Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 TÍMINN 19 Vinnubrögð Framhald af bls. 11 má um leiðir til þess að tryggja hagsmuni félagsmanna sem bezt, t.d. hver eoá hverjir eiga að kjósa i fulltrúaráð slikra félaga, þvi að ekki er hægt að beita beinni hlut- deildaraðild einungis. Nú er það svo hér, t.d. varðandi samvinnu- tryggingar, að aðalfundur StS kýs 21 mann viðsvegar af landinu i fulltrúaráð. Fleiriaðilum gæti vel orðið til að dreifa, svo sem A.S.l. og B.S.R.B. og e.t.v. fleiri aðilum með hlutdeild að kosningu i full- trúaráð. Jafnvel kæmi til greina einhvers konar aukaleg tilsjón eða eftirlit af hálfu hins opinbera, ef það vill, eða telur sig þurfa að hafa fingur i spili vegna sofanda- háttar eða athafnaleysis þegn- anna. Hvað snertir óánægju- og að- finnsluraddir i sambandi við tjónauppgjör, tel ég nú orðið ekki leggjandi alltof mikið upp úr. Það er af, sem áður var. Sumu fólki er harla erfitt að gera til hæfis, á hvaða sviði sem er, sokum mis- skilnings eða gengdarlausrar til- ætlunarsemi, og hætt er við, að jafnvel rikisreknum tryggingum á „hverjum skit” muni veitast örðugt, hvort sem er að lækna eða ganga til móts við. Óánægjuradd- irnar vegna tjónabóta munu seint þanga. Þar hjálpar áreiðanlega enginn þjóðnýtingar „kinalifs- elexir” — bezt gæti ég trúað, að sóttin elnaði! Hér liggur nærri að skjóta þvi inn, sem einu af þeim nýmælum, sem Samvinnutryggingar hafa innleitt i tryggingamálum hér- lendis, að sérstakur GERÐAR- DÓMUR félagsins tók til starfa 1. sept. 1971. Hann er skipaður 3 mönnum: oddamanni skipuðum af sjálfum Hæstarétti — og á hann að vera hæstaréttardómari eða prófessor i lögum — Samvinnu- tryggingar tilnefna einn og sóknaraðili þann þriðja. Þetta er hugsað til öryggis hagsmunum óánægðra félagmanna samvinnu- trygginga, telji þeir sig með- höndlaða á ranglátan eða ósann- gjarnan hátt i sambandi við tjónauppgjör vegna einkum ábyrgðar- eða kaskótrygginga vélknúinna ökutækja. Það, sem skiptir fortakslaust höfuðmáli fyrir hagkvæmni þeirrar tryggingategundar, er að undanförnu hefir borið langhæst i tali manna og mestum hneykslunum hefir valdið — bif- reiðatrygginganna — er vitanlega fyrirbygging umferðarslysa og tjóna. Kemur þar margt til greina sem áhrifavaldur, og vist hefir einmitt rikisvaldið alla aðstöðu til þúsundþættra betrumbóta á þvi sviði, og ættu áhugasamir al- þingismenn að taka þar ærlega til höndum. Svo sannarlega þarf þar mörgu að bylta og breyta. Baldvin Þ. Kristjánsson. Hestamaður Framhald af bls. 11. hinn mesti ósiður, auk þess, sem hann er brot á landslögum. En það, sem mér þykir einna verst við þetta, er að þessir stóðhestar spilla fyrir þeim bændum, sem eru að reyna að rækta góða reið- hesta. Auðvitað er það miklu verðmætari framleiðsla en fol- aldakjötið, svo að það er ekki neitt spaug fyrir bónda, sem ræktar gæðingsefni til sölu, að fá allt i einu og óviljandi folald und- an helsti, sem einungis var ætlað- ur til kjötframleiðslu. — Þú fylgist auðvitað náið með mótum islenzkra hestamanna? — Já, ég hef séð flest stórmót siðan ég kom hingað og tekið þátt i sumum þeirra. Skipulagning þeirra hefur batnað til mikiiia muna, en það, sem mér þykir einkum að, eru dómarnir. Mér finnast þeir of sundurleitir og deilur um dómana of miklar. Ég held, að bezt verði úr þessu bætt með þvi að efna til námskeiða fyrir dómara. En það er eðlilegt að þetta sé svona fyrst, á meðan dómstörfin eru framkvæmd af mörgum og ólikum mönnum, sem jafnvel eru alls ekki að leita að hinu sama hjá þeim hestum, sem þeir dæma. Vandi tamninga- manna — Er ekki starf tamninga- mannsins oft næsta vanþakklátt? — Það eru stundum gerðar ósanngjarnar kröfur til tamn- ingamanna. Það timabil, sem oft- ast er miðað við, eru tveir mán- uðir. Á þeim tima er ætlazt til að maðurinn temji tólf hesta og hirði þá að auki. Auðvitað sjá allir menn, að á þeim tima er ekki hægt að gera hest að gæðingi, þægum og reistum tóitara — aiira sizt, ef hann hefur verið tekinn beint úr fjallinu, algerlega óvan- ur mönnum. Það væri þvi mjög æskilegt, ef bændur gætu undir- búið þau trippi, sem þeir vilja láta temja, til dæmis með þvi að teyma þau og gera þau bandvön og mannvön. Með þessu móti verður miklu meiri árangur af starfi tamningamannsins og þannig fá bændur lika meira fyrir þá peninga, sem það kostar að temja trippið. — Að lokum langar mig að leggja eina spurningu fyrir þig, þótt ég viti, að hún er talsvert nærgöngul: Ætlarðu að halda áfram að eiga hér heima og bjástra við hestana okkar? — Það er auðvelt að svara þessu. Ég ætla að halda áfram að eiga hesta á Islandi, temja hesta á Islandi — og vera og verða ts- lendingur. -VS. Vfðivangur Sjgf sér það ljóst, að islendingar geta ekki samið á öðrum grundvelli en þeim, að sam- komulagið tryggi verulega minnkun sóknar brezkra togara á islandsmið, að veru- legur hluti hinnar nýju fiskveiðilögsögu verði þeim lokaður á ákveðnum árstimum ,og ennfremur, að tryggt sé, að isiendingar geti fylgt þvi fast fram, að þær reglur, sem um semdist, verði haldnar. —TK —.... BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA SeVDIBJLASTÖDIH HF EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR — l'hrÓttÍr Framhalí ,r,rU11 af 17. siðu þremur ódýrum mörkum, sem hinn frábæri miðvállarleik- maður G. Paddon skoraði. Norwich leikur svipaða knatt- spyrnu og Arsenal lék fyrir tveimur keppnistimabilum. — Leikmennirnir spyrna löngum boltum fram, þar sem tveir miðherjar,Jim Bone og David Cross, taka við þeim. Fyrir tveimur árum lék Arsenal alveg eins, þá voru langar spyrnur gefnar á Rey Kennedy og John Radford. Chelsea lék eins og smurð vél gegn 3. deildarliðinu Notts. County. sem kom eingöngu á Stamford Bridge til að leika góða knattspyrnu. Leiknum lauk með sigri heimamanna 3:1, en sigurinn hefur eins get- að orðið stærri — Brown i markinu hjá Notts County varði oft stórkostlega og leik- menn liðsins höfðu enga minnimáttarkennd gegn 1. deildarliðinu. Mörkin fyrir Chelsea skoruðu Osgood, Garland og Kember. Mark Notts County skoraði Osgood (sjálfsmark). rtrn^ JÓN LOFTSSONHF Hringbraut 121 fÖ 10 6Ö0 SPÓNAPLÖTUR 8-25 mm PLASTll. SPÓNAPLÖTUR 12—19 mm IIARÐPLAST IIÖRPLÖTUR 9-26 mm IIAMPPLÖTUR 9-20 mm BIRKI-GABON 16-25 mm BEYKI-G ABON 16-22 mm KKOSSVIDUR: Kirki 3-6 mm Beyki 3-6 mm Kura 1-12 mm IIARDTKX með rakaheldu limi 1/8" 4x9’ IIARDVIDUK: Kik, japönsk, amerisk, áströlsk. Beyki, júgóslavneskt, danskt. Teak Afromosia Mahognv Iroko Palisander Oregon Pine Kamin Gullálmur Abakki Am. Ilnota Birki I 1/2-3" Wenge SPÓNN: Éik - Teak - Oregon Pine - Fura - Gullálmur Almur - Abakki - Beyki Askur - Koto - Am.Hnota Afromosia - Mahogny Palisander - Wenge. EYRIKLIGGJANDI OG VÆNTANLEGT Nvjar birgðir teknar heim vikulega. VERZLID ÞAR SEM UR- VAl.ID ER MEST OG SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í snjó og hólku. Látiö okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055 Sinfóníuhljómsveit Islands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 30. nóvember ki. 8.30. Stjórn- andi Jean-Pierre Jacquiilat. Einleikarar Rögnvaldur Sigurjónsson og Halldór Haraldsson.Fluttverður Sinfónia nr. 29 eftir Mozart, Konsert i d-moil fyrir 2 piano og hljóm- sveit eftir Pouienc og Sinfónia nr. 4 eftir Schumann. Aðgöngumiðar i Bókabúð Lárusar Blöndai, Skólavörðu- stig og Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austur- stræti. Sjúkrahús Skagfirðinga Sauðárkróki óskar að ráða sjúkraþjálfara Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til varaformanns stjórnar Sjúkrahússins, Friðriks J. Friðrikssonar héraðslæknis, Sauðárkróki. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar i eldhús Kleppsspitalans. Upp- lýsingar gefur matráðskona, simi 38160. Reykjavik, 23. nóvember 1972. Skrifstofa rikisspitalanna. Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag OMEGA Nivada JUphta. phnponr gnús E. Baldvln Laugavegi 12 - Simi 22*04 BÍLASKOÐUN & STiLUNG Skúlagötu 32 HJÓLASTILLINGAR nVí& valjum muiM það borgar sig : > . ' ' ' • runtert - ofnar h/f. Sxðumúla 27 . Reykjavík Símar 3-55-55 og 3-42-00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.