Tíminn - 26.11.1972, Síða 16

Tíminn - 26.11.1972, Síða 16
16 TÍMINN Sumnulas'ur 2(i. uóvember 1!)72 Setið að sp/alli og kaffi í Flugskóla Helga Jónssonar Tímasóknin er misjöfn. Fer eftir efnum og aðstæðum nemandans — Hvað eru kennarar og nem- endur skólans margir nú? — Við erum þrir kennararnir, Hórhallur Magnússon, Einar Frederiksen og ég. Að sumrinu eru nokkrir auka-kennarar. Nem- endurnir eru alls sextiu. Hvernig er náminu háttað svona i stórum dráttum? Fyrst er tekið svokallað Fastir kennarar skólans úsamt konu skólastjóra og syni. Talið frá vinstri: llelgi Jónsson, Jytte Marcher, Þórhailur Magnússon, Jón llelgason og Kinar Frederiksen. i haksýn sjást skólahúsið, flugskýlið, tvær Cessnur og Fiper Apache. Þessi mynd var tekin eitt heiðskirt sið- degi fyrir skiim mu, er heimsljósið dreyrði geislastöfum sinum yfir láð og liig. Ilrcinasla synd, að myndin skuli ekki vera i litum. Lygnt en fremur svalt kvöld í nóvember, héla á rúðum og hálka á götum. Borgin lýsir af raf magni og bílarnir mynda endalausar Ijósdeplaraðir. Við ökum Reykjanesbraut, Gunnar Ijósmyndari og undirrit- aður, og sveigjum siðan inn að Reyk javíkurflugvelli. Erindið er að heimsækja Flugskóla Helga Jónsson- ar, en hann stendur skammt frá Loftleiðahótel- inu. Ætlunin er að fræðast ögn um flugmál og þó einkum, hvernig kennslu í flugi er háttað. Ekki er það að ósekju, að efni þetta er tekiðtil meðferðar, því eins og allir vita, eru flugvélar nú aðalsamgöngutæki heimsins og fer notkun þeirra stöðugt vaxandi. Víða með þjóðum er flug- þjónustan einn aðalat- vinnuvegurinn, og ekki er ólíklegt að ætla, að svo eigi einnig eftir að verða hér á landi. Loftleiðir, okkar stærsta flugfélag, hefur um áraraðir haldið uppi áætl- unarflugi til útlanda við miklar vinsældir, ört vax- andi flugfélag, sem þekkt er um allan heim. Annað aðalflugfélagið hérá landi, Flugfélag islands, hefur annazt mest af innanlands- fluginu, en beinir einnig ferðum sínum til útlanda. Ekki þarf heldur að minna á ágæti þessa flugfélags. Svo höfum við einnig all- mörg minni flugfélög. Við börðum að dyrum og komum beint inn i hlýju og notalegheit. Nemendur voru að slappa af inni í setustof unni, sem er mjög vistleg, horfðu á sjónvarp og sötruðu kaffi. Innan skamms tókst mér að ná í skólastjóra og eiganda flugskólans, Helga Jóns- son, og var þá ekki til set- unnar boðið, heldur snúið sér beint að efninu: Leiguflug um land allt — þrjár Cessnur og einn Piper. Aöur en viö vikjum aö ilug- skólanum, Helgi. er verl, aö þú skýrir ögn frá reynslu þinni sem HugmaÖur og eins leigulluginu. sem þú rekur jafnhliöa skólanum. Ég lauk at vinnul lugprófi áriö 19(il hjá Flugskólanum Þyt. sem þá starfaöi. og seinna tók ég svo flugstjórapróf. Þá fór ég aö starfa viö leiguflug. unz ég stofnaöi mitt eigiö fvrirtæki. Hvaö áttu margar vélar i dag Hélgi og hvert flýguröu i leigufluginu? Kg er meö þrjár tveggja sada vélar. Cessnur 150 og 140. sem mest eru notaöar viö kennsl- una. Svo er ég meö tveggja hreyfla Fiper Apache. sem aöal- lega er i leigufluginu.og hef auk þess afnot af annarri fjögurra sæta vél, Cessna 172, en hana á ómar Ragnarsson. Nú, i leigu- fluginu fljúgum viö hvert á land sem er. eftir þvi sem til fellur. sólópróf, eftir 20 flugtima. Næsti áfangi er svo einkaflugpróf eftir 70 tima og atvinnuflugpróf eftir 200 flugtima. Ofan á það bætast 40 timar fyrir hlindflugpróf, en þeir mega raunar vera innifaldir áðurnefndum 200 timum. Svo eru bókleg námskeið og próf fyrir hvern áfanga fyrir sig. - Þá myndiröu ef til vill skýra ögn frá flugkennslunni sjálfri. - Já, verklega kennslan fer þannig fram, að nemendur koma hingað einhvern tima dagsins, er þeir sjá sér fært, og fljúga þá i einn til tvo tima i einu eða meira, eftir þvi hvar þeir eru staddir i náminu. Sumir fljúga kannski aðeins einu sinni i viku. Aðrir á hverjum degi og allt þar á milli. Náminu miðal- þvi áfram i sam- ræmi viö, hvað nemendur getasótt það stift. Korná þar bæði til sá timi, er þeir hafa aflögu til náms- ins, og eins fjárhagurinn. Flug- kennslan stendur yfir allt árið og við fljúgum alltaf, þegar veður leyfir. Hvað kosta flugtimarnir hver fyrir sig og hver er heildar- upphæðin, sem nemendur greiða fyrir flugkennsluna i hinum ýmsu stigum? — Hver timi kostar 1200krónur á Cessna 150, tveggja sæta vél, sem notuð er til kennslu til sóló- og einkaflugprófs. Á fjögurra sæta vél, til einkaflugprófs, kost- ar timinn 1800 krónur. Báðar þess- ar vélar eru einshreyfla, en á tveggja hreyfla vélum, sem not- aðar eru við kennslu, er kennt er til atvinnu- og blindflugsprófs kostar timinn 2000 krónur. Það eru eins og áður segir 20 timar fyrir sólóflugpróf og kosta þeir þvi um 24.000 kr. Þá eru 70 timar til einkaflugprófs. frá byrjun, og er kostnaðurinn um 85.000 kr. At- vinnuflugprófið, 200 timar, gerir svo i kringum 270.000 kr. Ef nem- endur taka blindflugið aukalega bætast við oo.ooo. - Þessi próf þ.e. atvinnu- og blindílugsprófin gefa aðstoðar- Eiguiu viö ekki bara að skella okkur á loft, strákar? Nokkrir flugkappar (verandi eða verðapdi) sinn úr hverju landinu, standa við eina „Cessnuna”. Taliö frá vinstri: Peter Hassenstein, kvikmyndatökumaö- ur Brekkukotsannáls (Þjóðerni: þýzkur j, Sölvc Kern, tæknilegur ráðgjafi við kvikmyndun Brekkukots- annáls (þjóðerni: norskur), Einar Frederiksen, flugkennari (þjóðerni: islenzkur), James Camphell, (þj óöe rni: h a n d a r isku r). Þaö.er engin löst áætlunarleiö. Ilins vegar fljúgum viö ekkert út. Hvena>r stofnaöiröu þennan skóla llelgi? - Ég byrjaði áriö 1964 og var þá meö kennsluna i gamla flug- lurninum. Seinna keypti ég svo þetta húsna'ði hér af Flugskólan- um Þyt. - Ilvaö voru nemendurnir margir fyrsta árið? - Þeir voru nú aðeins fjórir, en svo jókst fjöldinn smátt ogsmátt.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.