Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN 13 Fjórar listsýningar opnaðar um helgina JGK—Reykjavik Fjórar listsýningar verða opn- aöar i Reykjavik um helgina. Helga Weisshappel opnar sýningu i Bogasal þjóðminjasafnsins og sýnirþarþrjátiuog tvær myndir, flestar vatnslitamyndir eða svo- kallaðar akrylic myndir. t norræna húsinu halda sýningu Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn. Sú sýning hefur yfir- skriftina ,,Ljós og litir" og er ekki málverkasýning i venjulegum skilningi. sjálf kalla þau list sina hreyfilist. Á Laugavegi 21 sýnir Grimur M. Steindórsson sextiu- oliumyndir og i Galleri Súm við Vatnsstig er á ferðinni ungur listamaður Ingiberg Magnússon með fyrstu einkasýningu sina. Margrét og Steve. Tímamyndir Róbert. Helga Weisshappel er löngu kunnfyrir list sina bæði heima og erlendis en siðast sýndi hún i Bogasalnum 1968. Að undanförnu hefur hún dvalizt i Banda- rikjunum og tekið þátt i sam- sýningum þar m.a. á vegum sam- takanna Art League of Northern Virginia (Listasamtökum norður Virginiurikis) en hún er með- limur i þeim. Einn gagnrýnandi kemst svo að orði um sýni'ngu hennar i New York 1971 að meðferð hennar á vatnslitunum beri vott um mikla ögun og hóf- stillingu og tekursem dæmi mynd hennar ,,Sköpun" sem sýnir Surtseyjargosið eins og það kemur listakonunni fyrir sjónir. Myndirnar á þessari sýningu Helgu hafa ekki sézt hér áður en margar þeirra hafa verið á sýn- ingum erlendis Sýningin er opin daglega kl. 14-22 til 11. des. Sýning þeirra Margrétar og Steve Fairbairn hefur dálitla sérstöðu meðal þessara fjögurra, sem hér er getið um. Hér er um að ræða fyrstu sýningu hérlendis sem byggð er eingöngu upp á hreyfi- list , (kinetic). Hún byggist á þvi að litir geta breytt formi og formið litum. Verkið breytir um svip eftir þvi hvernig ljós fellur á það áhorfandinn sér það á ýmsa vegu ef hann litur á það frá mörgum sjónarhornum. Sjálf segja þau, að tækin sem þau nota sé meira sótt i eðlisfræðibækur en handbækur málara. Ætlun þeirra sé að skapa lifandi list, sem ekki er hægt að kalla fram með málningu einni saman. Þau Margrét og Steve hafa bæði stundaðnám sitt i Englandi siðan 1968 hafa þau unnið saman að verkum sinum og tekið -þátt i samsýningum þar ytra og i Reykjavik. Sýningin verður opin daglega kl. 14-22 til ellefta des- ember. Sýning Ingibergs Magnússonar er fyrsta einkasýning hans en hann hefur tekið þátt i sam- sýningum bæði heima og er- lendis. Nám sitt hefur hann stundað i Handiða og myndlistar- skólanum. Á sýningu hans eru um tuttugu myndir. Grimur M. Steindórsson stundaði nám i skóla, sem sem kallaðist Fristundamálarar og var nokkurskonar fyrirrennari myndlistarskólans. Aðalkennari hans var Kjartan Guðjónsson en einnig stundaði hann um skeið nám hjá Asmundi Sveinssyni. Hann hefur farið utan og kynnt sér myndlist bæði i Evrópu og Bandarikjunum. Verk hans eru til i einkasöfnum m.a. hjá Þjóð- leikhúsinu. Sýningin verður opin daglega kl. 14-22 til tiunda desember. Taivaljliivi stcndur hér við tvö málverk, sem hann hefur málað á ís- landi. Finnar með málverka- sýningu í Keflavík ÞÓ—Reykjavik. i gær var opnuð i Iðnaðar- mannahúsinu i Keflavik, sýning á 34 málverkum' fyrir tvo finnska listamenn. Listamennirnir heita Kalervo Konster og Juhani TaivaljSrvi. Myndir Konsters eru 17 að tölu, allt oliumálverk. Allar eru þær blómamyndir. Myndir Konsters eru mjög vinsælar i heimaborg hans Vasa. Verk Taivaljðrvi eru einnig 17, en TaivaljSrvi hefur áður sýnt þrisvar sinnum hér á landi og selt hér margar myndir. Málverkin hans eru öll upp- hleypt, og eru margar þeirra frá fslandi. Allar myndirnar eru til sölu. Sýningunni lýkur á morgun. ÞÓ—Reykjavik. Litið hefur verið hægt að aðhaf- ast með loftbelginn „Vindsval" siðustu dægur, og er það veðrátt- unni um að kenna.Nú mun hins- vegar ákveðið, að loftbelgurinn verði fylltur vetni um leið og veð- urguðirnir sýna bliðu sina i verki. 1 fyrstu mun ekki verða dælt meira vetni i loftbelginn, en svo, að hann lyfti sér i tveggja metra hæð, en til þess mun þurfa um 200 rúmmetra af vetni. Þegar belgur- inn verður kominn i tveggja metra hæð, munu menn frá loft- ferðaeftirlitinu reyna öryggisloka loftbelgsins, og hleypa vetninu úr honum. Ef öryggislokinn reynist vera i fullkomnu lagi, þá er ekk- ert til fyrirstæðu með fyrstu flug- ferðina. Sigurður Jónsson; yfirmaður loftferðaeftirlitsins sagði i sam- tali við blaðið, að sér litist vel á þessa fyrirhuguðu ferð piltanna i loftbelgnum: — Þetta eru klárir piltar og hafa hugsað fyrir flestu, Grimur M. Steindórsson. Helga Weisshappel. Myndiu heitir Landsýn. Ingiberg Mágnússon. Lízt vel á flugferðina, en ekki árstíðina - segir Sigurður Jónsson um loftbelgsflugið — en það er bara árstiðin, sem okkur hjá loftferðaeftirlitinu lýst ekki beint vel á sagði Sigurður. Sigurður sagði, að þetta væri eini þáttur flugsins, sem Islendingar hefðu ekki fengizt við, og þessvegna væri gaman að, ef þetta tækizt. Svona flug ætti að reyna yfir sumartimann, þegar veður yæru góð, en við hjá loft- ferðaeftirlitinu gerum allt til þess að úr ferð piltanna geti orðið. Og ef ekki verður hægt að fljúga á næstunni, þá veit ég að Flug- málafélag Islands og flugmála- stjóri munu reynast piltunum hjálplegir. Meðal annars veit ég að flugmálastóri er reiðubúinn að veita loftbelgnum húsáskjól ef frésta verður fluginu i vetur. 19 brezkir og v-þýzkir sjó- menn á íslenzk sjúkrahús frá I. september ÞÖ—Reykjavik I gær voru liðnir þrir mánuðir frá þvi, að islenzka fiskveiðilög- sagan var færð út i 50 sjómflur. A þessum þrem mánuðum hafa 10 brezkir sjómenn meira og minna slasaðir verið lagðir inn á sjúkra- hús á tslandi, að auki var komið með einn látinn brezkan sjómann til Seyðisfjarðar. A sama tima hafa niu v-þýzkir sjómenn verið lagðir inn á islenzk sjúkrahús. Hafa Þv' a^s 19 sJó- menn af lándhelgisbrjótum verið lagðir inn á islenzku sjúkrahúsin. Þeir mánuðir, sem liðnir eru frá útfærslu landhelginnar eru með meiri slysamánuðum á sjón- um og sömu mánuði undanfarin ár hafa verið lagðir meira en 100 brezkir og v-þýzkir sjómenn á is- lenzk sjúkrahús. Á þessu sést að hér er um mikla fækkun að ræða, og enda eru læknar um borð i öll- um eftirlitsskipunum, sem'land- helgisbrjótunum til aðstoðar og hafa þeir gert að sárum flestra þeirra sjómanna, sem hafa slas- azt. Aðeins hafa verið fluttir i land þeir menn sem alvarleg meiðsli hafa hlotið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.