Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1972, Blaðsíða 9
Miövikudagur 25. október 1972 TÍMINN 9 Fjármálaráðuneytið Aðalskrifstofa fjármálaráðu- neytisins hækkar um 8,1 millj. kr., þar af hækkar launaliður um 6,4 millj. kr., af þvi eru föst laun og launatengd gjöld um 2,5 millj. kr. Fyrir þessum hækkunum eru eftirtaldar ástæður: Gert er ráö fyrir þvi að ráða til starfs á næsta ári einn deildar- stjóra og á hann að annast eftirlit með tekjustofnun rikisins. A þvi hefur verið nokkur misbrestur, að hægt hafi verið að sinna þvi, sem þörf er á, svo sem að fylgjast með störfum skattstofa, og álagnirigu og innheimtu hjá hinum ýmsu embættismönnum rikisins. Þessu hefur ráöuneytisstjórinn i fjár- málaráðuneytinu orðið áð sinna með sinum umfangsmiklu störfum. Er það af ráðuneytisins hálfu talið ófært, þar sem svc miklu máli skiptir, að þessi hlið málanna sé igóöu lagi. I öðru lagi hætti hjá ráðuneytinu fulltrúi, sem var i hálfu starfi, og hafði hann að nokkru leyti að gera með eignaumsýslu og málafærslu af hálfu rikisins. Vegna kjara- saminganna frá 1970 hefur mjög mikill fjöldi mála komið til með- ferðar hjá launadeild ráðu- neytisins. Á það var deilt mjög á seinni hluta s.l. ár og fyrri hluta þessa, að það stæði á afgreiðslu ráðuneytisins á þeim málum, sem gengu á milli þess og Banda- lags starfsmanna rikis og bæja. Varð þvi að gripa til þess ráðs að hafa lausráðinn mann til að annast þessi störf með deildar- stjóranum og öðrum aðilum i launadeild fjármálaráðu- neytisins. Þessi launamál hafa einnig orðið til þess, að verulega aukavinnu hefur orðið aö vinna i ráðuneytinu til þess að koma málum áfram. Þaðfærist nú meir og meir i þá átt, að laun séu af- greidd beint frá launadeild ráðu- neytisins. Gert er nú ráð fyrir að fastráða mann til starfa i þessu sambandi. Þá er og gert ráð fyrir þvi að bæta við fulltrúa ftjá fjár- laga- og hagsýslustofnun, en ég mun siðar i þessari ræðu minni gera grein fyrir störfum hennar og fyrirhuguðum framkvæmdum á hennar vegum. Verulegur kostnaður hefur orðið og verður i sambandi við nefndastörf á vegum fjármála- ráðuneytisins, m.a. i sambandi við endurskoðun á tekjuöflun rikisins, bæði á sl. ári og þessu og mun verða unnið að þeim einnig á næsta ári. Þá er það um rikisbókhaldið að segja, að á tveimur siðustu árum hefur verkefni þess aukist svo að yfir 50 stofnanir hafa nú falið þvi bókhald sitt að öllu leyti til við- bótar þvi sem fyrir var, ;Alls færir rikisbókhaldið reikninga fyrir um 70 rikisstofnanir. auk aðalbók- halds reiknga. Þetta hefur að sjálfsögöu orðið til þess, að draga úr kostnaði hjá viðkomandi stofnunum, og jafnframt aukið á öryggi i bókhaldi rikisins. Siöan dregur þetta úr kostnaði viö endurskoðun á bókhaldinu. En þetta hefur aukið mikið vinnuálag á rikisbókhaldið sjálft. Undan þvi er kvartað, hve rikisreikningur er seint á ferð- inni. Að visu hefur þaö færzt fram ár frá ári og hann var fyrr nú heldur en i fyrra, fyrr i fyrra heldur en i hitteðfyrra. Hér verður þvi að bæta við fólki og er gert ráð fyrir að ráða þarna full- trúa og ritara. Ég er sannfærður um, að hér er á engan hátt farið lengra en nauðsyn ber til, ef vinna á þessi störf með eðlilegum hætti. Af öðrum atriðum er valda útgjaldaaukningu hjá fjármála- ráöuneytinu, vil ég nefna fasteignamatiö. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að þvi, bæði af fyrrverandi og núverandi fjármálaráðherra, að láta gera frumvarp um Fasteignamat rikisins. Það verk hefur verið unnið i samstarfi við Samband islenzkra sveitarfélaga. Ekki hefur þó verið gengið frá þessu frumvarpi. En megintilgangur með þeirri stofnum, sem hugsað er að koma á fót, er að hún hafi með höndum skráningu á öllum fasteignum i landinu. En til álita kemur, aö hún verði að einhverju eða verulegu leyti einnig sá aðil- inn, sem sér um möt og annað slikt i sambandi við fasteignir. En að hvað miklu leyti að þvi verður horfið skal ekki sagt hér. Hitt er ljóst, að ekki er hægt annað en að verja þarna til nokkrum fjár- munum til að halda þessari starf- semi uppi og ekki sizt nú, þegar fasteignir eru orðnar svo mikill tekjustofn, sem þær eru sveitar- félögunum. AÍlra hluta vegna þarf að halda við þvi verki, sem unnið var með fasteignamatinu, og endurbæta það svo sem timinn krefst. Það voru verulegir fjár- munir, sem fóru i fasteignamatiö, og er mest um vert, að þeir nýtist. Hugsanleg fasteignastofnun, ætti að geta tekið að sér mat á veð- hæfni fyrir banka og aðrar veö- lánastofnanir i iar.dinu, eða a.m.k. unn:ð * samvinnu við þær. Veruleg hækkun er á vaxta- greiðslum rikissjóðs, sem meðal annars stafar af þvi, að rikis- sjóður hefur nú, tekið lán hjá Seðlabanka tslands, sem á að •vera stofn að rekstrarsjóði, sem stefnt er að að koma upp. Fjár- veiting er áætluð i þennan sjóð á næsta ári. Heilsárs vaxta- greiðslur til sjóðsins er um 80 millj. kr. Þá hefur rikissjóður tekið að sér að greiðá vexti, verð- bætur og annað, vegna lána vega- sjóðs, bæði almennra lána og lána vegna Reykjanesbrautar, og er sú upphæð á annað hundrað millj. kr. En þessi lán og afborganir og vextir af Reykjanesbrautinni voru áður greidd með þvi að taka ný lán fyrir greiðslunum hverju sinni. Með afgreiðslu vega- áætlunar á siðasta vori var frá þessu horfið og greiðir rikissjóður nú afborganir og vexti af þessum vegalánum. Samgönguráðuneytið Á aðalskrifstofu samgöngu- ráðuneytisins hefur kostnaðar- aukinn verið sá, að þar kemur til greiðslu hálf laun aðstoðarráð- herra og hálf laun bifreiðastjóra á móti greiðslu hjá félagsmála- ráðuneytinu, sem áður var greint frá. Um vegagerð rikisins er það að segja, að heildarútgjöld vega- gerðarinnar eru skv. fjárlaga- frumvarpinu 1197 millj. kr en tekjur vegna vegasjóðs eru á frumvarpinu 944,8 millj. kr., þannig að fram kemur mismunur upp á 252,77 millj og er það annars vegar framlag rikissjóðs til vegasjóös 250 millj. kr. og hins vegar 2.77 milljónir til að bæta þjónustu viö íeröamenn að vetrarlagi. En á fjárlögum þessa árs var framlag til vegasjóös um 100 millj. kr. Framlög til bygg- ingar strandferðaskipa 36 millj. kr. eru nú færð á afborgun hjá rikissjóði, en voru áður á liðnum „framlög til strandferða”. Lögunum um vitagjald var breytt á yfirstandandi ári og hækkaði það tekjur á móti þeim gjöldum, sem um er að ræða á vitamálaliðnum. Að hafnarmálunum hef ég áður vikið og sé ekki ástæðu til að orð- lengja um þau að þessn sinni. Um framlög til feröamáia er þa& að segjá, sð framlag til Ferðamála- sjóðsins hækkar um 2,5 millj. Til kaupa á landi og umbóta við Gullfoss eru um 2 millj. kr. Iðnaðarráðuneytið A aðalskrifstofu iðnaðarráðu- neytisins er hækkun um 2,8 millj. kr. Laun um 2,5 þar er um að ræða laun bifreiðastjóra að hálfu, laun ritara i fullu starfi i stað háifs áður og aðkeypt sér- þjónusta, tæp 1 millj. kr. Afgangurinn 1267 millj kr. stafar af eðlilegum launa- og verðlags- hækkunum og önnur rekstrar- gjöld hækka um 529 þús kr. Hækkun á liðnum „framlag til iðju og iðnaðar” er fyrst og fremst fólgin i 25 millj. til Sölu- stofnunar lagmetisiðnaöarins, sem áður er getið. Framlag til Orkusjóðs hækkar um 17 millj. kr. vegna lánagreiðslna, en önnur viðfangsefni eru óbreytt frá fjár- lögum 1972. Viðskiptaráðuneytið Ég hef fyrr i ræðu minni gert grein fyrir þeim hækkunum, sem verða til niðurgreiðslu á vöru- verði á yfirstandandi ári og á hvaða forsendum þær eru byggðar. Um aðra liði fjarlagafrum- varpsins, sé ég ekki ás.tæðu til að fjölyrða. Þó skal þvi bætt hér við i sambandi við rikisendur- skoðunina, að þar er ráðinn 1 full- trúi i tollendurskoðunina, en aðrar breytingar eru þar i sam- bandi við verðlagsbreytingar. Áður en ég vik að tekjuáætlun fjárlagafrumvarpsins, vil ég geta þess, að á útgjöldum á lána- hreyfingum er gert ráð fyrir 250 millj. kr. greiðslu til Seöla- bankans, sem er hugsað sem fyrsta framlag i þann rekstrar- sjóð, sem að rikið myndi koma sér upp með sömu greiðslum á næstu 4 árum. Þessi sjóður er hugsaður til þess að draga úr tekjusveiflum, sem alltaf hljóta að verða verulegar hjá rikissjóði. Eðlilegt takmark er, að rikis- sjóður hafi að jafnaði i slikum sjóði sem svarar 5% af árlegum heildarútgjöldum. Þar með mætti þá gera ráð fyrir, að hann hefði til umráða eigið fjármagn, sem svarar helmingi þess yfirdráttar, sem að jafnaði er hjá Seðla- bankanum á fyrrihluta ársins, en það mun láta nærri, aö meðal- skul.d rikissjóðs við Seðlabankann framaPi af 'ári nemi sem svarar Í0% af fjárlögum. Það verður þvi að teljast eðlilegt, að stefnt sé að þvi, að rikissjóður mæti þessum yfirdrætti aö nokkru meö eigin fjármagni, enda hefði hann þá tryggingu fyrir ýmsum skakka- föllum, sem gætu komið til i rikis- rekstrinum, án þess að það hefði áhrif á hagkerfiö i heild. Ég tel að hér sé um mikið nauð- synjamál að ræða, sem vinna þarf að, svo sem stefnt er að með þessari greiðslu. Auk þessa er af- borgun af vegaláni og lánum vegna Skipaútgeröar riksins, sem færðar voru á þennan lið, en voru áður færðar á Rikisskip. t fyrra fylgdi fjárlagafrum- varpi sérstakt fylgiskjal þar sem Efnahagsstofnunin gerði grein fyrir þróun efnahagsmála á árinu 1971 og spám fyrir árið 1972. Vegna þess að nú er ætlunin aö leggja þegar á þessu hausti fram ákveðnar tillögur um fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun rikisins 1973, virðist skynsam- legra, að slikt almennt yfirlit yfir þjóðarbúskapinn, framvinunda i ár og horfur fyrir næsta ár, komi fram um sama leyti og fram- kvæmdaáætlunartillögurnar og taki m.a. mið af þeim. Þannig yrði reynt að skoða bæði fjárlaga- frumvarpið og framkvæmda- áætlunina i heildarsamhengi. Hagrannsóknadeild Fram- kvæmdastofnunar riksins mun semja þessa yfirlitsskýrslu um þjóðarbúskapinn. Tekjuhlið frumvarpsins Tekjuáætlun rikissjóðs fyrir árið 1973 er unnin af hagrann- sóknardeild Framkvæmda- stofnunar rikisins. Hún er byggð á þjóöhagsspá deildarinnar fyrir næsta ár, eins og hún stóð i lok júlimánðar s.l. Þeir þættir þjóð- hagsspárinnar, sem mest áhrif hafa á tekjuáætlun rikissjóðs, er spáin um almenna innlenda verðmætaráðstöfun, sem gert er ráð fyrir að aukist um 10,6% i peningum og innflutningsspáin, sem hækkar um allt að 14% skv. Þjóðhagsspáráætluninni. Megin forsendur tekjuáætlunar að þvi er varðar kaup og verðlag eru þessar. í fyrsta lagi ergert ráð fyrir, að engar aðrar breytingar verði á kauplagi, en þegar eru ákveðnar með samningum A.S.l. og vinnu- veitenda og skv. úrskurði Kjaradóms s.l. vor, þ.e. 6% grunnkaupshækkun verkafólks, iðnaðarmanna og verzlunarfólks og 7% grunnkaupshækkun hjá opinberum starfsmönnum frá 1. marz 1973. 1 öðru lagi er gert ráð fyrir, að kaupgreiðsluvisitalan hækki ekki frá þvi sem er, það er 117 stig og framfærsluvisitalan hækki aöeins um 1% frá ágúst 1972, en þá var hún 174,8 stig. Þessar forsendur fela i sér mun minni hækkanir en verið hafa, þannig að meöal- hækkun framfærsluvisitölu milli áranna 1972 og 1973, yrði þá um 4% og hækkun visitölu, vöru og þjónustu einnig 4%. Hvort þessar forsendur standast ræðst svo m ,a. af væntanlegum almennum efna- hagsráðstöfunum stjórnvalda og þá sérstaklega aðgerðum i verð- lags- og kaupgjaldsmálum. Eins og venja hefur verið S undanförnum árum, sýna allar tekjutölurnar áætlaöa innheimtu á almanaksárinu, en ekki álagningu, en á þessú tvennu getur verið verulegur munur. Aætlanir um innheimtu eru byggðar á tölum rikisbókhaldsins um samhengi álagningar og inn- heimtu á árinu 1971 og fram á mitt ár 1972. Lækkun skatta Samkvæmt lögum skal skatt- visitala ákveðin i fjárlö&um hverju sinni. Hækkun visitölu framfærslukostnaðar milli áranna 1971 og 1972, er um 10%, sem að öðru óbreyttu væri eðlileg viðmiðun við ákvörðun skattvisi- tölu. Miðað við núverandi visitölu 100, ætti skattvisitalar. yið álagningu 1973, þannig a& ókvarðast, nö, Hins vegar tók ríkisstjörnin þá ákvörðun, að skattvisitalan skyldi vera 128 stig. Þetta þýðir raunverulega skattalækkun skv. núverandi kerfi um 730 millj. kr. Við þessa visitölu er áætlunin um tekjuskatt miðuð. Astæðan fyrir þvi, aö tekjuskattur hækkar þrátt fyrir þetta á milli ára, er fyrst og fremst sú, að nokkur fjölgun er á gjaldendum á hverju ári og svo hitt, aö gert er ráð fyrir, að nokkrar meiri eftirstöðvar verði frá árinu 1972 til ársins 1973, heldur en var frá 1971 til þessa árs. Heildartekjur á rekstrar- reikningi eru áætlaðar, miðað viö þær forsendur, sem ég hef nú greint frá hér að framan, 20 milljarðar 447 millj. kr. og er hækkunin 3 milljarðar 548 millj. kr. eða 21%. Af heildartekjum nema markaðir tekjustofnar 2 milljöröum 568,8 millj. kr., s^m eru 247,1 millj. kr. hækkun frá yfirstandandi fjárlögum eða 10,7%. Eiginlegar tekjur rikis- sjóðs, þ.e. heildartekjur á rekstrarreikningi að frádregnum mörkuðum tekjustofnum, nema þannig 17 milljörðum 878,7 millj. kr eða hækka um 331,5 millj. eða 22,6%. Um einstaka liði i tekjuáætlun- inni er það að segja, að gert er ráö fyrir að tekjuskattur hækki um 1342 millj. kr. eins og ég áðan sagði, stafar þetta af fjölgun gjaldenda og gert er ráö fyrir meiri eftirstöðvum á skattinum i árslok þessa árs heldur en að var i fyrra. Aætlað er að gjöld af inn- flutningi hækki um 1046 millj. kr. og munar þar mest um almennan innflutning, sem hækkar um 744 millj. kr. og er þessi áætlun reist á grundvelli þjóðhagsspárinnar um 14% aukningu almenns vöru- innflutnings, en hins vegar er gert ráð fyrir lægra meðallollshlutfalli á næsta ári eða 22,8% i staðinn fyrir 23,3%, eingöngu vegna minni bilainnflutnings á næsta ári. Skattar af seldri vöru og þjón- ustu. Heildarhækkun er um 850 millj. kr. Þar af hluti rikissjóðs 363. Orsök þess, að tekjur af sölu- skatti aukast ekki meira en þetta, þrátt fyrir að áætlað er að innlend verðmætaráðstöfun aukist um 10,6%, er sú, að i fjárhagsáætl- uninni 1972 er tekið tillit til flýtingar innheimtu. Launaskattur hækkar um 155 millj. eða 19,4%, sökum hærra launastigs, söluhagnaður Afeneisverzlunarinnar um 325 millj. og kemur þar bæði til verð- hækkanir frá marz 1972 og aukinn kaupmáttur tekna almennings en aðrir tekjuliðir um 9,2 millj. kr. Aðrir óbeinir skattar: Gert er ráð fyrir að þeir hækki um 98,7 millj. kr. Er þar mesta hækkunin á stimpilgjöldum, 36 millj. kr„ þinglýsingargjöld 23 millj. kr. og aörir liöir eru smærri. Hins vegar er gert ráð fyrir þvi á þessum lið, aö niður falli veggjald á Kefla- vikurvegi 19,5 millj. kr„ svo sem samþykkt var við afgreiðslu vegaáætlunar á s.l. vori. Um lánahreyfingar út er það að segja, að halli á þeim er 475,7 millj. kr. og munar þar mest um, sem áöur hefur verið getið, 250 millj. til Seðlabanka tslands svo og vegalánin, sem rikissjóður tekur nú að sér, en vegasjóður hafði áður til greiðslu. Þegar rekstrartekjur og rekstrarútgjöld rikissjóös hafa verið gerö upp skv. þessu fjár- lagafrumvarpi, eru tekjur um- fram gjöld 579,7 millj. kr. en hallinn á lánahreyfingum er eins og áöur sagði 475,7 millj. og mis- munur er þvi 103,9 millj. kr„ sem er hinn raunverulegi greiösluaf- gangur i þessu fjárlagafrum- varpi. Framhald á bls. 13 §wi 111 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.