Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Priöjudagur 28. nóvember 1972 Olafur Jónsson sést hér afhenda Oddnýju Sigsteinsdóttur blómvönd fyrir 100. leik með Fram. (Timamynd Gunnar) Oddný lék sinn 100. leik með Fram Aður en leikur Fram og Vals i Reykjavikurmótinu hófst, af- henti Ölafur Jónsson, formað- ur handknattleiksdeildar Fram, Oddnýju Sigsteinsdótt- ur (systur Sigurbergs Sig- steinssonar, hins kunna lands- liðsmanns úr Fram) bióm- vönd, en hún lék sinn 100. leik með meistara-flokki Fram i handknattleik. Oddný var ein af markhæstu leikkonum Reykjavikurmótsins og skor- aði tvö mörk i leiknum gegn Val. Hér á myndinni sjást brúðhjónin Kristbjörg Magnúsdóttir og Axel Axelsson. Myndina tók Ijósmyndari Timans, Gunnar.á sunnudags- kvöldið, þegar Axel horfði á félaga sína úr Fram leika gegn FH. Til hamingju! Dómarar og prestar eiga það eitt sameiginlegt, að þeir eru báðir svartklæddir við störf sin. A laugardaginn voru prestar mikið i sviðsljósinu hjá frægu iþróttafólki, sem gekk i hjónabönd. Þau,sem gengu i það heilaga á laugar- daginn var, voru Kristbjörg Magnúsdóttir, handknatt- leikskona úr KR, og hinn kunni landsliðsmaður úr Fram, Axel Axelsson. Guðrún Sverrisdóttir, landsliðskona úr Fram, og Brynjólfur Mark- ilsson, landsliðsmaður úr 1R I handknattleik og KR i körfu- knattleik. Agústa Magnúsd. og Gunnar Gunnarsson, fyrir- liði Vikings i knattspyrnu. Halldóra Sigurðardóttir og Viöar Simonarson, landsliðs- maður úr FH. Iþróttasiða Timans óskaröllum brúöhjón- unum til hamingju. Örn endur- kjörinn for- maður FRÍ örn Eiðsson var endurkjör- inn formaður Frjálsiþrótta- sambands íslands á ársþingi þess á sunnudaginn var. Aðrir i stjórn voru kjörnir Svavar Markússon, Sigurður Björns- son, Þorvaldur Jónasson og Páll O. Pálsson. Umræður voru miklar á þinginu og verð- ur skýrt frá helztu tillögum og ályktunum þingsins hér á siö- unni á morgun. KR leikur gegn Geissen í kvöld — liðið tók þátt i alþjóðamóti í Dublin um helgina og lennti i 3.-4. sæti Frá Hilmari Viktorssyni i Dublin. KR-liðið i körfuknatt- leik, sem tók þátt i al- þjóðakörfuknattleiks- mótinu hér i Dublin, lenti i :5.-4. sæti. Liðið lék fjóra leiki og stóð sig ágætlega, sigraði tvo en tapaði tveimur. Hjörtur Ilansson varð fyrir þvi óhappi að togna i ökla i öðrum leik liðsins og gat ekki leikið með i tveim- ur siðustu leikjunum.og eru litlar likur á þvi að hann geti leikið með KR i kvöld gegn Geissen i Evrópukeppni bikar- meistara i körfuknatt- leik, en leikurinn i kvöld er fyrri leikur liðanna, hann verður leikinn i Frankfurt. Kolbeinn Fálsson lék mjög vel i tveimur fyrstu leikjun- um i Dubíin, en i siðari leikjunum tókst honum ekki eins vel upp — þreyta var farin að segja til sin hjá KR-lið- inu.og þó að það hafi haft hina fjölmörgu áhorfendur með sér gegn enska og norska liðinu, þá tókst þeim ekki að sýna góðan leik. KR-ingar, sem léku i b-riðli, léku fyrst gegn irska liðinu All Stars frá Sligo. Leiknum lauk með sigri KR-liösins 96:83, staðan i hálfleik var 42:35, en um miðjan siðari hálfleik sýndi Gunnar Gunnarsson frábæran leik og staðan var 83:61 um tima, en und- ir lokin fór KR-liðið að slaka á og Irarnir minnkuðu muninn. Stiga- hæstir hjá KR voru þeir Kolbeinn Pálsson 26, og Hjörtur 16. KR lék siðan gegn St. Vincent frá Dublin, en liðið hefur sigrað i þessari alþjóðakeppni s.l. fimm ár. Leikurinn var nokkuð harður af hálfu Iranna og voru t.d. sex reknir út af með fimm villur. Staðan i hálfleik var 33:30 fyrir KR og leiknum lauk með sigri KR 72:63. Stigahæstu KR-ingarnir i leiknum voru þeir Kolbeinn Pálsson 25. og Bjarni 15. KR-liðið lék gegn enska liðinu St. Lukes i úrslitum i riðlinum. Enska liðið lék frábæra vörn og hafði einnig mjög góðar skyttur, sem skoruðu hvað eftir annað með langskotum. Staðan i hálf- leik var 34:31 fyrir St. Lukes og þegar liða tók á siðari hálfleik, jöfnuðu KR-ingar 43:43, en þá fór allt i baklás og enska liðið skoraði tiu stig i röð og staðan var orðin 53:43 — við þetta brotnaði KR-lið- ið niður og leiknum lauk með sigri St. Lukes 85:66. 1 undanúrslmættiKRnorskalið- inu Bærum, sem má segja.að sé norska landsliðið, með liðinu leika sjö landsliðsmenn Noregs — Bærum hefur verið i mikilli keppnisreisu, liðið lék marga leiki i Danmörku, áður en það kom til Irlands, strax eftir keppn- ina i Dublin hélt liðið i keppnis- ferð til Rússlands. Norsku leik- mennirnir gerðu út um leikinn strax á fyrstu min. og staðan i hálfleik var orðin 38:20, leiknum lauk með sigri Bærum 70:50. Til úrslita i mótinu lék svo enska liðið St. Lukes og Bærum, og lauk leiknum með sigri St. Lukes 77:64 og var leikurinn jafn og skemmtilegur. KR-liðið leikur gegn Geissen i kvöld, en liðið fór frá London i gær — við munum segja frá leikn- um á siðunni á morgun. Breiðablik vann Einn leikur var leikinn i 2. deildarkeppninni i handknattleik á sunnudaginn. Breiðablik sigraði Stjörnuna úr Garðahreppi 18:13, leikurinn fór fram i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Jafntefli og sigur 1 deildarlið Vals i hand- knattleik skrapp norður á Akureyri um helgina og lék þar tvo leiki. Á föstudags- kvöldið lék liðið gegn KA og lauk leiknum ,með jafntefli 19:19 og var leikurinn mjög spennandi. Á laugardaginn lék Valur gegn Þór og lauk leikn- um með sigri Vals 25:19. Valsmenn létu mjög vel af móttökum og heppnaðist ferð- in i alla staði vel. Greinilega framför er að sjá hjá Akureyr- arliðunum, og telja Valsmenn þá mun sterkarUen i fyrra,og eiga liðin að geta blandað sér i baráttuna i 2. deild i vetur og jafnvel komizt upp i 1. deildina að ári. Valur Reykjavíkur meistari í kvenna handknattleik Valsstúlkurnar fagna sigri i Reykjavíkurmótinu; hér á myndinni sjást þær faðma Ingu Birgisdóttur að sér, en hún sýndi frábæra markvörzlu i siðari hálfleik. Valur varð Reykjavikurmeist- ari i meistaraflokki kvenna í handknattleik, þegar liðið gerði jafntefli við Fram 6:6. Fram- stúlkurnar höfðu yfir i hálfleik 5:1, en i siðari hálfleik sóttu Vals- stúlkurnar i sig veðrið og jöfnuðu 5:5 og siðan 6:6, sem dugði þeim til sigurs i mótinu. Leikur liðanna var spennandi og mjög hraður; Fram komst i 3:0, með mörkum frá Halldóru Guðmundsdóttur, Jóhönnu Hall- dórsdóttur og Oddnýju Sigur- steinsdóttur. Þá skoraði Björg Guðmundsdóttir fyrir Val, en Fram svarar með tveimur mörk- um — Oddný og Arnþrúöur Karls- dóttir. 1 siðari hálfleik kemur Svala Sigtryggsdóttir inná hjá Val og við það breytist leikurinn, hún skorar 5:2 með skoti utan af velli.og siðan halda Valsstúlkurn- ar áfram að saxa á forskot Fram, og þegar 4 min. eru til leiksloka er staðan orðin 5:5. Fyrst skoraði Jóna Dóra Karlsdóttir, siðan Björg Jónsdóttir úr hraðupp- hlaupi, jöfnunarmarkið skoraði Svala Sigtryggsdóttir. Markvörð- ur Vals, Inga Birgisdóttir, lék i markinu hjá Val og varði stór- kostlega i siöari hálfleik. Eina skiptið, sem hún réði ekki við skot frá Fram, var þegar Arnþrúður Karlsdóttir náði aftur forustunni 6:5. Siðasta markið skoraði svo Björg Jónsdóttir úr hraðupp- hlaupi — Framliðið var i sókn þegar flautað var til leiksloka. Það var nokkur klaufaskapur hjá Framstúlkunum að tapa niður góðu forskoti i siðari hálf- leik, sérstaklega þegar þær hafa fjögur mörk yfir og hálfleikurinn er aðeins 10 min. Þær sýndu stór- góðan leik i fyrri hálfleik, en kannski hafa þær verið of sigur- vissar i siðari hálfleiknum. Vals- stúlkurnar komu ákveðnar til leiks eftir leikhlé og jafntefli var sanngjörn úrslit. Tveir aðrir leikir voru i meist- araflokki kvenna, Vikingur sigr- aði 1R með yfirburðum 7:1 og fer liðinu fram með hverjum leik. Þá sigraði Armann KR i jöfnum leik. Staðan var 3:3 þegar Erla Sverr- isdóttir skoraði sigurmark Ármanns rétt fyrir leikslok. A siðunni á morgun, verður birt mynd af Valsliðinu,og sagt verður frá stöðunni og markhæstu stúlk- um Reykjavikurmótsins. SOS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.