Tíminn - 16.11.1972, Qupperneq 8

Tíminn - 16.11.1972, Qupperneq 8
8 TÍMINN Fimmtudagur i(i. nóvember 1972 SAMKEPPNI ÞARF EKKI AÐ BIRTAST í ÓVILD — spjallað við Jóhannes kaupmann á Rifi Á Snæfellsnesi utanverðu, milli Ólafsvikur og Sands, er Rif. Sú var tiðin, að naln þess staðar lét mörgum manni kunnuglega i eyrum, þótt ekki hafi farið af honum eins miklar sögur á siðustu timum og stundum áður. Fyrir um það bil einum ára- tug gerðist sá atburður i sögu Itifs, að Suöur-bingeyingar einn kom þangað, setti fljótlega á stofn verzlun og hefur verið þar kaupmaður siðan. Honum var gerð fyrirsát, þegar hann i mesta sakleysi var i kaup- staðarferð hér á dögunum, og árangurinn er samtal það, sem hér fer á eftir. — Hvernig var, Jóhannes, um- horfs i Rifi, þegar þú komst þar fyrir tiu árum eða svo? Áður cn ég fer að svara þvi, vil ég láta þess getið, að það var ekki til þess á láta skrifa um mig grein, heldur til þess að hitta æskuvin minn og félaga Andrðs Kristjánsson, sem ég leit inn á ritstjórnarskrifstofu Timans, ég er bara i ósköp venjulegri innkaupaferð hér i bænum. Mér fannstekki koma til mála að neita Andrési um þá bón, að við mig yrði spjallað, en ég lek fram, að ég taia hér aðeins sem einn af ibúum minnar heima- byggðar, en ekki sem neinn forystumaður. Vissulega er Rif þess mak- legt, að það á það sé minnzt opinberlega . Har er alltaf nokkuð um að vera, og reyndar hafa menn þarsin vandamál við að glima, ekki siður en annars staðar. — Hver eru þau vandamál helzt? — Hað, sem núna er langmestur vandj, er vöntun á l'ólki i alla al- menna vinnu. Hvað er margt manna þar núna? — t>að er rétt um sex hundruð- i Neshr. utan Knnis. t>að er sem sagt Hellissandur, Rif og Gufuskálar. En eins og ég sagði: t>að vantar fólk i alla vinnu, bæði á sjó og landi.ogég er sannfærður um, að fisk- verkunarstöðvar staðarins verða meira eða minna lamaðar á næstu vertið vegna fólks- leysis. — En er þá húsnæði fyrir margt aðkomufólk? — barna nefndir þú eimnitt það vandamálið, sem liklega er stærst allra þeirra, sem við eigum nú við að kljást. Þótt okkur tækist að útvega fólk, — sem sjálfsagt verður nógu erfitt — þá höfum við ekki upp á neitt húsnæði að bjóða. Húsnæðis- málin eru þvi okkar næsta og stærsta verkefni — mál, sem alveg bráðnauðsynlegt er að leysa hið allra fyrsta. En við eigum svo fáum bygginga- mönnum á að skipa, og þó enn færri verkamönnum, að þetta horfir nærri til vandræða. Nú er að visu búið að grafa fyrir hóteli og verbúðabyggingu i Rifi. Ef þær byggingar verða einhvern tima fullbúnar ( og eitt sinn hlýtur að koma að þvi), þá leysa þær að sjálfsögðu mikinn vanda. — Það er auðvitað barnaskóli hjá ykkur? — Ekki i Rifi. Skólinn er á Hellissandi og börnunum er ekið þangað kvölds og morgna, bæði frá Rifi og Gufuskálum. — Hvernig er félagslifið hjá ykkur? — Þótt kvartað sé um fólks- leysi, þá erum við þó nógu mörg tii þess að skemmta okkur saman. Það eru haldnir dans- leikir og sitthvað fleira gert sér til skemrptunar. Ég nefndi áöur Lionsklúbbinn. Hann starfar mikið og hefur látið menningar- mál til sin taka. Við höfum unnið að landgræðslu ásamt ungmennafélagi hreppsins. Það er mikil ánægja að aka með- fram svæði, sem fyrir fáum árum var örfoka melar, og sjá þar nú allt grasi vafið. Enn fremur höfum við beitt okkur fyrir bættri umgengni og snyrti- mennsku. Það starf hefur borið góðan ávöxt. En nú ert þú fyrst og fremst kaupmaðurinn á staðnum. Hvernig gengur það? — Það er nú satt að segja ærið starf fyrir mann, sem kominn er á minn aldur, og kannski verður það bráðum of erfitt fyrir mig. En það er ákaflega ánægjulegt, vegna þess hve fólkið er gott. Það er engum nein vorkunn að lána, þegar viðskiptavinirnir eru áreiðanlegir! Þegar Kaupfélag Rorgfirðinga setti upp útibú á Sandi fyrir fáum árum, tókst strax svo góð samvinna á milli þess og min^að við höfum hjálpað hvort öðru og jafnvel lánað hvort öðru vörur, þegar svo hefur borið undir. Samkeppni getur verið nauð- synleg, en hún þarf alls ekki að birtast i þvi, að menn reyni við hvert tapkifæri að troða skóinn hvor ofan af öðrum. Ég get ekki að þvi gert, að mér detta stundum i hug æsku- dagar minir norður á Tjörnesi og sögurnar, sem ég heyrði um baráttu kaupfélagsins á Húsa- vik og kaupmanna þar á staðnum. Mig grunar, að þar annar andi svifið yfir vötnunúm en hjá okkur á Snæfellsnesinu. Við höldum þvi fram að báð ir eigi t iilverurétt, ogað það sé báðum fyrir beztu að sam- skiptin séu vinsamleg, en ekki hið gagnstæða. — Nú er náttúrufegurð orðlögð á þinum æskustöðvum og sveitunum þar i kring. Saknarðu ekki þeirra hluta, þegar þú ert kominn vestur á Snæfellsnes? — Nei, það er nú öðru nær. Það vantar að visu ekki náttúru- fegurð i Suður-Þingeyjarsýslu, en það er lika nóg af henni undir Jökli. Á Snæfellsnesi eru margir undrafagrir staðir (sumir eru viðfrægir af almanökum). i Rifi er fjalla- hringurinn sérlega fallegur, enda hef ég alltaf kunnað þar vel við mig.‘ — Þú hyggur þá ekki á neina búferlaflutninga? — Nei. Ég held að ég sliti þar þessu, sem eftir er af skónum. -V.S. Höfnin i Rifi, Snæfellsjökull i baksýn. — Er þetta ekki þungur baggi i lamennu héraði? — Það er nú þegar búið að safna heima fyrir nokkrum milljónum i hlutafjárloforðum og hluta- lélagið sjálft verður stofnað innan skamms, eftir þvi, sem ég veit bezt. Það eru heimamenn sem að þvi hafa unnið að hrinda þessu af stað, og þeir munu hafa i'engið mjög góðar undir- tektir annars staðar, meðal annars hjá ferðamálaaðilum. Annað verk vil ég nefna, sem unnið hefur verið að, mest re'yndar fyrir gjafafé frá nokkrum fiskskaupmönnum, og svo vegna vinnu okkar, Lions- félaga, en klúbbur okkar hefur starfað af talsverðum þrótti. Við erum að byggja upp gamalt hús, þar sem ætlunin er að hafa dagheimili fyrir börn. Býst ég við að það verði opnað i næsta mánuði. Þótt þetta verði varla talin nein stirframkvæmd, þá er hún þó til mikilla bóta. Aðal- vinnukraftur fiskvinnslustöðv- anna eru húsmæður, og það er þvi mikils vert, ef hægt er að létta svo undir með þeim, að þær geti gengið að störfum, án þess að þurl'a að hafa áhyggjur al' börnum sinum. Sumar þeirra vinna úti allan ársins hring, jaínvel þótt þær eigi mörg börn. — Er einhver sveit, þarna i kringum Rif? — Nei, Þar eru ekki neinir sveitabaör, heldur byggist allt á sjónum. — En eru þá liskimiðin svo örugg, að á þeim einum sé hægt að reisa framlið heils þorps? — Auðvitað veit ég ekki, hvað framtiðin ber i skauti sinu, hvað sjávaral'la hér við land snertir. Jöhanncs Jóhannesson. En þarna hafa um langan aldur verið einhver auðugustu fiski- mið, sem til eru i kringum Is- land. Breiðafjörðurinn hefur, svo langt sem sögur ná, verið ein mesta gullkista þessa lands. Þar var alltaf hægt að seðja hungur sitt, jafnvel á mestu hörmungarárum sem yfir þjóð okkar hafa gengið. Við megum ekki vera svo svartsýn að halda, að þetta mikla forðabúr, eigi eftir að eyðast, sizt þar sem nú er loksins byrjað að spyrna við fótum og farið að reyna að vernda fiskimiðin við landið — þótt seint sé. Ég fyrir mitt leyti er jafnbjartsýnn nú og ég var, þegar ég kom að Rifi fyrir einum tug ára. — Hvernig er samgöngum háttað hjá ykkur? — Mér finnst ekki annað hægt að segja, en að þær séu nokkuð góðar, eftir þvi, sem um er að ræða i dreifibýlinu. Við, sem búum úti á landi og eigum bila, þurfum auðvitað ekki annað en að koma til Reykjavikur til þess að sjá, hvað verður um vega- skattinn okkar. Þvi er ekki að leyna að þetta er sárt fyrir þá, sem verða að búa við hálfófæra vegi nærri allt árið. Nú hjá okkur er þetta bannig. að vegum er haldið opnum að vetrinumog aukþess eru dálitlar flugsamgöngur. Það er verið að byggja nýjan flugvöll skammt fyrir ofan Rif, alveg mitt a milli Ólafsvikur og Hellissands. — Er ekki dálitið snjóþungt? — Nei. Það merkilega er, svo nálægt Snæfellsjökli sem við erum. Ég hef hvergi átt heima, þar sem verið hefur jafn snjó- létt. Það getur verið mikill snjór, þegar kemur inn fyrir Ólafsvik, og eins i hina áttina, fyrir utan Breiðuvik, en undir sjálfum jökiinum er langsnjó- léttast. Það verður næstum aldrei ófært bilum á milli Sands og Rifs. Hið eina, sem hamlað gæti ílugferðum, eru stórviðri. Það eru oft býsna þung veður, þarna undir jöklinum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.