Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. desember 1972 TÍMINN Út er komin ný bók hjá Helgafelli: Ritsafn í bundnu og óbundnu máli, eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi Stp—Reykjavik. Út er komin hjá Helgafelli bók- in RITSAFN i bundnu og óbundnu máli eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Kristján Alberts- son hefur séð um útgáfu bókar- innar. Formála hefur eiginkona skáldsins, frú Anna Guðmunds- dóttir, ritað, en Jón lézt árið 1957. Framan við sjálfa útgáfuna eru auk þess tvær greinar eftir Kristján Albertsson og Sigurð Nordal. Á bókarkápu segir meðal ann- ars: „Jón Sigurðsson frá Kaldað- arnesi naut mikillar virðingar og almennra vinsælda fyrir þýðing- ar sinar, fyrst og fremst sögur Hamsuns. Hann var reyndar ekki sizt metinn af öðrum höfundum, og þýðingar hans hafa haft áhrif á islenzkt ritmál sem enn sér merki i bókmenntum liðandi stundar. 011 verk hans, hvort sem er þýdd eða frumsamin, bera vitni meist- ara máls og stils — og óvenjulega skemmtilegum manni." Á kápunni segir enn fremur, að i bókmenntasögunni verði Jóns frá Kaldaðarnesi getið sem höfundar, er átti farsælan hlut að endurnýjun islenzks ritmáls á fyrrihluta þessarar aldar. I grein sinni i bókinni segir Kristján Albertsson meðal annars — „Ef nokkur var fæddur stilisti, gagn- kunnur öllum forða tungunnar, jafnt mæltu máli sem rituðu, þá var hann það. Smekkur hans var hárfinn, smekkur snillings". Bókin hefur að geyma ljóð, Tvær nýjar bækur eftir Anne-Cath Vestly Á undanförnum árum hefur Iðunn gefið út f jórtán bækur eftir hinn kunna norska barnabóka- höfund Anne-Cath Vestly, þar á meðal bækurnar um Óla Alexander filibomm-bomm- bomm. Nú eru komnar út tvær nýjar bækur eftir þennan höfund. Aróra og litli blái bíllinner þriðja bókin um Áróru, sem býr i nýju háhýsi ásamtforeldrum sinum og hinum ársgamla bróður sinum, Sókratesi. Móðir hennar vinnur úti, en faðir hennar vinnur að doktorsritgerð og annast heimilið með góðri aðstoð Áróru, þótt ung sé. STÚFUR OG STEINVOR er þriðja bókin um Litla bróður og Stúf. Litli bróðir á heima i nýju húsi i úthverfi. Móðir hans verður að vinna úti meðan verið er að grynnka á skuldunum vegna hússins. Faðir hans er jafnan fjarverandi i ferðalögum vegna atvinnu sinnar, en Stóri bróðir er i gagnfræðaskólanum. Litla bróður finnst þvi stundum dálitið ein- manalegt, en hann hefur mikið hugmyndaflug og kann ráð ti! að sigrast á einmanaleikanum. Báðar þessar bækur eru mjög nútimalegar og gerast i um- hverfi, sem flest börn þekkja. Höfundurinn, Anne-Cath Vestly, er i hópi kunnustu barnabóka- höfunda á Norðurlöndum og hefur hvað eftir annað hlotið verðlaun þau, er norska menntamálaráðu- neytið veitir fyrir úrvals barna- bækur. Slik verðlaun hafa einnig verið veitt eiginmanni hennar, Johan Vestly, sem teiknar mynd- ir I allar bækur konu sinnar. Stefán Sigurðsson þýddi báðar bækurnar. - *^i4444 BILALEIGA HVJERFISGÖTU 103 VJV Sendiferðabifreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn VW 9 manna - Landrover 7 manna sögur og ritgerðir, sem Kristján Albertsson hefur safnað saman, og enn fremur valdar þýðingar stuttra verka eftir ýmsa höfunda, eins og Hamsun, Johannes V. Jensen og Maxim Gorki. Bókin er 210 blaðsiður að stærð. Flestir munu kannast við Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi. Um 40 ára skeið, eða frá árinu 1916 til 1957, starfaði hann i þjónustu al- þingis og frá 1921 sem skrifstofu- stjóri þeirrar stofnunar. Hann varfæddurá Kirkjubæjarklaustri 18. febrúar 1886! Faðir hans var Sigurður Ólafsson, sýslumaður þar, en siðar sýslumaður i Árnes- sýslu með aðsetri i Kaldaðarnesi, sem Jón kenndi sig jafnan við. Móðir Jóns var Sigriður Jónsdótt- ir umboðsmanns i Vik I Mýrdal, systir Halldórskaupmanns i Vik, sem margir kannast eflaust við. Jón nam norrænu við Kaup- mannahafnarháskóla. Vann hann siðar á stjórnarskrifstofu Islands i Höfn, unz hann kom heim og gerðist sýsluritari hjá föður sin- um um hrið. Arið 1916 hóf hann störf á skrifstofu alþingis, eins og áður segir. Hann lézt 31. október árið 1957. Ef áætlunin stenzt ekki Óvænt útgjöld hafa oft gert náms- mönnum leiðan grikk. Margir hafa oröið að verða sér úti um starf jafnhliða nám- inu, ef til vill á versta tíma námsársins. Áætlanir geta brugðizt. Nú eiga aðstandendur námsmanna auðveldar með að veita þeim aðstoð, ef þörf krefur. Með hinu nýja sparilánakerfi Landsbankans er hægt að koma sér upp varasjóði með reglubundnum spamaði, og eftir umsaminn tíma er hægt að taka út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fá lán til viðbótar. Varasjöðinn má geyma, þvi lántöku- rétturinn er ótímabundinn. Þér getið gripið til innstæðunnar, og fengið lán á einfaldan og fljótlegan hátt, þegar þér þurfið á að haída. Reglubundinn sparnaður og reglu- semi í viðskiptum eru einu skilyrði Landsbankans. Kynnið yður sparilánakerfi Lands- bankans. Biðjið bankann um bæklingihn um Sparilán. a^s^i^i^s^?! Baitki allra landsmánná TIL ALLRA ATTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.