Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. október 1972 TÍMINN > 7 Ljónamamma Mama Lion nefnist popp- hljómsveit i Bandarikjunum. Er þetta ein af þúsund , eöa tiu þús- und hljómsveitum, sem berjasí um á hæl og hnakka til að kom- ast á óskalista poppunnenda, fá gefnar út plötur og syngja og berja hljóðfæri i sjónvarpi. Hljómsveitinni hefur orðið vel ágengt og safna meðlimir henn- ar sér vinsældum og fé. Á myndinni er söngkona hljóm- sveitarinnar, Lynn Carey. Er hún sýnilega með ljónshvolp á brjósti, en ekki er getið um hver faðirinn er. Þýfiö beit Austurrikismaðurinn Franz Scheur lenti i árekstri á mótor- hjólinu sinu. Hann gaf þá skýringu fyrir rétti, að hann hafi misst vald á farartækinu, þegar krókodill beit hann. Hann var kærður fyrir ógæti- legan akstur og fyrir að hafa stolið litlum krókódilsunga úr dýragarðinum i Tulln, en kvik- indið faldi hann undir skyrtu sinni. ☆ Alheimsborgari Svarta söngkonan Miriam Makeba hefur nú fengið kúbanskan rikisborgararétt og á nú orðið heilt safn vegabréfa. Hún er einnig rikisborgari i Tanzaniu, Guienu, Alsir og Mauritaniu. Hún er fædd i Suður-Afriku, en segir að það séu aðeins tvö lönd i heiminum sem hún vilji ekki að vera rikis- borgari i, það er fæðingarland hennar og Danmörk. Hún varð ☆ ofsareið og i fyrra er danskur dómstóll dæmdi hana til að greiða til baka 35 þúsund danskar krónur er hún hafði fengið fyrir að syngja þar i landi. Siðan rauf hún samninginn og neitaði að skemmta Dönum, en fannst svi- virðilegt að hún skyldi ekki fá að halda fyrirframgreiðslunni og sagði að Danskir væru kyn- þáttahatarar. ☆ Engar kvensur, Takk Chartreuse heitir likjörtegund, sem mikið erseld viða um heim. Er likjörinn framleiddur af munkareglu með sama heiti, sem bæði er á Spáni og i Frakk- landi. Nú ferðast menn, sem munkarnir senda til sölumanna sinna, til þeirra landa, sem likjörinn er seldur i, og eiga sendimennirnir að sjá svo um, að umboðsmenn Chartreuse notiekki myndir af kvenfólki til að auglýsa vinið i blöðum og timaritum. Munkarnir lifa að sjálfsögðu óspilltu einlifi, og þeir hafa ekkert á móti þvi, að kvenfólk neyti framleiðslu þeirra, en vilja ekki láta bendla hana neitt við kvenfólk, og hver sá umboðsmaður, sem reynir að auglýsa likjörinn með einhvers konar kyntákni, missir umboðið. ☆ i fótspor föðursins Rico Lanza er að hefja fræðgarferil sem tenórsöngvari, en hann er sonur Mario Lanza, sem lézt fyrir nokkrum árum og var þá orðinn heimsþekktur söngvari. Hað er ekki langt siðan að al- mennt varð kunnugt um að Mario Lanza átti son i Þýzka- landi. Rico hefur aldrei séð föður sinn og hefur starfað sem vörubilstjóri. Hann söng mikið undir stýri á langferðum og einnig skemmti hann stundum félögum sinum með söng, og einu söngskemmtanirnar, sem hann hélt, voru á árshátiðum vörubilstjórafélagsins, sem hann var meðlimur i. En allt i einu varð hann þekktur. Rico hefur þotið með eldingarhraða upp á stjörnuhimininn i Þýzka- landi og mun bráðlega leika aðalhlutverk i mikilli söngva- mynd, sem tekin verður i Bandarikjunum. — Jú læknir það er eitt enn. Ég verö svo afskaplega þreytt og skapvond, þegar ég er búin að sitja meira en þrjá tima á bið- stofunni. Fínir safngripir I bókasafni Indianaháskóla i Bandarikjunum er þriðja stærsta safn klámbóka og mynda. Það eru aðeins British Museum og Vatikanið, sem geta státað af stærri söfnum á þessu sviði. Skotalækning Skoti, sem ætlaði að spara sér læknisheimsókn, hringdi i iækni sinn og sagði: — fcg snéri mig um öklann. hvað á ég aö gera? Læknirinn, sem lika er Skoti, svaraði: — Ganga haltur. Lækning Salernið á læknisstofunni var i ólagi og var fenginn pipulagn- ingamaður til að lagfæra það. Ilann virti klósettið fyrir sér mcð merkissvip, henti tveim skömmtum af asperini niður i það og sagöi: llringið i mig á morgun, ef þetta lagast ekki. Annarrar trúar Tvcir siðhæröir naungar mættu kaþólskum presti, sem var með hiindina i fatla. Ungu mcnnirnir voru fullir með- aumkunar og annar spurði hvað komiö liafi fyrir. — Kg datt i baðkarinu og handleggsbrotnaði. Annar loðdurturinn leit á hinn og spurði : — Ilvað er baðkar? — Ilef ekki hugmynd um það, ég er ekki kaþólskur. Barnfóstra er manneskja, sem maður borgar fyrir að horfa á sjónvarpið, meðan börnin grenja sig i svefn. Hann kom mjög seint heim og þar tók fokreið eiginkona á móti 'honum : — Það var mikið. Ertu nú loks farinn að skilja að heima er bezt? — Nei, það er ekki það. En þetta er eini staðurinn, sem er opinn ennþá. 7' * íss' Frú Larsen keypti sér hárkollu setti hana upp og heimsótti eigin- mann sinn á skrifstofuna. — Heldurðu að það sé pláss fyrir stúlku eins og mig i lifi þinu? sagði hún ismeygilega. Larsen forstjóri horfði á hana góða stund, en svaraði siðan. — Nei, ekki möguleiki. Þú ert allt of lik konunni minni. Ungi maðurinn við barinn var ósköp eymdarlegur og barþjónn- inn gaf sig á tal við hann. — Hvað hrjáir þig svona? — Frændi minn dó i fyrri viku og arfleiddi mig að 5 milljónum. — Það er nú ekki mjög slæmt. — Svo dó frænka min i vikunni þar áður og ég fékk eina milljón eftir hana. — Nú, þá skil ég ekki, hvað er að. — Ég hef ekki erft grænan eyri i þessari viku. 3-/S Kg á áreiöanlega eftir að sakna þin i friinu mamma, að minnsta kosti við matinn, og á kvöldin, þegar ég hátta. Já, þið eigið áreiðanlega báðir eftir að sakna min. DENNI DÆMALAUSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.