Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Sunnudagur 22. október 1972 t. Steingrímur Hermannsson: „HINAR OPNU STJORNMALAUMRÆÐUR” Miðvikudaginn 4. október s.l. birtist i blaðinu stutt grein, sem ég ritaði um félög ungra fram- sóknarmanna. Tilefni þeirrar greinar voru ummæli Más Péturssonar, fyrrverandi for- manns SUF, á þingi samtakanna á Akureyri nú i haust, þar sem hann gerði félög ungra fram- sóknarmanna i Vestfjarðakjör- dæmi sérstaklega að umræðuefni og beindi ýmsum skeytum til min, að mér fjarstöddum, enda ekki boðið að vera þar. Þótti mér óviðkunnanlegt að lesa ummæli fyrrverandi formanns SUF fyrst i Morgunblaðinu, en hafa ekki fengið tækifæri til þess að bera hönd fyrir höfuð mér á þinginu. Ég gerði grein fyrir þróun framsóknarfélaga á Vestfjörðum. Skýrði ég frá þvi, að þar hefur verið talið rétt að félög yngri og eldri manna sameinuðust. Ég færði jafnframt rök að þeirri sannfæringu minni, að slikt sé æskilegra viðast i dreifbýlinu fremur en sú tviskipting, sem á sér stað. Það skal viðurkennt, að ég skrifaði þá grein gegn ráðum ýmsra manna, sem töldu útilokað að ná málefnalegum umræðum viö Má Pétursson. Það taidi ég mér þó ekki heimilt að álykta um fyrrverandi formann SUF, þótt það bryti gegn minni betri vitund. 1 Timanum 15. október s.l. birt- ist mikil grein eftir Má Péturs- son, sem ætla mætti að væri svar við minni grein. Svo bregður þó við, að Már minnist varla á þau málefni, sem ég gerði að megin- efni i grein minni. Hann dregur aðeins fram nokkrar tilvitnanir, sem hann hagræðir og hnýtir saman af meiri ósvifni en ég hef yfirleitt séð hjá þeim, sem slikar kúnstir iðka. Til dæmis segir Már með tilvis- un til min: ,,t grein sinni segir hann, að forustumenn ungra Framsóknar- manna hafi á undanförnum árum „legið marflatir” fyrir andstæð- ingum flokksins”. Hér mun vera visað i eftir- greind orð min: ,,Ef Már Pétursson vill leita að einhverri skýringu á úrslitum kosninganna á Vestfjörðum, mætti hann lita sér nær. Vafa- laust hafði það sin áhrif, að Már Pétursson og fáeinir aðrir úr for- ustuliði SUF i Reykjavik lögðust rétt fyrir kosningarnar marflatir fyrir einum höfuðandstæðingi okkar Framsóknarmanna á Vest- fjörðum”. Mér þykir furðulegt, ef ég þarf að rifja upp þann atburð, sem þarna er átt við, að sjálfsögðu er visað til þess atviks, þegar Már Pétursson i lok ársins 1970 gekk til samninga við Hannibal Valdi- marsson i miðri kosningabarátt- unni. Það gerði Már án minnsta samráðs við formann flokksins og neitaði jafnvel um nánari athug- un á þeim gerðum. Fleiri tilvitnanir mætti tina til. Jafnvel innan gæsalappa er orða- lagi hagrætt. Már segir i grein sinni, að ég hafi talið nauðsynlegt að upplýsa hvert sé innræti hans. Þetta kem- Steingrfmur Hermannsson. ur mér spánskt fyrir sjónir. Fæ ég hvergi séð, að ég minnist einu orði á innræti Más Péturssonar, enda er það alveg óþarft. Það stendur ómótmælt, að ung- ir Framsóknarmenn á Vestfjörð- um hafa sjaldan starfað betur að stjórnmálabaráttunni en nú, eftir að þeir hafa viðast sameinast eldri mönnum i einu félagi. í þessu sambandi má geta þess, að á nýlegum aðalfundi Fram- sóknarfélags fsafjarðar var kjör- inn sem formaður ungur maður, Orn Snorrason, aðeins 32ja ára, og svo er viðar. Þvi er heldur ekki mótmælt, að HÚSBYGGJENDUR Iðnverk h.f. , býður yður einstæða þjónustu Á einum og sama staö getið þér samið um, og fengið, til byggingar yðar, vör- ur frá 28 öruggum og þekktum fyrirtækjum á sviði byggingariðnaðarins. Einnig höfum vér innan vébanda okkar, verktaka í eftirtöldum iðngreinum: Húsasmiði—Múrhúðun—Pípulögnum—Málningu—Dúk- og Veggfóðrun, er gera yður föst verðtilboð. Vér myndum innkaupahópa húsbyggjanda þannig að allverulegur magnaf- sláttur skapast, og spörum yður á þann hátt stór fé og tíma í sambandi við framkvæmdir yöar. Sú þjónusta er vér veitum, er yður kostnaðarlaus, þar eð fyrirtæki þau er innan IÐNVERKS H.F., eru hverju sinni, bera uppi kostnaðinn við rekstur þess og fyrirgreiðslu. Sé yður annt um að spara fjármuni yðar og tima, þá komið i sýningar- og söluskrifstofu vora, eða hafið samband við oss í símum 25945 og 25930, og kynnið yður verð og skilmála áður en þér leitið annað. IÐNVERK HF. ALHLIÐA BYGGINGAWÓNUSTA NORÐURVERI v/Laugaveg & Nóatún Pósthólf 5266 Símar: 25945 & 25930 r £ •• I JC Stórt innflutningsfyrirtæki búvéla óskar ^ Q | U m Cl U I fúða sölumann sem fyrst. BUVELA ÓSKAST Æskilegt er að viðkomandi hafi búfræði- menntun eða þekki vel til búskapar og bú- véla, nokkra reynslu við sölu- og verzlunarstörf, kunnáttu i ensku og norð- urlandamáli. Starf þetta býður upp á góða framtiðar- möguleika fyrir réttan mann. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist fyrir 28. október, i pósthólf 555, Reykjavik, merkt Búvélar. SUF hefur á siðustu árum ekki, af einhverjum ástæðum, sent erind- reka til Vestfjarða. Hygg ég, að það muni vera eina kjördæmið ut- an Reykjavikur, sem erindreki SUF hefur ekki heimsótt til þess að endurreisa ungu félögin og láta þau kjósa. Már mótmælir þvi heldur ekki á nokkurn máta, að það geti verið betri lausn, að yngri menn starfi með þeim eldri i einu félagi. Þótt það sé ef til vill litils virði, vil ég leyfa mér að vona að lita megi á þögnina sem samþykki. Á þessi atriði minnist Már ekki. Þau voru þó, eins og fyrr segir, meginefni minnar greinar. Hins vegar fyllir hann heila siðu með hinum rætnustu árásum i minn garð, algjörlega óskyldum ofan- greindum málefnum. Þó gef ég ekkert tilefni til slikt, eins og þeir geta sannfærzt um, sem lásu grein mina. öllum, sem lesa grein Más mun að sjálfsögðu vera það ljóst, að tilgangurinn er ekki sá að ræða um félög ungra framsóknar- manna á Vestfjörðum, eða skipu- lag slikrar starfsemi almennt. Til dæmis fæ ég ekki séð, hvað kosn- ingaúrslit i Garðahreppi koma slikum málum á nokkurn máta við, né hvort ég hef aðdráttarafl fyrir kjósendur, svo eitthvað sé nefnt. Tilgangurinn er augsýni- lega allt annar. Hann er sá að ná sér niðri á imynduðum andstæð- ingi. Þykir mér leitt, að fyrrver- andi formaður SUF skuli leggjast svo lágt. t þvi sambandi helgar tilgangurinn meðalið, eins og ég mun rekja hér á eftir. Þvi fer viðs fjarri, að ég hafi geð i mér til þess að munnhöggv- ast við Má Pétursson. Hins vegar leyfir Már sér að fara með slik ósannindi i minn garð sem ritara, að ég á ekki annars úrkostar en að koma fáeinum leiðréttingum á framfæri. Iláðning erindreka Már Pétursson skýrir réttilega frá þvi, að Atli Freyr Guðmunds- son lét af starfi erindreka haustið 1971. Már minnist hins vegar ekki á það, að liklega hafa ekki aðrir úr hópi eldri manna i flokknum átt ánægjulegra samstarf við Atla Frey en ég. Meðal annars starfaði ég með Atla á Vestfjörðum og hef hvað eftir annað opinberlega far- ið góðum orðum um ýmis störf hans. Sérstaklega hefur mér ver- ið það mikið kappsmál að haldið verði áfram þeim málfundanám- skeiðum, sem Atli rak með ágæt- um. Það, sem á eftir kemur i grein Más er allt að meira eða minna leyti öfugt og snúið, ef ekki hreinn uppspuni. Litum á nokkur dæmi: 1. Már Pétursson ræðir um ráðningu nýs erindreka og segir: „Framkvæmdastjórnarmenn tóku flestir undir þá kröfu, að frá- töldum ritara flokksins, er þvæld- ist fyrir fund eftir fund”. Már veit að sjálfsögðu betur. Staðreyndin er sú, að aðrir höfðu ekki oftar orð á þvi en ég, að eðlilegt væri að ráða nýjan erindreka. Ymsir töldu hins vegar, að þetta mætti biða fram á vorið. Aðrir töldu nauðsynlegt að finna mann, sem væri óháður þeirri togstreitu, sem átt hefur sér stað innan raða , yngri manna. 2. Mársegir: „Hvaðeftir annað tókst fulltrúum SUF að útvega ágæta menn til starfsins”, o.s.frv. Mér er aðeins kunnugt um einn mann. Við þann unga mann ræddi ég og hafði nokkurn áhuga á þvi, að hann yrði ráðinn. Aðrir töldu það hins vegar ekki timabært. Auk þess var hann meira eða minna bundinn við nám. Þetta veit Már einnig mætavel. 3. Már segir: „Það var gerð formleg samþykkt i fram- kvæmdastjórninni um, að erind- reki skyldi ráðinn og talað um, að það yrði Atli Freyr”. Már sleppir þvi að sjálfsögðu, að á þessum sama fundi var formanni, gjald- kera og ritara falið að ganga frá ráðningu erindreka. Hann sleppir þvi einnig, að hann, þ.e. Már, var sá eini, sem lagði áhverzlu á ráðningu Atla Freys, en ég tók þvi ekki óliklega. Staðreyndin er sú, að tveir vel hæfir menn buðust til starfsins. Annar er Atli Freyr, sem gat þó aðeins starfað yfir sumarmán- uðina, hinn er Kristinn Snælarid, einnig ungur maður, 36 ára, sem hafði áhuga á starfinu til fram- búðar og er jafnframt með veru- lega reynslu i félagsmálum. Þeir þrir aðilar, sem falið var að ganga frá ráðningu erindreka, urðu allir sammála um það, að sjálfsagt væri að ráða þann, sem gæti orðið i starfinu til frambúð- ar. 4. Már staðhæfir, að Kristinn Snæland hafi ekki verið i félagi yngri manna i flokknum. Þetta er ósatt. Kristinn gekk i FUF i Reykjavik árið 1968, þegar hann flutti til borgarinnar. 5. Már fullyrðir, að enginn hafi óskað eftir erindreka i verkalýðs- málum. Hann veit að sjálfsögðu betur. A fyrrnefndum fundi i framkvæmdastjórn flokksins komu fram ákveðnar skoðanir um nauðsyn á erindreka á þvi sviði. Slikar samþykktir voru einnig gerðar á sinum tima i verkalýðsnefnd flokksins, eins og fyrrverandi formaður þeirrar nefndar getur bezt borið. 6. Már virðist telja, að með ráðningu erindrekans hafi ætlun- in verið „að koma i veg fyrir” aukið pólitiskt starf ungra fram- sóknarmanna i landinu. Hann getur þess vitanlega ekki, að SUF var að sjálfsögðu boðið að hafa þau not af starfi erindrekans, sem samtökin teldu sig þurfa. Þannig er frásögn Más um ráðningu erindrekans nánast þvi uppspuni frá rótum. Stendur þá litið eftir af fullyrðingum hans. Húsnæðismálm Þó get ég ekki látið hjá líða að minnast á ein ósannindin enn. 7. Liklega kórónar Már Péturs- son málsmeðferð sina, þegar hann fullyrðir „að ritarinn lét á s.l. vori tilkynna SUF, að samtök- in hefðu ekki lengur skrifstofuað- stöðu i húsi flokksins að Hring- braut 30”. Að sjálfsögðu veit Már Pétursson betur. Fyrstu árin var ég formaður félags þess, sem keypti og rekur Hringbraut 30. Þá beitti ég mér fyrir þvi, að SUF varð, meðal annarra, stór aðili i þeim félags- skap og tryggði sér þannig hús- næði. Siðan ég lét af þátttöku i stjórn þessa félags, hef ég aldrei haft hin minnstu afskipti af ráð- stöfun umrædds húsnæðis. Ég hef hins vegar litið á það sem sjálf- sagðan hlut, að SUF hefði þar að- stöðu. Ég hef aldrei fyrr heyrt á það minnst, að til hafi staðið að visa SUF úr húsinu. Það þykja mér tiðindi. Ég frétti af'skotspónum, að einhverjar deilur voru uppium það, hvaða herbergi SUF ætti að fá. Að sjálfsögðu mun núverandi formaður félagsins, Kristinn Finnbogason, hafa leyst það mál, eins og hans var von og visa. All- ar fullyrðingar um afskipti min af þessu máli eru hreinn uppspuni. Már Pétursson getur þess hvað eftir annað, að ýmsir forustu- menn flokksins hafi tekið ráðin af ritaranum eða borið ritarann ofurliði. Ég vil skora á Má Pélursson að birta nöfn þessara forustumann. Hann getur aðeins Kristins Finnbogasonar i þessu sambandi og þá ranglega. Það getur varla verið neitt leyndar- mál, enda i anda „hinnar opnu stjórnmálaumræðu”, sem Már Pétursson hefur hvað eftir annað krafizt. Að visu á hann ekki hug- myndina að þeirri ágætu reglu. Hana eiga aðrir og merkari for- ustumenn ungra framsóknar- manna. Forustumenn Framsóknar- flokksins hafa tekið vel hugmynd- inni um opnar stjórnmálaumræð- ur. Flokkurinn varð fyrstur til þess að bjóða utanflokrsmönnum að sitja flokksþing. Ég er sjálfur hlynntur þessari hugmynd og taldi þvi eðlilegt að skrifa i blað flokksins um skipulag flokks- starfsins. Hins vegar er ljóst, að það þarf nokkurn þroska til þess að taka þátt i slikum umræðum. Opnar stjórnmálaumræður mega ekki verða vettvangur persónu- legrar deilu eða rógs. Að visu kemur málflutningur Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.