Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.11.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 26. nóvember 1972 TÍMINN 17 flugmannsréttindi, en hve marga tima til viðbótar þarf til þess að fá flugstjóraréttindi? — Auk bóklegs og verklegs prófs eins og fyrir önnur stig getur hver og einn fengið flug- stjóraréttindi eftir tilskilinn flug- tima . En að öllu jöfnu gera menn það ekki, vegna þess að það er bæði kostnaðarsamt og nokkuð erfitt, nema i þvi tilfelli, er þeir fá vinnu hjá einhverju flugfélagi, fljúga hjá þeim sem aðstoðar- flugmenn i svona 5-6 ár, en þá gefur viðkomandi flugfélag þeim kost á að fá flugstjóraréttindi. En á siðari árum hefur það æ meir færzt i vöxt, að menn taki flug- stjóraréttindin upp á eigin spýtur til að geta flogið sem flugstjórar i hvernig flugi sem er. Lágmarks- timinn er 1200 flugstundir, ef þeir á annað borð hafa tækifæri til að fljúga stærri vélum. Svo eru aftur tekin sérréttindi fyrir hverja vél- artegund fyrir sig. Hér er fólk á öllum aldri- Sá elzti fimmtugur, sá yngsti sautján ára - Eru ekki einhver skilyrði sett fyrir inntöku i skólann, lág- marksaldur, menntun og þess háttar? — Lágmarksaldurinn er 17 ára fyrir sólópróf, 18 ára fyrir einka- flugpróf og 19 ára fyrir atvinnu- flugpróf. Svo þurfa nemendur að hafa staðizt læknisskoðun trún- aðarlæk'nis flugmálastjórnarinn- ar. Er þar einkum athuguð sjón, heyrn og viðbragð, en aðalatriðið er góð, almenn likamshreysti. Er engin ástæða fyrir menn að bera kviðboga fyrir þessari skoðun, ef þeir á annað borð eru fullkomlega hraustir til sálar og likama. Skil- yrði eru sett, hvað menntun snertir. Gagnfræðapróf fyrir at- vinnuflug. — Það eru væntanlega einkum ungir menn, sem hefja hér nám. Eða er ef til vill einhver slæðingur af eldri mönnum hér lika? — Það er erfitt að segja nokkuð um meðalaldur. Hér er fólk á öll- um aldri. Sá elzti, sem tekið hefur flugpróf hjá mér,var fimmtugur, Þorbjörn Sigurgeirsson prófess- or. Nú er að byrja hér maður, sem kominn er um fimmtugt, og fleiri eru væntanlegir. Þeir yngstu hér eru 17 ára. — Við höfum að mestu gleymt að minnast á bóklegu kennsluna og skulum þvi, áður en lengra er haldið, vikja nokkrum orðum.að henni. — Það eru, má segja, þrjú bók- leg námskeið yfir veturinn. Fyrir áramót er þriggja mánaða nám- skeið fyrir einkaflugpróf. Eftir áramót hefst 3-4 mánaða nám- skeið fyrir atvinnuflugpróf, og við þetta bætist svo um mánaðar- námskeið fyrir blindflugspróf. Nú greinarnar, sem kenndar eru, eru siglingafræði, flugeðlisfræði, flugreglur, vélfræði og veður- fræði, fyrir einkaflugpróf. Fyrir atvinnuflugpróf er farið mjög itarlega i þessi sömu fög, og svo eykst þetta stig af stigi, unz kemur að flugstjóraprófi, en þá er heildarnámið orðið bæði mikið og visindalegt. Kennt er 6 daga vik- unnar, frá klukkan 8 til u.þ.b. 10:30 á kvöldin (nema á laugar- dögum frá 5 til 7). Við höfum þetta kvöldnámskeið, vegna þess að reyndin er sú, að megnið af nemendunum eru i fullri atvinnu eða þá i (öðrum) skóla og geta þvi ekki sótt skólann á öðrum tima. íslenzkir flugmenn vel séðir um allan heim — Er ekki markaðurinn fyrir flugmenn hér á landi fremur þröngur? — Jú, hann er alveg yfirmett- aður eins og er. en það getur breytzt áður en varir, maður veit það aldrei. Þess vegna miðum við kennslu okkar við það, að nem- endur geti leitað sér siar starfs erlendis. En það þarf að sjálf- sögðu alltaf að vera til skóli, sem útskrifar flugmenn, þvi að ef eng~ inn slikur skóli væri til, kæmi að þvi, að engir flugmenn væru til. Og islenzkir flugmenn eru mjög vel séðir, hvar sem er. En þörfin fyrir flugmenn er sem sagt mjög timabundin. bæði hér heima og erlendis. Fyrir nokkrum árum var til dæmis mikill fjöldi flug- manna atvinnulaus i Ástraliu og brezka heimsveldinu almennt, en nú hafa um 600 flugfélög i Ástraliu auglýst eftir flugmönn- um. — Nú þurfa menn að fljúga visst mikið til að halda réttindun- um. Hvernig vikur þvi við? — Fyrir einkaflugmenn eru það þrir flugtimar. lágmark, á ári. 12 timar fyrir atvinnuflug- menn. En það eru 6 mánaða skir- teini, sem flugstjórar og meira- prófsmenn hafa, og þurfa þeir að hafa flogið ákveðinn tima á þvi gildistimabili, þar af minnst einn tima á mánuði i blindflugi. Svo er sérstakt flugpróf á 6 mánaða fresti. — Hvað eru margir flugskólar hér á landi? — Það getur vart heitið, að þeir .séu nema tveir, þessi og Flug- stöðin HF. — Er ekki álagið mikið hér hjá þér? — Jú, það er mjög mikið.og er brýn þörf á meiri vélakosti. Það er vart hægt að auglýsa skólann meir erlendis, fyrr en við höfum fengið fleiri vélar. Áformað er að bæta við tveim vélum næsta sumar. Það er auðsfeð, að mjög góður grundvöllur er fyrir þvi að fá hingað nemendur erlendis frá. Hér eru um þessar mundir 11 er- lendir nemendur i skólanum og allmargar beiðnir liggja fyrir. — Þú ert sem sagt bjartsýnn á framtið skólans og að verkefnin verði næg. — Já, ég er það alveg ein- dregið. Og ég vona.að fólk eigi al- mennt eftir að gera sér betur grein fyrir gildi flugsins i nútima þjóðfélagi og eins þeirri ánægju, sem það veitir mönnum að geta flogið sjálfir, frjálsir sem íuglinn, um loftin blá. Hér sýnir Helgi Jónsson, skólastjórinn, nemendum gerð og virkni flugvélarhreyfils. íslendingar vafalaust mesta flugþjóö veraldar — Mergur málsins er sá, að yfir höfuð hefur verið litið á flugið einhvern veginn sem sport. Og það hefur anzi mikið gleymzt hjá þvi opinbera, hvað flugið er orðið mikilvægur atvinnuvegur i þjóð- lifinu. tslendingar eru vafalaust mesta flugþjóð veraldar, jafnvel þótt miðað væri við annað en fólksfjölda. Siðan 1950 hefur eng- inn einasti l'lugmaður orðið að fara utan til að læra. Segja má, að meginþorri flugmanna is- lenzku flugfélaganna sé mennt- aður hér heimajþað eru aðeins þeirelztu, sem lært hafa erlendis. Og við þetta bætist svo, að mikill fjöldi islenzkra flugmanna starfa erlendis, á islenzkum skirteinum. Má nefna, að i Þýzkalandi eru nú a.m.k. fjórir, tveir i Ilollandi , þrir i Danmörku, eitthvert slangur i Bretlandi, nokkrir i Afriku og viðar og viðar, t.d. i Japan. Um þessar mundir er aðeins einn islenzkur flugmaður i Suður-Ameriku, en fyrir örfáum árum voru þeir alls niu. islenzk flugskirteini eru nú viðurkennd alls staðar i Evrópu, nema i Bret- landi. Þannig er Bretinn alltaf. Það fær enginn að fljúga þar, nema hann taki lyrst einhver námskeið. Hins vegar höfum við þá reynslu af brezkum flugmönn- um, að þeirséu nú tæplega efstir. Þetta voru orð Einars Frederiksen, eins af þremur kennurum við Flugskóla llelga Jónssonar. Einar var skarfhreyf- inn og hress i bragði þetta kvöld, er viðtalið fór fram, eins og mér skilst, að hann eigi vanda til. Var einkar fróðlegt og skemmtilegt við hann að ræða. Stundaöi flugið lengi vel i hjáverkum Ilve lengi hefurðu nú verið i fluginu, Einar? Ég tók llugpróf árið 1951 og hef verið við þetta meira og minna i 20 ár, en samfellt siðan 1964. Á þessu tuttugu ára timabili hefurðu væntanlega viða borið niður. Viltu ekki segja okkur nokkuð l'rá þinni reynslu i íluginu. Framhald á bls. 19 Magnús Hall Skarphéðinsson Blaðamaður tók þrjá nemendur i Flugskóla Helga Jónssonar tali rétt áður en þeir gengu út i svalt og dimmt haust- kvöldið, að lokinni kennslu þann daginn. Markmiðið er atvinnuflugmannspróf fyrir stúdentspróf Magnús Hall Skarphéðinsson menntaskólanemi: - Hvað er langt siðan þú byrjaðir að læra hér? — Það eru þrir mánuðir, siðan ég byrjaði i verklegum timum og er búinn að taka 6 1/2 flug- tima. Ég byrjaði i bóklega nám- skeiðinu fyrir rúmum tveim mánuöum. - Og hvenær býstu við að taka sólóprófið? - Eg stefni að þvi að ljúka sólóprófi fyrir áramót. 1 vetur, eftir áramót, ætla ég aö keppa að þvi að ná einkaflugmanns- réttindum, en ég verð 18 ára i júli. — Ertu aö hugsa um að leggja flugið fyrir þig sem ævistarf? Ja. ég hef nú ekki hugsað út i það, en stefni að þvi að laka a.m.k. atvinnuflugpróf. Þess vegna er ég einnig i mennta- skóla M K., þvi að enda þótt stú- dentspróf sé ekki skilyrði til að la flugmannsréttindi hér, þá tel ég það mjög æskilegt.og að það auðveldi manni mjög að fá l'ramtiðarvinnu sem flugmaður. llvernig finnst þér að fljúga. Varstu ekki hræddur til að byrja með? Þetta er mjög gaman. Ég var svolitið smeykur við að fljúga fyrstu timana, en það er að mestu farið af mér. Ég er ekki enn l'arinn að fljúga ein- samall, en ég er farinn að lenda einn og gera allt sjálfur. Sóló- réttindi fæ ég ekki fyrr en eftir 20 flugst. Markmiðið er, að vera búinn að fá atvinnul'lug- mannsréttindi, áður en ég tek stúdentspróf. Og hvérnig likar þér svo við skólann hérna? Það er feykigaman að vera hér. Ándinn er mjög góður og öll aðstaða ágæt. Þá kynnist maður hér einnig fólki úr öllum stétt- um, allt saman skinandi fólk . Hef alltaf verið með flugdellu Hörður Eiriksson, flugvélstjóri, hjá Loftleiðum: - Hve lengi hefur þú starfað sem flugvélstjóri Hörður? Ég hef verið i þessu siðan 1951, hjá Lóftleiðum, og smá tima þar af hjá Flugfélagi tslands. Þú hefur vafalaust verið á mörgum gerðum flugvéla. En á hvers konar vél ertu i dag? - Jú, það er rétt. Þær eru orðnar margar vélarnar, sem ég hef veriö á, en nú er þaö Douglas DC-8. - Hvenær datt þér fyrst i hug að læra að fljúga? Ja, þetta hefur alltaf verið llörður Éiriksson hálfpartinn i manni. Mér fannst heldur súrt eltir allan þennan tima, sem ég hef verið i fluginu, að kunna ekki að fljúga sjálfur. Svo tók ég á mig rögg og byrjaði að la‘ra hér i fyrrahaust. Ég hef alltaf verið með flugdellu, og linnst mjög gaman að fljúga. Er erliðara að fljúga en þú bjóst við? Já, ég myndi kannski segja það, en það er ekki þar með sagt, að það sé erfitt. öðru nær. — Hefuröu fengið flugskrekk á þessum litlu rellum? Nei. nei ekki i þessu. Ég er orðinn of kunnugur fluginu til þess. Hitt er annað mál, að ég hel' fengið skrekk i starfi minu, á stóru vélunum. Það er kjáni. sem ekki segist vera hræddur i þvi, einstöku sinnum. Hvað ertu kominn langt i náminu hér og að hverju stefn- irðu? - Ég er búinn að taka um 30 flugtima og hef lokið sólóflug- prófi. Svostefni ég að einkaflug- prófi, læt mér það nægja. Hvenær ég lýk þvi, er ekki gott að segja. Ég er allbundinn af minu starfi, er mikið að heiman og a þvi ekki svo gott með að sækja tima hér. Að lokum. Ilörður. Mér skilst. að þú sért orðinn 44 ára hvað linnsl þér um það, að menn. sem komnir eru á l'ull- orðinsaldur. lari að læra að fljúga? Mér finnst alls ekkert al- hugavert við það. er Irekar hlynntur þvi. Fyrir mitl leyti er ég i þessu bæði mér til ánægju og einnig vegna þess, að það getur komið mér að góðum not- um i starfinu að hafa nokkra innsýn i, hvað það raunverulega er að fljúga sjálfur. Og allt er það farið að ganga andskotalaust Baldvin Björnsson auglýsinga- teiknari: llve langt er siðan þú byrjaðir á flugnáminu? Það er tæpt ár siðan ég byrj- aði að fljúga undir handleisðlu Framhald á bls. 19 Baldvin Björnsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.