Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 5 desember 1972 TÍMINN 15 LEIKMENNIRNIR HJÁ í STÖÐUGRI FRAMFÖR UNGU FRAM - liðið sigraði Hauka 23:19 á sunnudaginn í íþróttahúsinu í Hafnarfirði Góð forusta i fyrri hálfleik tryggði Framliðinu sigur gegn llaukum á sunnudagskvöidiö. Þegar staðan var 9:7 fyrir Fram á 18. min. fyrri hálfleiks, breyttist leikurinn — Framliðið skorar fimm mörk i röð og staðan i hálf- leik var 14:7. Haukaliðið fór ekki i gang fyrr en 10 min. voru til leiksloka, en þá var það oröið of seint. Fram var búið að ná góðri forustu 21:13. Á siðustu min. minnka Haukar muninn i 23:19, en þannig lauk leiknum. Fram kemst i 3:1 i byrjun, en Haukum tekst að jafna 3:3, 4:4 og 5:5 — þá skora þeir Björgvin Björgvinsson, Sigurbergur Sig- steinsson og Ingólfur Öskarsson og munurinn var orðinn þrjú mörk 8:5, en þriggja marka mun- ur helzt út, þar til 12 min. eru eftir af fyrri hálfleik og staðan er 10:7, eftir að hinn skemmtilegi nýliði, Guðmundur Sveinsson, hafði skorað með langskoti. Þá tekur Framliðið góðan sprett og leikur sterkan varnarleik og ógnandi sóknarléik. Á sama tima leikur Haukaliðið mjög ónákvæmlega, og leikmenn liðsins senda knött- inn hvað eftir annað út af leik- vellinum. Fram skorar fjögur mörk i viðbót og staðan er orðin 14:7. Þessi fjögur mörk skora þeir Ingólfur Óskarsson og Sveinn Sveinsson, tvö hvor. Björgvin byrjar að skora i siðari hálfleik og staðan er orðin 15:7, þegar Svavar Geirsson skorar fyrsta mark Hauka i 16 minútur. Um miðjan siðari hálfleik minnka Haukar muninn i sex mörk, þegar Sigurgeir Marteinsson, sem lék sinn 100. leik með Haukum, skor- aði og staðan er þá 18:12, siðan er staðan 19:13, þá kemst Fram i 21:13, með mörkum frá Guð- mundi og Ingó”i. Um það leyti fer Ingólfur út af og við það breytist spilið hjá Fram — það verður ekki eins ógnandi, og Haukar minnka muninn i fimm mörk 21:16, áður en Björgvin Björg- vinsson svarar fyrir Fram. Siðan koma þrjú mörk frá Haukum — Elias, langskot, Þórður Sigurðs- son, langskot og ölafur Ölafsson úr vitakasti, og er þá staðan orðin 22:19. Siðasta mark leiksins skor- aði svo Pétur Jóhannsson, siðasta mark leiksins og lokastaðan varð 23:19 fyrir Fram. f’ramliðinu fer fram með hverjum leik, hinir ungu leik- menn liðsins eru i stöðugri fram- för, sérstaklega þeir Guðmundur Sveinsson og Sveinn Sveinsson. Þarna eru ieikmenn á ferðinni, sem geta skotið og hafa auga fyr- ir linusendingum. Ingólfur er potturinn og pannan i spilinu hjá liðinu, hann er að verða búinn að ná sér eftir meiðslin i hendi og er farinn að skjóta aftur, árangurinn lætur ekki á sér standa, Ingólfur skoraði átta mörk i leiknum. Björgvin og Sigurbergur áttu góðan leik, sömuleiðis Guðjón Er- lendsson, markvörður liðsins. Mörkin skoruðu: Ingólfur 8, Guð- mundur 3, Björgvin 4, Sigurberg- ur og Sveinn, tvö hvor, Pétur, Andres Bridde og Sigurður Einarsson eitt hver. Markvarzlan hjá Haukum var aðalhöfuðverkurinn hjá liðinu, markverðir liðsins vörðu varla skoti leiknum. Þá var kæruleysi i byrjun leikmönnum liðsins að falli, þeir vönduðu sig ekki, heldur voru allir i þvi að senda mjög ónákvæmar sendingar, fram og aftur um völlinn. Bezti maður liðsins var Ólafur Ólafs- son. sem með dugnaði sinum reyndi að drifa upp Haukaliðið. Þegar liðið fór loksins i gang, þá var það oi' seint. munurinn var orðinn það mikill. Mörk Hauka skoruöu eftirtaldir leikmenn: ólafur 5. Guðmundur Haralds- son, Stefán Jónsson, Sigurgeir og Sturla 1 hver. Svavar og Þórður þrjú hvor, Sigurður Jóakimsson og Elias Jónsson, tvö hvor. Leikinn dæmdu þeir Þorvarður Björnsson og Einar Hjartarson; þeir sluppu þokkalega frá leikn- um. SOS. Keflavíkurliðið sigraði Gróttu Keflvikingar komu á óvart á sunnudaginn, þegar þeir sigruðu Gróttu i 2. deildarkeppninni i handknattleik i iþróttahúsinu i Hafnarfirði 19:17. Keflavikurliðið lék þokkalegan handknattleik og sýndi.að það muni verða til alls liklegt i 2. deild i vetur. Með liðinu leika nokkrir knattspyrnumenn, eins og t.d. þeir Guðni Kjartans- son, Þorsteinn Ólafsson og Astráður Gunnarsson. Björgvin Björgvinsson sést bér kasta sér inn i vitateig Ilauka og vippa viirð liauka. kenttinum yfir Sigurgeir mark- Timamynd Gunnar). BLAÞRÆÐI SIGUR FH HÉKK A - sigraði Ármann 20:19, en heppnin var ekki með Ármanni í iokin, þegar 30 sek. voru til leiksloka, small knötturinn í þverslá FH-marksins og þegar leikurinn var flautaður af, voru Ármenningar með knöttinn í hraðupphlaupi Á sunnudagskvöldið lék lánið enn einu sinni viö FH i islands- mótinu i handknattleik; liðið rétt marði sigur yfir nýliðunum i Ármanni 20:19 i iþróttahúsinu i Ilafnarfiröi — þegar 30 sek. voru til leiksloka, átti Jón Ástvaldsson, Ármanni, hörkuskot,sem small i þvcrslá og út á völlinn, þar sem llörður Kristinsson stóð, en hon- um tókst ekki að góma knöttinn og Fll-ingar náðu honum og hófu sókn — en lcikmaöur Ármanns komst inn i scndingu og Björn Jó- hanncsson og Jón Áslvaldsson brunuðu upp völlinn, en áður en þeim tókst að skjóta, þá var flaut- að til lciksloka. Þvilik hcppni fyrir Fll-liðið, sem hefur hlotið átta stig i 1. dciidinni — fjórir leikir og fjórir sigrar, sem hafa hangiö á bláþræði. I.ið, sem hefur svona heppni með sér, hlýtur að hljóta islandsmeistaratitilinn i handknattleik. Ármannsliðið kom á óvart gegn FH, liðið náði forustunni i byrjun leiksins, þegar 10 min. voru liðnar af leiknum var staðan orðin 5:2 iyrir Armann. En svo kom dauð- ur kafli hjá liðinu og FH tókst að jafna 5:5 og komast yfir 8:5 á 21. minútu. Þegar staðan var 9:6 fyrirFH.var Birgi Finnbogasyni, markverði FHfvisað af leikvelli i 2. min. og tókst þá Ármanni að minnka muninn i 10:8 og var stað- an þannig i hálfleik. Strax i byrjun siðari hálfleiks misnotaði Vilberg Sigtryggsson vitakast, en hann skaut i stöng. Á sömu min. skorar Geir Hall- steinsson 11:8 l'yrir FH úr vita- kasti. Ármenningar svara með þremur mörkum og jafna 11:11 — fyrst skorar Ragnar Jónsson, með langskoti, og siðan Hörður Kristinsson, einnig með lang- skoti, á 8. min. jafnar Hörður 11:11 eftir hraðaupphlaup. Viðar kemur FH i 12:11, en Björn Jóhannesson jafnar 12:12. Þá komast FH-ingar i 14:12 ,og um miðjan hálfleikinn er staðan orðin 16:14 — þá misnotar Vilberg annað vitakast og Geir kemur FH i 17:14 úr vitakasti. 1 bæði skiptin, sem Vilberg misnotaði vitaköst, þá svaraði Geir með þvi að skora úr vitakasti — á þessu sést,að i staðinn fyrir að Ármann minnk- aði muninn i eitt mark með að skorað væri úr viti — þá juku FH- ingar forskotið i þrjú mörk, með þvi að skora úr viti. Ármenningum tekst að brúa bilið i 17:16, með mörkum frá 01- fert Nabye, sem skoraði úr viti.og Herði Kristinssyni, en hann skor- aði eftir frikast. Liðin skiptast siðan á að skora,og var allt á suðupunkti siðustu tvær min. en þá var spurningin um þaö, hvort Ármenningum tækist að jafna og fá þar með sitt fyrsta stig i íslandsmótinu. En heppnin var ekki með þeim og fóru FH-ingar þvi með sigur af hólmi. Ármannsliðið kom á óvart i leiknum; liðið lék mjög vel og skynsamlega. Ef liðið heldur álram að leika svona, þá þurfa leikmenn liðsins ekki að kviða — lið,sem leikur svona handknatt- leik, á ekki að þurfa að vera i fall- baráttu. Beztu menn liðsins voru Ilörður, Vilberg og Itagnar Gunn- arsson, markvörður. Þá voru þeir Jón Ástvaldsson og Björn Jóhannesson sterkir i vörninni. Mörkin skoruðu þeir: Vilberg 6 (2 viti), Hörður 4, Björn 3, Jens Jensson og Olfert, tvö hvor, Olfert skoraði bæði úr vitaköstum. Ragnar og Jón Ástvaldsson, eitt hvor. FH-liðið var nokkuð dauft i leiknum og virtist það ekki ná saman. Eins og svo oft áður lék Geir Hallsteinsson aðalhlutverk- ið. Viðar lét ekki að sér kveða fyrr en undir lokin, hann hefur ekki náð að sýna þafysem hann getur i leikjum FH i íslandsmótinu, og virðist vera i öldudal. Hjalti Einarsson lék ekki með FH gegn Ármanni, en markvarzlan var ekki upp á það bezta hjá liðinu. Mörkin skoruðu þeir: Geir 7( 3 viti), Viðar 4, Gunnar Einarsson og Hörður Sigmarsson, tvö hvor, Birgir Björnsson, Jón Gestur, Örn Sigurðsson, Auðunn og Árni Guðjónsson, eitt hver. Dómarar leiksins voru þeir Magnús V. Pétursson, sem dæmdi vel, og Eysteinn Guð- mundsson, en hann er greinilega ekki i æfingu. SOS. Ilörður Sigmarsson, sést hér vera kominn i skotfæri gegn Armanni og senda knöttinn örugglega í netið fram hjá markveröi Ármanns Ragnari Gunnarssyni. (Timamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.