Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.11.1972, Blaðsíða 20
Eins árs telpa hrapaði átta metra — lítið sem ekkert meidd ÞÓ—Reykjavik Eins árs gömul telpa hrapaði i fyrradag ofan úr gluggasyllu á fjórðu hæð i fjölbýlishúsi i Breið- holti og niður i malarbing um það bil átta metrum neðar. Þetta átti sér stað við Vesturberg i Breið- holti klukkan rúmlega þrjú á sunnudaginn. Litla stúlkan var i svefn- herbergi ásamt öðru barni.og er ekki vitað, hvernig slysið átti sér stað. Telpan var bara horfin, þegar fólk kom inn i herbergið, og lá hún við húshliðina átta metrum neðar. Sjúkraliö kom fljótt á vett- vang,og var telpan flutt á sjúkra- hús. Þótt ótrúlegt megi virðast mun hún hvergi vera brotin, og var liðan hennar góð i gærkvöldi. Glugginn, sem telpan féll út um, er i rúmlega meters hæð yfir gólfi, og á glugganum átti að vera öryggislæsing, en eitthvað hefur verið að henni. Grimumaðurinn: Úrskurðaður í 30 daga varðhald ÞÓ—Reykjavik. Eldri kona var rænd handtösku af grimuklæddum manni i Þing- holtunum i fyrrakvöld, og stuttu seinna var maður stunginn hnlfi á svipuðum slóðum. Lögreglan hefur nú handtekið mann, sem fljótlega var grunaður um verkn- aðinn, og hefur maðurinn ekki borið á móti þvi að hafa framið þessa tvo glæpi. Það var um klukkan 11 i fyrra- kvöld að hringt var i lögregluna og tilkynnt.að kona hefði verið rænd i Þingholtunum. Hafði konan verið á gangi.og segir hún, að skyndilega hafi maöur með klút fyrir andlitinu komið hlaup- andi að sér og þrifið i handtösku, sem hún hélt á. Konan ætlaði ekki aö sleppa töskunni, en leikurinn endaði meö þvi, að konan hélt á hankanum einum , og maöurinn komst undan meö töskuna. Skömmu seinna var tilkynnt, að maður lægi i blóði sinu i Þing- holtsstræti. Þegar lögreglan kom á staöinn, kom i ljós, að maður einn hafði verið stunginn með hnifi i and- litið. Maðurinn, sem fyrir árás- inni varð, var nokkuö drukkinn, og mundi hann ekki vel eftir hvernig árásin hafði átt sér stað. —Skammt frá þeim stað sem maðurinn lá, fannst hnifsblað það, sem veitt hafði áverkann. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður. Lögreglan hafði strax ákveðinn mann i huga, og fannst hann skömmu seinna, ekki langt frá þeim stað, sem atvikin áttu sér stað. Var maðurinn nokkuð drukkinn, og við yfirheyrslu sagði hann, aö sig rámaði i atburðina. Hann hefur nú verið úrskurðaður i 30 daga gæzluvarðhald. Maður þessi, sem er ungur að árum, hefur oft áður komið við sögu lögreglunnar. og i september mánuði s.l. lauk hann við eins og hálfs árs gæzluvistardóm á Litla- Hrauni. Aðalfundur LÍÚ í dag I dag kl. 14.30 hefstá Hótel Sögu aöalfundur Landssambands islenzkra útvegsmanna. For- maður L.l.tl.: Kristján Ragnars- son setur fundinn með ræðu. Búizt er við.að fundurinn standi fram á fimmtudag, og eru fulltrúar um 100 talsins. Harður jarðskjálfti á Italíu NTB—Róm Hjálparsveitir voru i gær að störfum i Ascoli Piceno á Mið- ttaliu, eftir að þar varð mjög harður jaröskjálfti. Skjálftinn mældist átta stig á Richter- kvarða, en þó slösuðust aðeins fjórar manneskjur. Eignatjón varð hins vegar mjög mikið. Þúsundir manna sváfu undir berum himni i fyrrinótt og þorðu ekki heim vegna ótta við nýjan kipp. Allir voru fluttir burtu af tveimur sjúkrahúsum i grennd- inni i gær, þar sem óttast var, að þau hryndu. Slökkvistööin og aðallögreglustöðin i Ascoli skemmdust talsvert, en annars var lifið i bænum að komast i eðli- legt horf i gær, nema hvaö barna- skólabörn voru heima. Akureyri: Sundlaugin var kol- mórauð Þriðjudagur • 28. nóvember 1972 Vetni á belginn í kvöld og nótt — gert ráð fyrir fjögurra stunda ferð ÞÓ—Reykjavik Ef veðurspáin rætist að þessu sinni, fer fyrsti islenzki loft- belgurinn i sina fyrstu ferð á morgun, miðvikudag. Það er, sem kunnugt er, loftbelgurinn „Vindsvalur”, og um borð i körf- unni, sem hangir undir belgnum, verða fjórir ungir menn. Reiknað er með, að ferðin geti hafizt i ljósaskiptunum i fyrramálið og að „Vindsvalur” verði lentur aftur að minnsta kosti tveimur timum fyrir myrkur. Á meðan á ferð „Vindsvals” stendur, mun Varnarliðið á Keflavikurflugvelli' fylgjast með loftförunum, og einnig mun það verða hjálplegt við að koma þeim aftur til byggða með útbúnaö sinn. Halldór Axelsson, sem er einn þeirra, sem fljúga munu „Vind- sval”, sagði i samtali við blaðið, að þeir félagar hefðu hleypt litil- lega vetni á loftbelginn nú um helgina, og hefði það gengið mjög vel. Hvergi var hægt að finna leka, og virðist þvi samsetningin hafa tekizt með ágætum. Þar sem veður hefur ekki verið gott siðustu daga var ákveðið að biða með að fylla „Vindsval” vetni þangað til tryggt væri, að hægt yrði að leggja upp i flugferð. Ef belgurinn heföi verið fylltur vetni og veður hefði verið slæmt, er hætt við, að erfitt hefði verið að hemja hann, vegna hinnar miklu fyrirferðar, sem á honum er. „Ef spáin heldur áfram aö vera okkur i hag”, sagði Halldór, „þá munum við hefjast handa við áfyllinguna i kvöld, og reiknum viö með, að hún taki 6-8 klukku- tima. Það á að geta gengið mjög vel að fylla belginn af vetni, þar sem við getum tæmt fjóra kúta i einu, en tvær minútur tekur að tæma hvern kút. Þar sem þeir félagar hafa ekki nógu marga kúta, þarf bill að vera i förum milli áburöarverksmiðjunnar i Gufunesi, þar sem vetniö er sett á kútana, og Sandskeiðs, á meðan áfyllingin á sér stað. Starfsmenn i áburðarverksmiðjunni sjá um að fylla kútana, og tekur ekki nema eina minútu að fylla hvern”. Ekki vildi Halldór neitt segja til um, hve þessi fyrsta ferð Vind- NTB—Kairó — Egyptar hafa gert allar hugsanlegar varúðarráðstafanir og eru reiðubúnir til styrjaldar við ísraelsmenn, sagði Sidky, for- sætisráðherra Egyptalands, I ræðu i þinginu i gær. — Viöbúið er, að við neyöumst til aö fara i styrjöld á næstunni, sagði hann. Samtimis þvi að Sidky hélt ræðu sina, birti rikisútvarpiö i Damaskus frétt, þar sem Israelar eru ásakaðir um að hafa á prjón- svals yrði löng, hún gæti aldrei varað lengur en 2-4 tima, þar sem dagsbirtunnar nýtur svo stutt við um þessar mundir. Jónas Jakobsson, veður- fræðingur, sagði, er við ræddum við hann, að hann byggist við hvassri vestanátt i dag, en á morgun er búizt við, að vindinn lægi, og jafnvel er búizt við stillu hluta dagsins, en annað kvöld er gert ráð fyrir, að vindur snúist til suðausturs. — Annars er erfitt að spá nákvæmlega núna, þvi tiðin hefur verið svo umhleypinga- söm, sagði Jónas að lokum. unum áætlanir um árásir á Egyptaland og Sýrland. — ísrael reynir að láta heiminn halda, að aðgerðir Sýrlendinga til að verja land sitt, séu tilraunir til að draga allt svæöið fyrir botni Miðjarðar- hafs inn i styrjöld, sem ógnar heimsfriðinum, sagöi i fréttinni. í ræðu sinni á þinginu sagði Sidky, að Egyptar yrðu að vera viðbúnir styrjöld við Israelsmenn hvenær sem væri. — Ef til styrj- Héraðslæknirinn kom og tók sýni úr vatninu og rannsakaði. Ekki reyndist vera um sorp- mengun að ræða, heldur aðeins mold. Hafði fallið aurskriða í einn brunninn og þvi varð vatnið svo gruggugt. Sorphaugarnir eiga reyndar að vera það vel girtir, að þaðan geti ekki runnið vatn. Það mun hafa komið fyrir áður, að aurskriða hafi fallið i sund- laugarbrunnana, en i þetta sinn var það sú stærsta. Þegar var hleypt úr lauginni og hún hreinsuð, en nú er að renna i hana aftur, og verður hún væntanlega tilbúin til notkunar á morgun að nýju, en haldið verður áfram að taka sýni úr henni daglega næstu daga. A meðan á hreinsun stendur nota Akureyringar innisund- laugina. aldar kemur, erum við það vel undirbúnir, að við vinnum sigur og öðlumst réttindi og land okkar aftur, sagði Sidky. Hann var mjög alvarlegur i bragði, er hann hóf ræðuna, og andrúmsloftið i salnum var þvingað og enginn hrópaði „heyr” eins og venja er, þegar forsætisráðherrann talar. En þegar ræðunni var lokið, eftir um klukkustund, dundi við mikið lófatak. Egyptar eru reiðu- búnir til styrjaldar — og munu sigra, segir Sidky Vetni sett á. Eigendur og aöstandendur „Vindsvals” settu vetni á loftbelgi hans I fyrradag. Þá var þaö aðeins gert til að athuga, hvort ekki væri allt I góöu lagi, og belgurinn því ekki fylltur. 1 kvöld og nótt veröur Vindsvalur fyiltur vetni.og við sólarupprás á fyrsti Islenzki loftbelgurinn aö fara i sina fyrstu ferö. Tímamynd Gunnar. Fer Vindsvalur á loft á morgun? SB—Reykjavik. Heldur brá mönnum i brún, sem ætluðu að fara að fá sér sunnudagstrimmið i Sundlaug Akureyrar. Vatnið i lauginni var nefnilega eins kolmórautt og verstu fljót gerast I leysingum , og engin leið að synda i þvi. I bænum kom upp sá kvittur, að þarna væri um að ræða mengun frá öskuhaugum bæjarins, sem eru ekki ýkja langt frá brunnum þeim, sem vatnið rennur úr i sundlaugina. Brunnarnir eru uppi á Glerárdal, en öskuhaugarnir ofar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.