Tíminn - 20.10.1972, Qupperneq 16
16
TÍMINN
Föstudagur 20. október 1972.
ÍUmsjón AlfreTTörstemssoíTI
Formannsstríð
- Einar Mathiesen og Sigurður Jónsson
gefa kost á sér sem næsta formann HSÍ
Nú virðist vera i uppsiglingu mikið strið um
formannsstöðu H.S.í. Eins og menn hafa frétt,
þá hefur Valgeir Ársælsson dregið fram á
siðasta dag, að ákveða hvort hann gefi kost á
sér sem formaður HSÍ áfram — Valgeir hefur
nú ákveðið að gefa ekki kost á sér sem for-
manni. Stjórn HSÍ fór þvi að leita að manni
innan sins hóps, til að bjóða fram i formanns-
stöðuna og varð Einar Þ.Mathiesen úr Hafnar-
firði fyrir valinu.
Siðan bárust fréttir um að Sigurður Jónsson,
fyrrum „einvaldur” muni gefa kost á sér, sem
formaður HSÍ og er hann talinn hafa mikið
fylgi Reykjavikurfélaganna og einnig félaga
úti á landi. Á fundi HKRR i fyrradag, þar sem
var rætt um formannsstöðuna sem er að losna,
sögðu menn sitt álit — virtist sem Sigurður
Jónsson, hafi mikið fylgi og stuðning, innan
Reykjavikurfélaganna.
Erfitt er að spá um, hvað skeður, en augljóst
er að nú er i uppsiglingu mikið strið um for-
mannssætið og má búast við hörðum átökum á
ársþingi HSi, sem fer fram um aðra helgi.
Ilcr á myndinni sést Karl Bencdiktsson, þjálfari Fram, vera aö sýna leikmönnum Framliðsins leikað
ferð sem liöið var að æfa í hádeginu I gær. (Tfmamynd Róbert)
Evrópukeppnin í handknattleik:
Danska meistaraliðið Stadion leikur
báða leikina gegn Fram hér á landi
- Framliðið hefur mikinn hug á að hefna
fyrir tapið gegn danska liðinu Skovbakken
Kftir viku, eða n.k. föstudag
verður Fram i eldlinunni i
Kvrópukeppni i handknattleik,
þegar liðið mætir danska meist-
araliðinu Stadion frá Kaup-
mannahöfn i fyrri leik liðanna i
Laugardalshöllinni. Siðari lcikur
liðanna fcr einnig fram hér á
landi og vcrður hann leikinn
sunnudaginn 29. október. Stadion-
liðið, sem licfur verið mjög um-
deilt i dönskum blöðum fyrir að
leika báða leikina á islandi, er
væntanlegt til landsins n.k.
fimmtudag og leikur liðið
Kvrópuleikina gegn Fram föstu-
daginn 27. okt. og sunnudaginn 29.
okt. Pá mun liðið leika einn auka-
leik og mætir FH-liöinu á mánu-
dagskvöldið 20. okt.
Framliðið æfir mjög vel og eru
leikmenn liðsins ákveðnir i að
gera sitt bezta og reyna að hefna
fyrir fyrstu Evrópukeppnina,
Ásgeir skoraði
sigurmarkið á
síðustu
sekúndu
Vestmannaeyingar urðu
íslandsmeistarar i knattspyrnu i
2. aldursflokki á miðvikudags-
kvöldið s.l. þegar þeir sigruðu
Skagamenn i úrslitaleik, sem fór
fram á Melavellinum og lauk með
sigri Eyjamanna 2:1, eftir fram-
lengingu. bað var hinn ungi og
efnilegi framlinumaður Asgeir
Sigurvinsson, sem skoraði sigur-
markið á siðustu sek. fram-
lengingarinnar — hann tók auka-
spyrnu og knötturinn hafnaði
beint i netinu hjá Skagamönnum,
sem höföu átt gott tækifæri rétt
áður, þá stóðu tveir Skagamenn
fyrir opnu marki, en þeim brást
bogalistin.
Eyjamenn áttu meira i leiknum
til að byrja meö, en fljótlega náðu
Skagamenn góöum tökum á
honum og sóttu öllu meira. Fyrra
mark Eyjamanna, skoraði Leifur
Leifsson, en mark Skagamanna
skoraði Karl Alfreðsson.
sem liðið tók þátt i, en nú eru liðin
tiu ár siðan að islenzk lið tóku
fyrst þátt i Evrópukeppni i hand
knattleik. bað var einmitt danskt
lið, sem lék gegn Fram i fyrstu
keppninni og fór leikurinn fram i
Danmörku. Liðið sem Fram
mætti þá, var Skovbakken frá Ár-
hus og voru Framarar óheppnir
að tapa þá i keppninni — það var
aðeins leikinn einn leikur og fór
'hann fram i Árhus. Framliðið var
með pálmann i höndunum, þegar
10 sek. voru til leiksloka — liðið
hafði yfir 24:23, en ótimabært
skot varð liðinu að falli. Skov-
bakken tókst að jafna 24:24 og
sigraði siðan i framlengingu
28:27. Nú eru tiu ár liðin og stund
hefndarinnar kominn upp.
Framliðið tekur nú í fimmta
skiptið þátt i Evrópukeppninni i
handknattleik — 1962 léku þeir
gegn Skovbakken, 1965 gegn Red-
bergslid, Sviþjóð, 1967 gegn
Patrizan Júgóslaviu og 1970 gegn
US Ivry Frakklandi. Aðeins einn
leikmaður hefur leikið alla
Evrópuleiki Fram, bað er
Sigurður Einarsson.
Kaupmannahafnarliðið Stadion
er ekki með öllu óþekkt hér á
landi — liðið kom hingað til lands
1967 og lék þá hér þrjá leiki i boði
Vikings. begar liðið kom hingað
þá, átti það sér nokkra sérstöðu i
dönskum handknattleik — þar
sem liðið vann sig upp úr 3. deild
og lenti i þriðja sæti i 1. deild, á 2-3
árum.
Gestgjafarnir Vikingur lék
Framhald á bls. 19
Asgeir Sigurvinsson.
Danir gestrisnir:
Víkingsliðið þurfti að
sjá um sig sjálft í
Kaupmannahöfn
■ fóru út í boði Stadion, forráðamenn félagsins létu ekki
sjá sig og ekkert heyrðist frá þeim
bað eru ekki fagrar sögur
sem Víkingar segja af for-
ráöainönnum danska meist-
araliðsins Stadion. Eins og
menn muna fór 1. deildarliö
Vikings i handknattleik, i
keppnisferðalag til Danmcrk-
ur og V-býzkalands i septem-
bcr s.l. og lék nokkra leiki.
Víkingsliöiö byrjaði keppnis-
ferð sina i Kaupmannahöfn —
liðið koin þangað fimmtudag-
inn 21. septcmber og átti að
leika gegn Stadion daginn eftir
(föstudag). begar Vikingslið-
iö kom til Kaupmannahafnar
eftir stranga fcrð, á fimmtu-
dagi var þvi tilkynnt, að það
ætti að lcika gegn Stadion um
kvöldið og leikurinn ætti að
hefjast kl. 22.00. betta kom
Vfkingunum mjög á óvart. þvi
að þeir vissu ekki annað en
þeir ættu að leika daginn eftir.
Ekkert var hægt að gera við
þessu og fóru Vikingar fram á,
að þeir fengju að æfa i iþrótta-
húsinu, sem leikurinn ætti að
fara fram i — þeim var til-
kynnt að liðið gæti fengið að
æfa sig og hita upp, 20. min
fyrir leikinn gegn Stadion.
begar Vikingsliðið mætti og
ætlaði að fara inn i salinn, þá
voru stúlkur þar fyrir, að æfa
handknattleik og komust
Vikingarnir ekki inn i salinn
fyrr en 4-5 min. fyrir leikinn
gegn Stadion sem var settur á
i æfingatima.
begar við höfðum samband
við formann handknattleiks-
deildar Vikings, Sigurð
Bjarnason, og spurðum hann
um móttökurnar, sem
Vikingsliðið fékk i Danmörku,
sagði hann: „Móttökurnar
voru litlar sem engar, og það
var ekkert gert fyrir okkur,
t.d. komu forráðamenn
Stadion aldrei að tala við okk-
ur og við náðum ekki sam-
bandi við formann Stadion
Finn Andersen. Allar þær
ferðir, sem við fórum, þurft-
um við að borga sjálfir og
ferðast á milli staða i strætis-
vögnum, þá þurftum við að
leita að matsölustöðum og
kaupa þar rándýran mat.
bessar móttökur komu okkur
mjög á óvart, þvi að 1967 tók-
um við Stadionliðið hingað
upp, og gerðum við þá allt
fyrir hópinn, sem kom þá og
héldum hópnum uppi i sjö
daga. En þegar við komum til
Kaupmannahafnar og dvelj-
umst þar i tæpa tvo sóla-
hringa — er ekkert gert fyrir
okkur og ekki einu sinni talað
við okkur.”
Tveir leikmenn meistara-
flokks Vikings, þeir Magnús
Sigurðsson og Guðjón Magnús
son voru mjög óánægðir með
móttökurnar i Kaupmanna-
höfn. beir sögðust hafa búið
þar i vistaverum, sem kallað
var félagsheimili — aðbúnað-
urinn var fyrir neðan allar
hellur og leikmenn Vikings
fengu ekki einu sinni morgun-
verð i heimilinu. begar hópur-
inn þurfti að fara út til að
snæða fór einn náungi með
þeim og gekk með Vikings-
hópinn á milli matsölustaða og
leit inn um glugga og sagði
„Hér er allt fullt — við skulum
fara annað”. Svona gekk
þetta, þar til leikmenn og aðr-
Framhald á bls, 19