Tíminn - 27.10.1972, Page 15
Föstudagur 27. október 1972.
TÍMINN
15
l.kafli.
Tuesday hljóp þvert yfir garðflötina og i sama bili brutust fyrstu
geislar morgunsólarinnar upp yfir fjólubláa fjallatindana. Sólin skein
á andlit drengsins, kaffibrúnt og broshýrt. Hann var i léreftsbuxum og
margþveginni fótboltatreyju, sem hafði löngu glatað sinum uppruna-
legu litum, en var nú brúnflikrótt. Hann var með útvarpstæki, litlu
stærra en tedós, óg hélt þvi fast upp að andlitinu, ekkieinungis vegna
þess, að þetta væri honum dýrmætur og undursamlegur gripur, heldur
virtist hann búast við, að það gæfi frá sér hljóð. í brúnum augum hans
speglaðist sú sannfæring, að brátt heyrðist i tækinu. Honum datt aldrei
i hug, að það gæti ekki gefið frá sér hljóð. Paterson hafði gefið honum
tækið. Það var óhugsandi, að Paterson gerði nokkuð rangt eða honum
skjátlaðist. Paterson hafði lika gefið honum fótboltatreyjuna og hvitu
léreftsbuxurnar. Þetta,ásamt Paterson og eldri systur drengsins, sem
Paterson kallaði Nadiu, var það eina, sem hann átti. Aðrir drengir i
Burma áttu ekki slika hluti og gætu heldur ekki eignazt þá.
Bakhliðin á húsi Patersons var fljótsmegin, en framhliðin vissi út að
sléttunni, þar sem risakrarnir voru skrælþurrir og brennisteinsgulir
núna á þurrktimanum. Hinum megin við akrana langt i fjarska bar
bláan fjallahringinn við himin. Fjöllin luktu um sléttuna á þrjá vegu.
Bak við húsið var reitur með ananas, melónum og nokkrum villtum
bananapálmum. Löngu, rykugu blöðin á bananapálmunum héngu nið-
ur yfir bambusgirðinguna, sem var umhverfis bárujárnsskúrinn við
rismylluna. I þessum skúr greiddi Paterson burmönsku verkamönnun-
um launin i ris á hverjum sunnudegi.
Núna i marzmánuði, þegar þurrkatiminn rikti, var einna likast þvi
sem húsið stæði i björtu báli. Breiður af appelsinugulum og hárauðum
vafningsjurtum þöktu veggina, og þar sem þær bar við hvitan múrinn
liktust þær mest eldtungum. Garðurinn fyrir framan húsið var rykugur
og þar sást ekki stingandi strá, en skógarfuglarnir komu stundum á
kvöldin til að fá sér bað i rykinu. Davidson, sá sem hafði stjórnað
myllunni i á undan Paterson, hafði búið til garð hér. Það var kringlótt,
snöggklippt grasflöt, umgirt runnum og breiðum af blóum i öllum
regnbogans litum. t miðri flötinni hafði lika verið beð með marglitum
ertublómum og hávöxnum liljum. Það leit ekki út fyrir, að Paterson
hefði mikinn áhuga fyrir garðrækt, þvi ekkert var eftir af garðinum
nema jakarandatré, sem frú Davidson hafði gróðursett á miðri flöt-
inni. Það var að byrja að blómstra, og þessi bláu bóm virtust lifmeiri
og fegurri en ella vegna þess, hve garðurinn var dauður og rykugur að
öðru leyti. Drengurinn lyfti hendinni af gömlum vana, um leið og hann
fór framhjá trénu, til þess að ná i einhverja af neðstu greinunum, en
það mistókst, hann vantaði nokkra sentimetra.
Bjarta brosiðhvarf sem snöggvastaf andlitinu, en birtist siðan aftur
ennþá bjartara en fyrr um leið og hann gekk inn i húsið. í eldhúsinu
setti hann tevatnið yfir og byrjaði að raða á bakka. Klukkuna vantaði
fimmtán minútur i fimm. Það átti að vekja Paterson klukkan fimm. A
hverjum morgni fékk Paterson mjólkurlaust te með tveim
sitrónusneiðum og sykurmola i, og með þvi skammt af asperintöflum.
Þær voru nauðsynlegar, ef ekki vegna gærdagsins þá vegna komandi
dags. Ein asperintafla var venjan, tvær þurftu ekki að merkja neitt
sérstakt, en eftir þá þriðju fór drengurinn að óttast endalok mála.
Hann stóð með bliðl. bros á andlitinu, meðan hann lagði flugnanetið
saman og bjó sig jafnframt undir að Paterson fleygði bakkanum með
öllu saman i hausinn á honum. Fyrir honum voru dagarnir hver öðrum
likir. Hann var vanur að finna léreftsbuxur, skyrtu og skó, handa
Paterson og leggja það hjá honum. Paterson fór siðan að lita eftir
vinnunni við rismylluna og á meðan lagaði Tuesday til i borðstofunni
og bjó til morgunmat. Te i rúmið er bara til að vakna betur. Svo kom
Paterson heim aftur, fleygði sér niður i þægilega ruggustólinn og beið
þess, að Tuesday kæmi, þögull og brosandi, krypi við stólinn
og klæddi hann úr skónum.
Meðan á þessu stóð, gerði Paterson merkilega hluti við útvarpstækið.
1 augum drengsins var þetta skemmtilegasti viðburður dagsins. A
augabragði fylltist herbergið af röddum eða ef til vill tónlist, en yfirleitt
voru það striðsfréttir frá London eða Rangoon. Tuesday var fullkom-
lega hamingjusamur, meðan hann þjónaði Paterson til borðs. Hann bar
fram flesk og egg, te með sftrónusneiðum, frosna melónu, en það var
eftirlætisréttur Patersons, og ristaðbrauð með sultu. Það var þó eitt,
sem aukið gat verulega á ánægju Tuesdays á slikum sutndum, en það
var, þegar Paterson leyfði honum að þjóna til borðs i skyrtunni. Skyrt-
an, sem um er að ræða,var smókingskyrta, sem Patérson hafði lagt á
hilluna. Drengurinn minnti á prest klæddan rykkilini og var heldur
broslegur i skrúðanum, en þrátt fyrir það var hann ákaflega sæll i
þessari óviðjafnanlegu flik. Annað var það, sem hann af öllu hjarta
óskaði sér. Það var að heyra raddir i útvarpstækinu, sem Paterson
notaði ekki lengur og var nú i eigu Tuesdays. Hvert einasta kvöld fór
hann út i kofann sinn, sem hann hafði búið til úr bambus og pálmalauf-
um. Þarna tók hann tækið sundur hlut fyrir hlut, og setti það siðan
vandlega saman aftur við birtuna frá oliulampanum. Á hverju kvöldi
sat hann lengi og hlustaði og beið þolinmóður. Ennþá hafði ekkert rofið
þögn tækisins, en Tuesday efaðist ekki um, að að þvi kæmi fyrr eða sið-
Húsið var á 2 hæðum. . A efri hæðinni voru svefnherbergi sitt hvoru
megin og svalir til að sofa á fyrir framan herbergin. Ennþá voru næt-
urnar það svalar, að Paterson gat sofið inni. Eldri systir drengsins bjó i
herberginu, sem sneri út að fljótinu. Drengurinn gekk upp stigann rétt
fyrir klukkan fimm og hlustaði við dyrnar hjá henni, hún virtist ekki
vera vöknuð, svo að hann hélt áfram. Hvort sem hlýtt eða kalt var i
veðri svaf hún á svölunum annaðhvort ein eða þá að Paterson var hjá
henni.
Alveg siðan Tuesday hafði fyrst tekið systur sina með sér til
Patersons, hafði hann kallað hana Nadiu, bæði vegna þess, að honum
þótti nafnið fallegt og lika vegna þess,að hann kærði sig ekki um að af-
baka burmönsku nöfnin. Honum þóttu þau of falleg til þess. Þannig var
það lika með nafn drengsins. Hann kallaði drenginn Tuesday, af þvi að
það var þægilegt i munni, svo hafði það lika verið á þriðjudegi sem
drengurinn kom frá héraðinu austan við Swebo og bauð honum þjón-
ustu sina.
,,Herra Patson”, hvislaði Tuesday. „Patson.... herra Patson”. Hann
stóð við rúmið og horfði á Paterson, sem lá undir flugnanetinu.
„Herra Patson”, sagði hann hátt „Te.herra Patson”. Hann kallaði
tvisvar eða þrisvar i viðbót, svo setti hann bakkann frá sér, fór að taka
niður flugnanetið, hávaðalaust og með varfærnum hreyfingum. Pater-
son varð hans fyrst var, þegar hann hafði kallað sex eða sjö sinnum.
Hann reis snöggt upp i rúminu. Þótt Tuesday væri þvi vanur, varð hann
samt órólegur i hvert skipti. Hann stóð hreyfingarlaus og brosandi og
minnti helzt á snotran brúnan apa, þar sem hann beið þess er verða
vildi. Honum féll allur ketill i eld, þegar Paterson reif rúmfötin ofan af
sér og fór fram úr rúminu. Hann minntist þess ekki, að nokkuð þvi likt
hefði gerzt áður. Samt brosti hann eftir sem áður og lagði sig allan
fram um að láta ekki á neinu bera, þegar Paterson fór að æða fram og
aftur um gólfið.
1243
Lárétt
1) Efldar - 5) Afar,- 7) 505)- 9)
Pláneta - 11) Draup- 13)
Rugga- 14) Duglegu.- 16)
Keyr - 17) Gróða.- 19) Mælt-
ir.?
Lóðrétt
1) Ásjóna.- 2) Stafur,- 3) Tók,-
4) Fuglar - 6) Kærir,- 8) Fær
leið - 10) Sefaði.-12) Duglega -
15) Ótta,- 18) öslaði.
Ráðning ág gátu Nr. 1242
Lárétt
1) Róstur.- 5) Sit.- 7) LL.
Laga.- 11) Lit.- 13) Rek -
Aðan,-16) LL,- 17) Gedda.-
Hliðar,-
Lóðrétt
1) Rúllar,- 2) SS.- 3) Til,- 4)
Utar,- 6)Vaklar - 8) Lið,- 10)
Gelda,- 12) Tagl - 15) Nei - 18)
DÐ,-
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
mmmi 1
Föstudagur 27. október
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00,8.15 og 10.10
Fréttir kl. 7.30 8.15 (og
forustugr. dagbl.) 9.00 og
10.00 Morgunbæn kl. 7.45
Morgunleikfimi kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðbjörg ólafsdóttir
endar flutning sögu sinnar
um „Pilu og Kóp”.
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög leikin á milli liða.
Spjallað við bændur kl. 10.05
Viötalsþáttur kl. 10.25: Þóra
Jónsdóttir ræðir við Guðr-
únu Jónsdóttur arkitekt.
Morgunpopp kl. 10.45:
America og Yes syngja og
leika. Fréttir kl. 11.00 Tón-
list eftir t'arl Maria von
Weber: Cleveland-hljóms-
veitin leikur forleik að
„Oberon”: Georg Szell stj. /
Freidrich Gulda pianó-
leikari og Filharmóniu-
sveitin i Vin leika Konsert-
þáti i f-moll op. 79: Volkmar
Andreae stj./ Elisabeth
Schwarzkopf syngur tvær
ariur úr „Töfraflautunni”/
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar
14.15 Við sjóinn Ingólfur
Stefánsson ræðir við Pál
Guðmundsson formann
sjóslysanefndar (endurt.)
14.30 Siðdegissagan
„Draumur um Ljósaland”
eftir Þórunni Elfu Magnús-
dóttur. Höfundur les (10)
15.00 Miðdegistónleikar:
Söngliig Teresa Berganza
syngur itölsk lög: Felix
Lavilla leikur á pianó. Tom
Krause syngur lög eftir
Sibelius: Penui Koskimies
leikur á pianó.
16.00 Fréltir.
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 I* o p p li o r n i ð ö r n
Petersen kynnir.
17.40 Tónlistartimi barnanna
Njáll Sigurðsson stjórnar
þættinum.
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Frétlaspegill
19.35 Þingsjá Ingólfur
Kristjánsson sér um þáttinn
20.00 Sinfónískir tónleikar
Filharmóniusveitin i Berlir
leikur
21.30 Vetrargöngur á
Rcykjanesskaga Gisli
Sigurðsson varðstjóri i
Hafnarfirði flytur erindi.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir útvarps-
sagan: „Úlbrunnið skar”
eftir Grabam Greene
Jóhanna Sveinsdóttir les
þýðingu sina (3)
22.45 Lög unga fólksins
Ragnheiður Drifa Stein-
þórsdóttir kynnir
23.45 Fréttir i siutiu máli.
Dagskrárlok
:i 1
ilMiiil
FÖSTUDAGUR
27. október
' 20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Skordýrin.Fræðslumynd
frá Time-Life um skordýrin
og áhrif þeirra, sem eru
afar mikil, bæði i jurta- og
dýrarikinu. Þýðandi og
þulur Gylfi Pálsson.
21.00 Fóstbræður. Brezkur
sakamálaflokkur með Tony
Curtis og Roger Moore i
aðalhlutverkum.
G ullkcisa rinn . Þýðandi
Vilborg Sigurðardóttir.
21.50 Sjónaukinn. Umræðu- og
fréttaskýringaþáttur um
innlend og erlend málefni,
sem ofarlega eru á baugi.
22.50 Dagskrárlok