Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.11.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 267. tölublað — Þriðjudagur21. nóvember—56. árgangur kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Alþýðusamhandsþing sett í gær Hálft 4. hundrað fulltrúa Krá þingsetningunni i gær. Timamynd: Gunnar. Siglufjörður: 32 millj. á 4 dögum JÞ—Siglufirði Á fjórum dögum hefur verið skipað hér út afurðum fyrir þrjátiu og tvær milljónir króna. Dettifoss tók hér frosinn fisk, sem fer til Ameriku fyrir sextán mill- jónir, og litlu siðar tók annað skip gaffalbita, sem Sovét- menn kaupa, fyrir viðlika fjárhæð. Af bessu má ráða, að Sigl- firðingar leggja enn nokkuð i þjóðarbúið, þótt tilviljun væri að visu, svo að verðmæti var sent héðan samtimis i tvær áttir. Á 2. hundrað hrossa bjargað úr svelti — Frásögn Jóns í Neðra-Ási af för inn í Kolbeinsdal — Það er ekkert nýnæmi, þó að hér geri bylgusu á haustin, en svona fciknafannfergi eigum við ekki að venjast um þetta leyti, sagði Jón Garðarsson i Neðra- Ási í Hjaltadal við Timann i gær. Snjórinn er vist mestur hér miðsvæðis, i Hjaltadal og Kol- beinsdal, en eigi að siður eru allir vegir i héraðinu ófærir, að ég held — mjólkurflutningar liggja niðri og engin kennsla i barnaskólum, þar sem börnum er að jafnaði ckið fram og tii baka kvölds og morgna. Það verður ekki komizt spottakorn frá bæ, nema á skiðum, cn á skiði höfum við litið stigið siðustu misseri. Bændur á Kolkuósi, Sleitu- bjarnarstöðum og i Smiðsgerði áttu 123 hross inni i Kolbeinsdal, og urðu þau þar innilyksa, þegar snjó tók skyndilega að hlaða niður. Snjórinn var orðinn á annan metra á dýpt nú um helgina, svona um 120 senti- Framhald á bls. 19 Krl—Reykjavik. i gær var Alþýðusainbandsþing sctt að llólcl Siigu. Björn Jónsson, l'orseti ASÍ sctli þingið og bauð mcnii vclkomna, einkum hina er lcndu gcsti, scm eru Jan Svening- scn rramkvæmdastjóri Norræna Vcrkalýðssambandsins, cn ts- lcndingar gcrðust aðilar að þvi nii i haust, og Grysenkov, sem er fulltrúi Alþýðusambands Sovét- rikjanna. I»á mun Ole Jakobsen l'rá Sjómannafélagi Kæreyja cinnig vcrða gcstur þingsins. Björn Jónsson gat þess i setningarræðu sinni, að hann stæði hér i sporum Hannibals Valdemarssonar, en hann var kjörinn forseti sambandsins á siðasta þingi, en lét af þvi starfi er hann tók við embætti félags- málaráðherra, i júli i fyrra. Hann situr þingið sem gestur, og flutti þar ræðu, þar sem hann þakkað samstarfið i fjóra áratugi, og til- kynnti um vilyrði fyrir auknu landrými við orlofsheimili ASl i . ölfusborgum. t ræðu sinni gat Björn þess, að þó að ýmsum þætti útlitið i efna- hagsmálum iskyggilegt nú, þá hefði það þó verið enn svartara á siðasta þingi, en þá voru tvær gengisfellingar viðreisnarstjórn- arinnar rétt um garð gengnar og atvinnuleysi rikti. Launakjör hefðu farið mjög batnandi siðan, og með siðustu kjarasamningum hefði ef til vill náðst mesti árang- urinn i allri sögu sambandsins, að minnsta kosti ef miðað væri við, að óvenju litlu hefði þurft til að kosta, og atvinnuleysi væru nú ekkert, eða það litla, sem um væri að ræða, væri mjög stað- og tima- bundið. Mesta hættan, sem nú vol'ði yfir, sagði Björn að væri sú kreppa, sem útflutningsatvinnu- vegirnir virtust nú eiga i og hinn mikli halli á utanrikisviðskiptum siðustu ára sem ekki virtist ætla að minnka á þessu ári. Starfið á næstunni beindist að þvi að Kramhald á bls. 19 Fólk mokað út úr húsum og staðir merktir flöggum — jbar sem bílar Norðfirðinga eru á kafi í sköflum Bruninn í Selfjalli - sjá bls. 4 Gifurleg fannkoma hefur verið á Austfjörðum siðan á laugar- dagskvöld, og eru þar allar leiðir ófærar, jafnt götur kauptúnanna sem þjóðvegir, og mun við það sitja, þar til rutt verður. Mun langt siðan svo mikinn snjó hefur sett niður jafnsnemma hausts. Blaðamaður frá Timanum, Þorleifur Olafsson, simaði til dæmis þær fréttir úr Neskaupstað i gær, að það væri hið mesta fann- fergi i bænum. Þar var norð- austanvindur, sex til átta vindstig, og hefur snjóinn skafið úr fjallinu niður i bæinn. Þar voru allar götur ófærar, nema sú neðsta, er rudd var eftir helgina, svo að fiskvinna stöðvaðist ekki. Viða skefldi svo upp að húsum, að moka varð fólk út úr þeim, og bilar festust viðs vegar um bæinn á sunnudagsnóttina. Munu þeir verða til mikils trafala, þegar byrjað verður-að ryðja göturnar. Er snjólagið ofan á þeim sums staðar orðið eins til tveggja metra þykkt, og hafa eigendur gripið til þess ráðs að merkja staðina með stöngum og flöggum, svo að þeir verði siður fyrir hnjaski og skemmdum, þegar göturnar verða ruddar. JAFNFALLIN SNJÓR A SKYDISKIRDI Fréttaritari Timans á Seyðis- firði, Ingimundur Hjálmarsson, sagði, að snjóað hefði sérstaklega mikið i logni i fyrrinótt, og var jafnfallinn snjór i bænum, er fólk kom á fætur. Var þegar hafizt handa um að ryðja götur, og er þar akfært um allan bæ, en bilar þó viða á kafi, þar sem þeim hafði verið lagt. Það óhapp varð, er verið var að ýta snjó af götunum, að ýtutönn braut vatnshana, og varð af þeim sökum vatnslaust i einum bæjar- hlutanum um tima i gær. SAMGÖNGUR LAGU NIÐRI A IIKRADI Á Fljótsdalshé'raði er einnig mikill snjór. Þar var fannkoma allan sunnudaginn, en virtist vera að létta til, er leið á daginn i gær. Þar voru allir vegir ófærir, nema hvað tveir bilar með drif á öllum hiólum brutust til Reyðarfjarðar til þess að sækja mjólk. A Fagradal sjálfum var ekki ýkja- mikil fönn, en hafði mjög kæft i Egilsstaðaskóg. Það var fyrst siðari hluta dags i gær, að farið var að koma með mjólk af næstu bæjum i mjólkur- samlagið á Egilsstöðum. —JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.