Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 279. tölublað — Þriðjudagur 5. desember—56. árgangur A þessu ári hafa tiðum verið birtar myndir úr Laugardalshöllinni í Itcykjavlk, og þær hafa einkum verið af taflstöðu á skákborði og þeim, sem þar stýrðu riddara og peði. Þessi mynd er einnig þaðan, en þó af allt öðru tagi. Ilún er af drottningarefnum á leikborði Hfsins: Hópi slúlkna, sem sýndu fimleika og á fimleikahátiðinni á sunnudaginn. —Timamynd: Gunnar. Margsinnis skotið á raflínur og spenni í Grundarfirði Erl-Reykjavik Eins og áður hefur verið greint frá hér i blaðinu hefur nokkuð borið á skemmdarverkum á raf- linum i Grundarfirði og þar i grennd. A.m.k. þrisvar sinnum hefur verið skotið á mannvirki rafmagnsveitnanna, bæði á einangrunarkúlur á háspennu- linum og nú siðast á spenni inni i Grundarfjarðarþorpi. Rafmagnsveiturnar hafa kært þessi skemmdarverk til sýslu- manns, er hefur gert rannsókn i málunum og yfirheyrt menn, en engin játning liggur fyrir enn, og er ekkert hægt að sanna fyrr en eitthvað ný'tt kemur i ljós. Grunur hefur að visu beinzt að ákveðnum mönnum, en engar sannanir fengizt. Það, sem einkum styrkir grun manna, hverjir valdir kunna að vera að skemmdunum Eyrar- sveit, er,að þær hafa verið gerðar hjá sama bæ, en þar i grennd eru menn, sem vitað er að fara nokkuð með byssu. Um skotið inni i þorpinu er það að segja, að ekki á að þurfa að benda mönnum á þá hættu, sem stafar af meðferð skotvopna i þét- tbýli, og er það sannarlega hinn mesti stráksskapur og ábyrgðar- leysi að fremja slik verk sem þessi. Þaö er furðulegt, að sumir Framhald á bls. 19 kæli- skápar RAFTÆKJADÉILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Afstaða ís- lendinga til úrskurðar al- þjóðadóm- stólsins ÞO-Reykjavik Einar Agústsson utanrikisráð- herra sendi dómsforseta Alþjóða- dómstólsins i Haag skeyti i gær vcgna málshöfðunar Breta á hendur tslendingum fyrir Alþjóðadómstólnum. i skeytinu segir „Herra dómforseti! Ég hefi þegar haft þann heiður að skýra yður frá sjónarmiðum rikis- stjórnar tslands, svo sem þeim er lýst i orðsendingum til rikis- stjórnar Bretlands fyrir 14. april 1972. Var þar sagt, að samkomu- lag það, sem fólst i erindaskiptum frá 1961 og fram fóru við mjög erfiðar aðstæður, væri þegar brott fallið, að enginn grundvöllur væri fyrir dómsögu dómsstólsins i máli þvi, sem rikisstjórn Bret- lands hefði reynt að visa til hans og að ríkisstjórn tslands mundi ekki haf'a íulltrúa við málsmeð- ferðina." Dómstólnum var einnig tilkynnt.að lifshagsmunir is- lenzku þjóðarinnar væru i veði og að rikisstjórn islands myndi ekki samþykkja dómsögu dómstólsins i neinu máli, er. varðar viðáttu fiskveiðitakmarkanna við tsland og sérstaklega ekki i máli þvi, sem rikisstjórn Bretlands hafi reynt að visa til dómstólsins hinn 14. april 1972. „Þrátt fyrir þetta kvað dóm- stóllinn upp úrskurði sina 17. og 18. ágúst 1972 og með hinum siðarnefnda úrskurði hróflaði dómstóllinn við þeirri stöðu, sem l'yrir hendi var, og olli með þvi Framhald á bls. 19 Norðursjórinn: 20 bátar seldu fyrir 15 millj. ÞÓ-Reykjavik Tuttugu islenzk sildveiðiskip seldu sildarafla i siðustu viku i Danmörku. Alls seldu skipin 827 lestir fyrir 15.1 milljón króna. Meðalverðið var sem fyrr, gott — eða 18.37 krónur fyrir kilóið. Vikuna á undan var veður slæmt á sildarmiðunum norð- vestur af Hjaltlandi, og gátu bátarnir þvi litið verið við veiðar. Um siðustu helgi gerði sæmilegt veður og fengu þá nokkrir bátar afla. en mjög misjafnan. Mestan afla fékk Guðmundur RE, en það er hinn nýi bátur þeirra Hrólfs Gunnarssonar og Páls Guð- mundssonar. Guðmundur fékk 99 lestir og aflinn var seldur fyrir 1.822.277 kr. Hæsta meðalverðið fékk Súlan EA kr. 20.06. Margir islenzku sildveiðibát- anna, sem hafa stundað veiðar i Norðursjó og á Hjaltlandsmiðum i haust, eru nú komnir heim, og upp úr næstu helgi má búast við, að þeir bátar, sem enn eru á sild- veiðum á þessum slóðum, fari að hugsa til heimferðar. íslenzku sjómennirnir þurfa ekki að vera óánægðir með úthaldið að þessu sinni, þvi að haustið hefur mikið bætt upp hið lága sildarverð sumarsins. Reyndar er það svo, að það eru nokkrir bátar, sem bera af, þeir hafa aflað mjög vel, og svo eru nokkrir bátar, sem litinn afla hafa fengið. En þannig hefur það alltaf verið á sjónum og verður alltaf. Sá bátur, sem hefur gert það bezt á sildveiðunum i haust, er Loftur Baldvinsson frá Dalvik, en fyrir afla hans hafa fengizt meira en 17 millj. kr. Undirskriftasöfnun í ytri hluta Rangárþings: Vetrarvegur milli Galta- lækjar og Búrfellslóns! — Landvegurinn nær upp að Galtalæk, en þaðan er aðeins rudd leið á tæplega tuttugu kilómetra kafla að brúnni á Þjórsa hjá Búrfelli, sagði Guðni Kristinsson bóndi á Skarði á Landi, er við áttum tal við hann i gær. Þessi kafli verður ófær jafnskjótt og eitt- hvað snjóar, og nú viljum við fá úr þessu bætt. Guðni á Skarði er aðeins einn af mörgum, sem hafa tekið höndum saman til þess að fá þessari torfæru rutt úr vegi. Um allan ytri hluta Rangárvallasýslu er nú verið að safna undirskriftum, þar sem heitið er á stjórnarvöld að gera þarna upphækkaðan veg, sem akfær verði að vetrarlagi til jafns við aðra vegi á þess- um slóðum. Þessi vegagerð er héraðinu sem sagt mikið hagsmunamál. KRÓKURINN TUGIR KÍLÓMETRA — Hér uppi á öræfunum hafa verið mjög fjölmennar vinnu- stöðvar við Þórisós, Vatnsfell og Sigöldu, þar sem stórkost- legar framkvæmdir eru nú i aðsigi, sagði Guðni. Þarna upp frá vinnur fjöldi Rang- æinga, ekki sizt ungir menn úr þorpunum, Hvolsvelli og Hellu, og þegar vetrar, verða þessir menn að taka á sig krók, sem nemur mörgum tugum kilómetra, þegar þeir fara heim eða að heiman, vegna þessa spotta, sem verð- ur strax ófær. Þarna er sérstaklega auð- velt að gera upphækkaðan veg, og slikur vegur verður áreiðanlega gerður. En það er alveg fráleitt að fresta þvi, þar sem vegarins er hvað mest þörf einmitt nú og á næstu árum. EINHUGUR UM MÁL- IÐ i HÉRAÐINU — Ég er ekki nema eitt hjól- ið i vél, sem við erum að setja i gang til þess að fá þennan veg, sagði Guðni enn fremur — safna undirskriftum hér i kring um mig. Ég býst við, að svo til hver Rangæingur, sem til verður leitað, sextán ára og eldri, verði fljótur að gripa til pennans og skrifa nafnið sitt á skjölin. Þetta er lika meira mál en það kann að sýnast, þvi það getur haft áhrif á, hvar ungir menn, sem gera ráð fyrir að vinna við virkjunarfram- kvæmdir næsta ár, telja sér hagkvæmt að hafa búsetu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.