Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 22. október 1972 TÍMINN 15 Útgerðarmenn - Skipstjórar Fyrsti skuttogarinn, sem smíöaður er hér á landi og hleypt verðuraf stokkunum hjá Stál- vik h.f. i Arnarvogi og verður búinn Wichmann dieselvél af gerðinni 7 AX 1750 hestöfl við 375 sn. mín. — Þessi sama gerð af vél verður einnig i 5 togurum, sem nú er verið að byggja í Nor- egiog verða þeir afgreiddir á næstu 16 mánuð- um. Fleiri vélar eru í pöntun. Margir framsýnir islenzkir útgerðar- og skip- stjórnarmenn hafa valið Wichmann AX vélarnar i skip sín. AX vélin er þungbyggð, hæggeng (375 sn. á min.) tvigengis, ventlalaus vél. AX vélin er framleidd i stærðunum að 2.250 hestöfl. AX vélarnar eru notaðar í fiskiskipum, flutningaskipum, ferjum og fleiri gerðum skipa. i dag er meir en þriðja hvert skip i norska fiski- skipaflotanum búið Wichmann aðalvél og flestir norsku skuttogaranna eru með Wich- mann. Hestaflatala og lengd AX vélanna Hestöfl Lengd metrar 4 AX 1000 3,6 6 AX 1500 5,0 7 AX 1750 5,5 9 AX 2250 6,5 Aratuga löng reynsla Wichmann vélanna hér á landi hefur fært heim sanninn um, að þær eru ákaflega sterkar og endingargóðar. utgerðarmenn. — Mjög itarleg leiðbeininga- bók fylgir hverri vél á islenzku. Þetta getur ^parað yður stór útgjöld. Leitið nánari upplýsinga hjá aðalumboðinu DRWSWRUj Einar FarEstueit&Cohf BERGSTAÐASTRÆTI 10 A — SIMI 2-15-65 Málverk eftir Guðmund Karl Asbjörnsson. ÞJÓÐVERJAR HEIÐRA ÍS- LENZKAN USTMÁLARA í Munchen i Þýzkalandi er árlega haldin listahátið, sem kölluð er „Þýzkir menningar- dagar”. Að þessu sinni var islenzkum listmálara, Guðmundi Karli Ásbjörnssyni, boðið að sýna verk eftir sig. Listahátið héfst að þessu sinni 20. október, og fer þar að ven ju fram myndlistar- og bókmennta- kynning. Verður fjallað um verk allra helztu listamanna Þjóö- verja. Yfirleitt er aðeins þýzkum listamönnum boðin þátttaka, en þó sú undantekning gerð, að einn útlendur listamaður fær að koma þar fram á ári hverju. Það felst þess vegna mikil viðurkenning i þvi, að Guð- mundur Karl Asbjörnsson skyldi verða fyrir valinu i ár, en hann hafði vakið á sér mikla eftirtekt þýzkra listdómara og listunn- enda, er hann hélt málverkasýn- ingu i Suður-Þýzkalandi i fyrra. Guðmundur sýnir alls átta myndir i Miinchen — landslags- myndir frá Islandi og Þýzka- landi, svo og portrett. Lýðháskólinn í Skálholti tekinn til starfa Lýðháskólinn i Skálholti hóf starlsemi sina sunnudaginn 15. október siðast liðinn. Var skólinn settur að loknum sameiginlegum kvöldverði kennara og nemenda i matstofu skólans. Að þvi búnu söfnuðust menn saman að heimili skólastjóra. Kvöldinu lauk méð hrlgistund i Skálholtsdómkirkju, en hana annaðist staðarprestur, séra Guðmundur óli ólafsson. Lýðháskólinn i Skálholti starfar i vetur i húsakynnum sumarbúða þjóðkirkjunnar, og rúmar skólinn Í6 nemendur i heimavist. Aðsókn aö sKólanum var mikil, og varð fjöldi umsækjenda frá að hverfa. Skólastjóri lýðháskólans i Skál- holti er sr. Heimir Steinsson, en auk hans er einn fastur kennari ráðinn að skólanum, Auðunn Bragi Sveinsson. Þá starfa og nokkrir stundakennarar við skól- ann. Starfsemi skólans greinist i vetur i tvennt. Annars vegar eru sameiginlegar námsgreinar, ætl- aöar öllum nemendum. Hins vegar eru i boði allmargar val- frjálsar greinar, og skiptast nemendur þar i bekkjardeildir i nokkru. 1 upphafi þessa fyrsta vetrar hafa Skálholtsskóla borizt bóka- bjafir frá Ingimar Jóhannessyni, fyrrum skólastjóra, séra Sigurði Haukdal, Bergþórshvoli og séra Guðmundi Óla Ólafssyni i Skál- holti. Yfirlýsing Vegna skril'a Mánudags- blaðsins vill bankaráð ALÞYÐUBANKANS h.f. taka fram, aðengin derðaskrifstofa er eða hcfur veriö i viðskiptum við bankann og að engin ferðaskrifstofa skuldar bankanum neitt. Reykjavik, 20. okt. 1972 Bankaráð Alþýðubankans hf. Hermann Guömundsson form. i SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÖNAGLAR veita öryggi í snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SlMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.