Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 9
', ;') .'. ' U Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN trtgefandi: Frímsóknarflokkurílin ! Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-g : arinn Þórarinsson (ábm.),'Jón Helgason, Tómas Karlsson;!;! ! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnuéagsblaös Timins)i!;! Auglýsingastjóri: Steingrhnur Gislaso)ii. • Ritstjórnarskrif-i:!: stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-1«306Í;!; Skrifstofur I Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — auglýs!;!; ingasimi 19523. Aörar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaldp ,£2.5 krónnr á mánuöi innan tands, i lausasölu 15 krónur ein-.!;! itakiö. Blaðaprent h.f. :!;! Maier Asher, Daily Telegraph: Siðleysi AAorgunblaðsins Daginn eftir að landhelgisviðræðum islenzkra og brezkra ráðherra lauk, birti Mbl. viðtal, sem það taldi einn blaðamann sinn hafa átt við Einar Ágústsson og Lúðvik Jósefsson, meðan á viðræðunum stóð. Viðtalið snerist um, hvað rétt væri, að ráðherrarnir létu hafa eftir sér meðan á viðræðunum stæði. Ráðherrarnir ræddu þetta við blaðamanninn sem trúnaðar- mál, án þess að það væri beinlinis tekið fram, enda hefur verið litið á landhelgismálið sem sameiginlegt málefni allrar þjóðarinnar, er væri hafið yfir flokksdeilur. I þeim efnum gætu ráðherrarnir þvi átt sömu skipti við blöð stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna og m.a. rætt við blaðamenn Mbl. um málið, án þess að eiga á hættu að reynt væri að rangfæra það, sem þannig færi persónulega á milli manna. í yfirlýsingu, sem ráðherrarnir tveir hafa birt um þetta ,,viðtal", lýsa þeir þvi, að þar sé mjög hallað réttu máli. I framhaldi af þvi, far- ast þeim svo orð á þessa leið: ,,í öðru lagi viljum við átelja það harðlega, að viðkvæmt mál og stórmál eins og land- helgismálið, skuli notað á þennan hátt í islenzku dagblaði. Það er ekki málstað okkar til framdráttar. Verði slikum vinnubrögðum haldið áfram af hálfu Morgunblaðsins hljót- um við að endurskoða afstöðu okkar til við- tala og upplýsingamiðlunar til þessa blaðs i framtiðinni". Hér er vissulega ekki of sterkt til orða tekið, þvi að umræddur verknaður Mbl. er með öllu óafsakanlegur og þó einkum, þegar hann er framinn i sambandi við annað eins stórmál og landhelgismálið er. Söguburður i slikum anda getur valdið misskilningi og veikt aðstöðu okk- ar út á við. Hann sýnir, að vissir aðilar hlifast ekki við að draga landhelgismálið niður i skarnið, ef þeir telja sér minnsta pólitiskan ávinning i þvi. Tilgangurinn með umræddu ,,viðtali" Mbl. er bersýnilega sá, að reyna að gera litið úr Ein- ari Ágústssyni og sýna fram á, að það sé Lúðvik Jósefsson, sem ráði einn og öllu um meðferð landhelgismálsins. Þetta er ekki ný vinnuaðferð hjá Mbl., heldur hefur það jafnan reynt að rægja menn saman á þennan hátt. Glöggt dæmi um þetta var það háttalag Mbl. að kalla Tryggva Þórhallsson, þegar hann var forsætisráðherra, yfirleitt ekki öðru nafni en ,,stóra núllið". Það veikir áreiðanlega ekki traust manna á Einar Ágústssyni, þótt Mbl. beiti nú slikum vopnum gegn honum. Mbl. ger- ir sér áreiðanlega grein fyrir þvi áliti, sem Einar Ágústsson hefur unnið sér sem utanrikisráðherra, og sér þvi helzt það ráð, að reyna að gera litið úr honum á framangreindan hátt, og reyna jafnframt að vekja óánægju milli samstarfsmanna. Vafalitið er þessi gamalkunni rógur Mbl. orðinn meinlaus og máttlaus, þvi að menn eru orðnir svo vanir honum, ef honum er ekki beitt i sambandi við viðkvæm utanrikismál. Þá getur hann valdið misskilningi og veikt stöðu utanrikisráðherra i sambandi við erfið samningamál út á við. Þessvegna er umrætt „viðtal" Mbl. eitthvert mesta siðleysi, sem hægt er að finna dæmi um i sögu islenzkrar blaðamennsku. — Þ.Þ. Gyðingum fellur illa að stunda erfiðisvindu Vaxandi vandamál stjórnendanna í ísrael NÝR vandi er tekinn að angra Israelsmenn. Hvernig eiga þeir að koma i veg fyrir, að Gyðingar i Israel hallist að nýju til þeirrar aldagömlu hneigðar Gyðinga, að stunda hin áreynsluminni störfin en láta öðrum eftir erfiðis- vinnuna? Stofnendur Gyðingarikisins börðust gegn þessari hneigð af alefli. Hneigðin er andstæð öllum grundvallaratriðum i allri hugmyndafræði Zionista. Markmiðið var að breyta gyðingakaupmönnum úr fátækrahverfum og borgarbú- um i bændur, iðnverkamenn og hermenn. GYÐINGAR i Evrópu yfir- gáfu'heimkynni sin til þess að fara til Palestinu, leggja þar vegi, byggja hús og rækta jörðina hörðum höndum. Rfki þessara Gyðinga hefir nú haldið sjálfstæði sinu i aldar- fjórðung og afkomendur þeirra eru farnir að koma sér fyrir i skrifstofum og verzlun- um, landnemunum, feðrum þeirra, til vonbrigða og hrell- ingar. Tækifærið til umskiptanna gafst fyrst i alvöru fyrir fimm árum. Sex-daga-striðið olli þvi, að nokkuð af ódýru, arabisku vinnuafli á vestur- bakka Jórdan og á Gaza-svæð- inu var flutt inn fyrir hin gömlu landamæri IsraelS' i til- raunaskyni. Þessu vinnuafli var ætlað að fylla i skörðin, sem mynduðust, þegar Gyðingar voru kvaddir i her- inn, en nokkur hluti hans hélt áfram að annast varnir og eft- irlit við vopnahléslinuna við Zuesskurðinn og ána Jórdan. SVO urðu snögg umskipti og mikil til aukinnar velmegun- ar, bæði vegna andstreymis landnema og fjármagns og hraðra framfara i iðnaði, en höfuðorsök þeirra var einmitt þörf hersins fyrir hergögn og hvers konar búnað. Úr viðsjám dró á landamærunum og þá þurfti ekki á eins miklu varaliði að halda og kaiiað hafði verið til vopna. Fram- vindan hafði orðið afar hröð. Hermenn, sem hurfu að nýju að sinum fyrri borgaralegu störfum, komust ekki einungis að raun um, að þeir gátu hik- laust komizt að, heldur þurfti á æ meira vinnuafli að halda. Arabar frá hernumdu svæðun- um bættu vitaskuld úr þessari þörf. Siðar ráku verkamenn af gyðingaættum sig á það, að hinn almenni skortur á vinnu- afli gaf þeim tækifæri til að út- vega sér auðveldari starfa en erfiðisvinnuna. Margir lögðu mislita samfestinginn á hill- una, fór i hvita skyrtu og „sunnudagaföt" og hófu vinnu i skrifstofum. MEÐAN þessu fór fram jókst flutningur Araba frá hernumdu svæðunum sifellt og varð að stöðugum straumi, unz arabiskir verkamenn námu 85 af hundraði við byggingarvinnu i Jerúsalem, en ekki reyndist unnt að ljúka við margar byggingar i Tel Aviv, þegar verkamenn af Gaza-svæðinu ákváðu að hætta vinnu þar. I ár kom mjög berlega i ljós, hve atvinnulifið i Israel er orðið háð arabiska vinnuafl- inu. Þá reyndist ókleift að hefja sitrónuútflutninginn með eðlilegum hætti vegna þess, að vinnuafl til að safna ávöxtunum reyndist ófáan- legt. Lagt er fastar að rikisstjórninni að flytja inn 10 þúsund arabiska verkamenn frá hernumdu svæðunum i viðbót. Hér er um verulega fjölgun að ræða, þar sem fyrir eru i Israel um 50 þúsund arabiskir verkamenn frá þessum svæðum. STJÓRNIN i ísrael tregðast við. I Israel eru þegar starfandi eins margir arabiskir verka- menn frá hernumdu svæð- unum og talizt getur ráðlegt og fyllilega það", sagði-Joseph Almogi verkamálaráðherra. Hann lét ennfremur i ljós ugg sinn um, að aukin þátttaka arabiskra verkamanna i at- vinnulifi Israels yrði til þess með timanum að draga Ur gyðingaeinkennum þjóðarinn- ar. Golda Meir forsætisráð- herra er opinská, en hún starf- aði fyrrum & samyrkjubúi. ' Hún ferðast um landið og var- ar Gyðinga við: „Við verðum að óhreinka hendur okkará likamlegri vinnu og megum ekki láta aðra erfiða fyrir okk- ur". ARABAR sækjast ekki eftir vinnu i Israel vegna þess, að skortur sé á vinnu á vestur- bakka Jordan eða á Gaza- svæðinu. Þeir sækja þangað vegna hins, að þeir fá greitt árlegt leyfi, laun i veikindum, tryggingu gegn vinnuslysum, fjölskyldubætur, aukagreiðslu vegna trúarhátiða og ókeypis læknishjálp, hvort heldur er vegna slysa eða almennra veikinda meðan þeir dveljast i Israel. Arabar frá hernumdu svæð- unum fengu i laun 25 millj. punda árið sem leið. Þeir fara með mest af þessu fé heim og það verður til þess að efla at- vinnulifið þar. Þar sem almennt er talið, að tala arabiskra verkamanna i Israel hafi náð „hámarki", er lögregla landsins farin að beita meiri hörku en áður gegn „ólöglegum" Aröbum, sem stunda vinnu i Israel án leyfis, en þeir skipta þúsund- um. Lögreglan framkvæmir skyndikannanir á ákveðnum vinnustöðum til þess að finna lögbrjóta, og hafði þannig hendur i hári um það bil þús- und „ólöglegra" arabiskra verkamanna siðastliðinn mánuð. EN lögreglan leitar ekki einungis þeirra, sem stunda vinnu I óleyfi, heldur og ann- arra, sem búa i Israel án leyf- is. Yfirleitt er fvlet þeirri reglu, að aðiluttum verka- mönnum sé skylt að fara heim að kvöldi, en aðeins örfáar þúsundir verkamanna, sem stunda ákveðin störf, eru und- anþegnar þeirri kvöð. Heimferðin er stundum all- miklum vandkvæðum bundin og af þeim sökum hafa ara- biskir verkamenn reynt að tryggja sér „viðlegu" nálægt vinnustað, og er þá venjulega um bráðabirgðaskúra að ræða. Þeir, sem i slikum bráðabirgðaskýlum búa, flytja venjulega konu og börn til sin þegar fram liða stundir. Rikisstjórnin i Israel reynir eins og kostur er að láta Gyð- inga eina búa innan hinna gömlu landamæra, en Araba- hverfi risa oft og tiðum þar, sem ekki var til þess ætlazt. • ótti tsraelsmanna i þessu efni er ekki úr lausu lofti grip- inn. Rosknir ibúar minnast at- burðanna i þorpinu Zichron Ya'acov á Carmel-fjalli, þegar landeigendur þorpsins útveguðu sér arábiska verka- menn til þess að vinna á ökr- unum. Arabarnir komu „lágu við", og nú er þarna Araba- þorpið Furedidis, sem tilheyr- ir engu siður Israel en Zichron Ya'acov. RIKISSTJÓRN tsrael hefir. á prjónunum mikla fjárfest- ingu i nýjum iðnaði á vestur- bakka Jordan og Ga:zasvæð- inu til þess að fá Araba til þess að halda sig I sinni heima- byggð. Stjórnin hefir komið upp 25 þjálfunarstöðvum fyrir fullorðið fólk og um 10 þúsund karlar og konur hafa þegar út- skrifazt frá slikum stöðvum. Verkamálaráðuneytið gerir einnig margháttaðar og kerf- isbundnar ráðstafanir til þess að hvetja til starfrækslu á her- numdu svæðunum og gera vinnuaðstöðu þar jafn góða og I Israel. „Við verðum að hætta að hindra efnahagslegar fram- farir á þessum svæðum með þvi að sækja verkamennina þangað og láta þá hjálpa okk- ur hér heima i Israel", segir verkamálaráðherrann. Hann gerir sér von um, að viðleitnin verði til þess að Gyðingar taki fram samfestinginn að nýju og snúi sér að erfiðisvinnunni. Nokkrir Gyðingar hafa látið freistast af hinum háu launum við byggingarframkvæmdir, þar á meðal innflytjendur frá Sovétrikjunum. Aðrir Gyðingar, sem áður unnu erf- iðisvinnu en hafa að undan- förnu kynnzt „hreinlegri" störfum, verða sennilega treg- ir til að breyta um að nýju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.