Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. desember 1972 TÍMINN 11 Útgefandi: Frámsóknarflokkurihn ÍFramkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-S arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;i;: ÍAndrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös TImans)J:;: i Augrýsingastjóri: Steingrlmur, GIslaso)ii, • Ritstjórnarskrif-£ stofur í Edduhúsinu viö LindargStu, slmar 18300-18306.K Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — au'glýsi;:; ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:sImi 18300. Askriftargialdx 225 kcónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-.:;! takið. Blaðaprent h.f. Hvernig var stjórn Jóhanns og Gylfa? Áreiðanlega mun öllum, sem bera eitthvað skyn á efnahagsmál, þykja það býsna broslegt, þegar Jóhann Hafstein, Gylfi Þ. Gislason, Geir Hallgrimsson eða Benedikt GrÖndal birtast á sjónarsviðinu og fara að prédika um efnahags- mál, likast þvi að þeir væru hinir alvitru menn i þeim efnum. Það er alltaf broslegt, nema það stafi af óviðráðanlegum sjúkdómsástæðum, þegar menn látast gleyma rúmum áratug af ævi sinni og haga sér eins og þeir muni ekki ef t- ir neinu þvi, sem þá gerðist. Vafalaust hefur íslendingum oft mistekizt stjórn efnahagsmála, og eru þeir ekki einir þjóða um það. En ótvirætt hafa mistökin aldrei verið meiri en i tið ,,viðreisnarstjórnarinnar" á árunum 1960-'71. Um það vitna fjórar gengis- fellingar á einum áratug. Um það vitnar sú staðreynd, að samkvæmt alþjóðlegum skýrsl- um var Island mesta verkfallaland heimsins á sama áratug. Um það vitnar sú staðreynd, að kaupmáttur timakaups láglaunuðustu verka- manna óx ekki nema um 7% á þessum tima, þótt þjóðartekjurnar á mann ykjust um 43%. Og áreiðanlega gleyma menn ekki atvinnu- leysinu á árunum 1968-'70, eða fólksflóttanum úr landi, er gerðist á sama tima. Eitt ömurlegasta dæmið um misheppnaða efnahagstjórn þessa timabils er að finna i árs- lokin 1966. Þá hafði verið samfellt góðæri um þriggja ára skeið. Aflabrögð höfðu verið i bezta lagi og verð farið sihækkandi á útflutningsvör- um. Samt var svo komið i árslokin 1966, að margar helztu útflutningsgreinarnar voru hallareknar. Nefnd, sem hafði rannsakað hag togaraútgerðarinnar, skilaði um það áliti i nóvember 1966, að margra milljóna halli væri á rekstri hvers nýsköpunartogara. Mikill halli var á rekstri þeirrar bátaútgerðar, sem stund- aði þorskveiðar, og lýstu bátaútgerðarmenn yfir þvi eftir að fiskverðið var ákveðið i árs- byrjun 1967, að þeim væri ofvaxið að greiða af- borganir af stofnlánum.og að fyrirsjáanlegur væri mikill halli á rekstrinum. Verst var þó af- koma frystihúsanna, enda þótt útflutnings- verðið hefði verið 10% hærra til jafnaðar á ár- inu 1966 en 1965. Mikill halli var á rekstri þeirra 1966. Niðurstaðan varð lika sú, að rikisstjórnin varð að gripa til stórfelldra uppbóta á fiskverð- ið i marzmánuði 1967, en þrátt fyrir þá aðgerð lýstu frystihúsaeigendur yfir þvi, að þeir gætu hvorki borgað vexti eða afborganir af lánum. Slik var stjórn þeirra Jóhanns og Gylfa og samherja þeirra á mesta góðæristima, sem hér hefur verið. Ástæðan var sú, að þeir réðu ekki neitt við dýrtiðina. Á árunum 1960-'65 varð dýrtiðarvöxturinn hérlendis þrisvar sinnum meiri en þá var meðaltal i Vestur-Evrópu. Og þannig hélt þetta áfram. Þó hefur við- skilnaðurinn þó sennilega orðið verstur. Þeir létu af stjórn i vaxandi góðæri, en samt höfðu þeir ekki gétað stjórnað nema með þvi að fresta iausn allra aðkallandi vandamála. Verð- hækkunum hafði verið frestað með verð- stöðvun. Kauphækkunum hafði verið lofað, en samið um, að þær kæmu ekki til fram- kvæmda fyrr en eftir kosningar. Sama gilti um bætur almannatrygginga. Engin stjórn hefur látið eftir sig fleiri vanskilavixla. Það er þvi von, að þjóðin brosi, þegar Jóhann og Gylfi láta eins og þeir séu hinir réttu menn til að fara með stjórn efnahagsmálanna! Þórarinn Þórarinsson: VASKIR MENN Nýjasta bók Þorsteins Thorarensen um aldamótaárin Þ.Þ. Kristján Albertsson vann gott verk, þegar hann tók saman ævisögu Hannesar Hafsteins. Rit Kristjáns er ekki aðeins fróðlegt, heldur skemmtilegt, skrifað af fjöri og eldmóði, eins og höfundar- ins var von og visa. Áður en hann vissi af sjálfur, var hann kominn inn i miðjan bardag- ann og barðist djarflega und- ir merkjum Hafsteins og var þunghöggur á andstæðingum hans, en dáði leiðtoga sinn þvi meira. Sögubækur verða oft fjörlegastar og skemmtileg- astar, þegar höfundur sjálfur gerist óbeinn þátttakandi á þennan hátt, og hafa oft ekkert minna sagnfræðilegt gildi en þau rit, þar sem hófundurinn reynir að þræða hina dauflegu vegi óhlutdrægninnar. En að sjálfsögðu verður lesandinn að sjá slikt sagnfræðiverk i þvi ljósi, að höfundurinn er ekki hlutlaus. Þrátt fyrir alla þá kosti, sem prýða rit Kristjáns skiptir það ef til vill mestu, að það vakti áhuga Þorsteins Thorarensen á sagnritun. Hann taldi sig þurfa að svara Kristjáni og reit þvi yfirlitsrit um árin 1900-1910, er bar heitið í fót- spor feðranna. En svo hug- fanginn hefur Þorsteinn orðiö af sögu aldamótatimans og þó einkum áranna fyrir aldamót- in, að' bækur hans um þetta efni eru nú orðnar fimm, og kom sú siðasta, Vaskir menn, út fyrir skemmstu. Þessar bækur Þorsteins hafa náð miklum vinsældum og aukið mjög skilning og áhuga manna á þjóðarsögunni á sið- ustu áratugum 19. aldar og fyrsta áratugi 20. aldar. Þetta timabil, sem oft er nefnt landshöfðingjatimabilið, hef- ur hvergi nærri notið þeirrar viðurkenningar sem skyldi- Saga fyrri hluta 19. aldar hef- ur verið þjóðinni stórum hug- stæðari og eiga Baldvin Einarsson, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson sinn þátt i þvi. En landshöfðingjatimabilið er ekki siður merkilegt. Þjóðin bjó þá við óvenjulega erfið- leika af völdum náttúruafl- anna, sem m.a. leiddu til vesturflutninganna. En ein- mitt á þeim tima komu til sögu margir atgervismenn, sem hófu viðnám og framsókn og áttu sinn rika þátt i þvi, að starf frumherjanna á fyrri helmingi aldarinnar varð ekki til einskis, heldur bar rikuleg- an ávöxt. Landshöfðingjatimabilið nær frá 1871-1904. Af stjórn- málamönnum þessa timabils ber hæst Magnús Stephensen, sem gegndi landshófðingja- embættinu frá 1886-1904. A herðum hans hvildi að vera landsfaðir á erfiðum timum og búa við vaxandi framfara- kröfur þjóðarinnar á aðra hönd, en sparnaðarkröfur danskrar Ihaldsstjórnar á hina. Við lok embættisferils sins komst hann svo að orði, að honum hefði alltaf fundizt landshöfðinginn vera eins og „lús milli tveggja nagla, naglarinnar á alþingi og naglarinnar á stjórninni". Þótt hann væri embættismað- ur i þjónustu Dana, var hann ekki siður þjóðhollur ís- lendingur,og skýrir það ef til vill afstöðu hans til Dana, er hann vitnaði eitt sinn til hinna þekktu orða i Eneasarkviðu: Ég hræðist Danaa (Grikki), jafnvel þegar þeir koma fær- andi hendi. Samkvæmt frá- sögn samtiðarmanna var Magnús óvenjulegur atgervis- maður andlega. Hann „áttaði sig strax á öllu, sem fyrir kom, og ruglaðist aldrei" (Benedikt Gröndal). Hann var manna fjölfróðastur og fylgd- ist svo vel með, „að hann virt- ist alls staðar hafa eyru og vita allt um alla, hvar sem var á landinu" (Þorsteinn Thorar- ensen). Þótt hann væri maður skaprikur, kunni hann flestum betur að stilla skap sitt, ef þess þurfti með. En hann var oft ekki allur, þar sem hann var séður, og gat ekki siður komið málum fram með kæn- leika en festu, en hvort tveggja átti hann i rikum mæli. Hann valdi sér að kjör- orði latnesku orðin Festina lente, sem þýðir orðrétt: Flýttu þér hægt, en hugsun Magnúsar verður þó sennilega bezt náð með gamla máls- hættinum: Kapp er bezt með forsjá. Persónuleiki eins og Magnús Stephensen hlaut að setja svip á hvaða timabil sem var. En hér bættust við stjórnmálaforingjar eins og Benedikt Sveinsson eldri, Skúli Thoroddsen, Björn Jóns- son, Valtýr Guðmundsson og Hannes Hafstein og athafna- menn eins og Tryggvi Gunnarsson, Páll Briem og Torfi i Ólafsdal, svo að aðeins örfá nöfn séu nefnd. Þessir menn og margir fleiri héldu uppi merki Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar, þótt með ýmsum mismunandi hætti væri, og þessvegna urðu hér ýmsar merkar framfarir á þessum tima, t.d. efling þil- skipaútgerðarinnar og ýmsar búnaðarframfarir, þrátt fyrir harðindin og fátæktina. A þessum árum náði samvinnu- hreyfingin fyrst verulegri fót- festu undir forustu Þing- eyinga. Þrátt fyrir allt tókst lika að þoka sjálfstæðisbarátt- unni það áleiðis, að stjórnin fluttist inn i landið i iok lands- höfðingjatimabilsins. Sjaldan eða aldrei hefur þjóðin átt meira af góðskáldum, merk- um fræðimönnum og snjöllum blaðamönnum en á þessum tima. Það setti svo sérstakan svip á þetta timabil, að flokka- skipan var mjög óljós,og menn voru vinir og óvinir á vixi og hlutust af þessu harðari persónulegri deilur en oftast fyrr og siðar. Þetta gerir landshöfðingjatimabilið enn litrikara en ella. Það hvilir vissulega ekki nein loðmulla yfir þvi. Magnús Jónsson guðfræði- prófessor hefur ritað um þetta timabii tvö bíndi i íslandssogu Menningarsjóðs. Ritverk Magnúsar er á margan hátt vel unnið sem alþýðlegt fræði- rit ,og mun það jafnframt þykja gott heimildarrit siðar meir, þvi að Magnús hafði mikla þekkingu á þessu tima- bili, enda fylgdist hann með þvi sem ungur maður. En i bókum Þorsteins Thorarensen verður þetta timabil þó stór- um meira lifandi og litrikara. Það er alveg ótrúlegt hve mik- ið Þorsteinn hefur kannað af heimildum, og hversu vel hon- um hefur tekizt að semja um þetta fimm mikil rit, sem hvergi geta talizt langdregin eða leiðinleg aflestrar, heldur halda lesandanum spenntum, ef hann hefur á annað borð áhuga á sögulegu efni. t nýj- asta riti Þorsteins er t.d. brugðið upp slikum myndum af lifinu i Kaupmannah. og Reykjavik á siðustu áratugum 19. aldar, að lesandanum kemur það fyrir hugskots- sjónir eins og hann sé að rifja upp gamla endurminn- ingu sjálfs sins. Þorsteinn er nefnilega lifandi sögumaður, ef svo mætti segja, hrærist i söguumhverfi sinu og stendur við hliðina á söguhetjum sin- um og gleymir þá stund- um þvi að hann á að vera hlut- laus áhorfandi. En þetta hefur oft hent hina beztu sagnritara og m .a. þá, sem rituðu is- lendingasögur. Þorstein skortir ekki heldur frásagnar- gleði og orðgnótt, en stundum myndi honum þó takast betur, ef hann gæfi sér meiri tima. En sá kostur^er á stil Þor- steins, að hann er langoftast laus við alla mærð, en getur hins vegar orðið nokkuð stór- orður. Yfirleitt er still Þor- steins gagnorður og hressileg- ur og bækur hans þvi léttar af- lestrar. i siðustu bók sinni, Vaskir menn, koma þeir Tryggvi Gunnarsson, Valtýr Guð- mundsson, Bogi Th. Melsted og Jón Þorkelsson (Forni) einna mest við sögu, ásamt raunar fjölmörgum öðrum. Þorsteinn hefur nú eins og áður frá nógu að segja, og mun áreiðanlega engum, sem hefur áhuga á sögu, þykja þessi bók hans leiðinleg eða langdregin frekar en hinar fyrri. Af söguhetjum Þor- steins að þessu sinni er Bogi Th. Melsted ekki sizt athyglis verður.og er þakklætisvert, að Þorsteinn leiðir hann jafn rækilega fram á sjónarsviðið. Ef til vill er Bogi sá Hafnar- islendingur, sem hefur látið sig margskonar islenzk fram- faramál meira varða en nokk- ur annar, þegar Jón Sigurðss. einn er undanskilinn. Bogi lauk ekki doktorsprófi né hinni stóru islandss. sinni, þvi að hann var alltaf að tefjast frá verki sökum nýrra og nýrra mála, sem hann taldi geta horft lóndum sinum til heilla og nauðsynlegt væri að vekja athygli þeirra og áhuga á. Margt af þvi, sem hann ritaði þannig, féll i grýttan jarðveg, en sumt af þvi, sem hann gekkst fyrir, stendur enn föst- um fótum, eins og Sláturfélag Suðurlands, en Bogi var fyrsti hvatamaður sláturhúsa og mjólkurbúa á islandi. Bogi átti það skilið, að hann gleymdist ekki, og mun þessi bók Þorsteins áreiðanlega hjálpa til að koma i veg fyrir það. Þorsteinn hefur lika fundið gott söguefni, þar sem eru deilur þeirra Boga og Jóns forna. Fyrir(alla þá, sem unna sögulegum fróðleik, er mikill fengur að þessari nýju bók Þorsteins, ekki siður en hinum fyrri. Vonandi lætur Þorsteinn ekki heldur numið staðar, þvi að hann er hér að vinna þarft verk, sem ekki er á nema fárra færi að vinna á þann hátt, að það geti orðið alþýðu manna til gagns og ánægju. Bækur Þorsteins skipa honum i röð fremstu sagnamanna þjóðarinnar fyrr og siðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.