Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.11.1972, Blaðsíða 3
Sunnudagur 5. nóvember 1972 TÍMINN 3 Konur i kvennadeild Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra að starfi við undirbúning basarsins Basar lamaðra og fatlaðra Til tœkifœris gjaJa Demantshringar { Steinhringar GULL OG SILFUR fyrir dömur og herra Gullarmbönd Hnappar Hálsmen o. fl. Sent í póstkröfu GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 Sími 14007 Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra heldur sinn árlega basar i Lindarbæ, Lindar- götu 9 i dag, sunnudaginn 5. nóvember, og hefst hann klukkan 2 e.h. Undanfarin ár hefur basar þessi verið haldinn i æfingarstöð Styrktarfélagsins, en vegna þess fjölda, sem varð frá að hverfa i fyrra, verður basarinn nú i rýmra húsnæði. Á boðstólnum verður mjög fall- eg handavinna, matvara, kökur, lukkupakkar og fleira. Ágóðinn rennur til æfingar- Bókauppboð- in sjólfstætt fyrirtæki Til þess að koma i veg fyrir hugsanlegan misskilning vegna frásagnar hér i blaðinu i gær af bókauppboði Knúts Bruun, skal það tekið fram, að hann hefur frá upphafi rekið bókauppboð sin sem sjálfstætt fyrirtæki, sem hann hóf með sérstöku leyfi, er honum var veitt til þess. stöðvarinnar við Háleitisbraut og starfseminnar i Reykjadal. Félagskonur vonast til, að nú sem endranær muni velunnarar félagsins fjölmenna og styrkja göfugt og gott málefni um leið og þeir gera góð kaup. Nýkomnir blöndungar í Willys Ilambler Chevrolet Ford Opel 'Skoda Bílabúðin h.f. Ilverfisgötu 54, Simi 16765. Hömlur haldbetri en fræðsla ALKOHOL HEFUR ALLTAF AHRIF A HEILANN Það svæði heilans ,þar sem áhrifa gættr % alkóhóls r bióði Magnið sem drukkið er Þyngd neytanda A H R I F Tfminn, sem alkó- hólið er að eyðast 45 kg 68 kg 0,05% 2 bjórar 3 bjórar é Skert dómgreind • Vald yfir hugsunum og gerðum minnkar • Viðkvæmni eykst • Hitatilfinning 7 stundir © 0,1% 3 1/2 bjór 5 bjórar • Jafnvægis- og samræmingarskyn ruglað • Fljótfærni og talandi eykst • Oftraust á sér og öðrum - oföryggi • Málfar þvoglukennt 10 stundir f) 0,2% 6 bjórar 8 bjórar • Göngulag riðandi • Viðkvæmni úr hófi fram • Skert sjón (sér tvöfalt) 19 stundir * 0,5 % 2/3 flaska af whisky 1 flaska af whisky • Meðvitundarleysi 30 stundir * Hærri áfengisprósenta getur valdið dauða Þekktur sænskur geð- og félagslæknir, Niels Bejerot að nafni hefir nýlega skrifað hand- bók um fikniefni og fíknilyfja- neyzlu. Mjög eftirtektarvert er, að Bejerot er eindregið fylgjandi ströngum dreifingarhömlum til aö draga úr skaðiegum afleiðing- um fikniefnaneyzlu, og er áfengi þar ekki undan skilið. Bejerot álitur fræðslu um áhrif efnanna gagnlega, en hann bætir við, að það séu aðrir þættir, sem gegna mikilvægara hlutverki i þessu sambandi, — þ.e. hversu auðvelt er að ná i efnið. Hann sannar þetta tölfræðilega og skýrt í grein, sem hann nefnir: „Hvaða ályktanir má draga af fikniefnanotkun lækna?”. Þar kemur fram, að um það bil einn hundraðshluti læknastéttarinnar i Bandarikjunum er háður fíkni- efnum, — þ.e.a.s. 30—100 sinnum fleiri eiturefnasjúklingar eru meðal þeirra en nokkurrar ann- arrar þjóðfélagsstéttar þar vestra. Af þessu m.a. dregur hann eft- irfarandi ályktanir: „Menntun og þekking virðist vera veik vörn, ef auðvelt er að afla efnanna. Jafnvel læknis- menntun veitir þannig enga vernd gegn fikniefnaneyzlu”. Samanburður, sem Bejerot læknir gerir á lögum margra landa, um fikniefnamál, leiðir afar skýrt í ljós, að verst er ástandið, þar sem löggjöfin er frjálsust. Minnst er um skaðiegar afleiðingar fikniefn- anna, þar sem löggjöf er ströng og dreifingarhömlum beitt. Eimskipafélagið selur Ljósafoss ÞÓ-Reýkjavik Stjórn Kimskipafélags islands liefur ákveðið að selja eitt af skiputn félagsins. Er það frysti- skipið Ljósafoss, sem verður selt, fer skipið til Frakklands, og verður það afhent hinum nýju eigenduni i Hamborg fyrir lok þessa mánaðar. Eimskipafélagið keypti Ljósafoss i október 1969 frá Hol- landi. Skipið er 1831 brúttólest að stærð og lestarrými skipsins er 75 þúsund rúmfet og tekur það um 1400 tonn af frystum fiski i lestar. Óttar Möller, forstjóri Eim- skipafélags islands sagði á fundi með blaðamönnum fyrir helgina, að ástæðan fyrir sölu Ljósafoss væri m.a sú, að nú væri minnkandi þörf fyrir frystiskip og einnig hefði Eimskipafélagið fengið tiltölulega hagstætt tilboð i skipið. Kaupverð skipsins var á sinum tima 46.2 milljónir isl króna en söluverð þess nú er 51,7 milljónir. Um þessar mundir á Eimskipa- félagið 16 skip, auk þess sem það sér um rekstur öskju, en verða 15, þegar Ljósafoss kveður, en ekki er gert ráð fyrir að nýtt skip komi i stað Ljósafoss i bráð. Starfsstúlknafelagið Sókn Námskeið Starfstúlknafélagsins Sóknar hefst miðvikudaginn 8. nóv. — Þátttakendur koma saman einu sinni i viku, á miðvikudögum, 5 sinnum alls, i siðasta sinn miðvikudaginn 6. desember. Námskeiðið fer fram i húsi Hins islenzka prentarafélags að Hverfisgötu 21, efri hæð, og hefjast kl. 20.30 hvert kvöld. A námskeiðunum verða fluttir fyrirlestrar, síðar umræður um efni þeirra og svara fyrirlesararnir fyrir- spurnum. Fjallað verður um eftirfarandi efni: 8. nóvember 15. nóvember 22. nóvember: 29. nóvember: 6; desember: lllulverk og skyldur trúnaðannanna á vinnustöðum: Guðjón Jónsson, járnsmiður Kjarasamningarnir og túlkun þeirra: Þórir Danielsson, framkv.stj. Verkamannasamb. Islands. Vinnulöggjöfin: Nánar augi. siðar. Stéttabaráttan og grundvöllur hennar: Brynjólfur Bjarnason, fyrrv. ráðherra. Staða verkakonunnar i þjóöfélaginu: Nána augl. siðar. Reykjavik, nóvember 1972 Starfsstúlknafélagið Sókn. (SUNNU í London travel A m IfflQ/ Flogið beint alla sunnudaga. Verðfrá 14.900,-. Dvöl á Hotel Kennedy, sem er 1. flokks hótel, öll herbergin með einkabaði og sjónvarpi. Verð 16.900,-. Kynnið yður hinar fjölbreyttu kynnis- og leikhúsferðir. Útvegum 10% afslátt í ýmsum góðum verzlunum og meðlimakort _ - á skemmtistaði. FIRflASKRIíSTOfflN SIINNA 8ANKASTRKTI7 SIMAR1B40R1207R

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.