Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 26. nóvember 1972 Hcimsins í'egursta prinsessa. Caroline prinsessa af Monakóer sögð fegursta prinsessa, sem nú er uppi. Sumir segja, að kannski sé ekki úr háum söðli að detta i þeim efnum, en það er nú einu sinni svo.að prinsessur eiga að vera fallegar. Hvað um það, af myndum að dæma er stúlkan snotur. t>ótt hún sé ekki nema 15 ára gömul er farið að pískra um hvaða mannsefni hún velur sér, eða öilu heldur foreldrar hennar, Grace og Rainerfurstiaf Monakó. Þar sem ekki liggur ljóst fyrir hvert mannsefnið er, er sjálfsagt að tilnefna einhvern ogsegja slúðurdálkar á borð við Spegilinn.að hún standi i stöðugum bréfaskrifum við Mark Spitz, en ekki er upplýst hvað fer á milli þeirra i bréfunum . (iítarlaus bitill Illa er komið fyrir bitlinum Paul McCartney. Gitarnum hans var stolið fyrir nokkru og er hann sem handarlaus maður siðan. Hann hefur aðvisuefniá að kaupa sér nýjan gitar, en það dugir ekki til. Gitar bitilsins var sérstaklega smiðaður fyrir hann, en McCartney er örv- hentur. (iitte trúlofuð i fjórða sinn. Gitte Hænning hefur komið nokkuð við sögu i skemmtanalifi á fslándi.Fyrst kom hún hingað barn að aldri, en var þá þegar orðin fræg i heimalandi sinu, Danmörku, fyrir söng. Hér hélt hún söngskemmtanir og gerði lukku. Siðar kom hún til íslands til að leika i kvikmyndinni Rauðu skikkjunni, og þá var hún orðin stór, og fór það ekki fram hjá neinum þeirra, sem sáu myndina. Gitte trúlofaðist nýlega ungum laganema, sem einnig er að læra flug, og er hún hér á myndinni með honum uppi á flugvélarvæng. Gitte segir, að hún hafi ekki tölu á öllum þeim trúlofunum, sem hún hafi verið bendluð við i blöðunum, en hún hafi aðeins verið trúlofuð þrisvar i alvöru, og sé siðasta alvörutrúlofunin tekin alvar- lega.er Peter W. Holm fjórði væntanlegi eiginmaður hennar. . - -*v Lúxus Ekki fæst allt fyrir peninga.er viðkvæðið hjá þvi fólki, sem ekki hefur efni á að veita sér neitt af þvi, sem það þráir, vegna fjárskorts. En konan á myndinni hefur sannarlega ástæðu til að brosa, eða svo myndu flestar kynsystur hennar álita. Sú ljóshærða er dönsk og heitir Greta Lyngbye. Hún á sumardvalarhús i Rörvig og fbúð i Genf og er á ferð og flugi um allan heim, baðar sig i sólinni i St. Tropez, fer i leikhús i London og New York, kaupir föt I Paris og dvelur að minnsta kosti einn mánuð á hverju ári i Kaliforniu. I milli skreppur hún til Hawai til að slappa af. Gagnmerk heimild Spegilsins getur ekki um, hvaðan konan hefur peninga til að lifa þessu lifi, eða hvað hún gerir milli þess, að hún ferðast milli s.tór- borga og sólbaðsstaða. — Það er hægt að segja inargt um óskar, en hann heldur þó áhugamálum sinum innan veggja heimilisins. Skotinn ætlaði að spara, hringdi til læknisins og spurði hvað hann ætti að gera við snúnum ökla. Læknirinn sem lika var Skoti, svaraði: — Ganga haltur... Nei, Wilson hefur ekki hringt, en hversvegna spyrðu? Engar fréttir eru góðar fréttir. DENNI DÆMALAUSI |g)O?2,Pjg»ó»ggSHiU.SViJ0ia7é.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.