Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 9
Sumuidagur 2<í. nóvember 11)72
TÍMINN
9
tltgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-g:
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,::;:
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns)£■
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislasoni. Ritstjórnarskrif-|:;:;
stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, sfmar 18300-18306;;;;;
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — ‘au'glýs-j;!;;
ingasími 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald;:!:
225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-í;;!;
takið. Blaðaprent h.f.
ASÍ og efnahagsvandinn
í ályktun þeirri um kjara- og atvinnumál,
sem 32. þing Alþýðusambands íslands gerði,
kemur vel fram, að verkalýðshreyfingin gerir
sér vel ljósa þá erfiðleika, sem nú er við að
striða i efnahagsmálum þjóðarinnar. 1
ályktuninni er orsökum þessa vanda lýst i 7 lið-
um:
1. Verðlagshækkanir útflutningsins hafa orðið
miklu minni á þessu ári en undanfarin ár, og
verulega minni en á næstliðnum tveimur ár-
um.
2. Aflabrögð hafa reynzt lakari en áður, og
heildarverðmæti útflutningsframleiðslunnar
hefur af þeim sökum lækkað, þrátt fyrir
aukna sókn og stóraukinn tilkostnað innan-
lands.
3. Viðskiptakjör þjóðarinnar hafa farið versn-
andi m.a. vegna óhagstæðra breytinga á
Evrópugjaldmiðli.
4. Aukning þjóðartekna hefur reynzt minni en
ráð var fyrir gert.
5. Eftirspurn hefur vaxið meira en svarar til
aukningar gjaldeyrisöflunar og þjóðartekna,
og hefur þetta leitt af sér sihrakandi við-
skiptajöfnuð og vaxandi verðbólgu.
6. Framangreindar ástæður hafa svo m.a. leitt
til þess, að ýmsar greinar útflutningsat-
vinnuveganna eru reknar með verulegum
halla, svo að sérstakar ráðstafanir þeim tii
styrktar virðast óumflýjanlegar.
7. Loks benda allar likur til, að ástand fisk-
stofna við landið sé nú slikt, að aukin sókn, svo
sem vænta mætti með mikilli ráðgerðri og þeg-
ar ákveðinni aukningu togaraflotans, muni
tæpast á næstunni færa þjóðinni nokkra veru-
lega aukningu heildaraflamagns, sem að landi
er dregið.
í bráð er kjarni þess vanda, sem nú er staðið
frammi fyrir, sá, að skapa útflutningsatvinnu-
vegunum viðunandi rekstrarskilyrði með
þvi að bæta tekjuhlutfall þeirra miðað við inn-
lent kostnaðarverðlag,en til lengri tima að
skapa á ný jafnvægi i utanrikisviðskiptum,
sem jafnasta aukningu þjóðartekna með skipu-
legri uppbyggingu atvinnuveganna og þá sér-
staklega iðnaðargreina, sem mætt geti aukn-
ingu vinnuaflsins til frambúðar.
ASí-þingið taldi það meginverkefni verka-
lýðshreyfingarinnar að vernda þann árangur,
sem náðst hefði i kjaramálum, en til þess að
hagur launþega gæti batnað i framtiðinni,yrði
að nást jafnvægi i efnahagsmálunum og að
tryggð yrði sem jöfnust aukning þjóðartekna
og i kjölfar þess árvissar kjarabætur vinnu-
stéttanna.
Undir lok þingsins var ákveðið að kalla sam-
an sérstaka ráðstefnu þegar rikisstjórnin legg-
ur fram tillögur sinar um aðgerðir i efnahags-
málum á næstunni. Verður þeirri ráðstefnu fal-
ið að móta stefnu samtakanna og afstöðu i
samræmi við ályktanir þingsins, er varða
kjara-, efnahags- og skattamál.
Þessi ráðstefna mun, þegar hún kemur sam-
an, vafalaust mótast mest af niðurlagsorðum
ályktunar ASí-þings um kjaramálin, þar sem
segir, að sérstaklega beri að leggja áherzlu á
stefnu aukins launajafnaðar meðan yfirunninn
verði sá efnahagsvandi, sem nú er við að etja.
— TK.
Forustugrein úr The Times:
Munurinn á vinnubrögðum
Wiisons og Willy Brandts
Brandt hefur náð fylgi hinna hófsamari kjósenda
ÚRSLIT kosninganna i
Vestur-Þýzkalandi eru lær-
dómsrik, ekki hvað sizt fyrir
brezka Verkamannaflokkinn.
Undangengin tvö ár hafa
vestur-þýzki Jafnaðarmanna-
flokkurinn og brezki Verka-
mannaflokkurinn fjarlægzt
hröðum skrefum.
Vestur-þýzki Jafnaðar-
mannaflokkurinn hefur eflt
sterkan leiðtoga með hóf-
samar skoðanir.og við bak
hans styðja margir áhrifa-
miklir en hófsamir samstarfs-
menn, eins og Schmith til
dæmis. Þeir hafa aflað sér
fylgis æ viðar að og haft góða
samvinnu við Frjálslynda
flokkinn i Vestur-Þýzkalandi.
Þessir flokkar hafa einnig
verið virkir i stuðningi sinum
við Efnahagsbandalag
Evrópu, en barizt samtimis
fyrir bættri og vinsamlegri
sambúð við Austurveldin og
það með góðum árangri. Af
þessu hefir leitt, að framsækin
samvinna þeirra hefur áunnið
sér traust stækkandi meiri-
hluta vestur-þýzkra kjósenda.
VERKAMANNAFLOKK-
URINN brezki hefir verið
hlynntur stefnu Brandts i
samskiptunum við Austur-
veldin, en yfirleitt hefir
flokkurinn þokazt til vinstri.
Hann hefir horfið frá fyrri
stefnu sinni um stuðning við
einingu Evrópu. Hann hefir
hrundið frá sér hinum hóf-
sömu kjósendum, sem standa
næst meðalveginum i stjórn-
málunum.
Flokksforustan er veik og
einbeitir sér hvað eftir annað
að þvi að sælta sundurleita
skoðanahópa innan flokksins
sjálfs. Flokkurinn var fyrr
meir i forustu meðal jafnaðar-
mannaflokka i Evrópu, en nú
er svo komið, að flestir
skoðanabræður i nálægum
löndum aumkva flokkinn.
VERKAMANNAFLOKK-
URINN brezki hefir alla tið átt
þess kost að fylgja stefnu, sem
er mjög áþekk stefnu Brandts
kanslara. Þetta er stefna Roy
Jenkins og hinna hófsömu
skoðanabræðra hans.
í innanlandsmálum er þetta
stefna elnahagslegra og fé-
VVilson
URSLIT kosninganna i
Vestur-Þýzkalandi staðfesta
það, sem úrslit bandarisku
forsetakosninganna þóttu
leiða i Ijós. Visasta leiðin til að
láta mikinn meirihluta kjós-
enda hafna vinstri flokki er að
fá honum foringja, fremur
hlynntan þjóðnýtingu, etja
fram öllum þeim, sem aðhyll-
ast undarlegar hugmyndir,
beita litilli hugsun, en þess
stærriorðum og blanda siðan i
stefnuna nokkrum einangr-
unarkeim að minnsta kosti.
Eigi hins vegar að efla styrk
vinstri flokks og afla honum
valda, ber að velja honum
traustan og hófsaman leið-
toga, sem hefir bæði til að
bera hugrekki og þrautseigju,
miða stefnuna i utanrikismál-
um við alþjóðlega samvinnu,
en stefnu i innanlandsmálum
við gróandi efnahagslif og
skynsamlegar og gagnlegar
umbætur. Þessar forskriftir
eru nálega óbrigðular. Gallinn
er fyrst og fremst sá hér i
Bretlandi, að Verkamanna-
flokkurinn hefir valið sér þá
margreyndu forskrift, sem
gerir kjósendurna fráhverfa.
VVilly Brandt
lagslegra framfara, sem þó er
markaður bás með viðurkenn-
ingu raunhæfra markmiða,
eins og frú Williams hefir lagt
mikla áherzlu á. I utanrikis-
málum er um að ræða fylgi við
einingu Evrópu, i beinum
tengslum við félagslegar hug-
myndir jafnaðarmannaflokka
i nálægum löndum.
t STJÓRNMALUM táknar
þetta fylgisöflun meðal hinna
hófsamari kjósenda næst
miðjunni flokkslega séð, án
beinna samninga við Frjáls-
lynda flokkinn, en i samúð
með og fullum skilningi á
hinni sögulegu afstöðu Frjáls-
lynda flokksins yfirleitt.
Þessir hófsamari leiðtogar
reyna ekki að hrekja frá sér
þá kjósendur, sem aðhyllast
hófsamar skoðanir, en liklegir
eru til að kjósa Verkamanna-
flokkinn. Þeir reyna hins veg-
ar að afla sér fylgis sem viðast
að, eins og Brandt kanslari, en
vinna ekki markvisst að þvi að
þrengja fylgissviðið.
Þeir, sem eru þessari stefnu
hlynnlir, eru oft sakaðir um
svik við Verkamannaflokkinn,
cf þeir eru i honum, en for-
dæmdir sem óvinir hans, ef
þeir eru ekki flokksbundnir.
HINN mikli munur aðstöð-
unnar i Þýzkalandi og Bret-
landi sýnir betur en flest
annað, hverjir hafa komið
fram sem raunverulegir
óvinir Verkamannaflokksins i
brezkum stjórnmálum.
Brandt hefir aflað sér mikils
st jórnmálastyrks, sem gæti
sem bezt gerl hann jafn óvinn- -
andi og Adenauer reyndist á
sinni tið. Brezki Verkamanna-
flokkurinn biður hins vegar og
vonar, að rikissljórn thalds-
flokksins falli á eigin bragði,
en ekki er sérlega liklegt, að
sú von rætist.
Ef Verkamannaflokkurinn
hefði staðið að stjórnmálunum
eins og jafnaðarmannaflokki
ber að gera, væri hann ef til
vi 11 jafnöflugur orðinn og
þýzki Jafnaðarmannaflokkur-
inn. Engin nauðsyn var að
tapa i siðustu kosningum og
enn siður ástæða til að fylgja
ósigrinum eftir með þvi að
hafa endaskipli á stefnu rikis-
stjórnar Verkamannaflokks-
ins til þess að friða hina óbil-
gjörnu og óstýrilátu hópa her-
skárra vinstri manna.