Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 22. október 1972 ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 OMEGA Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Nivada ©liigHfliial JllpÍlUL. punpom Magnús E. Baldvlnsson Laugavcgi 12 - Sími 22Í04 Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík simi 38900 -=^—25555 (^14444 WUfíBIB BILALEIGA HVPRFISGÖTU 103 V^VSenUiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna r< mmwmmwmm þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliöa rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta „SÖNNAK RÆSIR BlLINN^ Tæhniuer AFREIÐSLA Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 ÚTSÖLUSTAÐIR Í REYKJAVÍK LIVERPOOL DOMUS DRÁTTARVÉLAR HF þér getíð veríð se þfldV^/ Westinghouse Árelíus Níelsson: Kirkjan og útvarpið mmwmm^mmm þennan helgidóm, né heldur að taka tillit til annarra og þeirra hugðarefna eða helgidóma. Hávaðinn hégóminn og augna- bliksáhugamál gera þarna oft lífsins brauð að engu, skapa gremju i stað gleði og skugga i stað ljóss. Það er ekki fyrst og fremst magn og gæði þess, sem fjöl- miðlar flytja af kirkjulegum og kristilegum málefnum, heldur hitt, hvernig þeim er tekið. A þessu sviöi er viðast hvar uppblástur og auðn,þar sem ættu að geta verið iðavellir andlegs gróðurs og angandi riki vors og vona. A fyrstu árum útvarpsins heyrðist talað um heimili, þar sem úrvalshúsráðendur leyfðu ekki að opna fyrir útvarpsmessu fyrr en allir voru komnir i sæti sin reiðubúnir að hlusta og hlýða á, sem áður við heimilisguðrækni eða i kirkju. Þarna er rétt að farið. Heill þeim, sem þannig gengur um garða. Mikið má vera, ef sú afstaða, sem nú er gagnvart orðum, bænum og heilögum söngvum, eyðileggur ekki algjörlega hin góðu áhrif og'kennir fólki að traðka á þvi sem heilagt er. Húsráðendur ef þið getið ekki skapað eða heimtað kyrrð og frið, þegar helgustu bænir og hugsanir kristins dóms eru fluttar i út- varpi, þá er betra að loka tækinu. Kristur sjálfur sagði: „Gefiðekki hundum það, sem heilagt er.” Gersemar verður að geyma í helgidómi hjarta, huga og heimilis, eigi þær að verða þjóðargersemi. Tekur inn kalt vatn, er með 2000 w elementi og hitar í í 85° (dauðhreinsar). Innbyggð sorpkvörn og öryggisrofi i hurð. Þvær frá 8 manna borðhaldi með Ijósstýrðu vinnslukerfi. Er ódýrasta uppþvottavélin á markaðinum. KAUPFÉLÖGIN VIÐA UM LAND Oft er vitnað til hinna góðu gömlu daga, þegar húslestrar voru á hverju heimili á hverju kvöldi frá veturnóttum til hvita- sunnu hér á tslandi. Og auk þess andakt um hádegið á sunnu- dögum og hátiðisdögum árið um kring. Þetta var vissulega talsverður timi, sem þannig var varið til flutnings á boðskap kirkjunnar i orði, söng og bæn. - Hitt er svo ekki skráð og verður aldrei skráð, hvernig þessu var tekið, hvernig það var og þvi siður, hvaða áhrif það hafði til mannræktar yfirleitt. Við hin fáu sem enn lifum, sem vorum þátttakendur og enn munum þessar guðsþjónustur, gætum auðvitað vitnað nokkuð um áhrifin. Og satt að segja fór margt að ekki sé flest af því, sem lesið var fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Sálmar og lögin við þá festu miklu fremur rætur i minni, en margt var misskilið og vanskilið. Hins vegar hafði sú skilyrðislausa kyrrð og helgi, sem hvildi yfir þessum andaktar- stundum heimilisguðrækninnar, varanleg áhrif og hvatti til virð- ingar fyrir helgi og helgidómum tilverunnar yfirleitt. Þögnin var algjör, ekki mátti einu sinni hvisla, hvað þá ganga um eða starfa. Þetta dýpkaði, ef svo mætti að orði komast, andlegan jarðveg i þjóðarvitundinni, bæði hugsun og tilfinningu, og gerði fólk yfirleitt hæfara til að hlusta, nema og taka tillit til annarra, og yfirleitt jók slik aðstaða bæði virðingu og auðmýkt. Nú er þessi heimilisguðrækni i sinni upphaflegu og aldagömlu mynd að mestu horfin. En i staðinn er komin önnur aðferð, önnur aðstaða til heimilisguð- rækni og hugræktuna. Það eru fjölmiðlarnir, og þó einkum út- varpið, komiö lii sögur.nar. E-n eins og gengur finnst sumum þar of mikið að gert, öðrum of litið. Mála sannast mun þó, að væri allt nytjað á réttan og skynsamlegan hátt, sem útvarpið hefur flutt og flytur, af kristilegu og kirkjulegu efni til almennings, þá munu aldrei svo mörg orð og vel sögð, og svo margir söngvar, hafa borizt til eyra fjöldans á tslandi, um þau efni, sem oft eru nefnd einu nafni ,,Guðs orð” en einmitt nú. Og þótt nú hafi verið að þvi fundið, að útvarpsmessum yrði fækkað og úrvalsþættir, lik og „Kirkjan að starfi”, felldir niður, má enn teljast vel að þjóðinni búið í útvarpi og sjónvarpi, um þessi mál, ef — og nú er þetta stórt ef — þjóðin kynni að hlusta á sama hátt og áður, meðan heimilisandaktin hélt velli. En þar vantar einmitt mikið á. Og þar gæti farið svo, að betra yrði að fella allt slikt efni bortt úr útvarpi, og er þá mikið sagt. Svo mun viða komið nú, að hið tiltölulega fáa fólk, sem metur þetta efni til helgistunda, hljóðra og góðra, það fær engan frið til að njóta þeirra á þann hátt fyrir öðrum, sem ekki kunna að meta Westinghouse uppþvottavélin er fáanleg til innbyggingar, fríttstandandi og meö toppborði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.