Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 22. október 1972 Þór Magnússon, þjóöminjavöröur. Ariö 1948 kom út bók, sem ekki lét mikiö yfir sér. Nafn hennar var Oéngiö á reka, tólf fornlcifa- þættir. Höfundurinn var þáver- andi þjóöminjavöröur, dr. Kristján Eldjárn, núverandi for- seti islands. Þarna var fjallaö um fræðilegt efni á svo alþýðlegan hátt og af þvilikri stilsnilld, að ekki leikur minnsti vafi á, að bókin, ekki stærri en hún er, átti þegar i stað ósmáan þátt i hinum miklu vin- sældum höfundar sins. Um þetta getur undirritaður vel borið, eftir náin kynni við bókina Gengið á reka og marga af lesendum hennar um meira en tuttugu ára skeið. Einn kafli þessarar bókar heitir Grásiðumaður. Höfundurinn segir, að sá þáttur sé i rauninni aðeins skrýtla, en viðurkennir þó, að i sögunni hilli undir merkilegt efni. Já, ætli ekki það. bar segir frá manni, sem andazt hafði i heiðni, en bein hans voru grafin upp haustið 1941 og kom þá i ljós, að hann bar i munni sér sama einkennið og núlifandi frændur hans á sömu slóðum. Þá vantar hægri mið- framtönn i efra góm, suma i þessari ætt. Frá þessu segir dr. Kristján Eldjárn með þeim hætti, að engu meiri vandi er að læra þann kafla bókarinnar, en vel ort kvæði, enda hefur hann orðið mörgum manni minnisstæður. Allt er þetta svo kunnugt, að það liggur við að maður skammist sin fyrir að vera að tyggja það upp i lbaðagrein. Nú er höfuðkúpa Grásiðumanns i virðulegum glerskáp i Þjóð- minjasafni, til hægri, þegar inn i sýningarsal er gengið, og það ætti að vera regla þeirra, sem i safnið korp.a, að byrja á þvi að heilsa upp á þann einstakling, sem flestum öðrum fremur hefur staðfest hin gömlu sannindi, að við lifum þótt við deyjum, og að sá arfur — and- legur og likamlegur — sem við látum börnum okkar i té, er engu siður mikilvægur en störf okkar sjálfra á liðandi stund. Þessar hugleiðingar eru af þvi sprottnar, að undirritaður brá sér vestur i Þjóðminjasafn hér um daginn, mest til þess að heilsa upp á Grásiðumann, þvi að mér fannst orðið svo langt siðan ég hafði sé hann, blessaðan. En hann hafði þá ekkert fylgzt með starf- semi Þjóðminjasafnsins þetta árið, en sagði mér aðeins með sama hætti og fyrr, söguna um ó- hagganleik erfðalögmálsins: Mundu, að þú átt að lifa. Ég varð þvi að snúa mér að þjóðminjaverði, Þór Magnússyni og spyrja hann: — Hvaðan er þetta virðulega skatthol þarna? — Þetta skatthol var gefið safninu fyrir örfáum árum af Mariu Finsen. Hún er af hinni þekktu Finsens ætt, og skattholið er upphaflega úr eigu Finns biskups i Skálholti, forföður Mariu. En skattholið hefur ekki verið til sýnis fyrr en nú, þar sem það hefur verið i viðgerð. En nú er sem sagt nýbúið að gera við það og þá var það sett upp hér i sýningarsal. — Vitið þið aldur þess? — Það er vafalitið frá siðari hluta átjándu aldar, en Finnur lézt árið 1785, og siðan hefur þessi góði hripur verið i eigu niðja hans. — Það er smiðað úr eik? — Já, þetta er eikarskatthol, vafalaust danskt. — Hér eru öxi og höggstokkur, og minnir hvort tveggja á myrkan tima i sögu þjóðarinnar. Þú getur auðvitað sagt mér, hvenær þessi tól voru siðast notuð? — Já, það fer nú vist ekki á milli mála. Þetta eru þeir hlutir, sem siðasta aftaka á Islandi var framkvæmd með. Það var þegar þau Friðrik og Agnes, morðingjar Natans Ketilssonar, voru tekin af lifi i Vatnsdalshólum árið 1830. Vist er óþarfi að rifja þá sorgarsögu upp enn einu sinni, svo mikið, sem búið er um hana að tala og skrifa. En hins vegar má gjarnan geta, að þessir hlutir ættu sjálfsagt betur heima á ein- hverjum öðrum stað i safninu, en hér, innan um allan útskurðinn og kvenskartið. — Snúum okkur þá að öðrum og ánægjulegri hlutum: Hvaðan eru drykkjarhornin þarna uppi i hillunni? — bau eru úr eigu Skálholtsdóm- kirkju. Það er að visu mjög skemmtilegt, að dómkirkjan skyldi eiga drykkjarhorn, en reyndar var það ekki neitt eins- dæmi, Skálholtsdómkirkja átti mörg slik fyrr á öldum, og einnig aðrar kirkjur, svo sem Hóladóm- kirkja, Þingeyrarklausturskirkja og margar fleiri. Þessi horn voru notuð, þegar drukkin voru minni helgra manna, og við ýmis önnur hátið- leg tækifæri. En annars er það af þessum hrútshornum að segja, að þau fluttust til Danmerkur, eins og margir aðrir góðir gripir, en voru gefin hingað aftur árið 1930. — Þarna eru skeið og bikar hlið við hlið. Eru þau kannski lika frá Skálholti? — Já. Það mun ekki vera neinn vafi á þvi, að Jón biskup Vidalin, meistari Jón, hafi átt hvort tveggja. Staupið er búið að vera nokkuð lengi hér i safninu, en skeiðin var gefin fyrir sjö árum. A báðum gripunum eru nafn- drættir meistara Jóns, svo það þarf vist ekki að draga i efa, hver mest hafi um þá höndum farið. — Þú nefndir þarna áðan, að öxin og höggstokkurinn væru ekki á sem heppilegustum stað. Eruð þið ef til vill orðnir aðkrepptir með húsnæði? — Ojá.Ekkiernú hægt að neita þvi. Safnið er búið að vera hér að mestu óhreyft siðan skömmu eftir 1950, þegar safnið fluttist hingað, og eðlilega hefur mjög margt bætzt við á þeim tima, fullum tveim áratugum. Niðurstaðan hefur lika orðið sú, að velflest, sem okkur hefur áskotnazt siðan, hefur lent i geymslum. Við höfum einfaldlega ekki ráðið við að koma þvi upp til sýningar, nema að mjög litlum hluta. Þau hafa vfst bitið rækilega frá sér þessi, áður en þau hittu fyrir það, sem betur beit —- sjálfa tönn timans. — Eru nokkrar horfur á þvi, að úr þessu rætist? — Já, sem betur fer er nú tekið að hilla undir það. Nú eru horfur á að Listasafn Islands, sem er hér á efstu hæð hússins, geti senn farið að flytja i sitt eigið húsnæði, og þá gefst væntanlega langþráð og kærkomið tækifæri til þess að færa út kviarnar hér, gera nýskipan i sýningarsölunum og þá um leið að færa fram i dags- ljósið margt góðra gripa, sem ekki hefur verið hægt að hafa til sýnis fram að þessu. — En svo við snúum okkur aftur að liðandi stund: — Hvernig var aðsókin að safninu i sumar? — Hún var mjög mikil, og hefur aukizt jafnt og þétt á hverju ein- asta ári. — Er búið að telja gestina, sem komu i sumar? — Nei, ég hef þær tölur ekki alveg tiltækar, en i fyrra komu talsvert yfir fjörutiu þúsund manns hingað i safnið. — Er aðsóknin mest á sumrin? — Já. A sumrin koma hér lang- flestir, og stendur það fyrst og fremst i sambandi við ferða- mannastrauminn. Það má heita, að hver einasti útlendingur, sem til landsins kemur, komi hingað. Sumir eru i stórum ferðahópum, sem hafa það á sinni ferðaáætlun að skoða söfn, en aðrir koma eingöngu af eigin hvötum. — Og þú heldur að gestafjöldinn hafi verið enn meiri núna en i fyrra? — Já, ég held, að okkur sé óhætt að slá þvi föstu. Það hefur alltaf veriðsvo, mörg undanfarin ár, að gestum hér hefur farið fjölgandi i réttu hlutfalli við aukinn ferðamannastraum til landsins og ég er sannfærður um, að svo hefur einnig verið i sumar. Hitt er rétt að taka fram, til þess að fyrirbyggja misskilning, að þótt útlendingar séu i miklum meiri- hluta á sumrin og á virkum dögum, þá er safnið engu að siður mjög mikið sótt af Islendingum einkum um helgar, þegar menn eiga fri. Ég tala nú ekki um, þegar eitthvað sérstakt er um að vera, — haldin sýning á einhverju sérstöku — þá er aðsóknin alltaf góð og miklu meiri en venjulega. Skatthol I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.