Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 20
Með beitu af Ameríku- miðum ÞÓ-Reykjavik. Þaö hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum, ef það hefði spurzt, að tslendingar væru farnir að kaupa beitu erlendis frá. En svona standa málin i dag, — þegar við fáum enga beitu- sild, þá verðum við að leita út fyrir landsteinana og kaupa beituna. Ekki er það þó sild, sem við höfum keypt til beitu, heldur aðallega smokkfiskur, og makrill hef- ur einnig veriö reyndur með góðum árangri. Pólski verksmiðjutogarinn. Orka kom til Hafnarfjarðar i fyrradag með 2K0 tonn af makril og smokkfiski, sem l'ara á til beitu Togarinn kemur beint af miðunum við Ameriku, en þar hefur hann verið á veiðum siðustu sex mánuðina. Helmingurinn af þessu beitumagni l'er til geymslu i Hafnarlirði, en hinn hclmingurinn dreifist út um allt land, og fer stór hluti á hafnir við Reykjanes. Verksmiðjutogarinn Orka er 2500 brúttólestir að stærð og er skipið K7 metra langt. Áhölnin er 90 manns. Fólkið með fölsku seðlana komið til Kanada Fékk í Grænlandi vitneskju um, að þeirra væri leitað af Interpol. Klp-Reykjavik Þegar siöast fréttist í gær var ekki búiö að handtaka áhafnir flugvélanna tveggja, sem héðan fóru fyrir helgi áleiðis til Heykökurnar komnar í jöt- urnar í fjós- inu í Laugar- dælum ÞÞ-Sandhóli. Ilafnareru i I.augardælum tilraunir, sem eiga að skera úr þvi, hvort unnt sé að fóðra mjólkurkyr einviirðungu á hevkökum, sem framleiddar voru i sumar í hinni færan- lcgu verksmiðju i Ilraun- gerðishreppi og á Skeiðum. Það er Búnaðarsamband Suðurlands, sem beitir sér fyrir þessum tilraunum, er nú hafa staðið i tvær vikur. Hefur þegar komið i ljós, að kýr tapa ekki jórtri af hey- kökunum eins og gerist, ef þær fá heyköggla einætu. Til samanburðar i tilraun þessari eru hópar kúa, sem fá heykökur og vothey, heykökur og þurrhey og loks vothey einvörðungu. Biða bændur þess með talsverðri eftirvæntingu, hver verður niðurstaða þessara tilrauna. Annars er það um heykök- ur að segja. að þær hafa aldrei fyrr verið gefnar grip- um hér á landi, þar eð það var fyrst i sumar, að þær voru framleiddar. Þess vegna er eðlilegt, að mörg- um sé forv itni á þvi, hvernig þetta nýja fóður reynist, ekki aðeins, hvort megi gefa það eitt, heldur einnig hversu það reynist til afurða og holda yfirleitt. Bandarikjanna, eftir að hafa greitt fyrir þjónustu og annað með fölskum 50 dollara seðlum. Vélarnar voru i gær i Quebec i Kanada og er ekki vitað, hvort lögreglan þar gerði nokkrar ráð- stafanir til að yíirheyra fólkið. Varla hefði það borið nokkurn árangur að leita að fleiri seðlum, ef þeir hefðu þá verið fyrir hendi, þvi að áður en vélarnar komu til Quebec höi'ðu áhafnir þeirra fengið vitneskju um að þeirra væri leitað af Interpool fyrir að hala selt falska 50 dollara seðla á islandi. Það var i Narssarssuaq á Grænlandi, þar sem yélarnar millilentu, að starfsmenn flug- vallarins sögðu áhöfnunum frá þessu, en þeir höfðu fengið vit- neskju um það i gegnum dönsku lögregluna. Áhaínirnar tóku lilinu með ró i Grænlandi þrátt lyrir þessar upplýsingar og dvöldu þar i ylir 12 tima. Og þá hefur verið nægur timi til að koma fölsku peningunum fyrir kattarnelj áður en þær kæmu til Ameriku. Nú er vitað, að aðeins einn mannanna úr hópnum, Breti og kona hans. sem var með i ferðinni. greiddu með þessum seðlum hér á landi. en hinir voru með ósvikna seðla. Þessi maður bar ábyrgð á ílutningi vélanna og stjórnaði sjálfur annarri þeirr. Hann hafði með öll fjármál að gera meðan á dvölinni i Reykja- vik stoð og greiddi sjálfur með fölsku seðlunum öll flugvallar- gjöld,- oliu og hótelkostnað. Einnig var það hann og kona hans, sem keyptu vörur fyrir um 400 dollara i Rammagerðinni i Hafnarstræti og greiddu þau fyrir þær með fölsku seðlunum. Vélarnar áttu að fara i gær frá Quebec til Cleveland i Ohio og er búizt við, að þar muni bandariska alrikislögreglan hafa tal af hjón- unum, þvi hún mun hafa sérstak- an áhuga á þessum fölsku peningum. Ástæðan fyrir þvi er sú, að þessir peningar sem hér fundust, svipar til nokkurs magns af fölskum 50 dollaraseðlum, sem komu fram i dagsljósið i New York fyrr á þessu ári. Er vonað, að þessi fundur geti varpað ein- hverju ljósi á það mál, en haldið er, að einhver samtök glæpa- manna i Bandarikjunum standi fyrir þessari fölsun þar. Að sögn Jón Thors i dómsmála- ráðuneytinu mun Island ekki krefjast framsals fólksins, slikt væri allt of mikið fyrirtæki vegna ekki stærri upphæðar en þetta. Aftur á móti yrði fylgzt með málinu og sjálfsagt gerðar kröfur til að fá ófalsaða seðla i stað Klp-Reykjavik. A föstudaginn létu þrir piltar á aldrinum 13 til 14 ára loka sig inni i herbergi starfsfólks Tónabiós og stálu þar veski frá einni starf- stúlkunni. Þegar stúlkan varð þess vör, að búið var að stela veskinu, gerði hún rannsóknarlögreglunni við- vart. Menn þaðan handtóku skömmu siðar einn drengjanna, Klp-Reykjavik. Á einhvern óskiljanlegan hátt hefur horfið brjóstmynd af nóbel- skáldinu Halldóri Laxness úr Kristalsalnum i Þjóðleikhúsinu. Myndin af skáldinu var gefin af Ragnari i Smára i tilefni af 70 ára aímæli skáldsins fyrr á þessu ári, en hún er eftir Ólöfu Pálsdóttur. Það var á sunnudagsmorgun- inn, sem einn starfsmaður húss- ins tók eftir þvþað myndin var horfin, en vitað er, að hún var á sinum stað um hádegi á laugar- daginn. Þar hafði hún staðið undanfarnar vikur, eða frá þvi að hún kom aftur frá Danmörku, þar sem hún var höfð til sýnis á sýn- ingu Ólafar Pálsdóttur. En sú sýning fékk mjög góða dóma og sérstaklega þessi mynd. Sá sem tók myndina hefur mátt vera sæmilega hraustur, þvi að hún er bæði stór og þung. Hefur þeirra 23, sem nú væru komnir fram. Hann sagðist hafa skoðað einn seðillinn, og þrátt fyrir, að hann hefði ekki mikla reynslu i þvi að handleika 50 dollara seðla, hefði hann þó fundið mun á pappirnum, sem i þessum seðlum væri, og þeim eina sanna, sem ætti að vera i 50 dollara seðlum. Einnig væru þessir seðlar hálf upplitaðir miðað við þá raunverulegu. sem viðurkenndi þegar brotið og visaði á félaga sina, sem fundust báðir um kvöldið vel drukknir. Ekki hafði þeim tekist að eyða öllum peningunum úr veskinu og fékk stúlkan þá nær alla aftur. Drengirnir voru afhentir foreldr- um sinum, enda ekkert húsnæði til hér fyrir svona pörupilta, jafn- vel þó þeir gerist brotlegir við lög dag eftir dag. hann varla getað burðast með hana út úr húsinu, án þess að eftir honum væri tekið, ef þá að hún er ekki, falin einhversstaðar i hús- inu eins og Pallas Aþena, sem hvarf við Menntaskólann, en fannst siðan falin i kjallara skól- ans. t gær og fyrradag var leitað i hverjum krók og kima i Þjóðleik- húsinu, en ekkert kom i ljós,sem bent gæti á myndina eða hvarf hennar. Það er hald fróðra manna, að sá. sem hafi tekið myndina, hafi gert það af hrekk, en ekki til að græða á henni. Að visu gæti ókunnugur haldið að myndin væri gerð úr kopar, og hefði þvi stolið henni til að bræða og siðan selja málminn. En hann fengi litið út úr þvi, þvi að efnið i þessari mynd væri bronzblanda, sem litið feng- ist fyrir á hinum alþjóða-brota- járnsmarkaði. Fóru í bíó til að stela LAXNESS í BROTAJÁRN ? ^ Þriðjudagur 5 desember 1972 j Vatnsglas kom í stað vara- þingmanns Fyrir skömmu var haldinn fundur að Flúðum i Hruna- mannahreppi, að tilhlutan fram- sóknarfélaganna i Árnessýslu. Umræðuefnið var: Eignarréttur lands og landsgæði. Braga Sigur- jónssyni var boðið á fundinn, þar sem hann er flutningsmaður að þingsályktunartillögu þeirri, sem nú liggur fyrir Alþingi um eignar- rétt rikisins á landi. Hafði hann framsögu á fundinum ásamt 01- ver Karlssyni i Þjársártúni. t upphafi dáðu menn kjark Braga, að þora að mæta á fund þennan, en svo fór að kjarkurinn bilaði undir ræðu þriðja ræðu- manns, og hljópst hann á brott, enda var þá búið að lesa nokkuð yfir honum, þó að sumir fundar- menn teldu að mest af skömmun- um væri eftir. Eftir þetta voru þó haldnar 10 ræður. Menn sluppu þó við að deila innbyrðis, þvi að einhver stillti vatnsglasi upp i sæti Braga og töluðu menn við það, það sem eftir var kvölds. Eflið landhelgis- söfnunina A kjördæmisþingi framsóknar- manna i Reykjaneskjördæmi, sem haldið var i félagsheimilinu Festi i Grindavik, s.l. sunnudag var samþykkt álytkun til ein- staklinga og samtaka um að efla landssöfnun Landhelgissjóðs, og lagði kjördæmissambandið fram lOþús. kr. i söfnunina. Var fram- lagið afhent i gær. Ilalldór Laxness ásamt brjóst- myndinni af sjálfum sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.