Tíminn - 05.11.1972, Page 2

Tíminn - 05.11.1972, Page 2
TÍMINN Sunnudagur 5. nóvember 1972 ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM AÐALSTÖÐIN KEFLAVÍK Klogift hvern laugardag Verð (Cairo) frá kr. 26.347 itr—ir hýóur yftur i ógleymanlcga ferft til Nilar. I>ar dveljist |iér meóal æval'ornra forn- minja og hinna heimsfrægu pýra- mida. Hafih samband vib i'erha- skril'stoíu ybar. EbvptUir United Arab Airlines Jernbanegade 5, I)K 1608, Köbenhavn V, Tlf. (01)128746 1 Árelíus Níelsson: „Kirkjan og samfélagið” Hálfnað er verk þá hafið er t sparnaður skapar verðmæti Samvinnubankinn Bókavörður Starf forstöðumanns Bókasafns ísa- Ijarðar er laust til umsóknar, umsóknar frestur er til 1. desember n.k. Starfið veitist frá 1. janúar 1973. Allar nánari upplýsingar um starfið gefa bæjarstjórinn á tsafirði og bókafulltrúi rikisins, Stefán Júliusson. Bæjarstjórinn ísafirði. Að þessu sinni hef ég fyrirsögn kirkjuþáttarins i tilvitnunar- merkjum, af þvi að hér vil ég benda á efni og ályktanir úr verð- launaritgerð um efnið: „Hvernig á kirkjan að vera og starí'a?” En sú ritgerð var eftir ungan mann i Árhus á Jótlandi fyrr á þessu ári. Þótt svar hans og athuganir eigi að sjálfsögðu við dönsku þjóðkirkjuna, þá er þar svo margt likt með skyldum að vel er hæft til samanburðar. Það bárust 99 svör. En það sýnir auðvitað mjög litinn áhuga hjá svo fjölmennri þjóð saman- borið viö tslendinga sem Danir eru. Verðlaun voru tvö þúsund danskar krónur. En hvað hafði þá þessi ungi verðlaunamaður að segja um kirkjuna og hennar störf? Hann skiptir efninu i tvo megin kafla: Trúarlega og samfélags- lega aðstöðu kirkjunnar til mann- lifsins. ,,Hið trúarlega er eðli og efni málsins,” segir hann. ,,En sam- félagsþáttur kirkjunnar þætti mér áhugaverðastur,” bætir hann við. ,,t>ar reyni ég að sýna fram á, hvers vegna mér finnst kirkjan afturhaldssöm. Hún fylgir yfir- leitt ihaldsöflum þjóðfélagsins málum”. Svo er nú það. Hér er kirkjan af mörgum talin mjög frjálslynd, opin fyrir öllu. Skyldi hvort tveggja vera fordómar? Og enn heldur sigurvegari dönsku samkeppninnar áfram: „Kirkjuna vantar átakanlega viðfangsefni, sem hún telur sér skyldugt að sinna og fúsleika til Ólafsvík Hjólbarðaviðgerðir - Hjólbarðasala Bridgestone hjólbarðar með og án snjó- nagla. Hjólbaröaverkstæði Marteins Karlssonar, Ólafsvik. Vörubifreida stjórar , Afturmunstur SOLU M; Frammunstur Snjómunstur 5 BARÐINNHF. ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501. ihlutunar,”, segir hann. ,,Og þar þarf að skipuleggja fram- kvæmdir og baráttuaðferðir”. „Raunar höfum við nú þegar Hjálparstofnun kirkjunnar, sem vinnur á alþjóðlegum vettvangi”, heldur hann áfram. „En við höf- um einnig mörg önnur vandamál hér i Danmörku, sem kirkjan ætti ekki siður að sinna til úrbóta og liknar. Hér eru áfengissjúklingar og fiknilyfjaneytendur, öreigar og einmana manneskjur, sem kirkjan ætti ekki að gleyma, né ganga þegjandi fram hjá”. 1 þessu er ég hundrað prósent sam- mála þessum unga sigurvegara. Og þvi miður á þetta einnig við á islandi og viðvikjandi islenzku þjóðkirkjunni, að minnsta kosti þangað til islenzkir söfnuðir skilja hlutdeild sina og hlutverk i samtökum Bindindisráðs krist- inna safnaða. Og enn bætir ungi verðlauna- vinnandinn við þessari tillögu: ,,Ég tel sjálfsagt, að þjóðkirkjan taki opinberlega aðstöðu til hjálpar og hagsbóta fyrir „hina minnstu” i samfélaginu og reyni að „pressa" rikisvaldið eftir föngum til að bæta úr böli þeirra svo sem auðið er.” Um þetta ættum við sannarlega einnig að hugsa hér og semja kirkjuleg viðbrögð að háttum og hættum aldarinnar, ef verða mætti til heilla hinum „minnstu bræðrum", sem Meistarinn bar svo mjög fyrir brjósti, að flest annað fannst honum minna um vert. Hvað snertir hina trúarlegu að- stöðu kirkjunnar hefur Carl Áge Ostergárd minni áhuga og færra að segja. Hann telur þó „einleik” prestsins óhæfan i nútima hefð- bundinni messu. Fjöldinn situr aðgerðarlaus i kirkjunni og fylgist sljólega með athöfn þessa einleikara”, segir Ostergárd. Þetta er auðvitað rétt svo langt sem það nær. En liklega er það nú flestum i sjálfsvald sett, hvernig og hversu mjög þeir innlifa sig i orð og anda, söng og bæn guðs- þjónustunnar. Það er ekki siður vandi og veglegt starf að hlusta en að tala, söngur og bænir ættu að geta verið sameiginlegt presti og safnaðarfólki! Auðvitað er ekkert á móti þvi að hafa samtal og fyrirspurnir i kirkju, og almenn þátttaka i söng er flestum æskileg athöfn. Þetta hefur alltof oft verið reynt, en fljótlega verið fallið frá þvi aftur viðast hvar. Bezta guðþjónustan er þar, sem hægt er að finna áhrif hins heil- aga, góða og fagra i kyrrð, friði og þögn helgidóms, hvort sem það er kirkja eða kotbær, musteri eða skógarrjóður. Og bezti presturinn er sá, sem af einlægni, ástúð og lotningu getur með orðum eða tónum opnað fyrir þessum krafti, hvort sem til þess er hafður kór og organisti i kifkju eða sólskrikju- söngur frá steini eða grein. En ekki veit ég, hvort östergárd er á sama máli. Siðasta athugasemd hans i svarinu við spurningu danska Safnaðarráðsins „Hvernig á kirkjan að vera og starfa” er á þá leið, að trúarbrögð og trúariðkan- ir séu og eigi að vera einkamál hvers einstaklings og verði vart skipulagt án skaða. Hann segist ekki mæla með þjóðkirkjuskipulagi eins og það er nú, en lætur að öðru leyti ósvarað hvernig kirkjan skuli skipulögð oghvaða fjárhagslegan grundvöll hún skuli hafa. Árelíus Níelsson. FYRIR KARLA OG KONUR Á ÖLLUM ALDRI: Yngjandi Yoga-æfingar Árangursrík megrunarnámskeið llmandi hveralaugar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.