Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 22. október 1972 TÍMINN 11 — En hvernig búnast Gauki bónda i Stöng? — Það er allt sæmilegt þaðan að frétta, en reyndar þurfum við nú bráðum að gera talsverðar lag- færingar i Stöng. Þangað kemur lika svo margt fólk, að nemur mörgum þúsundum árlega. — Það hefur þá væntanlega verið meiri gestagangur þar i sumar, en þegar Gaukur bjó þar búi sinu fyrir hartnær þúsund árum? — Já, það held ég að megi fullyrða. — Halda menn ekki áfram að gefa Gauki? — Jú, sá góði siður er enn við lýði, og er að visu kominn nokkuð til ára sinna. Svo er mál með vexti að ferðamenn, sem fóru um Gaukshöfða, tóku upp þann sið að kasta smásteinum, spýtum eða öðru lauslegu að kletti sem þar var og hét Gaukur. Þetta hét að gefa Gauki. Siðan flutti Matthias Þórðarson siðinn heim i Stöng, kom þar upp samskotabauk, þar sem menn gátu haldið áfram að gefa Gauki. Og nú kom það að miklu meiri notum, en þótt kastað væri spýtukubb eða steinvölu að kletti niðri i dal. — Varla mun þó vera hallalaus búskapurinn hjá Gauki? — Það er nú tæplega að þetta dugi til, þegar ráðast þarf i meiri- háttar framkvæmdir i Stöng, en þeir peningar, sem safnast með þessu móti, létta samt verulega undir. — En hvað um Fornleifafélagið? Maður heyrir sjaldan minnzt á starfsemi þess. — Já, það er alveg rétt. Við höldum ekki nema einn fund á ári, sem jafnframt er aðalfundur. En þá er lika reynt að hafa fyrir- lestur, myndasýningu og annað þvi likt, til skemmtunar og fróð- leiks, þannig að þar fer miklu meira fram en hin hefðbundnu aðalfundarstörf. Upphaflega var Fornleifa- félagið stofnað sem eins konar styrktarfélag Þjóðminjasafnsins, það er að segja, það átti að stuðla að fornleifarannsóknum á Is- landi, einkum þó á Þingvöllum. Nú, svo hefur þetta nú þróazt þannig, að aðalstarf félagsins hefur orðið að gefa út Árbók Fornleifafélagsins, sem Drykkjarhornin frá Skálholti. Hann hefur verið tignariegur i lifanda Iifi, hrúturinn, sem var svona faiiega hringhyrndur. Og mörgum mun hafa hlýnað fyrir brjósti af þvi sem seinna var i hornin látið. ?inns biskups i Skálholti, — yfir tvö hundruð ára. Tímamyndir: Gunnar komið hefur út svo að segja sam- fleytt siðan árið 1880 og er eina rit sinnar tegundar um fornleifa- fræði og islenzka menningarsögu. Og eins og aðalstarf félagsins hefur orðið að gefa út Árbókina, þannig hefur lika reyndin orðið sú, að félagsmennirnir eru fyrst og fremst aðeins áskrifendur hennar, sem sagt fá bókina fyrir félagsgjaldið. Þvi er ekki að leyna,að félög, sem fyrst og fremst eru borin uppi af áhuga þess fólks, sem innan þeirra er, eiga miklu erfiðara uppdráttar nú en fyrir nokkrum áratugum. Nú er svo margt sem truflar og flestir hafa meira en nóg með sinar tómstundir að gera. — Nú er það áreiðanlegt, að sjón- varpsátturinn Munir og minjar var með allra vinsælasta efni, sem þar var flutt. Verður ekki haldið áfram með þá þætti? — Ég hef verið beðinn um að sjá um einn þátt i nóvember. Um framhaldið veit ég ekki. Það má vel vera, að þættirnir verði fleiri, en mér skilst, að það fari eftir ákvörðun dagskrárstjórnar hverju sinni, hvort slikir þættir verða fluttir, og eins hverjir verða fengnir til þess að annast þá. — En hvað er helzt að frétta af fornleifafundum upp á siðkastið? — Það markverðasta, sem komið hefur i ljós á þessu ári, er vafa- laust fornbæjarrústin i Álftaveri, sem Gisli Gestsson var að grafa upp i sumar. Ég held, að það verði varla annar fundur talinn merkilegri á þessu ári, þvi þarna virðist ætla að koma fram mjög skýr og greinileg rúst af miðaldabæ, og eins og komið hefur fram i fréttum, þá fannst þareinnig dálitið af timburleifum sem skýra ýmsa þætti i inn- réttingu hússins, en það er einmitt sérlega mikilsvert, vegna þess, að slikir fundir eru mjög fágætir hér á landi. Það er nú þegar búið að rann- saka býsna mikið af fornbæjum hér á landi, það er að segja, frá landnáms- og söguöld, en miklu minna frá miðöldum og siðari timum. En þarna virðist ætla að koma fram mjög merkilegur kapituli i þá sögu. — Er ekki á hverju ári unnið að viðhaldi gamalla húsa? — Það er sjáfgefið verkefni, sem alltaf þarf að hafa i huga. Stærsta verkefnið af þvi tagi, var að þessu sinni viðhald húsanna i Viðey. Það verk er að visu búið að standa yfir i nokkur ár, og það sem gert var i sumar var aðeins einn þáttur starfsins. Þetta er geysilega mikið verk og erfitt, einkum vegna þess, að aðstaða þarna úti i Viðey er mjög slæm. Svo hefur maður ekki heldur þá peninga, sem til þarf, þvi að verkið er dýrt, ekki sizt vegna þeirrar óhægu aðstöðu, sem ég nefndi áðan. — Ég mætti kannski að lokum spyrja, hvort þú sért ekki ánægður og litir björtum augum til framtiðarinnar? — Jú, vissulega er ég bjartsýnn. Þessu þokar öllu i áttina og manni tekst alltaf að gera eitthvað af þvi i ár, sem maður kom ekki i verk i fyrra. Það bætast alltaf við ný og ný verkefni sem ekki voru fyrir, og alltaf er verið aö ljúka einhverjum áfanga, smáum eða stórum eftir atvikum. En að öllu saman lögðu og miðað við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru, þá held ég, að við megum vera nokkuð ánægö. -VS. öxi og höggstokkur — tákn grimmdar og skammsýni. Þeir, sem þessa mynd skoða, ættu að lesa um leið hið ógleymanlega kvæði Guðmundar Köðvarssonar, öxin. (pilllf Höfuðkúpa Grásfðumanns. Það vantar hægri miðframtönn i efra góm. Og þegar fingurgómi er drepið i skarðið, kemur i ljós, að beinið er heilt og slétt aö neðan, þar sem tönnin hefði átt að vera, ef allt hefði verið með felldu. Það er þvi bersýnilegt, að hann hefur verið svo frá fæðingu, eins og frændur hans sumir eru enn i dag. „Memcnto vivere, — mundu að þú átt að lifa.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.