Tíminn - 20.10.1972, Side 20

Tíminn - 20.10.1972, Side 20
Prentarar með próförk aö Sölku Völku. Salka Valka á færeysku Færeyskar bækur prentaðar á íslandi JGK—Reykjavik t prentsmiðjunni Odda er nú verið að vinna að prentun fimm bóka á færeysku. Það var útgáfu- fyrirtæki i Færeyjum, sem leitaöi til prentsmiðjunnar um prentun á bókunum, en samvinna af þessu tagi hefur ekki áður átt sér stað milli islenzkra og færeyskra fyrirtækja. Tvær bókanna eru Islendingum vel kunnar. Barbara eftir Jörgen Franz Jakobsen, sem kom út i þýðingu Aðalsteins Sigmunds- sonar 1941 og hét i þýðingunni ,,Far veröld þinn veg” Jakobsen var Færeyingur, sem skrifaði á dönsku og hafa Færeyingar ekki eignazt hana á móðurmáli sinu fyrr en nú. Hin er Salka Valka Halldórs Laxness þýdd úr islenzku af Turid Joensen, ungri Heinrich Böll færeyskri stúlku, sem nemur islenzku við Háskóla Islands. Þetta verður i fyrsta skipti, sem bók eftir Laxness kemur út á fær- eysku en Islandsklukkan hefur verið þýdd og lesin i útvarpið i Þórshöfn- Turid sagði okkur i stuttu viðtali i gær að litið væri um að islenzkar bókmenntir væru þýddar á færeysku. Þó hefur Bjarni Niklassen unnið gott starf með frábærum þýðingum sinum á Islendingasögum. Eins og áður segir eru þrjár bækur i viðbót við þær sem hér hafa verið nefndar i prentun á færeysku i Prentsmiðjunni Odda. Það er mjög ánægjulegt að samvinna sem þessi skuli vera hafin og er vonandi, að meira fari á eftir. Alténd eiga hinir færeysku frændur okkar skilda meiri ræktarsemi af okkar hálfu en við höfum sýnt þeim hingað til. Hjartalaga men með nafninu Sigurbjörg - var eina vísbendingin, sem lögreglan hafði Klp—Reykjavik Eins og við sögðum frá i blaðinu i gær, varð ung stúlka fyrir bil á mótum Kringlumýrarbrautar og Hamrahliðar kvöldið áður og hefði slazast mikið á höfði. 1 dagskrárlok sjónvarpsins þá um kvöldiö auglýsti rannsóknar- lögreglan eftir aðstandendum stúlkunnar sem þá enginn vissi hver var. Að söng rannsóknarlög- reglunnar, hafði stúlkan ekki ver ið með nein persónuskilriki eða annað. Það eina sem hefði gefið einhverja visbendingu um hana, hefði verið hjartalaga men, sem hún hefði borið um hálsinn og grafið hefði verið á nafnið Sigur- björg. Skömmu eftir að auglýsingin kom i sjónvarpinu, gáfu aðstand- endurhennarsigfram.og kom þá i ljós að stúlkan heitir Sigurbjörg og er frá Höfn i Hornafirði. Er hún nemandi i menntaskólanum i Hamrahlið og mun hún hafa verið á leið heim til ættingja sinna, sem hún býr hjá, þegar slysið varð. Þær upplýsingar fengum við á sjúkrahúsinu, þar sem Sigurbjörg liggur, að liðan hennar væri litið betri og væri hún enn meðvitund- arlaus. Rannsóknarlögreglan biður sjónarvotta að slysinu að hafa samband við sig, sérstaklega þá ökumenn bifreiðanna, sem komu á eftir bilnum sem Sigurbjörg varð fyrir. Heinrich Böll fær Nóbelsverðlaunin NTB—Stokkhólmi Vestur-þýzki rithöfundurinn Ileinrich Böll hlýtur bókmennta- verðiaun Nóbels I ár. Böli er 54 ára og hefur skrifað ails um 40 bækur. Ritverk hans einkennast mjög af atburöum siðari heims- styrjaldarinnar og eru yfirleitt skörp ádeila. Er Böil var tilkynnt um verðlaunaveitinguna, var hann á ferðalagi i Aþenu. Fréttamenn spurðu Böil i gær, hvort hann hefði búizt við að fá verölaunin. Hann kvaðst að sjálf- sögðu hafa iesið skrif blaða, en annars ekkert vitað. Hann sagðist álita, að verðlaunin fengi hann fyrir öli sfn verk, þvi hann teldi enga eina bók betri en aðrar. Böli var frægur fyrir bók sina „Und sagte kein einziges Wort” sem kom út 1953 og seldist afar vei. t fyrra kom út siðasta bók hans „Gruppenbild mig Dame” og fékk hún einstaklega góða dóma. Siöari árin hefur Böil skrifað mörg ádeiluverk, þar sem hanr ræðst á sósialisma, stjórnmál op kirkjumál i V-Þýzkalandi, til dæmis „Ansichten eincs clowns”. Böll er ekki félagi i neinum stjórnmálaflokki, en hefur þó alla tið veriö nokkuð vinstra megin við miðju i þýzkum stjórnmálum. Böll er jafn vinsæli I Sovétrikj- unum og heima fyrir. Bækur hans seljast þar i milljónatali. Sovézka timaritið Novij Mir hefur kallað hann góða manninn frá Köln og sagt að það sé sama með hann og Dostojevski, hugmyndir þeirra fæöist og þróist I hversdagsleik- anum. 1 fyrra var Böil kjörinn formað ur alþjóða Penklúbbsins. Hann hcur áður fengið margs konar bókmenntaverðiaun. Nóbeisverðlaunin eru i ár að upphæð um 9 milijónir isi. króna og mun Böll veita þeim við töku I Stokkhnlmi 10. desember nk. við hátiðlega athöfn. Rólegt á miðunum Fer Þór til gæzlustarfa í dag? Klp—Reykjavík Allt var með kyrrum kjörum á miðunum umhverfis landið I gær, eftir tveggja daga bardaga landhelgisgæzi- unnar við erlenda veiöiþjófa. Hafði gæzlan betur i þeirri viðureign — einn „hala- stýföan” og annan sem varð að hverfa heim eftir að hafa rekið afturendann i varð- skipið Ægi. ÖII varðskipin voru úti á miðunum i gær, nema Aibert og Þór, sem er nýkominn til landsins úr viðgerð i Dan- mörku. Er taliö að Þór haldi út á miðin i dag og verða þá fjögur skip á miðunum um helgina, Ægir, Óðinn, Týr, og Þór. Thieu hræddur um völdin NTB—Saigon Kissinger ræddi i gær i fimm klukkustundir við Thieu forseta S- Vietnam i Saigon. Ýmislegt þykir benda til þess, að forsetinn ætli að visa á bug öllum friðartillögum, semgetaskert völd stjórnar hans. Þrátt fyrir huluna, sem er yfir viðræöunum, hafa lekið út sögur um ósamkomulag milli Kissing- ers og forsetans. Meira að segja var sagt, að Thieu vilji efna til nýrra kosninga til að sýna styrk sinn.efhann samþykkir ekki frið- artillögurnar. RÚSSAR KAUPA 2500 LESTIR AF KARFAFLÖKUM SB—Reykjavik Sölusamningur var undirritað- ur I vikunni viö Prodintorg V/O i Moskvu, um sölu á allt að 2500 lestum affrystum karfaflökum. Verðmæti flakanna er um 150 milijónir króna. Hefur þá veriö seldur allur karfi, sem borizt hefur á land frá áramótum. Ekki er bú- izt við frekari sölu til Sovétrikj- Alþýðubandalags- menn lýsa yfir undrun Yfirlýsing frá formönnum Alþýðubandalagsfélaganna i Borgarfjarðar- og Mýrarsýslum og á Akranesi. Við undirrituð lýsum undrun okkar á viðbrögðum stjórnenda Landhelgissöfnunarinnar vegna sparsjóðsbókar þeirrar sem félagar i Alþýðubandalagsfélagi Borgarfjarðaf- og Mýrarsýslu opnuðu um siðustu helgi og Alþýðubandalagsmenn á Akranesi og fleiri hafa lagt fé til. Bókin er á nafni Landhelgis- söfnunarinnar og við fáum ekki skilið á hvern hátt framlög i hana geta skaðað söfnunina. Gefendur hafa ekki sett stjórn Landhelgis- söfnunarinnar né Landhelgis- gæzlunni nein skilyrði, aðeins ákveðið við hvaða tækifæri féð skuli afhent. Samkvæmt yfir- lýsingum æðstu manna þjóðar- innar er það hlutverk Land- helgisgæzlunnar að taka veiði- þjófa innan 50 milna markanna fyrr en seinna, og við slikt tæki- færi viljum við leggja sérstaka áherzlu á viðurkenningu okkar og virðingu gagnvart Landhelgis- gæzlunni. Þannig er það einnig ætlun okkar að hvetja landsmenn til þess að auka framlög i Land- helgissöfnunina og með þvi gera Landhelgisgæzluna færari um að gegna hlutverki sinu. Með þökk fyrir birtinguna. anna á árinu, en ails hafa verið seldar þangað i ár um 14 þúsund lestir af ýmis konar flökum, þó aðallega ufsa- og karfaflökum. Þá hafa Sovétmenn keyptum 4000 lestir af heilfrystum smáfiski og flatfiski. Aðilar að þessum nýja sölu- samningi eru Sölumiðstöð Hrað- frystihúsanna og Sjávarafurða deild SÍS. Þotan erti borgarbúa í gær SB—Reykjavík — Hvað er eiginlega um að vera? spurðu borgarbúar hverjir aðra i gær og góndu upp i loftið, þar sem Boeing-þota Flugfélags- ins var sifellt á ferðinni með öll- um þeim hávaða, sem henni fylgir, þegar hún flýgur lágt yfir. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Fl, sagði okkur að þetta hefði aðeins verið venjulegt æfinga- flug, sem fram fer á sex mánaða fresti. Eru þá allir flugmenn félagsins þjálfaðir i viðbrögðum við óvanalegar kringumstæður. Venjulega fara . þessar æfingar fram á Keflavikurflugvelli, en þar var óvenjumikil umferð i gær og varð þotan þá að nota vara- flugvöll sinn, semer Reykjavikur- völlur. Alls mun hún hafa lent og tekið flugin fimm eða sex sinnum og þótti ýmsum orðið nóg um gauraganginn. Lágmarksverð á síld A fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins i fyrradag varð sam- komulag um, að lágmarksverð á sild veiddri i reknet við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit, til frystingar i beitu og til söltunar, skuli vera: Hvertkg.........kr. 17.00 Halldór Brynjúlfsson form. Alþýðubandalagsfélags Borgarfjarðar- og Mýrarsýsíu Bjarnfriður Leósdóttir form. Alþýðubandalagsfélags Akraness. Verðið er miðað við sildina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Verðið gildir frá byrjun reknetaveiða haustið 1972. til 31. desember 1972. Skaðabóta mun verða krafizt - vegna skemmdanna á Aldershot NTB—London Anthony Royle, ráðuneytis- stjóri brezka utanrikisráðu- neytisins, sagði i ræðu i neðri deild brezka þingsins i gær, að það væri skoðun Breta, að bæði Bretland og Island hefðu áhuga á að halda áfram samningaviðræö- um um landhelgina. Royle beindi þvi til Islendinga að sýna stillingu og forðast aðgerðir, sem gætu gert ástandið verra. Hann krafðist þess að brekz skip yrðu látin i friði. Þá minntist Royle á árekstur- inn milli Ægis og Aldershot og sagð að brekza stjórnin myndi krefjast skaðabóta vegna skemmdanna á togaranum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.