Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 5
Sunnudagur 22. október 1972 5 Úr ölfusréttum. Hér er mannmargt i kringum kindahópinn. Ljósmynd: Isak Jónsson. mannanna, sem voru ósparir á að gefa kaffi og bita af nestisleifum sinum, og eigi var um fengizt, þó að geymslubragð væri komið af suinum bitunum. Og undir daginn þurííi margur að halla þar höfði og fá sér ofurlitinn blund. Rúm- uðu litlu T.jöldin þá ótrúlega margt manna, einkum ef veður var mis- jafnt”. Svo segja fróðir menn, að dans hafi ekki farið að tiðkast i Land- réttum fyrr en upp úr 1890. Kvað litið að honum fyrstu árin, og eng- in voru heldur hljóðfærin. En smámsaman urðu meiri og meiri brögð að dansinum. ,,Menn, sem höfðu eignazt harmóniku, voru svo fórnfúsir að koma með hana i réttirnar og spila fyrir fólkið — auðvitað fyrir ekki neitt, — og fólkið dansaði á guðsgrænni grundinni”. Með tilkomu dansins fór að halla á sönginn. Lengi vel var þó hvort tveggja iðkað samtimis eða sitt á hvað. En þegar fram liðu stundir fékk dansinn yfirhöndina, og það varð einmitt hann, sem siðan fór að laða að sér fólk úr fjarlægum byggðarlögum, þegar samgöngur gerðust greiðari en áður og komizt varð á bifreiðum austur úr þéttbýlinu við Faxaflóa. Og erum við þá aftur komin að þvi, sem i upphafi var sagt. Þó að réttir hafi viðast um land sett mjög ofan i seinni tið, eru leitir enn mikið ævintýri. En þær eru sem kunnugt er mjög mis- jafnlega erfiðar og timafrekar. Súms staðar er smalað á einum degi, þótt fjalllendi sé — annars staðar eru leitir úthald á borð við veiötima togara. Við birtum með þessum orðum myndir úr göng- um og réttum á tveim stöðum á Suðurlandi — Landréttum og Hveragerðisréti. Landmannaaf- réttur er afarviðlendur, og þar taka göngur sem næst viku, en til réttanna i Hveragerði verður smalamennska ekki talin til meiri háttar leita. Þetta getur þvi verið dæmi um þennan þátt lifsins i tveim tilvik- um, þar sem ólikt hagar til. Annars hafði ölfusið þá sérstöðu i eina tið, á meðan yfir okkur rikti kóngur, sem var og hét, og fiktist eftir fálkum héðan, að þar voru nautaréttir. Þá voru naut alin til þess að fóðra fálka kóngs sóma- samlega, og þessi naut gengu á heiðalöndum Ölfusinga og þeirra granna beggja megin heiðar. En þetta er löngu liðinn timi, og ungneyti, sem menn eiga nú á dögum, ganga i heimahögum, en ekki á heiðum eða afréttum. Og Iiklega verður ekki á þvi breyt- ing. þó að holdanautaræktun verði tekin upp, þegar hinn fyrir- hugaði stofn i Hrisey tekur að æxlast, og nautakynið þaðan fer að breiðast út um landið. Fátt er það samt, sem fyrir verður svariö með öllu: Kannski verður ein- hvers staðar nautaafréttur, svo að við getum einhvern tima birt myndir úr nautaréitum, hvar sem þær þá verða. i ölfusréttum: Frá vinstri talið eru þeir Magnús Gislason i Auðs'holtil Lúðvik Haraldsson á Krossi og Páll Þorláksson i Sandhól . Ljósmynd isak. Viö Landmannahelli. Fyrir miðju eru þeir Sigurður fjallkóngur á Skammbeinsstöðum með dökka prjónahettu og Ilaraldur Runólfsson i Hólum með röndótta hettu. Ljósmynd: Gunnlaugur Tryggvi Karlsson. BRIDCESTONE Japönsku NYLON SNJÓHJÓLBARÐARNIR fdst hjá okkur. Allar stærðir með eða án snjónagla. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til-kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055 Lykilorðið er YALE Frúin nefnir þær túlípana- læsingar, en karlmennimir líkja þeim við koníaksglös. Samt sem áður gleymir hvorugt þeirra að biðja um YALE. YALE læsingar með túlí- panalaginu fara vel í hendi. Aðeins rétti lykillinn opnar YALE læsingu — lykillinn yðar. VERIÐ VISS UM AÐ MERKIÐ SÉ YALE ÖRUGGAR OG FALLEGAR LÆSINGAR HAlfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar ~ verðmati 3 Samvinnnbankinn \ / VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstaerðir miðað við múrop: Haeð: 210 sm x breidd: "240 sm 210 - x - 270sm Adrar stærðir smíOaðar eítir beiðnl GLUGGAS MIDJAN Siðumúla 12 - Sími 38220 — PÓSTSENDUM — Hálfnað erverk þá hafið er sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.