Tíminn - 27.10.1972, Side 8
8
TÍMINN
Föstudagur 27. október 1972.
150 stöðvar þarf
til viðbótar
Léleg eða ófullnægjandi sjón-
varpsskilyrði ó 471 sveitabýli
■
■
RAÐHERRAR SVARA
FYRIRSPURN STJÖRNAR
ANDSTÆÐINGA ST
Stp-Keykjavik
Utan dagsskrár i sameinuöu
þingi i gær, i fjarveru Ólafs
Jóhannessonar forsætisráðherra,
bar Oylfi Þ. Oislason fram fyrir-
spurn til samráöherra hans,
vcgna ræðu forsætisráðherra
daginn áður, þar sem hann lýsti
fyrir persónulegum skoðunum á
lausn efnahagsvandans. Fyrir-
spurnin var i tveim liðum. Annars
vegar: Kru ummæli forsætisráð-
hcrra frásögn af viðræðum, sem
fram hafa farið á rikisstjórnar-
fundi og eru ráðherrar reiðu-
bönir að taka afstöðu til þessara
ummæla? Hins vcgar: Ef svo er,
að umræöur um málið hafi ekki
átt sér stað, má þá lita svo á, að
ágreiningur sé i rikisstjórninni?
Lúðvik Jósefsson, sjávarút-
vegsmálaráðherra, sagðist ekki
hafa verið viðstaddur, er for-
sætisráðherra flutti áðurnefnda
ræðu, en hefði hins vegar heyrt og
lesið um, hvað þar kom fram.
Hann sagðist lýsa þvi hiklaust
yfir, að alls enginn ágreiningur
væri innan rikisstjórnarinnar um
lausn efnahagsvandans. Þær
skoðanir, sem forsætisráðherra
lét i ljós i ræðu sinni, væru þó ekki
„frásögn af viðræðum á rikis-
stjórnarfundi” eins og fyrir-
spyrjandi hefði komizt að orði.
Sagði hann, að sér fyndist
ekkert athugavert við það, þótt
forsætisráðherra léti i ljós per-
sónulegt álit sitt á lausn efna-
hagsvandans. Eflaust hefði sér-
hver þingmaöur sitt persónulega
álit á málinu. Eins og forsætis-
ráðherra hefði tekið skýrt fram i
ræðu sinni, væri nú beðið niður-
staðna og valkosta nefndar við
lausn efnahagsvandans, er von
væri á upp úr næstu mánaöa-
mótum. Þeir valkostir verða
teknir til athugunar og afstaða
tekin til þeirra. Þá og fyrr ekki
yrði tekin afstaða. Það væri því út
i hött og i engu samhengi við
málið, að tala um afstöðu ráð-
herra til ummæla forsætisráð-
Þó-Reykjavik.
Onnur nefnd allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna hefur
undanfarið fjallað um skýrslu
Umhverfismálaráöstefnu Sam-
einuðu þjóðanna, sem haldin var i
Stokkhólmi fyrr á þessu ári.
Gunnar G. Schram varafastafull-
trúi Islands hjá Sameinuðu
þjóðunum flutti ræðu i annari
nefndinni 25. okt. s.l. og sagði
hann meðal annars.:
„Á sviði umhverfismála hefur
einn þáttur þeirra valdið islenzku
þjóðinni, jafnt sem ýmsum öðrum
þjóðum, þungum áhyggjum sið-
ustu árin. Það er hið hraðversn-
andi ástand fiskistofnanna i
Norðaustur-Atlantshafi. Nýlegar
alþjóðlegar skýrslur fiskifræð-
inga sýna nauðsyn þess, að
minnka sóknina i þorskstofnana
um 50%. Sildin er nánast horfin
og þorskafli Islendinga hefur
minnkað um 30% á tveimur sið-
ustu árum, þrátt fyrir aukna
sókna.
A grundvelli þessara stað-
reynda verður aö meta aðgerðir
tslendinga i fiskveiðilögsögumál-
herra, sem sett eru fram sem
hrein persónuleg skoðun. Hann
kvaöst ekki tilbúinn að koma með
tillögur um lausn efnahags-
vandans, en nefna mætti, að hann
væri sammála þeirri skoðun for-
sætisráðherra, að halda beri
áfram verðstöövun næsta ár.
Hannibal Valdimarsson félags-
málaráðherra sagði, að enginn
ágreiningur væri i rikisstjórn. Sér
fyndist þaö ekki nema sjálfsagður
hlutur, að forsætisráðherra
skýröi frá persónulegum
skoðunum sinum og þar væri ekki
um frásögn af rikisstjórnarfundi
að ræöa. — Ég mundi furða mig á
þvi, ef einhver þingmaður væri
hér innan veggja Alþingis, er ekki
hefði sina persónulegu skoðun á
málinu. Þá fyrst, er niðurstöður
nefndarinnar liggja fyrir, teljum
við timabært að taka afstöðu til
málsins. — Það væri meira bráð-
lætið að krefjast afstöðu til
persónulegra skoðana á máli, þar
sem vitað væri, að nefnd hefði það
i rannsókn og þeirra niðurstaðna
yrði beðið, áður en ákvörðun væri
tekin.
Einar Ágústsson, utanriksráð-
herra, kvaðst telja það óviðeig-
andi að ræða þetta mál i fjarveru
forsætisráðherra, og viídi þvi
ekkert um það segja.
Þá kvaddi sér og hljóðs
Jóhann Hafstein og sagði brýna
Stp-Reykjavik
Pétur Pétursson flutti i gær til-
lögu til þingsályktunar þess efnis,
að Alþingi álykti að fela rikis-
stjórninni að hlutast til um, að
stofnað verði sameignarfélag
allra þeirra aðila i Norðurlands-
kjördæmi vestra, sem annist fisk-
veiðar á stærri fiskiskipum, reka
frystihús til fiskvinnslu, ‘ fisk-
söltunar eða herzlu.
um. Það er miðað að þvi að bæta
úr þessari öfugþróun og vernda
fiskistofna i þágu allra þeirra
þjóða,sem veiða i Norðaustur-At-
lantshafi. Mál þetta er miklu al-
varlegra fyrir islendinga en aðr-
ar fiskveiðiþjóðir, þar sem Is-
lendingar hafa ekki yfirráð yfir
öðrum auðlindum og byggja til-
veru sina á fiskveiðum.”
Gunnar sagði ennfremur,: ,,Is-
lendingar leggja til, að eitt fyrsta
verkefni hinnar nýju umhverfis-
málastofnunar S.þ. verði að setja
reglur til að koma i veg fyrir eyð-
ingu náttúruauðlinda, svo sem
auðlinda hafsins, undir yfirskyni
skammsýnna gróðasjónarmiða.
Slikt er i þágu allra þjóða.
Islendingar voru fyrstir til að
óska aðgerða S.þ. gegn mengun
hafsins. Var það á Allsherjar-
þinginu 1968. Við vonumst til að
endanlegur samningur um bann
við losun úrgangsefna i hafið
verði gerður á fyrirhuguðum
fundi i London i næsta mánuði.
Jafnframt er æskilegt að hlutað-
eigandi þjóðir geri einnig al-
þjóðasamning um vernd dýralifs
á norðurslóðum, ekki sizt hvita-
bjarna og sela.”
nauðsyn bera til, að ráðherrar
stjórnarinnar kynntu sér betur
stjórnarskipunarlög landsins.
Það væri með öllu óviðeigandi, —
og áður^ óþekkt, að forsætisráð-
herra líðist að setja endalaust
fram sinar persónulegu skoðanir i
blöðum, sjónvarpi og útvarpi.
Er hér var komið, var
umræðum slitið af fundarstjóra.
Lánveitingar
Ilúsnæðismálastofn-
unar rikisins
Jón Armann Héöinsson bar
fram fyrirspurn til félags-
málaráðherra um, hve Lán-
veitingar Húsnæðismálastofn-
unarinnar úr Byggingasjóði
rikisins, miðað við 15. okt. 1971
og 1972, til nýbygginga og
kaupa á eldri ibúðum, séu
miklar samtals. Þá er einnig
spurt, hve margar láns-
umsóknir vegna nýbygginga
hafi borizt, sem enn hafi enga
afgreiðslu hlotið, og hvenær
þeir, sem fengið hafa fyrri-
hlutann úr Byggingasjóði,
megi vænta siðari hlutans.
Spurt er um, hvaða úrræði séu
á döfinni nú um frambúðar-
lausn fyrir Byggingasjóð
rikisins, og enn fleiri atriði.
Sé rikissjóði eða Fram-
kvæmdastofnun rikisins heimilt
að eiga verulega hlutdeild i félag-
inu, þó ekki meiri hluta.
1 greinargerð fyrir frumvarp-
inu segist flutningsmaður telja,
að samvinna þeirra aðila, er
vinna að fiskveiðum og fisk-
vinnslu á Siglufirði, Hofsósi,
Sauðárkróki og Skagaströnd, sé
beinlinis grundvallarforsenda
þess, að uppbygging atvinnulifs á
þessu svæði megi bera árangur.
Ekki séu þar slikir fjármunir til
staðar, að stórátak verði gert i
þessum málum.
A minni stöðunum, Hofsósi og
Skagaströnd, séu engir aðilar til,
er geti lagt fram verulegt fjár-
magn til atvinnuuppbyggingar.
Þarna þurfi rikissjóður að koma
til aðstoðar, en hann hafi þegar
unnið að eflingu fiskvinnslu, m.a.
á Sauðárkróki með þvi að hafa
forustu um byggingu á stóru, ný-
tizkulegu frystihúsi.
Segir flutningsmaður ennfrem-
ur, að óhugsandi sé fyrir hin
smáu einkafyrirtæki i þessu kjör-
dæmi, sem oft eru fjölskyldu-
fyrirtæki, að reisa við svo um
muni fiskvinnslustarfsemi sina
og fiskveiðar. Styrkir, sem rikis-
sjóður hafi látið þeim i té, hafi éí-
izt upp jafnóðum og að engu orð-
ið. Þetta sé röng þróun og til
einskis nýt. Hér þurfi að koma til
stærri heild, svo að verulegur
árangur megi nást. Hann tók þó
fram, að þessar framkvæmdir
yrðu aldrei gerðar nema með
fullu samþykki allra þeirra aðila,
sem þær snerta.
Eyjólfur Konráð Jónsson mælti
harðlega gegn þessari tillögu.
Sagði hann það fullvissu sina, að
viðkomandi aðilar i kjördæminu
vildu umfram allt halda áfram
frjálsir með einkafyrirtæki sin,
eins og verið hafi. Þeir kæri sig
ekki um þjóðnýtingu á fyrirtækj-
um sinum, og trúa á framtið
þeirra. Enda þótt ástandið i mál-
um frystihúsanna sé ekki gott nú,
vegna lélegra stjórnvalda muni ef
til vill rætast úr fyrr en varir —
með tilkomu nýrrar stjórnar.
Stp-Reykjavik
Stefán Valgeirsson bar i gær
fram fyrirspurn til menntamála-
ráðherra um útbreiðslu sjón-
varps. Kom m.a. fram i ræðu
fyrirspyrjanda, að viða á Norður-
landi eystra eru sjón-
varpsSkilyrði þvi nær engin eða
engin í heilum sveitarfélögum.
Mætti þar nefna Grimsey, þar
sem vanalega eru engin skilyrði.
Sömu sögu er að segja i öxnadal
og fremst á Þelamörk. Þarna eru
um eða yfir 20 bæir i einni röð, er
engin sjónvarpsskilyrði hafa. I
Bárðardal erástandiðeinnig mjög
slæmt. Það eru ef til vill einhver,
léleg skilyrði á fremstu bæjunum,
en annars staðar litil sem engin.
Þrátt fyrir það eru sjónvörp á
hverjum bæ, dýr tæki, sem
standa ónotuð. Þannig mætti
lengi telja. Kvað Stefán það
brýna nauðsyn að bæta sjón-
varpsskilyrðin einmitt i af-
skekktustu byggðunum. Ibúar
þeirra hefðu miklu meiri þörf
fyrir sjónvarp, heldur en ibúar
þéttbýlissvæðanna.
Fyrirspurnin var i þremur
liðum:
1. Hvenær má vænta þess, að
sjónvarp nái til allra lands-
manna?
2. Liggur fyrir kostnaðaráætlun
til að ná þvi marki?
3. A hvaða stöðum er talin þörf á
að byggja sjónvarpsstöðvar i
Eyjafjarðar-og Þingeyjarsýslum
og hvenær er ráðgert, að það
verði?
I svari menntamálaráðherra
við fyrirspurn Stefáns kemur
margt fróðlegt fram. Um 99%
landsmanna hafa nú möguleika á
að nota sjónvarp, en um 1% eða
471 sveitabýli býr við léleg eða
ómöguleg skilyrði til sjónvarps-
nota. Er þar i sumum tilfellum
um að ræða bæi, er gætu notað
sömu sjónvarpsstöð, og er þar
stærsta svæðið með 17 bæi.
Samkvæmt útreikningum
Radiódeildar Landsimans mun
þurfa a.m.k. 150 stöðvar til við-
bótar þeim, sem fyrir eru, til þess
að allir landsmenn fengju sjón-
varpsskilyrði tæknilega séð.
Kemur fram i svari mennta-
málaráðherra, að það er fyrst og
fremst fjárhagsatriði, hvenær
sjónvarp nær til þessa 471 sveita-
bæjar, og er ekki von á úrbót i
bráð vegna þess, hve fjárhagur
Rikisútvarpsins er bágborinn og
tekjumöguleikar litlir. 1 lauslegri
áætlun Landsimans er lægsti
heildarkostnaður við uppsetningu
sjónvarpsstöövar af minnstu gerð
um 1,5 millj. kr.
Lögfræðingafélag Islands hóf
vetrarstarf sitt að þessu sinni
með almennum félagafundi i
gærkvöldi, fimmtudagskvöld. A
fundinum flutti Magnús Thorodd-
sen, borgardómari framsöguer-
indi, sem hann nefndi „res judi-
cata”.
Dagana 20-24. nóvember n.k.
mun félagiö i samvinnu við Lög-
mannafélag Islands og Lagadeild
Háskólans gangast fyrir nám-
skeiði i skattarétti.
Dagskrá námskeiðisins er þessi:
1. Skattframtalið og þýðing
þess.iFyrirlesari, Skúli Pálsson,
hdl.)
2. Upplýsingaskylda þriðja
manns. (Fyrirlesari, Armann
Jónsson, hrl.)
3. Viðurlög við skattlagabrotum
og skattalagningu eftir á. (Fyrir-
lesari, Jónatan Þórmundsson,
prófessor)
4. Réttarfar i skattamálum.
(Fyrirlesari Helgi V. Jónsson,
borgarendurskoðandi)
I framkvæmdaáætlun Land-
simans fyrir árið 1972 er ráðgert
að reisa 15 sjónvarpsstöðvar i
landinu, sem hver um sig annaði 8
til 17 bæjum. Þegareru fullgerðar
stöðvar á Vaðlaheiði, Hálsi, Hóli
við Dalvik, Ólafsfirði og hjá
Goðafossi. Þá eru ennig full-
gerðar sjónvarpsstöðvar á Fljóts-
heiði og i Axarfirði, nema hvað
þar á eftir að setja upp sterkari
magnara.
Vegna tæknilegra mistaka
hefur uppsetning stöðvar á
Heiðarfjalli tafizt, en þar átti að
setja upp 5 watta magnara 1.
sept. 1972. Þá hefur einnig tafizt
að setja upp stöð á Húsavfkur-
fjalli, sem var i áætlun þessa árs,
vegna þess að enginn bygginga-
meistari fékkst til verksins. Ráð-
gert er að reisa þessa stöð næsta
sumar og mun hún þjóna
Grimsey og Tjörnesi.
Þau, svæði, sem ekki njóta
sjónvarps i Eyjafjarðar og Þing-
eyjarsýslum, eru þessi helzt:
Hluti öxna- Hörgár- og Bárðar-
dals, og auk þess nokkur svæði
með allt að 5 bæjum i Sölvadal, og
Torfufellsdal í Eyjafjarðarsýslu
og i Fnjóskadal, Köldukinn,
Reykjadal, Láxárdal og Tjörnesi
(Mánárbakki) i Þingeyjarsýslu.
Menntamálaráðherra nefndi
einnig að vitanlega væri svipaða
sögu að segja viðar á landinu,
einkum á Austfjörðum og Vest-
fjörðum, þar sem allmörg sveita-
býli hefðu ýmist slæma eða alls ó-
fullnægjandi aðstöðu til sjón-
varpsnota. En það er íjárskotur
Rikisútvarpsins, sem hamlar
öllum framkvæmdum við sjón-
varpsstöðvar i landinu.
Um afkomu
hraðfrystihúsanna
Fyrirspurn frá Lárusi
Jónssvni! — Hafa verið gerðar
áætlanir um fjárfestingarþörf
hraðfrystiiðnaðarins vegna
endurnýjunar, stækkunar og
aukinna hreinlætiskrafna?
Ef svo er:
a) Hve mikla heildarupphæð
er um að ræða næstu þrjú ár?
b) Hafa verið gerðar ráð-
stafanir til fjárútvegunar i
þessu skyni?
c) Hafa verið gerðar
arðsemisáætlanir fyrir hrað-
frystiiðnaðinn að þessum
framkvæmdum loknum?
d) Ef svo er, hver er áætluð
rekstrarniðurstaða
hraðfrystihúsanna næstu
þrjú ár, miðað við nýákveðið
fiskverð, kaupgjald eftir
grunnkaupshækkun á næsta
ári og áætlað verðlag næsta
árs?
5. Vandamál i sambandi við
gildistöku skattlagabreytingu.
(Fyrirlesari, Guðmundur Vignir
Jósefsson, gjaldheimtustjóri).
Umræðustjórar verða hæsta-
réttarlögmennirnir Jóhannes
L.L. Helgason og Eggert Krist-
jánsson.
Námskeiðið verður haldið i
Lögbergi (Húsi Lagadeildar)
milli 5 og 7 hvern ofangreindan
dag. Framkvæmdastjórn nám-
skeiðsins annast borgar-
dómararnir Stefán Már Stefáns-
son og Hrafn Bragason og eru
væntanlegir þátttakendur beðnir
að snúa sér til þeirra um frekari
upplýsingar. Þetta er i annað
sinn, sem Lögfræðingafélagið
heldur endurmenntunarnám-
skeið.’
Fyrir rúmu ári hélt félagið
námskeið um ýmis atriði varð-
andi fasteignir, sem var fjölsótt
og þótti takast vel. Það er von
félagsins, að þetta námskeið tak-
ist ekki siður og áframhald geti
orðið á þessari starfsemi.
Tillaga um þjóðnýtingu eða . .?
Auðlindirnar
eru í veði
Námskeið í skattarétti