Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN Barátta fyrir útfærslu norsku landhelginnar að hefjast Einari Ágústssyni boðið á ráðstefnu um auðæfí hafsins í Osló ÞÓ—Reykjavik -Hérá landi eru nú staddir fjórir erlendir stúdentar i tilefni 1. des- ember hátiðarhaldanna, sem voru i gær. Gestirnir eru Egil Morland og Kjell Nielsen frá háskólanum i Osló, grænlenzkur stúdent, Arqualuk Lynge, frá Egedesminde, en hann stundar nám i þjóðfélagsfræðum við Kaupmannahafnarháskóla, fjórði gesturinn er frá Færeyjum, en hann var ekki kominn til landsins, er blaðamenn ræddu við Norð- mennina og Grænlendingin. A fundinum, sem þremenn- ingarnir héldu með blaða- mönnum, kom fram, að þeir eru hér staddir vegna 1. des, hátiðar- haldanna og var þeim boðið fyrir milligöngu Félags islenzkra námsmanna i Oslú, en eins og kunnugt er af fréttum, þá hafa þeir unnið mikið og gott starf til kynningar landhelgismálinu i Noregi og reyndar á öllum Norðurlöndunum. Ahugi fólks i Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Sviþjóð á landhelgismálinu er mjög mikill og hafa t.d. mörg félög i Noregi birt stuðningsyfirlýsingar við málstað tslands. Nú eru þar i uppsiglinu samtök margra félaga, bæði pólitiskra og ópóli- tiskra, sem berjast munu fyrir útfærslu norsku landhelginnar. Þessisamtök styðja íslendinga af einhug. I lok október voru stofnuð i Kaupmannahöf n samtök Færeyinga, Grænlendinga og Islendinga, sem hafa að stefnu- marki útfærslu landhelgi þessara landa og viðurkenningu annarra Þeir berjast fyrir útfærslu fiskveiðilandhelgi eigin landa og styðja tslendinga af alhug í baráttunni við Breta. Talið frá vinstri: Arqualuk Lynge, frá Grænlandi, Kjell Nielsen og Egil Morland báðir frá Tfmamynd Gunnar. Noregi. þjóða á þeim. I Sviþjóð hefur verið starfandi nefnd, „Den svenska solidaritetkommitten", sem var beinlinis stofnuð i þeim tilgangi að styðja tslendinga i landhelgismálinu. Kjell Nielsen, annar norsku gestanna, sagði á blaðamanna- fundinum, að nokkur stærstu sjó- mannafélög í Noregi, þar á meðal Noregs fiskarlag, hafi krafizt út- færslu norsku landhelginnar i 50 sjómilur og yrði útfærsla norsku landhelginnar vafalaust ofarlega á baugi, er landfundur sam- takanna hefst 4. desember n.k. Einnig sagði Kjell að mikil ráö- stefna yrði haldinn i Osló 14. desember n.k. um auðæfi hafsins og mikilvægi þess að alþjóðlegt samstarf takist um verndun þeirra. Hefur Einari Agiistssyni, utanrikisráðherra verið boðið til þessarar ráðstefnu. Kjell sagði, að á næstunni hæfist mikil barátta fyrir út- færslu norsku landhelginnar i 50 sjómflur og færi hún m.a. fram með þeim hætti, að heilsiðu-aug- lýsingar yrðu birtar i norsku blöðunum, þar sem krafizt væri 50 milna Iandhelgi við Noreg. Fé til þessarar baráttu er m.a. fengið með sölu á landhelgis- merkjunum, en þessi merki eru með ýmsum áletrunum eins og Haustfundur forstjóra og sölustjóra Loftleiða Hinn árlegi haustfundur er- lendra forstjóra og sölustjóra Loftleiða og ýmissa starfsmanna félagsins hér á landi var haldinn i Reykjavik dagana 28., 29. og 30. nóvember. Á fundunum voru ræddar skýrslur frá erlendu fulltrúunum og islenzku deildarstjórunum um starfsemina að undanförnu, og skipzt á skoðunum um þær leiðir, sem hyggilegast væri að fara til þess að efla félagið og tryggja vaxandi traust viðskiptavina þess á þjóhustu Loftleiða. Her með er ljósmynd sem tekin var i fundarhléi: Aftari röð, talið frá vinstri: Er- ling Aspelund (Reykjavik) Geir Andersen (Reykjavik) Ásbjörn Magnússon (Reykjavik) P. Larsen (Washington) F.X.M. Nieuwenhuizen (Amsterdam) A. Quitard (Brussel) L. Meier (Bern) F. Vorwerk (Luxemburg) R. Hovden (Osló) Davið Vil- helmsson (Frankfurt) J.H. Chilvers (London) Ólafur Briem (London) Gylfi Sigurlinnason (Reykjavik) H. Reese (Ham- borg) J. Marooney (Chicago) S. Amori (Milanó) E. Gasser (Vinarborg) M. Lundgreen (Kaupmannahöfn) R. Rudd (New York) Sigurður (Reykjavik) Magnússon Fremri röð: J.J. Lo- ughery (New York) G. Alant (Paris) W. Hoenig (Hamborg) íslaug Aðalsteinsdóttir (Reykja- vik) Bryndis Helgadóttir (Reykjaviic) E. Aakrann (Luxemborg) B. Steenstrup (Gautaborg) Martin Petersen (Reykjavik). Á myndina vantar stjórn Loft- leiða og allmarga starfsmenn fé- lagsins, sem einnig sátu suma af fundunum. t.d. tsland 50, Grönland 50, Föröyar 50 Norge 50 og sérstakt merki með nöfnum allra þessara landa. Hafa nú verið prentuð 50 þúsund merki með þessum áletrunum og hefur þeim verið dreift til grænlenzkra og færeyskra stúdenta i Kaup- mannahöfn, um allan Noreg og 12 þúsund stykki hafa farið til tslands. Kjell nefndi eitt dæmi um hve áhugi sjómanna væri mikill fyrir útfærslu norsku landhelginnar. Undanfarið hefur ásókn erlendra togveiðiskipa aukizt mikiö við Noregsstrendur, og hafa norskir bátar oft á tiðum orðið fyrir miklu veiðafæratjóni. Fyrir stuttu kom það fyrir, að pólskur togari eyði- lagði 150 net hjá norskum neta- báti Þegar báturinn kom að landi var norska sjónvarpið komið á staðinn og átti að taka langt viðtal við skipstjórann. Fyrsta spurn- ingin var. Hvað er hægt að gera til að koma i veg fyrir, að slikur atburðu endurtaki sig? — Svar skipstjórans var, „Færa land- helgina út i 50 mílur, eins og tslendingar hafa gert". Lengra varð samtalið ekki. Arqualuk Lynge frá Grænlandi sagði, að grænlenzka landsráðið hefði fyrir skemmstu samþykkt, að það mælti með útfærslu land- helginnar við Grænland, en landsráðið er æðsta ráðgefandi stofnun Grænlands heimafyrir gagnvartdanska þinginu og rikis- stjórninni. Lynge taldi þó, að útfærsla grænlenzku landhelginnar væri óframkvæmanleg nema lagaleg og stjórnarleg 'staða Grænlands breyttist og landið fengi sjálf- stæði að ákveðnu marki, eins og t.d. Færeyjar. Það, sem gerir út- færslu grænlenzku landhelginnar mjög erfiða, er innganga Dana i EBE, en Græniand fylgdi Dan- mörku inn i Efnahagsbandalagið. Ég tel það óeðlilegt, sagði Lynge, að land, sem liggur langt frá Danmörku, þurfi i einu og öllu að lúta „fjarstýringu" frá Kaup- mannahöfn. Þrír fjallvegir enn lokaðir á Vestfjörðum Þrir fjailvegir á Vestfjörðum eru enn lokaðir vegna fannalaga — Breiðadalsheiði, Rafnseyrar- heiði og Klettsháls i Barða- strandarsýslu. Vestur á ísafirði eru allmargar bifreiðar, sem biða þess að komast suður um, en ósýnt er, hvenær það verður. 1 þiðunni á dögunum hjaðnaði snjór mjög, og er langt frá þvi, að frágangssök sé að ryðja þessa fjallvegi. Það hefur þó ekki verið gert fram að þessu. Merkileg tillaga TiHaga sú, sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa l'lutt i varnarmálum er merkileg. Umræðurnar um hana á Alþingi i fyrradag voru það einnig. En ekki sizt var frá- sögn Mbl. af umræðunum og tillöguflutningnum i gær stór- merkileg. i tillögu Alþýðuflokksins er þvi slegið föstu án nokkurra fyrirvara, að „tækni- breytingar siðustu ára hafa valdið þvi, að hernaðarleg þýðing tslands felst nú að langmestu leyti i eftirliti með siglingum i og á hafinu milli Grænlands, tslands og Færeyja". Og ennfremur er þvi slegið föstu i tiilögugrein- inni að „þýðingarmesti hluti af verkefni bandariska varnarliösins hér á landi og stjórn varnarsvæðanna" sé rekstur „óvopnaðra eftirlits- flugvéla", ásamt „nauðsyn- legum björgunarflugvélum". Tillagan fjallar svo til við- bótar við þessar tvær mikil- vægu staðhæfingar um rann- sókn á þvi, hvort islendingar geti tekið að sér þá starfsemi, sem sögð er mestu skipta. Þær staðhæfingar, sem fram koma i tillögu Alþýðuflokksins, eru ekki sizt merkilegar fyrir það, að þær koma frá flokki, sem fór með sljórn varnarmálanna i rikis- sljórn ihvorki meira né minna en 15 ár, eða nærfellt allan þann tinia, sem barndariskt varnarlið Hefiir dvali'ð hér á landi. Þessar staðhæfingar Alþýðuflokksins eru einnig athyglisverðar nú fyrir það, að lalsmenn Alþýðuflokksins og samstarfsflokksins í ríkis- stjorn, Sjálfstæðisflokksins, hafa á undanförnum árum jafnan dregið slikar stað- hæfingar i efa, þegar þær hafa verið bornar fram á siðustu árum, meðan Alþýðuflokkur- inn fór með stjórn varnarmál- anna. Merkilegar umræður Umræðurnar í þinginu um þessa tillögu Alþýðuflokksins voru hins vegar merkilegar fyrir þær sakir, að talsmenn Sjálfslæðisflokksins i um- ræðunum töldu fullkomiega eðlilegt, að varnarsamningur- inn við Bandarikin yrði endurskoðaður, þar sem 20 ár væru liðin frá þvi að hann var gerður. En engu Ifkara var, en þeir teldu að slíka endur- skoðun ætti fyrst og fremst að gera fyrir alla aðra en Sjálf- stæðismenn, því að þeir vissu þegar hvernig þær niðurstöður ættu að verða. Ógnanir Rússa i Noröurhöfum væru svo vaxandi, að ábyrgðarleysi væri að mæta þeim ekki með gangaðgerðum- og þá að manni skildist helzt, án þess þó að það væri sagt, að gera island að þvi vopnabúri, sem skyti Rússum skelk i bringu. Þcssum óbeinu niðurstöðum Sjálfstæðisflokksins af endur- skoðuninni og mati varnar- málanna og þeirrar starfsemi, sem varnarliðið hefur nú hér með höndum, og enn hefur ekki farið fram, svaraði fyrsti flutningsmaður tillögu þing- manna Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal, á þann hátt, að fullyrða afdráttar- laust, að i dag væri engin hætta á iiiniás i island og Bandarikjastjórn teldi alls ekki neina hættu á þvi, að slfk innrás i tsland væri yfirvofandi, þrátt fyrir aukinn flotastyrk Rússa i Norður- höfum, vegna þess að annars myndu þeir varla láta nægja til varnar gegn, landinu, að „kokkar og skrifstofumenn" einir hefðu byssur hjá sér. Og Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.