Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 15
Sunnudagur 26. nóvember 1972 TÍMINN 15 Sunnudagur 26. nóvember. 1972 17.00 Endurtekiö efni Vopnaður friður, þýzk fræðslumynd um varnar- og árásarkerfi stórveldanna i austri og vestri. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. Áður á dagskrá 25. óktóber sl. 18.00 Stundin okkar Glámur og Skrámur ræðast við. Sagt er frá hröfnum og öðrum fuglum. Kór barnamúsik- skólans syngur. Sýnjtí verður mynd um Liifu Langsokk og félaga hennar. Umsjónarmenn Ragnheiður Gestsdóttir og Björn Þór Sigurbjörnsson. 18.50 Enska knattspyrnan 19.40 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Krossgátan Spurninga- þáttur með þátttöku þeirra, sem heima sitja. Kynnir Róbert Arnfinnsson. Umsjón Andrés Indriðason. 21.05 „Tafl em ek ör at cfla” Kvikmynd frá upplýsinga- þjónustu Bandarikjanna, þar sem rakin er i stórum dráttum 5000 ára saga skáklistarinnar. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 21.30 Alþjóðleg dægurlaga- keppni 1972 Upptaka frá keppni, sem háð var i Luxemborg i siðasta- mánuði, en þar reyndu listamenn fjölmargra þjóða með sér i flutningi dægur- laga. Dómnefndin er skipuð fulltrúum 12 þjóða og forseti hennar er M. Chevry. (Evróvision — Sjónvaripið i Luxemborg) Þýðandi Höskuldur Þráinsson. 23.10 Að kvöldi dags Sr. Árni Pálsson flytur hugvekju. 23.20 Dagskrárlok. Mánudagur 27. nóvember 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Bókakynning Eirikur Hreinn Finnbogason, borgarbókavörður, getur nokkurra nýútkominna bóka. 20.40 Mannheimur i mótun Franskur fræðslu- myndaflokkur. Ben-Gúrion i borg Daviðs.í þessari mynd er litazt um i Jerúsalem og rætt við Davið Ben-Gúrió; sem var einn helzti leiðtogi Israelsmanna á fyrstu árum hins nýja rikis. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.05 Aumingja Edie.Sjón- varpsleikrit úr flokki gamanleikja eftir Ray Galton og Alan Simpson. Aðalhlutverk Milo O’Shea og Gwendolyn Watts. Þýðandi Óskar Ingimars- son. Aðalpersóna leiksins er Alec Henthill, óforbetran- legur letihaugur, sem geriri sér upp veikindi, og leitar stöðugt til nýrra lækna til að fá staðfestingu á heilsuleysi sinu. En þrátt fyrir bág- borið heilsufar Alecs tekur kona hans að þykkna undir belti, og hann er skelfingu lostinn, þvi hvað er hægt að taka til bragðs, þegar fyrir- vinna heimilisins er ófrisk? 21.30 Nótt og dagur Svipmynd frá aldarmorgni. Höfundur Paal-Helge Haugen. Stjórn- andi Eva Ch. Nilsen. Þátt- takendur Kjell Stormoen, Bjarne Andersen, Alf Malland og Hege Rohde. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir, Þáttur þessi lýsir kjörum og hugarheimi alþýðufólks i afskekktri byggð i Noregi (Nordvision- Norska sjónvarpið). 22.30 Dagskrárlok. (ililiilN Stvhkársson HMSTAKtTTAMLÖGUADUM AUSTUMSTMÆTI M Slltl IMSU iwummmwmw m m Raforkufyrirtækin verði sameinuð í stærri einingum Niðurstöður ráðstefnu Sambands íslenzkra rafveitna kynntar — Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga gerir niðurstöður SIR að sínum tillögum Hinn 12.-13. október s.l. efndi Samband islenzkra rafveitna til ráðstefnu i Reykjavik um skipu- lag raforkumála. Ráðstefnan var haldin i samvinnu við Samband islenzkra sveitarfélaga, en af þeirra hálfu sóttu ráðstefnuna fulltrúar frá stjórn samtakanna og frá landshlutasamtökum sveitarfélaga. Gestir á ráðstefn- unni voru fulltrúar frá iðnaðar- ráðuneytinu og þingflokkunum. ; Skráðir þátttakendur voru 78. Að loknum erindaflutningi fóru fram umræður i 5 umræðuhópum. I lok fundarins var svo samþykkt að fela umræðustjórum hópanna að vinna að samræmingu á nið- urstöðum þeirra i sameiginlegt álit, sem siðan skyldi sent stjórn- um SIR og Sambands isl. sveitar- félaga til meðferðar. Nú hafa stjórnirnar báðar afgreitt málið. Sameiginleg meginniðurstaða ráðstefnunnar um skipulag raf- orkumála liggur nú fyrir. Stjórn SIR efndi til blaðamannafundar um málið i samráði við formann og framkvæmdastjóra Sambands isl. sveitarfélaga á föstudag. Meginniðurstöður ráðstefnunnar urðu þessar: 1. Markmið raforkuiðnaðarins eru að tryggja næga og sem ódýrasta raforku af viðunandi gæðum til allra notenda, og að orkubúskapur þjóðarinnar verði rekinn með hagkvæmni þjóðarheildarinnar fyrir aug- um. Viðræður skulu teknar upp milli eigenda raforkufyrir- tækja um sameiningu þeirra i stærri einingar, þar sem hag- kvæmt er talið. Skal hún grund- vallast á frjálsum samningum, framlögum aðila og mati á gildi* markaðarins. Samtök sveitarfélaga og iðnaðarráðuneytið beiti áhrif- um sinum til að stuðla að fram- gangi málsins. 2. Skipting landsins i svæði mark- ast af aðstæðum á hverjum stað. Hugsanleg framtiðar- skipan er skipting i eftirtalda landshluta: Norðurland, Vest- urland, Reykjanés, Suðurland, Höfuðborgarsvæðið, Vestfirði og Austurland. 3. Tekjur Orkusjóðs skulu auknar umfram það, er um getur i 68. gr. Orkulaga, með almennum orkuskatti, er komi i stað nú- verandi Verðjöfnunargjalds, og leggist á siðasta sölustig ork- unnar. Kemur til álita, að framlag til raforkukerfisins verði bundið við skattgjald af raforkusölunni einni. Raforkuvinnsla 1. Meginstefnan sé, að orku- vinnslufyrirtæki séu sameign sveitarfélaga og rikis, eða i eigu sveitarfélaga eða sam- eignarfélaga þeirra. Fyrir- tækin skulu hafa sérstaka stjórn. 2. Tryggt skal, að meiri hluti i stjórn orkuvinnslufyrirtækja sé búsettur á orkuveitusvæði við- komandi fyrirtækis. 3. Við val á mannvirkjagerð til raforkuvinnslu og aðalflutnings ber að láta hagkvæmni- og öryggissjónarmið ráða. Stefna ber að samtengingu raforku- vers og orkuveitukerfa. Sam- tengingar kom i til fram- kvæmda, þegar þær eru hag- kvæmari, en aðrir valkostir til orkuöflunar eða tryggja betur öryggi. 4. Koma skal á fót samstarfs- nefnd landshlutafyrirtækjanna varðandi orkuvinnslu og sam- rekstur. 5. Þar sem hagkvæmt telst, getur sama fyrirtæki annast bæði raforkuvinnslu og dreifingu. 6. Stefna ber að sömu heildsölu- gjaldskrá innan hvers lands- hluta. Raforkudreifing 1. Unnið skal að þvi, að allar dreifiveitur verði eign sveitar- félaga eða sameignarfélaga þeirra. 2. Stefnt skal að sameiningu dreifiveitna i stærri einingar, þar sem hagkvæmt þykir. Stærð slikra fyrirtækja er háð landfræðilegum og félagsleg- um mörkum, sem þurfa ekki að falla að mörkum orkuvinnslu- svæða. 3. Þær dreifiveitur i strjálbýli, sem eru fjárhagslega óhag- kvæmar, fái óafturkræf stofn- fjárframlög úr Orkusjóði, sbr. 71. gr. gildandi Orkulaga. Þær dreifiveitur, sem búa við sérstaklega hátt heiidsöluverð raforku, fái verðjöfnunar- greiðslur úr Orkusjóði til niður- greiðslu á smásöluverði. 4. Koma skal á samræmdri smá- sölugjaldskrá (Staðalgjaldskrá) fyrir allar veitur, þannig að raunverulegur samanburður fáist á orkuverði til notenda. Stjórn Sambands ísl. sveitar- l'élaga hefur gert svofellda sam- þykkt um þessar niðurstöður ráð- stefnunnar: Stjórn Sambands ísl. sveitar- félaga lýsir stuðningi sinum við þau sjónarmið um skipulag raf- orkumála, er samþykkt voru á fundi stjórnar SIR 31. okt. s.l., og eru i samræmi við meginniður- stöður ráðstefnu SIR 12.-13. okt. s.l. um framangreind efni. Stjórn Sambands isl. sveitar- félaga tekur þó fram, að hún stefnir að þvi að fella framan- greindar niðurst. inn i tillögur sinar um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga, sem nú eru i end- urskoðun á vegum sambandsins, og áskilur sér i þvi sambandi rétt til breytinga á orðalagi og breyt- inga á einstökum framkvæmda- atriðum, sem gert er ráð fyrir i niðurstöðum nefndarinnar. Slikt mun þó ekki hagga framangreindum meginniður- stöðum. Nánar verður sagt frá blaða- mannaíundinum og þvi, sem þar kom l'ram siðar i blaðinu. — TK. ORÐSENDING FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Undanfariö hefur staðið yfir endurskoðun og breyting á gagnavinnslukerfi Rafmagnsveitunn- ar, m.a. að því er varðar mælaálestur og útskrift reikninga, og hafa þess vegna óhjákvæmilega orðiö tafirá útsendingu reikninga í nokkur hverfi á orkuveitusvæðinu. Þessar tafir stafa m.a. af því að álestrarumferð hefur verið breytt til samræmis við fasteignaskrá og reikningar koma þvi ekki út i sömu röð en áður. Þetta veldur þvi, að i mörgum tilfellum fá notendur nú reikninga yfir lengra timabil en áður. Jafnframt því að biðja velvirðingar á þeim óþægindum, sem einstakir notendur rafmagns og hitaveitu verða fyrir, af þessum sökum, skal tekið fram, að frá og með næsta útsendingartimabili reikninga, sem hefst i byrjun desember, verða reikningar sendir út ársfjórðungslega eins og áður. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Nýkomnar Fjaðrir Fram- og afturfjaðrir fyrir Mercedes Benz vörubíia, 322 1113, 1413, 1418. Land-Rover, GAZ ’69, Dodge Weapon. Bílabúðin h.f. Hverfisgötu 54, sími 16765. 1 Tímínner peningar | | Augjýsitf S i Timanum I Sólaóir hjólbaróar til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla. Mjög hagstætt verð. Full ábyrgð tekin á sólningunni. Sendum um allt land gegn póstkröfu ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.