsins. Mér fannst það næstum eins og að höggva af mér fingur að taka hann af mér, eftir allan þann tima, sem ég hafði borið hann. „Okkur er öllum að kenna, hverju á sinn hátt”, sagði ég loks. „Þig Hanna komuð ekki heiðarlega fram við mig, og ég var ekki hreinskilin við ykkur, til dæmis þegar ég þagði yfir þvi, að ég var farin að heyra aftur. Okkur finnst ævinlega þægilegra að fara krókaleiðir og bregða fyrir okkur dálitlu undirferli, heldur en ganga beint til verks og særa aðra djúpu sári”. „Harrý”, mælti ég lobs eftir aðra langa þögn, „við skulum tala hispurslaust um þetta. Þið Hanna viljið giftast sem allra fyrst, er ekki svo?” Hann ætlaði að svara, en orðin köfnuðu i hálsinum á honum. Ég beið ekki eftir, að hann gæti stunið þeim upp. „Gott og vel. Hvernig er hægt að koma þvi i kring?” Hrukkurnar á enni hans urðu enn dýpri en áður og andlit hans fölara. „Ef ég gæti fengið aðra atvinnu... En það er alls staðar sama sagan. Atvinnulifið er á heljarþröm, markaðirnir þrengjast, og allt dregst saman. Ég hef leitað fyrir mér á óteljandi stöðum. En alls staðar biða menn þess i örvæntingu, hverjum veröi næst visað úr atvinnu. Ég get sagt þér það, Emilia, að ég er til dæmis nýbúinn að sækja um bókhald- arastarf i járnsmiðju með tuttugu dala launum á viku. Og núna þykir svo Hoover vera réttur timi til að smiða hremmyrði eins og ,, safnið ekki fé — eyðið fjármunum yðar”. „Ég veit þetta allt... En hvernig væri, að þú fengir hvild frá störfum um stundarsakir?” Hann hristi höfuðið mæðulega. „Það eru ekki þeir timar núna, að ég geti það. Og ef ég gerði það samt, er ekkert sennilegra en ég heföi að litlu að hverfa, þegar ég kæmi aftur. Þó að ég yrði kannske ekki rekinn, sem ekki væri þó nema rétt- látt, er ekkert liklegra en Friðarpipuverksmiðjurnar verði orðnar gjaldþrota að fám mánuðum liðnum”. „Sú hætta steðjar jafnt að okkur öllum, hvað sem þessu liður”, svaraði ég. „Það er kostur nógra skýringa. Emma frænka myndi auð- vitað una þessu illa fyrst i stað, en þegar þið væruð gift, yrði hún að sætta sig við það. Ég skal tala eins vel um fyrir henni og ég get, ef þú aðeins vilt fara héðan”. „Vertu ekki svona fórnfús, Emilia. Ég get ekki krafizt þessa lika”. „Ég er engu að fórna. Það er engin fórn, þótt ég viðurkenni raun- veruleikann. Eins og sakir standa.erum við öll jafn vansæl. Ef eitt okk- ar dregur sig i hlé, geta hin tvö ef til vill orðið hamingjusöm. Ég á við þig og Hönnu. En þú getur ei verið kyrr i Blairsborg — ekki fyrst um slnn. baðylli of miklu umtali, auk þess sem ég gæti ekki afborið það að sjá ykkur hér saman á hverjum degi”. „Og á hverju ættum við að lifa? Þú veizt, hve birgur ég er að pening- um, —og ekki á Hanna neina fjármuni sjálf”. „Það skulu vera peningar á hennar nafni i bankanum, ef þú vilt vitja þeirra á morgun. — Spurðu mig einskis. Það endist ykkur ekki um ald- ur og ævi, en þiðgetið komizt af dálitinn tima”. „En það getum við ekki þegið — ekki peninga frá þér. Metnaður minn er ekki alveg kulnaður út”. „Heldurðu ekki, að nú sé kominn sá timi sólarhringsins, að þér sé bezt að tala ekki um metnað? Hann hrökk við eins og ég hefði sýnt hon- um tilræði, og ég hélt áfram áður en honum ynnist timi til að mótmæla eða afsaka sig: „Hanna á lika eins mikið tilkall til þessara peninga og ég. Þetta er föðurarfur okkar, og hún hefði fengið sinn hlut eftir fá ár hvort eð er”. „En Emma! Við getum ekki þegiö þetta. Ég gæti auðvitað þegið þessa peninga að láni, það er ekki það — en ég get ekki þegið þá frá þér”. Ég var skyndilega orðin sárþreytt, bæði likamsþrek mitt og vilja- kraftur á förum. „Hlustaðu, Harrý, gerðu það fyrir mig”, hélt ég þó áfram. „Gerðu Lárétt Ónninn,- 5) Flauta.- 7) Leit,- 9) Geðslag,- 11) Ráf,- 13) Krem,- 14) Valdi.-16) Stafur,- 17) Glas,- 19) Tófu,- Lóðrétt 1) Námsár.- 2) Já.- 3) Una 4) Nafn,- 6) Bilaði,- 8) SIS 10) Lánar,- 12) Stal,-15) Ana 18) NÐ,- Lóðrétt 1) Tildraga,- 2) Fersk,- 3) Vond,- 4) Tæp.- 6) Skammir.- 8) Púka,- 10) Krydd.- 12) Fis.- 15) Leikur.- 18) Bor.- Ráðning á gátu No. 1236. Lárétt 1) Nýjung,- 5) Ana.- 7) MS.- 9) Afli.- 11) Sis,- 13) Nál,- 14) Astu.- 16) Na,- 17) Annað,- 19) Flaðri,- hveu( O E I R D R E K I FÖSTUDAGUR 20. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Þorbjörn Sigurðsson les fyrri hluta sögu eftir Ingólf Jónsson frá Prest- bakka: Tvennir tviburar Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændurkl. 10.05. Popphorn- ið kl. 10.25: Gary Glitter, David Bowie og Cat Stevens leika og syngja. Fréttir kl. 11.00. Tónlcikar: Stross- kvartettinn og hljóðfæra- leikarar úr Filharmoniu- sveit Vinar leika Oktett i F- dúr op. 166 eftir Franz Schu- bert. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið.Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og sþjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Draum- ur um Ljósaiand” eftir Þór- unni Éifu Magnúsdóttur. Höfundur les (5). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar: Sönglög-Erika Köth syngur lög eftir Hugo Wolf, og Nik- olaj Ghjaurov syngur lög eftir Tsjaikovsky. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Ferðabókalestur: „Grænlnadsföt 1897” eftir Ilelga Pjeturss. Baldur Pálmason lýkur lestrinum (9). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspcgill 19.45 Þingsjá 20.00 Sinfóniuhljómsveit is- lands heldur hljómleika i IIáskólabiói. Stjórnandi: Sverre Bruland frá Noregi. Einleikari: Gervase de Peyer frá Englandi. a. Sorgarforleikur op. 81 eftir Johannes Brahms. b. Klarinettkonsert T A-dúr (K622) eftir Wolfgang Ama- deus Mozart. c. Sinfónia nr. 5. op. 100 eftir Ser- gej Prokofieff. 21.30 Ctvarpssagan: „Bréf séra Böðvars” eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson. Þorsteinn Gunnarsson leikari les sögulok (6) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. „Salva- tore”,Smásaga eftir Somer- seth Maugham. Pétur Sumarliðason islenzkaði. Ævar Kvaran leikari les. 22.35 Danslög i 300 ár Jón Gröndal kynnir. 23.05 A tólfta timanumEétt lög úr ýmsum áttum. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. III liliKi ■ FÖSTUDAGUR 20. oktober 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Kátir söngvasveinar Kenny Rogers & The First Edition leika og syngja létt lög frá Vesturheimi og setja á svið ýmis skemmtiatriði. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 20.55 Fóstbræöur Brezkur sakamálaflokkur. býðandi Vilborg Sigurðardóttir. 21.45 Sjónaukinn Umræðu- og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.