Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 4
ríMINN Þriðjudagur 12. desember 1972 A2<3fl Itugby;iþrótt hugrakkra og sterkra Það var árið 1934 sem rugby kom fyrst fram á sjónarsviðið i Sovétrikjunum, iþrótt þessi vakti athygli og hrifningu. Sýningarleikir drógu að sér áhorfendur og fljótlega hafði rugby eignazt sina aðdáendur i Leningrad, Kharkov og Odessu. En striðið kom i veg fyrir, að rugby næði fótfestu i Sovétrikj- unum og árið 1957 kom rugby þangað aftur. A alþjóðahátið æskufólks og stúdenta, sem haldin var i Moskvu, léku lið Tékkóslóvakiu, Wales, Rúmeniu og Frakklands nokkra leiki og iþróttin náði fljótt vin- sældum meðal stúdent.Það voru ungir iþróttamenn úr Bau- manntækniskólanum i Moskvu, sem voru brautryðjendur rugby. Að frumkvæði þeirra var byrjað að halda mót i Moskvu og i skólaleyfum ferðuðust þeir til annarra borga og kynntu þessa skemmtilegu iþrótt. Árið 1968, þegar i fyrsta skipti var keppt um Sovétmeistaratitilinn i rugby, varð lið Baumann- tækniskólans i fyrsta sæti. I dag er leikið rugby i mörgum sovézkum borgum. Árið 1967 var stofnað Rugbysamband Sovétrikjanna og var Vladimir Iljúsin kjörinn formaður þess, en hann er flugmaður og Hetja Sovétrikjanna. Hvernig stendur á því, að þessi iþrótt, sem er svo furðulegt sambland af körfubolta, fót- bolta og handbolta, náði svona miklum vinsældum hjá iþrótta- mónnum? Rugby eiiþrótthinna sterku og hugrökku. Rugby er ekki aðeins samræming handa og fóta, heldur einnig hugsananna. Oft verða iþróttamennirnir að taka ákvarðanir i flýti, A að gefa boltann til baka með höndunum, sparka honum til hliðar við vörn andstæðinganna eða taka frum- kvæðið og geysast áfram með boltann i fanginu. ' V Bezt klædda telpa i heimi Alltaf er verið að velja bezt klæddu menn og konur heimsins, og þvi var það, að fyrirtækið Ladybird i London, sem sérhæfirsig i barnafatnaði, ákvað að velja bezt klæddu smástelpuna i heiminum. Fyrirtækið auglýsti eftir þátt- takendum, og mæður máttu senda inn nöfn dætra sinna ef þær óskuðu eftir, að þær tækju þátt i þessari samkeppni. Þátt- takendurnir skyldu vera fimm ára og þar fyrir neðan. Fjöldi þátttökutilkynninga barst hvaðanæva að úr Englandi, og siðan var ákveðið, að sam- keppnin skyldi verða á Hilton hótelinu i London. Litla stúikan, sem sigraði.heitir Heidi Louise Monsen, og er frá Southampton. Hún er tveggja og hálfs árs gömul. Heidi fékk um 12 þúsund krónur i verðlaun, og voru peningarnir lagðir inn i banka, en Heidi getur tekið þá út, þegar hún er orðin svolitið eldri og farin að þurfa meira á þeim að halda heldur en nú. Hér eru myndir af Heidi, önnur þar sem hún gengur i salinn á Hilton hótelinu i London, og hin þar sem hún er farin aö leika sér úti i Hyde Park, algjörlega áhyggjulaus yfir þeirri frægð, sem henni hefur hlotnazt. Með nakin brjóst Fólk rak upp stór augu nú nýverið, þegar ljóst var, að úti á miðju dansgólfi dansaði Tony Armastrong Jones.maður Mar- grétar Bretaprinsessu.við unga og glæsilega konu með nakin brjóst. Stúlkan var engin öhnur en ljósmyndafyrirsætan Vicky Hodge, en sagt er, að hún sé svo töfrandi, að hún geti tælt sjálfan erkibiskupinn af Kantaraborg út af vegi dygðarinnar. Morgun- blöðin skýrðu að sjálfsögðu þegar frá þessu næturævintýri Tony, en þá kom reyndar i ljós, að Vicky hafði ekki verið eins nakin og frá var skýrt i upphafi. Þrátt fyrir það töldu vinkonur Margrétar sér skylt að hringja þegar i hana og segja henni frá öllu, sem þær vissu og svolitlu að auki. MargFét kippti sér þó ekki upp við þessar sögur, þótt 'ef'til vill hefði verið full ástæða til þess. Hún lét allt sem vind um eyrun þjóta og gleymdi strax, hvað gerzt hafði. Þetta er svo mynd af Vicky Hodge, ljós- myndafyrirsætunni lokkandi. Buddan fannst eftir 37 ár Fyrir 37 árum týndi Earl W. Schwab frá Newark í New Yorkriki i Bandarikjunum veski sinu skammt frá borginni Cleveland i Ohio. Sch -wab fékk veskið sent í pósti, og bar böggullinn Cleveland-póst- stimpil. I veskinu voru 10 dollarar, en i þvi höfðu verið 37 dollarar, þegar það týndist. Einnig var i þvi ökuskirteini, sem gekk úr gildi árið 1935. Schwab segist hafa týnt vesk- inu, er hann hafði viðkomu ein- hvers staðar skammt frá Cleve- land. Ekki var hægt að komast að þvi, hver hefði sent honum veskið eftir öll þessi ár, og ekki var heldur nein skýring gefin á þvi, hvort það hefði fundizt fljót- íega eftir að það týndist, eða nú nýverið. Hansen mætti besta vini sínum á götu. — Ósköp ertu eymdarlegur, sagði vinurinn. — Hefurðu einhverjar áhyggjur? — Já, það má nú segja. — ícg mættigamlaríka frænda mínum, sem ég á að erfa,og hann bað mig að lána sér peninga. Já, og það var ást við fyrstu sýn! — Slepp ég, sannleikann? ef ég segi — Er kannske bannað, sér i þjálfun? að halda DENNI DÆMALAUSI Þú skalt passa þig á að segja hon- um ekki, að hann angi af mölkúl- um, eins og ég gerði i fyrra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.