Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 16
Ný hitaveita í Hveragerði ÞS—Hveragerði Hveragerðishreppur er nú að leggja hitaveitu frá hitagjafa rikisins, borholunum i dalnum ofan þorpsins. Þegar hún kemst i gagnið, 'er ætlunin að loka þeim holum, sem fyrir eru. Þetta er mikil breyting á kerf- inu. Það var áður tvöfalt, en verður nú svokallað gegnum- rennsli. Það hefur i för með sér stóraukið magn af heitu vatni út i Varmá. Menn hafa af þvi nokkrar áhyggjur, þar sem áhrifin , sem þetta kann að hafa á lif laxins i ánni hafa ekki verið könnuð. Veiði hefur verið þar góð — einkum i sumar. Miðvikudagur 25. októbcr 1972 Is kominn á Mývatn JI—Reykjahlið 1 fyrrinótt var blæjalogn i Mývatnssveit og allhart frost, jafnvel allt að tólf stig- um. Um morguninn sást, að Mývatn var tekið að leggja, einkanlega grynnsta hluta þess. Vatnið er orðið kalt, þegar svo er liðið á haust og þá leggur það fljótt i kyrru veðri, ef frosthart er. Hefur það oft lagt fyrr en þetta en stundum hefur það ekki hemað fyrr en mun Haustmót Taflfélags Rvíkur Þeir tefla ekki við sér- smiðuð borð né sitja i suður- ameriskum stólum, en það er djúpt lagzt, þegar ihugaðir eru næstu leikir. Nokkuð af mönnum er þegar fallið i valinn, en þó enn van- séð, hver skjöldinn ber. Myndin var tekin um helgina á haustmóti Tafl- félags Reykjavikur. Timamynd: Gunnar. Friðarvonirnar að dofna? — Thieu segist ekki hafa samið um neitt NTB-Saigon og Washington Thieu, forseti S-Vietnam, lét að þvi liggja i útvarpsávarpi til þjóðarinnar i gær, að verið gæti, að vopnahlé yrði boðað hvenær sem væri. Korsetinn tók samt ( gaf i landhelgis- söfnunina Klp-lteykja vik t ga>r hafði landhelgissöfnunni borizt tæpar 19 milljónir króna, að sögn framkvæmdastjóra söfnunarinnar, Jóns Asgeirs- sonar. Kjöldi manns viðsvegar að hefur sent söfnuninni peninga- gjafir, bæði smáar og stórar. Sagði Jón, að t.d hefði nó fyrsta gjöfin borizt frá Bretlandi, frá manni að nafni Thomas Dale, sem hefði óskað eftir þvi að fá að styrkja landhelgisgæzluna til kaupa á nýju varðskipi til að verja landhelgi tslands fyrir ágengni brezkra og vestur-þýzkra togara. Fjöldi annartahefðieinnig látið sitt af mörkum siðustu daga. Mætti þar m.a nefna öldruð hjón, sem ekki vildu láta nafn sinna getið, er gefið hefðu 100 þúsund krónur. Steingrim Samúelsson og frú i Búðardal, sem bæði hefðu gefið ellilaun sin siðustu tvo mánuði. Gisla Albertsson verka- mann i Reykjavik og Kristinn Sveinsson byggingam. sem hefðu gefið 50 þús. krónur hvor. Auk þess hafa borizt gjafir frá félögum og félagasamtökum. BSRB jefur gefið 100 þúsund krónur, Dalvikurhreppur 25 þúsund krónur, Fjórðungssam- band Norðlendinga 100 þús. kr Trésmiðafélag R.vikur 50. þús. kr Trésmiðjan Borg Húsavik 25 þús. krónur. Þar fyrir utan hefur áhöfn M/B Farsæls frá Siglufirði gefið nokkra upphæð og einnig hefur borizt g.jöf frá nokkrum starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna i New York. sein áður fram, að hann mundi visa á bug öllum vopnahlésum- lcitunum, sem ekki væru liður i stjórnmálalegri lausn Vietnam- deilunnar. Thieu sagðist hafa gefið hér- aðsstjórnum um allt landið fyrir- mæli um að gera nauðsynlegar öryggisráðstafanir, ef til vopna- hlés kæmi i náinni framtið. Þrátt fyrir tal um vopnahlé, segja sérfræðingar, að greinilega sé Thieu mótfallinn ýmsum atr- iðum i friðarumleitunum Kissing- ers og enn sé eftir að jafna þýðingarmikil ágreiningsatriði. Thieu sagði að N-Vietnamar yrðu að koma til móts við brott- flutning herja Bandarikjamanna, með þvi að kalla her sinn frá S-«- Vietnam, Kambódiu og Laos. Jafnframt ásakaði hann N-Viet- nama og þjóðfrelsishreyfinguna fyrir að reyna að grafa undan stjórn sinni og varaði fólk við að treysta tilboði andstæðinganna um vopnahlé. — Kommúnistar munu rjúfa sérhvert vopnahlé, sem þeir kunna að semja um við Bandarikjamenn i Paris. Þeir hafa þegar sagt stuðnings- mönnum fyrir verkum i vopna- hléi. Þar segir m.a. að reyna skuli að koma af stað óeirðum i borg- unum, rétt áður og á meðan á vopnahlénu stendur. Það eina, sem kommúnistar vilja. er að fá Rækjuvinnslan á Skaga- strönd komin i gang að hvila sig, áður en átök hefjast á ný, sagði Thieu. Vonirnar dofna Ræða Thieus og sú fullyrðing hans, að hann hafi ekki fallizt á neitt vopnahlé ennþá og muni ekki samþykkja neina sam- steypustjórn með þátttöku þjóð- frelsishreyfingarinnar, hafa nokkuð deyft friðarvonir manna vestanhafs. Hin ströngu skilyrði, sem Thieu setur fyrir vopnahléi, undirstrika jafnframt, i hversu miklum erfið- leikum Bandarikjamenn eiga með að losa sig út úr striðsrekstr- inum i Vietnam, en heimildir innan Bandarikjastjórnar viður- kenna, aðThieu hafi mikið til sins máls, þegar hann krefst þess, að fá verði alþjóðlega tryggingu — einkum þó Sovétrikjanna og Kina — fyrir þvi að raunverulegt vopnahlé geti orðið. Týr til dró einn hafnar ÞÓ-Reykjavik Vélskipið Sóley ÍS 225 varð fyrir vélarbilun, þar sem skipiðvará veiðum út af Vestfjörðum i gær- dag. Bilunin var það alvarleg, að kalla varð á skip til aðstoðar. Varðskipið Týr var þarna statt ekki fjarri, og kom það Sóley fljótlega til hjálpar. Týr dró siðan Sóley til hafnar á tsafirði, og þar verður gert við bátinn. Þetta er fyrsta skipið, sem Týr aðstoðar og dregur til hafnar, en áður en Týr var tekinn i gæzlustörfin, verið vanara að draga hvali en skip til hafnar. Allt var rólegt á miðunum i gærdag. LandhelgisflugvélinTYR fór i talningaflug en talningu var ekki lokið i gærkvöldi, þegar blaðið fór i prentun. Talsvert um rjúpu í Vopnafirði SS—Vopnafirði. Horfur eru á, að hér verði all- gott rjúpnaár, og hafa rjúpna- skyttur fengið þrjátiu til fjörtiu rjúpur á dag hér uppi á heiðun- um. Er það miklum mun meira en verið hefur seinni árin. Hvaða frystihús eru bezt rekin? JJ-Skagaströnd Rækjuvinnslan hf. á Skaga- slrönd lók til starfa á mánn- dagiun og veitir hún uin 2(> inanns atvinnn. Tveir bátar eru byrjaöir rækjuveiðarnar og sá þriðji er á leiðinni lieim. Rækjan, sem veiðzt liefur, er bæði mikil og góð. Rækjuvinnslan hf. var stofnuð fyrir um það bil mánuði og er for- stjóri hennar Guðmundur Lárus- son, trésmiðameistari. A föstu- dag i fyrri viku fór fram prufu- vinnsla og siðan var tekið til af fullum krafti á mánudag. Rækjuvinnslan er til húsa i leiguhúsnæði hjá Hólanesi h.f. og þurfti að lagfæra það mikið. Vonast forráðamenn til að fá hentugra húsnæði fyrir næstu vertið. Gert er ráð fyrir að kaupa fjórða rækjubátinn og mun það væntanlega duga vinnslunni ef vel gengur. Atvinna er nú næg á Skaga- strönd, en þó vantar stöðugri bolfisk, svo ekki verði uppihald á fiskvinnunni.1 Togbátarnir eru tveir, Orvar og Arnar um 200 lestir hvor, en þeir nægja ekki. Verið er nú að vinna að skut- togarakaupum, og er búið að semja við norskt fyirtæki, en samningurinn er háður fyrir greiðslu stjórnvalda. TK—Reykjavik. Lúðvik Jósefsson svaraði i gær fyrirspurn frá Þórarni Þórarins- syni á alþingi i gær uin þaö, hvort gerð hefði verið athugun og samanburður á rekstri hrað- frystihúsanna með það fyrir aug- um, að hagnýtt verði reynsla þeirra frystihúsa, sem bezt og hagkvæmust eru rekin? Sagði ráðherrann, að þær at- huganir, sem gerðar hefðu verið á afkomu frystihúsanna á undan- förnum árum, hefðu ákaflega litið hagnýtt gildi, hvað snerti raun- hæfan samanburð að þessu leyti. Taldi hann nauðsynlegt, að þess konar athugun sem Þórarin lagði til að gerð væri, yrði framkvæmd. Þórarinn sagði nauðsynlegt, að slik athugun lægi fyrir næst þegar ' ar yrðu ráðstafanir til að Dæta aðstöðu hraðfrysti- iðnaðarins. Tveir nýir skóla- stjórar í Hveragerði ÞS-Hveragerði Barna- og unglingaskólarnir i Hveragerði voru settir um mánaðamótin. Þeim hefur nú verið skipt i tvær sjálfstæðar stofnanir og ráðnir nýir skóla- stjórar að báðum. Helgi Geirsson, sem áður var á Laugarvatni, er skólastjóri gagníræðaskólans, en hann var áður skólastjóri i Hveragerði fyrir 15 árum.Trú- mann Kristiansen frá Hvolsvelli er skólastjóri barnaskólans. Nýir kennarar við barnaskólana eru þær Birna Frimannsdóttir, Sigur- björg Helgadóttir og ósk Axels- dóttir. Nemendur i skólunum eru alls um 300. Lengi hefur staðið til að skipta skólunum, en það hefur ekki komizt i framkvæmd fyrr en nú. Gagnfræðaskólinn á ekkert hús- næði, en hefur verið til húsa i búningsklefahúsnæði sund- laugarinnar i Laugaskarði. Verið er að innrétta nýtt húsnæði handa skólanum i hliðarálmu Trésmiðju Hveragerðis, en það verður að sjálfsögðu aðeins til bráðabirgða. Bygging gagnfræðaskólahúss i Hveragerði er orðin mjög að- kallandi. Þá eru Hvergerðingar orðnir ærið langeygir eftir iþróttahúsi, þvi að leikfimiaðstaða er engin. Hin ágæta sundlaug i Lauga- skarði bjargar þvi, sem bjargað verður um likamsræktina. Blaðburðarfólk óskast: Skjólin, Ægissiðu, Fornhaga, Kaplaskjóls- veg, Suðurgata, Skólavörðustigur, Kfstasund, Vegamót, Eskihlið, Álfheimar, Breiðholt, Löndin, Timinn simi 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.