Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1972, Blaðsíða 1
éan mt goóan mat 242. tölublað —Sunnudagur 22. október—56. árgangur. 3 kæli- skápar IQtwJbtM/taréJta/t. hJt RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 Þegar skáeinvigið hófst, biöu menn þess iofvæni vltt um veröld, hvernig leikar færu á þessu boroi. Cr mannhafi Laugardalshallarinnar var það flutt I kyrrð safnhúss viö Hringbraut, þar sem það verour varöveitt um aldur og ævi, þar sem forvitnir gestir geta ekki aö sér gert aö renna fingrum yfir plast- lilil'ina til þess að komast þó iofurlitla snertingu viö þaö. Tfmamynd Gunnar. Nýr safngripur: FRÆGASTA TAFLBORÐ HEIMS — sem íslendingar verða sjálfsagt lengi roggnir af Menningarsögu- gt framlag ÞJ—Húsavik. Grimur Sigurðsson frá Jökulsá hefur samið manntal i Þöngla- bakka- og Flateyjarsóknum frá 1703-1900, og er þar greint frá, hvaöa fólk var á hverjum bæ ár hvert á þvi timabili. Verkio, sem er i fjórum stórum bindum, gaf hann safnahúsinu á Húsavik i fyrra. t haust færöi hann svo safninu að gjöf myndir, sem hann hefur málao af ölliim bæjum þessara sókna, tuttugu og fimm a6 tölu, eins og þeir voru rétt fyrir siðustu aldamót. Myndirnar geröi hann eftir lýs- ingum gamalla og kunnugra manna af bæjunum og frásögnum þeirra af húsaskipan og bygging- arefni. Þær eru merkilegar heim- ildir um byggðina í Flatey og Fjörðum á liðnum tima, en hún er nú öll komin i eyði. Byggðin i Þönglabakkasókn mun hafa verið fjölmennust i kring um 1860 og ibúar þar þá verið 110-120 manns. 1 Flatey munu ibúar hafa verið einna flestir 1947 120 manns, en i Flateyjarhreppi munu hafa verið nalægt 200 manns, áður en byggð fór að eyðast á Flateyjardal. Grimur Sigurösson fæddist i Flatey, en var bóndi á Jökulsá i 25 ár. Hann fluttist til Akureyrar 1946 og hefur átt þar heima siðan. Taflborðið góða, sem smfðað var með ærinni fyrirhöfn af hinni mestu vandvirkni fyrir skákein- vígið i sumar, hefur um tima staðið i einum af hliðarsölum Þjóðminjasafnsins með eigin- handaráletrun skákkappanna nú um skeið. 1 fyrradag var mönn- uiiiiin sem notaðir voru I einvig- inu raðað á taflborðið, klukk- urnar settar á sinn stað og glæru plastloki hvolft yfir. Eins og menn rekur minni til eru dökku reitirnir á borðinu úr islenzku gabbrói grængráu, tafl- mennirnir enskir frá fyrirtæki, sem margsinnis hefur hlotið verðlaun fyrir smiðar sinar og klukkurnar austur-þýzkar. Stól- arnir, sem skákkapparnir notuðu, fengnir frá Suður-Ameriku eru aö sjálfsögðu við borðið, og sér nú enginn maður, að annar þeirra var tættur i sundur áður en ein- viginu lauk til þess að kanna af visindalegri nákvæmni, hvort þar leyndist eitthvað það, sem orkað gæti á þann, er i honum sat og truflað hugarró hans. Plastlokið yfir þennan dýrgrip lét Þjóðminjasafnið sjálft'búa tii, og gerði það smiður I þjónustu þess, Gunnar Bjarnason. Mynd Grims Sigurðssonar af Þönglabakka I Þorgeirsfirði. Festist varpan í flaki Heiðrúnar? Þó-Reykjavik Mennirnir sem fórust með vélbátnum Geirólfi á tsafjarðar- djúpi i fyrradag hétu Jósep Stefánsson, 52 ára og Leifur Högnason, 21 árs, báðir frá Hnlfs- dal. Jósep og Leifur voru báðir ókvæntir,annar á foreldra á iifi óg hinn eina systur. Nú er talið vist, að Geirólfur hafi fest vörpuna i flakinu af vél- bátnum Heiðrúnu, sem fórst i Isa- fjarðardjúpi fyrir nokkrum árum. Hjörtur Bjarnason skipstjóri á Einari ÍS, sá þegar Geirólfur fór á hliðina. Hjörtur segir, að þeir á Einari hafi verið á siglingu stutt frá Geirólfi og skyndilega hafi þeir séð bátinn á hliðinni og var þá maður á stefni hans. En þegar Einar kom á slysstaðinn var Geirólfur sokkinn og maðurinn með. Geirólfur er þriðji báturinn, sem ferst við rækjuveiðar i Isa- fjarðardjúpi, og að öllum likindum hafa allir þessir bátar togað sig niður. Menn vita nákvæmlega hvar flakið af Heiðrúnu liggur i Isa- fjarðardjúpi, en sámt kemur það oft fyrir að rækjubátar festa vörpuna i þvi. íslandskorf á skóiagafíinum ÞÓ—Reykjavik Barnasicólinn á Suðureyri vekur athygli allra sem koma i kauptúnið. A gafli hans blasir við vegfarendum geysistór mynd af tslandi, er þar hefur veriðmáluð, skreytt myndum af mannvirkjum, atvinnu- tækjum og samgöngutækjum. Meðal þess, sem þar sést, er alþingishúsið, Skálholtskirkja norðlenzkur sveitabær, Gull- foss að koma til landsins, sem og flugvél frá Flugfélagi tslands, togarar og fiskibátar á miðum og landbúnaðarvélar við störf í sveitum. Þessi tslandsmynd er handaverk Jóns Kristins- sonar, sem var skólastjóri á Suðureyri árið 1958, er þessi skólabygging var fyrst tekin I notkun. En Jón er sem kunn- ugt er nú skólastjóri barna- skólans I Skógum undir Eyja- fjöllum, mjög listrænn maður og ágætur teiknari. 1 sumar komu þau hjónin, Jón og kona hans, vestur á Suðureyri, og skýrði þá upp myndina sem nokkuð var tekin að mást og dofna. Þessi mynd af tslandskortinu á Barnaskóla Suðureyrar var tekin nii á dögunum, þegar Tlminn átti leið um þorpið. Timamynd Þó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.