Tíminn - 25.10.1972, Side 7

Tíminn - 25.10.1972, Side 7
Miðvikudagur 25. október 1972 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn : Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór : arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans) Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskril stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjalí 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Skattabreytingarnar í fjárlagaræðunni ræddi Halldór E. Sigurðs- son m.a. nokkuð um skattabreytingarnar og áhrif þeirra. Hann benti m.a. á eftirfarandi at- i*iði * • Að óbreyttu kerfi hefðu náms- menn orðiö að greiða 14-16 þúsund krónur án tillits til tekna. Nú greiðir einhleypur stúdent engan skatt þótt hann hafi allt að 93 þúsund kr. 1 tekjur. • Með breytingunum á almanna- tryggingakerfinu og síórhækku.n trygginga- bóta hefði sveitarfélögunum orðið ókleift að standa undir þeim útgjöldum, sem þeim fylgdu, eins og fjárhag þeirra var komið á sl. ári. • Að óbreyttum viðreisnarskatta- lögum á sl. vetri hefðu hiutafjáreigendur feng- ið sérstök hlunnindi, sem gátu numið allt að 60 þúsund króna skattfrjálsan frádrátt. • Óbreytt viðreisnarskattalög hefðu einnig þýtt, að fyrirtækin i landinu, sem nú greiða 8-10 hundruð milljónir i tekjuskatta, hefðu að verulegu leyti orðið skattlaus með þvi að notfæra sér heimild til flýtifyrningar. • Ef viðreisnarskattalögin hefðu komiö til framkvæmda hefði eignarskatts- greiðendum verið fækkað úr 32 þúsund í aðeins 2 þúsund. Skv. gildandi lögum urðu þeir 18 þús- und á þesu ári. • Með skattalagabreytingunum var 15-25% af beinum útgjöldum sveitarfélag- anna létt af þeim og tekin á rikissjóð. Vonazt var til, að þetta myndi verða til þess að sveitarfélögin næðu nógum tekjum án þess að notfæra sér hækkunarheimildir. • Reykjavikurborg reið á vaðið og beitti sér fyrir þvi að hækkunarheimildir yrðu notaðar upp i topp. Til þess að skapa sér ástæðu til þess var ákveðið að hækka útgjalda- hlið fjárhagsáætlunar Reykjavikurborgar um 200 milljónir. • Sömu menn og beittu sér fyrir þessum hækkunum býsnuðust á sama tima yfir þvi, hve framkvæmdir væru miklar i þjóð- félaginu, og of mikil spenna i efnahagslifinu. Þeir ákváðu, samhliða þessum málflutningi, að verja meira fé til framkvæmda en nokkru sinni fyrr. • Þessi ákvörðun Reykjavikur- borgar og þeirra sveitarfélaga, sem ákváðu að notfæra sér hækkunarheimildir, gerðu það að verkum, að álögur á almenning i heild hækk- uðu um 340-360 milljónir króna. • Sömu menn og mest hrópa um of háa skatta á almenning gengu þannig fram fyrir skjöldu á sinum heimavigstöðvum og komu á gjaldendur þar öllum þeim skatta- hækkunum, sem þeir framast gátu. • Ef ekki hefði átt sér stað umræddur tilflutningur á útgjöldum frá sveitarfélögum yfir á rikið og sveitarfélögin hefðu ætlað sér að leggja i alla þá fjárfestingu og útgjöld, sem þau ákváðu, hefðu þau i heild orðið að hækka álögur sinar á gjaldendur um rúm 50%, en rikissjóður hefði þá ekki þurft að hækka sinar álögur nema um 30%. • í sambandi við skattamálin mega menn þvi ekki missa sjónir af þvi, að með tekjuskattinum eru þeir að greiða hlut af þeim gjöldum, sem þeir áður greiddu til sins sveitarfélags. — TK. TÍMINN 7 FRLENT YFIRLIT 101 utanríkisráðherra hefur sótt allsherjarþingið Kynningin er mikilvægari en ræðurnar Wuldhcim uöalfrainkvænidustjóri S.Þ. SAMKVÆMT venju hófst allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna með eins konar yfir- litsumræðu, þar sem fulltrúar hinna ýmsu rikja fluttu ræður og greindu frá afstöðu sinni til alþjóðamála og ræddu sérmál, sem varða riki þeirra sérstak- lega. Þessar umræður stóðu i þrjár vikur. Þeim lauk 12. október, en þingið var sett að vanda 19. september. Saman- lagt tóku þessar umræður 80 klukkustundir, en ræðurnar voru nokkuð á annað hundrað. Yfirleitt eru ræðurnar nú styttri en á fyrstu þingunum, 'þvi aö reynslan er sú, að verr er hiustáð á iangar ræður. það eru helzt fulltr'ÖSr stór- þjóðanna, sem mega leyfa sér slikt, þvi að oft er búizt við, að þær hafi eitthvað nýtt til mála að leggja, t.d. varðandi þau dægurmál sem efst eru á baugi. OFT hefur þeirri hugmynd verið varpað fram, hvort þessi ræðuhöld þjóni tilg. sinum. Yfirleitt eru áheyrendur held- ur fáir og blöð eða fjölmiðlar segja mjög litið frá ræðum, nema þá i heimalandi viðkom- andi ræðumanns. Helzt er þeim veitt athygli, ef eitthvað óvænt kemur fram. En ræð- urnar eru yfirleitt mjög varkárlega orðaðar og oft þarf að lesa á milli linanna, ef skilja á það til fulls, sem fyrir ræðumanni vakir. Það má þvi með vissum hætti segja, að ræðurnar séu meira ætlaðar sérfræðingum i utanrikismál- um en almenningi. Það eru ei nema sárafáir ræðumenn, sem taka stórt til orða. Það samrýmist illa þeirri hefð, sem hefur myndazt varðandi þessar umræður á allsherjar- þinginu. En þótt ræðurnar séu varkárlega orðaðar og fjöl- miðlar sniðgangi þær, hafa þær eigi að siður verulegt gildi fyrir sérfræðinga á sviði utanrikismála. Þær sýna breytingar, sem eru að verða á afstöðu ýmissa rikja. Þetta sést m.a. á samanburði við ræður, sem fluttar hafa verið á fyrri þingum. Siðar meir geta þessar umræður svo orð- ið gagnlegar fyrir sagnfræð- inga, sem kynna sér þróun og framvindu alþjóðamála. ÞAÐ ERU annars ekki ræð- urnar, sem eru fluttar i þess- um yfirlitsumræðum, sem hafa mesta þýðingu i sam- bandi við þær. Meginþýðingin er fólgin i þvi, að langoftast koma utanrikisráðherrarnir á þingið til að flytja þær og nota það tækifæri svo til að ræða til starfsbræður sina um þau sér- stöku mál, sem lönd þeirra varða. Það eru þessar leyni- legu viðræður, sem fara fram bak við tjöldin, sem gefa yfirlitsumræðunum á alls- herjarþinginu mest gildi. Þær hafa stuðlað að þvi fyrr og sið- ar, að fjöldamörg mál hafa verið leyst, ágreiningi útrýmt og hindrunum i vegi verzlunar og viðskipta rutt úr vegi. AÐ ÞESSU sinni heimsótti 101 utanrikisráðherra alls- herjarþingið meðan yfirlits- umræðurnar stóðu yfir. Flest- ir þeirra fluttu ræður, en það var yfirieitt ekki aðaltilgang- urinn með för þeirra þangað, heldur að hitta aðra utanrikis- ráðherra og ræða við þá um lausn ýmissa ágreiningsefna i samskiptum landanna. Þann- ig ræddu norrænir utanrikis- ráðherrar við utanrikisráð- herra Nigeriu um skreiðarsölu þangað, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt. Annað dæmi er það, að utanrikisráðherra Ir- lands ræddi sérstaklega um það við utanrikisráðherra Bandarikjanna að bandarisk- ar farþegaþotur héldu áfram að lenda á Shannonflugvelli, en þær hafa dregið úr komum sinum þangað og veldur það Irum áhyggjum, en þeir hafa byggt þennan flugvöll upp með ærnum kostnaði, sem alþjóðlegan flugvöll með stórri frihöfn og yrði það mik- ið áfall l'yrir viðkomandi landshluta, ef hann legðist niður að mestu eða öllu... Ótvirætt hefur allsherjar- þingið þannig ómetanlega þýðingu, að þar geta utan- rikisráðherrar og aðrir áhrifamenn hitzt og leyst ýms vandamál, sem örðugra gæti verið að fást við að öðrum kosti... Þótt Sameinuðu þjóð- irnar fullnægðu ekki öðrum tilgangi en þessum, réttlætti það tilveru þeirra. * AÐ ÞESSU sinni hefur sér- stök athygli beinzt að Kinverj- um á allsherjarþinginu, enda er þetta fyrsta þingið, þar sem Pekingstjórnin á fulltrúa frá upphafi. Fleiri hlustuðu á mál kinverska fulltrúans en nokk- urs annars og kinversku full- trúarnir vekja enn tiltölulega mesta eftirtekt. í málflutningi sinum leggja Kinverjar áherzlu á, að Kina sé ekki i hópi stórvelda, likt og Banda- rikin og Sovétrikin, heldur sé Kina eitt af rikjum þriðja heimsins, eða eitt vanþróuðu rikjanna og vilja vera i félags- skap þeirra. Bersýnilega stefna Kinverjar að þvi að vera forusturiki i þeirri sveit gegn þeirri „heimsvelda- stefnu” Bandarikjanna og Sovétrikjanna, sem þeir gera sér tiðrætt um. ANNAÐ RIKI Austur-Asiu lætur einnig til sin taka i vax- andi mæli á vettvangi Samein uðu þjóðanna og hefur gert það sérstaklega á allsherjar- þinginu nú. Það er Japan. Japanir vinna að þvi bak við tjöldin að fá fast sæti i öryggisráðinu við hlið Banda- rikjanna,Kina, Sovétrikjanna, Frakklands og Bretlands. Margt mælir vissulega með þvi, að Japanir hafi ekki minni rétt i öryggisráðinu en t.d. Bretar og Frakkar. En fleiri þykjast geta komið til jafns við Breta og Frakka eins og t.d. Indverjar, Brasiliumenn og Italir og ekki er óliklegt að Vestur-Þjóðverjar eigi eftir að bætast i þann hóp Endurskipulagning öryggisráðsins verður vafalitið eitt helzta viðfangs- efni Sameinuðu þjóðanna i framtiðinni og kemur þar jafnt til athugunar skipun þess og valdasvið, t.d. hvort neitunarvald eigi að haldast. I þessum efnum geta Afriku- menn haft mikil áhrif sökum þess, hve mörg atkvæði þeir hafa á allsherjarþinginu. Margir þeirra vilja ekki binda ný föst sæti i öryggisráðinu við ákveðin riki, heldur verði þeim skipt milli heimsálfa, t.d. fái Afrika tvo, Asia tvo og Suður-Amerika einn. Sumir Afrikumenn hafa iika gerzt andsnúnari neitunarvaldi sið- an Bretar beittu þvl i Rhodesiumálinu. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.