Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 16
u TÍMINN Þriðjudagur 12. desember 1972 Þörf hennar fyrir aö taka sér eitthvaö fyrir hendur var mun sterkari en matarþörfin. I verkfærakassanum fann hún stingsög, og við það fylltist hún álika miklum eldmóði og kæti og þegar hún fann gleraugun sln og skærin. Hún gæti búið til skýli úr bambusgreinum, fyrst hún hafði sög. Þar hafði hún fundið eirðarlausum höndum slnum verkefni og færðist við það öll I aukana. Hún gekk fram og aftur milli skógarins og þess staðar, sem frú Port- man lá. Hún sagaði niður bambusgreinar og batt þær saman með tvist- druslum og ollutuskum, sem hún skar I lengjur. Oðru hvoru stað- næmdist hún og beygði sig niður til að tala til sjúklingsins, hún lét hana dreypa á vatni ur bolla, sem hún hafði fundið innan um matinn i kassanum — ástúð sú og umhyggja, er hún bar fyrir sjúklingnum,var óblandin. . Nú var það ekki lengur augnaráð frú Betteson, sem var flöktandi, leitandi og starandi — heldur frú Portmans. Hún lá steinþegjandi og galopin augun voru á sifellu iði. t rænulitlu mókinu, sem hún hafði verið I síðan hún komst til meðvitundar eftir slysið, var henni ekki nokkurleið að festa auga á sama hlutnum lengur en brot úr sekúndu I einu. Samblandið af ljósi og skugga undir trjánum þreytti hana Hka. „Yður liður prýðilega er það ekki? Nú bý ég til litinn kofa handa yður og þegar ég er búin að þvi, þá —" Já, hvað þá? Frú Betteson var sjálfri ekki alveg ljóst, hvað þá tæki við og þess vegna þ-^naði hún. En þegar hún var aftur tekin til við sögina og sá hversu vel verkinu miðaði hjá henni, gerði hún sér undir eins grein fyrir, hvað hún ætlaði að segja. ,,Þá flyt ég yður inn i kofann og fer slðan að sækja hjálp." Þetta hafði allan tlmann verið takmark hennar, og það ætlaði hún að segja. En hvaöan átti hún að fá hjálp? Hún hafði ekki hugmynd, um, hvar hjálpar væri að vænta og var þvi ekkert að velta þvi fyrir sér. 1 bili var mest áriðandi að koma litla kofanum i lag. Allt I einu mundi hún, að hægt var að kljúfa bambus. Einu sinni fyrir löngu hafði hun séð mann saga rauf I endann á bambusbút og stinga einhverjum málmhlut I, og þá hafði bambusbúturinn klofnað næstum af sjálfum sér. Með að kjúfa bambusgrein i marga hluta var hægt að búa til flatar I'jalir og þær gæti hún notað I veggina og þakið. Hún reyndi þetta, og strax I fyrstu tilraun tókst henni að kljúf'a bambusgrein endanna á rnilli með miklum ágætum. Hún var ákaflega upp með sér af að hafa látið sér detta þetta I hug. Henni kom til hugar, að vafalaust væri hægt að kljúfa greinina I fjóra eða jafnvel fleiri hluta einu, en hún var alltof hreykin af þeim árangri, sem hún náði fyrst,til að kæra sig um að endurbæta aðferðina. Hún hamaðist við þetta i svita- blautum nærfötunum. Kvöldiö áður hafði hún farið úr skónum, þegar hún vakti yfir frú Portman,og siðan hafði hún ekkert imunaöi eftir að fara I þá aftur Nú var sandurinn oröinn sjóðandi heitur, og I hvert skipti sem hún neyddist til að fara úr skugganum undir trjánum, sveið hana hræðilega I iljarnar. Loks komst hún ekki hjá þvl að gera andar- taks hlé á verkinu til að klæða sig i skóna. Þegar hún beygði sig til að reima skóna, tók hún i fyrsta sinn eftir, hvernig svitinn streymdi niður hálsinn á henni oe niður á milli brjóstanna, og um leið uppgotvaði hún, Attþúhlutí banka? , Samvinnubankinn hefur ákveðið hlutafjáraukningu í allt að 100 milljónir króna. öllum samvinnumönnum er boðið að eignast hlut. Vilt þú vera með? hversu ofboðslega þyrst hún var. Gómurinn og kokið voru likt og ryk- fallin, og hún fann, hve innantóm hún var orðin. Vinnugleðin var i fyrsta sinn trufluð af Hkamlegum óþægindum og þorsta. Um nónbilið var kofinn tilbúinn til notkunar. Þetta var ferkantað skýli með tveim veggjum og þaki, rúmlega einn og hálfur metri á hæð og breidd. Fjalirnar I veggjunum og þaki voru það gisnar, að birta og loft komst óhindrað I gegn, en vörnuðu þó sólargeislunum inngöngu. Það var blæjalogn og þegar kofinn var tilbúinn sat frú Betteson um stund við höfuð frú Portmans qg sveiflaði spjaldi sem hún hafði fundið inni I bflnum, yfir andliti sjúklingsins. Þá var að minnsta kosti dálitill andblær um höfuð frú Portmans ,og sjálfri var henni nóg að hafa eitthvað fyrir starfi. Yfir trjátoppunum sveif aragrúi af hrægömmum hring eftir hring, og svartir skuggar þeirra liðu i sifellu yfir kofaþakið. Svitinn rann niður enni og kinnar frú Betteson og draup niður á vasaklútinn i höndum hennar. Hún notaði hann til að þerra andlit frú Portmans og að lokum var hann orðinn volgur og gegnblautur. Frú Betteson lagði hann til þerris út i sólskinið og fór siðan úr nær- skyrtunni, sem var limd við hana, vatt hana og lagði hana siðanvið hliðina á vasaklútnum. Hún var þvi óvön að vera nakin úti, og henni fannst sem sjóðheit járnplata væri lögð á bak sér, þegar sólin skein á það bert, og hitinn vakti þorstann á ný. Hún hugleiddi hvort hún ætti að fara að búa til te. Te hafði hún alger- lega útilokað i huga slnum, meðan hún bjástraði I hitasvækjunni við að koma upp kofanum, hún hafði átt allt of annrikt til að hugsa um slikt. Nú blossaði löngunin upp ennþá sterkari en fyrr. en fyrr. Aftur leitaði hún huggunar i vinnunni. Hendurnar, með löngu grönnu fingrunum, fundu aftur nauðsynlegt verkefni. Þær voru heldur ótót- legar þessar hendur, en starfsamar, og Tuesday hafði óneitanlega staðið stuggur af þeim þann langa dag, sem þær höfðu árangurslaust reynt að gera allt, sem i þeirra valdi stóð.til að gera honum vistina ánægjulega. Það gæti vist ekki nokkur maður fundið upp á að kalla þessar hendur snotrar eða jafnvel bara þokkalegar, en þegar hún var að vinna, var þótt ótrúlegt megi virðast, eitthvað aðlaðandi við þær. „Nii ætla ég að fara að búa til te handa yður, þvi að yður langar I tebolla, er það ekki?" Hún hafði lotið yfir frii Portman og talaði lágt og bliðlega við hana.,,Haldið þér ekki, að dásamlegt væri að fá tebolla?'' Hún þerraði svitann af fölu enninu á frú Portman með vasaklútnum, sem fyrir löngu var orðinn þurr. „Það verður stórkostlegt, er það ekki?" En hvernig átti hiin að bera sig til við það? Andartak stóð hún og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en svo rann það upp fyrir henni, að hún gæti notaðtóma kexdós til að sjóða vatnið i. Þetta minnti hana á englabarn- ið. .......n.......iiiiiiiii!!:iiiipili|ii 1282 Lárétt 1) Brúnir.- 5) Otað fram.- 7) Kennd.- 9) Siða tiL- 11) Friður.- 12) tltt.- 13) Sigað.- 15) Hitunartæki.- 16) blöskrir.- 18) Iðnaðarmaður.- Lóðrétt 1) Lýkur við.- 2) Nota.- 3) Eins.- 4) Óhreinka,- 6) Trú.- 8) Sverta.- 10) Lét af hendi.- 14) Auð.- 15) Mál.- 17) Tveir. Ráðning á gátu nr. 1281 Lárétt 1) Jagúar.- 5) Att.- 7) Ket.- 9) Agn.- 11) UV.- 12) Úi.- 13) Lak.- 15) Alf,- 16) Rás.- 18) Mótaði.- cr Lóðrétt 1) Freri.- 2) Gát.- 3) Ot.- 4) Ata. 6) Snifsi. 8) Eva. 10) Gúl.-13) Kró.-15) Asa.-17) At. Þriöjudagur 12. desember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið 14.15 Til umhugsunar: þáttur um áfengismál Rætt við prófessor Tómas Helgason 14.30 Síðdegissagan: „Gömul kynni" eftir Ingunni Jóns- dóttur Jónas R. Jónsson á Melum les (14) 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Hugo Alfvén 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tylkynningar. 16.25 Popphornið Þorsteinn Sivertsen kynnir 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla" eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (22) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál 19.50 Barnið og samfélagið Þorsteinn Ólafsson kennari talar um rétt fatlaðra barna til menntunar. 20.00 Lög unga fólksins Sigurður Garðarsson kynnir 20.50 iþróttir 21.10. A bókamarkaðinum 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Rannsóknir og fræði Jón Hnefill Aðalsteinsson fil.lic. talar við Jón óttar Ragnarsson lektor um mat- vælafræði. 22.45 A hljóðbergi Maria Stuart, sorgarleikur eftir Fredrich Schiller 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Ashton-fjölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 33. þáttur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 32. þáttar: Jean Ashton kemur / i heimsókn til Sheilu, tengdadóttur sinnar, en stendur stutt við. Hún er rugluð og viðutan og ráfar ósjálfrátt til æskuheimilis sins, sem orðið hefur fyrir loftárás, og er i rústum. Þar veikist hún hastarlega, en gamall fjölskylduvinur kemur henni á sjúkrahús. Edwin kemur heim af kránni og lendir.Iri.mmu við Shefton, sem er þar fyrir. Fréttir berast frá sjúkra- húsinu um veikindi Jean og fjölskyldan hraðar sér þangað. Hún andast um kvöldið og Davið, sem dval- ið hefur i Lundúnum, kemur heim til þess að vera viðút- förina. 21.30 Skiðagaman. Stutt kvik- mynd um skíðamennsku og vetrarlif I Kanada. 2V.50 A yztu nöf. Sænsk kvik- mynd um sjálfsmorð og til- raunir manna þar i landi, til að koma i veg fyrir þau. Rætt er við lækna og fólk, sem hefur ætlað að svipta sig lifi, um orsakirnar til þess að menn gripa til þessa óyndisúrræðis i vandræðum sinum, imynduðum eða raunverulegum. Þýðandi Jón O. Edwald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.20 Umræðuþáttur. Að myndinni lokinni hefjast i sjónvarpssal, umræður um efni hennar. Umræðum stýrir dr. Kjartan Jóhanns- son, en aðrir þátttakendur eru séra Jakob Jónsson, Jóhannes Proppe, deildar- stjóri og Tómas Helgason, prófessor. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.