Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 20
Stuðningur frá Grænlandi Móses Olsen fulltrúi Grænlands á danska þinginu sendi eftirfar- andi kveöju til hátiðarsamkom- unnar i gær. „Grænlenzku fiskveiðisamtök- in og landsstjórnin grænlenzka styoja alls hugar utfærslu fisk- veiöilögsögu islands i 50 sjómilur. Ég fylgist með útfærslu tslands I 50 milur með fyllstu samúð og áhuga, þvi hún lýsir vilja þjóð ar til að neyta tilveruréttar sins meö eigin ákvöröunum og vegna þess, að þessi útfærsla er i raun óbeinn stuðningur við okkar eigin baráttu, — stuðningur, sem við getum ekki verið án. Ég vil hvetja hina islenzku rik- isstjórn og islenzku þjóðina að standa fast við ákvörðun sina i landhelgismálum. Ég vil gera ykkur ljóst, að ég styð ykkur heilshugar, og ég er viss um, að þið eigið visan stuðning frá hinum grænlenzku sjómönnum, hinni grænlenzku þjóð. Það er von min að einhvern tima i framtiðinni opnist okkur leið til samvinnu innan fiskimál- anna." Sæl og bless Moses Olsen. Stór sprengja í höfninni Fimm hundruð punda sprengja, þýzk, hefur fundizt i höfninni i Klakksvik, rétt sunnan bryggjunar, þarsem hafnarskrif- stofurnar eru. Lá hún þar á sjö metra dýpi, og var sprengiefnið i henni ekki minna en tvö hundruð pund að þyngd. c Laugardagur 2. desember 1972 J Karl Guðmundsson, oddviti og stjórnarformaður Hitaveitu Seltjarnarness styður á hnappinn, og setur i gáng dælur hilaveitunnar i gær. (Tímamynd Róbert) Stutt á „hnappinn" í gær — Hitaveita Seltjarnarness tekin formlega í no Erl—Reykjavik Kl. 15^48 i gær var hitaveita Sel- tjarnarness formlega tekin i notkun. Sveitarstjórinn, Sigur- geir Sigurðsson, bauð gesti vel- komna, en siðan flutti Karl Guð- mundsson oddviti,sem jafnframt er formaður hitaveitustjórnar, stutt ávarp, og setti að þvi búnu i gang dælur hitaveitunnar, með þvi að styðja á „hnappinn". Hin nýja hitaveita á sér nokk- urn aðdraganda. Boranir eftir heitu vatni hafa staðið yfir frá 1965, og það var fyrst 1970, sem öruggt þótti, að hitaveita með heima fengnu vatni, gæti komið. Allmargar holur hafa verið bor- aðar og er virkjanlegt vatnsmagn úr þeim holum, sem hagkvæmt er talið að virkja 85-90 sekúndulitrar af 110 stiga heitu vatni. Hitaveitan hefur nú verið lögð i öll hús sem að götum liggja, og nokkra bæi, svo að framkvæmd- um er nær alveg lokið. Fyrstu FRIÐSAMLEG MOTMÆLI VIÐ SENDIRÁÐBANDARÍKJANNA tkun húsin voru tengd fyrir ári, og er sú reynsla, sem þegar er fengin, ágæt. Vatnið er ekki selt eftir mælum, heldurskammtara, en kostir þess fyrirkomulags eru margir, t.d. er álestur enginn, og húseigendur geta sjálfir skammtað sér hita- kostnað, og betri meðferð á hús- um er talin að hafa ávallt hita á ofnum. Verð á minútulitra er 600 kr á mánuði, og fer innheimta fram með Giró 6 sinnum á ári. Kostnáður við framkvæmdir er um 75 milljónir króna og stenzt hin upphaflega áætlun Vermis h.f. að mestu, en það fyrirtæki hannaði veituna og hafði umsjón með framkvæmdum. Hitaveitustjóri er Jón Hilmar Björnsson, vélstjóri. Færeyingar skoða flotbryggjur Sendinefnd frá Klakksvik i Færeyjum fór i haust til Svi- þjóðar til þess að kynna sér nýjar aðferðir við bryggjugerð þar i landi. Þetta eru flotabryggjur, sem settar eru þvert á land með sem næst þrjátiu og fimm metra millibili og festar við botn með' keðjum. Þessar bryggjur eru tólf metra langar, en Klakksvikingar höfðu sér að skeyta saman fimm slikum bryggjun, svo að þeir fái sextiu metra lengd. Afgreiðslufrestur á þessum bryggjum er fjórir mánuðir og verð á hverri um sig nær þrjú hundruð þúsund krónur. Talið er fjórtán daga verk að ganga frá hverri bryggju, sögðu Fær- eyingarnir, er þeir komu heim. Happdrætti Framsóknar- flokksins Trúnaðarmenn og aörir, sem eiga eftirað gera skil, eru eindregið hvattir til að koma þeim á skrifstofuna Hringbraut 3, sem allra fyrst. útdráttur fer fram 9. des. n.k. Einnig má koma greiðslum fyrir miðanna í afgreiðslu Tímans, Banka- stræti 7 og á giróreikning happdrættisins nr. 3444 í Samvinnubanka islands. Erl—Reykjavik. Eftir samkomuna i Háskólabfói i gær gekk allstór hópur fólks þaðan i gegn um miðbæinn og að bandariska sendiráðinu við Laufásveg, þar sem hann mótmælti veru bandarisks hers á tslandi, og hafði á lofti fána og kröfuspjöld. Nokkur hópur lögregluþjóna var til staðar og skipuðu þeir sér fyrir dyrnar á sendiráðinu og bjuggust til varnar, ef til harðra aðgerða kæmi. Svo varð þó ekki, þvi að mótmælin fóru mjög friðsamlega fram. Fyrir framan dyrnar var kveikt i bandariska fánanum, og brann hann þar til ösku, en reykjarbrælu lagði yfir svæðið um stund, svo að mörgum súrnaði sjáldur i auga. „Vonandi brenna ekki aðrir fánar með svona vondri lykt", heyrðist einhver segja, og voru það ein hörðustu orðin, sem þarna heyrðust. Eftir nokkra dvöl við sendi- ráðið, þar sem Birna Þórðar- dóttir flutti stutt ávarp, dreifðist hópurinn niður um miðbæ, og var meiningin að taka menn tali á i'örnum vegi og ræða við þá afstöðu þeirra til hersetunnar. Um þetta leyti var útifundurinn um Bernhöftstorfuna lika að hefjast og hafa vafalaust flestir mótmælenda tekið þátt i þeim fundi. Jólaglaðningi sjónvarps frestað fram í janúar Erl—Reykjavik. Fyrir viku lauk hljóðsetningu Brekkukotsannáls hjá islenzka sjónvarpinu. Er þá lokið öllum þáttum myndarinnar, en eftir að klippa hana til. Það er mikið verk og seinlegt, en prófklippingu er lokið, og eru allir mjög ánægðir með útkomuna úr henni, einkum þjóðverjarnir, sem finnst myndin óvenjuleg og frumleg um margt, auk þess sem hún er fersk, sökum allra hinna nýju andlita, sem þar birtast. Þeir sem.textann flytja eru að langmestu leyti hinir sömu og léku i myndinni, t.d. allir aðal- leikendurnir. Löngu er fallið frá hinni upprunalegu áætlun, sem gerði ráð fyrir að myndin yrði sýnd hér um jólin. Kemur þar margt til, t.d. hin óhentuga veðrátta sem var til myndatöku i sumar, og öll þau slys, sem starfsfólkið henti á Framhald á bls. 19 EBE-þjóðaratkvæði í Sviss NTB— Bern Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram i Sviss um helgina um fri- verzlunarsamning þann, sem gerður var við EBE i sumar. Flestir telja, að samningurinn verði samþykktur, en ekki er bú- izt við að það verði með yfirgnæf- andi meirihluta. Til að samningurinn verði samþykktur, þarf bæði meiri hluti þjóðarinnar og meiri hluti kantónanna, að greiða honum at- kvæði. Kosning hófst sums staðar i gær, en úrslit verða ekki kunn fyrr en siðdegis á morgun. Svissneska þingið hefur þegar samþykkt samninginn og fjórir stærstu stjórnmálaflokkarnir eru honum hlynntir, svo og stéttar- félagasambandið. og samband vinnuveitenda. Aðeins kommún- istaflokkurinn og hreyfing hægri- sinnaðra repúblikana hafa lýst yfir andstöðu við samninginn, á þeim forsendum, að hann leiði til aukinnar verðbólgu og stjórn- lausrar fólksfjölgunar i landinu. Verði samningurinn samþykkt- ur, gengur hann i gildi um áramótin, en Sviss verður eftir sem áður aðili að friverzlunar- bandalagi Evrópu, Efta. Bandariski fáninn að engu orðinn fyrir framan sendiráðið. Verða örlög herliðsins á Keflavikurflugvelli hin sömu? Timamynd —Gunnar. fyrir góéan maM KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMfiANDSUS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.